Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

28.03.2012 07:23

Tap í jöfnum leik

Mikilvægur sigur Njarðvíkur
27 03 2012 | karfan.is

Mikilvægur sigur Njarðvíkur

 Njarðvíkurstúlkur settu vissa pressu á Snæfell í kvöld með því að komast í 2:1 í einvígi liðanna en í stórskemmtilegum og hröðum leik þá endaði leikurinn 93: 85 heimasætunum úr Njarðvík í vil. Næsti leikur liðanna eru á laugardag í Hólminum. 
Eftir fyrsta leikhluta var jafnræði með liðunum þrátt fyrir að heimastúlkur væru þremur stigum yfir. Í byrjun annars leikhluta voru Snæfellingar hins vegar komnir skrefinu á undan og leiddu 33-36 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Njarðvíkingar réttu úr kútnum og löguðu stöðuna en jafnt var þegar flautað var til hálfleiks, 48-48 og leikurinn fjörugur og hraður. Þessi lið hafa háð jafnar rimmur í vetur og svo virtist sem engin breyting yrði þar á í kvöld.

Snæfellsstúlkur mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og þær náðu nokkrum hröðum sóknum sem skiluðu yfirleitt körfum. Fjölmargir áhorfendur voru mættir frá Stykkishólmi og þeir létu vel í sér heyra. Njarðvíkingar gleymdu sér í vörninni og Snæfellingar gengu á lagið. Þær náðu 6 stiga foystu þegar 4 mínútur voru til leiksloka og Sverri Þór þjálfara var ekki skemmt og kallaði eftir leikhlé. Áfram var spilaður hraður körfubolti og áhorfendur skemmtu sér konunglega.Fjögur stig skildu liðin að þegar fjórði leikhlutu var eftir óleikinn. Liðin voru búin að skora 67 og 71 stig og því ljóst að sóknarleikurinn var í fyrirrúmi.

Það voru Snæfellingar sem voru yfir í upphafi síðast leikhluta en Njarðvíkingar náðu yfirhöndinni þegar Baker-Brice setti niður fallega þriggja stiga körfu fljótlega í leikhlutanum. Það var alveg hreint ótrúlegt á köflum að fylgjast með hraðanum í þessum leik og leikmenn sýndu sparihliðarnar í sóknarleiknum. Aftur náði Snæfell forystu en Njarðvík jafnaði í stöðunni 76-76 og komust svo yfir í næstu sókn þegar Ína María Einarsdóttir braust í gegn og skoraði af stuttu færi.

Þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka var allt í járnum og mikil stemning í húsinu. Heimamenn náðu fjögurra stiga forystu þegar skammt var til leiksloka en Snæfellingar voru aldrei langt undan. Þegar 1:18 voru til leiksloka var tekið leikhlé en heimamenn voru þá með tveggja stiga forystu og boltann að auki. Lele Hardy sótti þá villu eftir mikla baráttu undir körfunni og hún jók forskotið í 4 stig. Ekki tókst Snæfellingum að skora úr sinni sókn og hinum megin jók Baker-Brice frekar muninn með tveimur vítum. Á lokakaflanum tóks gestunum ekki aðnýta sín tækifæri og Njarðvíkingar lokuðu leiknum á vítalínunni en þær sigruðu síðasta leikhluta 26-14. Lokatölur voru 93-85. Mest náðu Njarðvíkingar 8 stig forystu í leiknum og 12 sinnum skiptust liðin á því að halda forystu.

Hjá Njarðvík var Shanae Baker-Brice atkvæðamest með 36 stig/4 fráköst/6 stoðsendingar og Lele Hardy var með trölla tvennu, 23 stig/24 fráköst.

Stigin:

Njarðvík: Shanae Baker-Brice 36/4 fráköst/6 stoðsendingar, Lele Hardy 23/24 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Harpa Hallgrímsdóttir 6/6 fráköst, Ína María Einarsdóttir 5, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4/4 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Salbjörg Sævarsdóttir 0/4 fráköst

Snæfell: Jordan Lee Murphree 28/16 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Kieraah Marlow 17/9 fráköst, Hildur Sigurdardottir 16/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/5 fráköst

27.03.2012 13:09

Snæfellingar, fjölmenna í Njarðvík

Leikur 3: Njarðvík - Snæfell, þriðjudaginn 27. mars kl 19.15. -Njarðvík-

Leikur 3:

Njarðvík - Snæfell, þriðjudaginn 27. mars kl 19.15. -Njarðvík-

 

-ALLIR Í BÍLANA OG SVO VERÐUR RAUTT STRIK ÚT REYKJANESBRAUTINA- KOMA SVO!

25.03.2012 23:53

Snæfellsstúlkur unnu Njarðvík

Ísinn brotinn
Snæfell sigraði Njarðvík í æsispennandi leik
2

 
Myndir Þorsteinn Eyþórsson Snæfell hleypti heldur betur spennu í úrslitakeppnina í IE-deild kvenna með því að vinna 85-83, nauman en sanngjarnan sigur á Njarðvík í kvöld.  Leikurinn var jafn lengst af en Snæfell náði undirtökunum hægt og bítandi og var sterkari aðilinn í lokin þegar mest þurfti. Með sigrinum jafnaði Snæfell stöðuna í rimmu liðanna sem nú er 1-1 en þrjá sigra þarf til að komast áfram í leikina um titilinn.  

Það var ekki síður mikilvægt að með sigrinum braut Snæfell ísinn og svipti af sér "Njarðvíkurgrýlunni"  og setur mikla pressu á Njarðvík fyrir viðureign liðanna n.k. þriðjudag.
       Leikurinn í kvöld var eins og áður sagði í járnum lengst af Njarðvík þó heldur í ökumannssætinu þar til komið var undir lok leiksins, þá fylgdust liðin að en Snæfell hinsvegar komið með sveifluna sín megin.  Spennan var mikil og undir slíkum kringumstæðum er mikilvægt að hafa reynslubolta innan síns liðs til að stýra sóknarleiknum og þar stendur Hildur Sig öðrum framar og hún var gríðarlega sterk í lok leiksins og skoraði afar mikilvæg stig af vítalínunni þegar hún kom Snæfelli í 81-80 18 sek. fyrir leikslok og náði svo varnarfrákastinu hinumegin.  Það voru hinsvegar Kieraah Marlow og Jordan Lee Murphree sem tryggðu sigurinn af vítalínunni, fyrst Kieraah í 83-80 eftir ásetningsbrot og því fékk Snæfell boltann aftur og þá var brotið á Jordan Lee sem setti sín tvö líka niður og munurinn kominn í fimm stig 85-80 og aðeins um 2 sekúndur eftir og sigurinn tryggður.  En þessar fáu sekúndur dugðu þó Shanae Baker Brice til að smella einum þristi rétt innan við miðju og lokatölur því 85-83.
     Staðan í viðureign liðanna er því 1-1 og ekki vafi á því að sigurinn fyllir Snæfellsliðið sjálfstrausti til að fara til Njarðvíkur og taka sigur þar.  Munurinn á liðunum til þessa hefur verið mest í hausnum Snæfellsstúlkunum sjálfum en nú sjá þær það að Njarðvíkurliðið er langt í frá óvinnandi vígi. Það sést einnig á því að Snæfellsliðið átti í heildina ekki sinn besta leik, en var hinsvegar að fá gott framlag frá sínum þremur lykilleikmönnum Kieraah, Jordan Lee og Hildi sem voru sterkastar í liði Snæfells í kvöld ásamt Hildi Kjartansdóttur.  Liðið á því helling inni fyrir næsta leik og með sjálfstraustið í farangrinum og grýlunni rutt úr vegi, þá geta þær tekið sigur í Njarðvík líka ekki síst ef liðið í heild nær toppleik. Snæfell má þó enn bæta ýmsa hluti s.s. t.d. að fækka sóknarfráköstum Njarðvíkur, þær voru að fá alltof auðveld sóknarfráköst í lokin, fráköst tekin af leikmönnum sem komu með tilhlaupi utan af kanti og því ekki möguleiki fyrir þá leikmenn sem hoppa beint upp undir körfunni að ná þeim fráköstum, Snæfellsstelpurnar verða að stíga betur út, eða í það minnst að loka hlaupleiðum að slíkum fráköstum. 
      En sigurinn vannst í kvöld, á sterkum heimavelli þar sem Snæfellsstelpurnar voru vel studdar af sínu stuðningsfólki en á það vantað í Njarðvík í fyrsta leiknum.  Stuðningsfólk ætti því að hópast til Njarðvíkur og gefa Snæfelli góðan stuðning í þriðja leiknum á þriðjudagskvöldið og hjálpa Snæfelli að landa sigri þar.  Takist það þá er Snæfell komið með yfirhöndina og lykilstöðu fyrir fjórða leikinn sem verður í Stykkishólmi laugardaginn 31.mars.  ÁFRAM SNÆFELL !!

Tölfræðin í kvöld

23.03.2012 22:39

Njarðvík 87-84 Snæfell

Í kvöld hófst úrslitakeppnin í Iceland Express deild kvenna þar sem Njarðvíkurkonur tóku 1-0 forystu gegn Snæfell í undanúrslitarimmu liðanna.
 
Njarðvík 87-84 Snæfell
Njarðvík 1-0 Snæfell
 
Njarðvík: Lele Hardy 32/14 fráköst, Shanae Baker-Brice 25/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 14/5 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Harpa Hallgrímsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.
 
Snæfell: Kieraah Marlow 35/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jordan Lee Murphree 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/12 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0.
 

23.03.2012 21:40

Öruggur sigur á Val í lokaleik

Sigur í lok deildar og mætum Þór Þ í 8-liða

Snæfell sigraði Valsmenn í Vodafonehöllinni, lokatölur 68-80 og þar með kvöddu Valsarar deildina án sigurs.  Snæfell voru yfir allan tímann gegn Val og allir fengu mínútur að spila og þeir sem hafa fengið færri mínútur í vetur fengu fleiri í kvöld. Góður sigur í síðasta leik deildarinnar og mun Snæfell mæta Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum.

 

Ólafur Torfa var stigahæstur með 15 stig og 10 fráköst og Marquis Hall kom næstur með 14 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Nonni Mæju var með 13 stig, 11 fráköst og 4 stoðs. Pámi Freyr 11 stig og 6 stoðs. Svenni Davíðs 9 stig og 6 fráköst. Haffi Gunnars 6 stig, 5 fráköst og 3 stoðs. Þorbergur Sæþórs 5 stig og 3 fráköst. Quincy Cole 4 stig og 5 fráköst en spilaði einungis 5 mín og 28 sek. Magnús Ingi 2 stig. Óskar Hjartar 1 stig.

 

Nánari tölfræði hér

Umfjöllun kemur inn á Karfan.is

 


 

23.03.2012 18:40

Ingi Þór og Hildur fá viðurkenningu 

 

Ingi Þór fékk viðurkenningu fyrir besta þjálfarann í seinni hluta eða seinni 14 leikja í Iceland express deild kvenna. Hildur Sigurðardóttir var í fimm leikmanna úrvalsliði deildarinnar ásamt Lele Hardy Njarðvík, Sigrúnu Sjöfn KR, Írisi Sverrisdóttur Haukum, og Pálínu Gunnlaugs Keflavík.

 

Frábært hjá okkar fólki og nú tekur úrslitakeppnin við og er fyrsti leikur Snæfellsstúlkna, útileikur á föstudaginn 23. mars kl 19:15 í Njarðvík.

19.03.2012 11:16

Heimasigur Snæfells: Auðveldur seinni hálfleikurStúlkurnar í leik Snæfells og Fjölnis byrjuðu af krafti og skoruðu til skiptis en jafnt var yfir fyrsta hluta og allt frá 2-2 til 13-13 en þá stukku Fjölnisstúlkur í 13-18 en Jordan Murphree jafnaði 18-18 með næstu 5 stigum og skoraði 10 stig í hlutanum og staðan 18-18 eftir fyrsta hluta og einhverjar blikur á lofti um hörkuleik.Snæfell setti upp svæðisvörn í öðrum hluta og uppskar smá forystu út frá því 28-23 en Brittney Jones var frísk á fæti og ásamt Hugrúnu Evu minnkuðu þær strax muninn í 28-27. Snæfell var alltaf skrefinu framar en Fjölnir ekki langt undan og biðu færis og spiluðu góðan leik og héldu sér við efnið.......

 Snæfell var hins vegar með 4 stiga forskot 41-37 í hálfleik þar sem Kieraah Marlow hafði skorðað 12 stig fyrir Snæfell og Jordan 10 stig. Hildur Björg var að standa sig vel með 8 stig og 6 fráköst.Hjá Fjölni var Brittney Jones komin með 15 stig fyrir Fjölni, Katina Mandylaris 8 stig  og Jessica Bradley 7 stig.

 

 

Katina Mandylaris smellti þremur stigum í upphafi þriðja hluta fyrir 41-40 en Snæfell tók þá öll völd á vellinum þar sem vörn Snæfells var gríðarsterk og Fjölnisstúlkur fengu lítið sem ekkert niður í sóknum sínum og vörnin var skrefinu á eftir og klaufaleg. Jordan Murphree svarði strax með þrist 44-40 og stal svo einhverjum 5 boltum og var öflug í góðri liðsheild í vörninni ásamt því að keyra upp hraðar sóknir Snæfells sem komust fljótt í 10 stiga mun 52-42 og svo 64-45 áður en flautann gall og 23-8 í þriðja hluta þar sem allt Snæfellsliðið var í stuði þó Jordan hafi sett í samband.

 

 

Snæfellsstúlkur sigldu svo nokkuð áreynslulaust í gegnum fjórða hluta og pössuðu upp á að hleypa ekki leiknum upp í rugl með fengna forystu. Brittney setti niður tvo góða þrista og reyndi fleiri í stöðunni 72-56 en Snæfell héldu haus og voru fastari fyrir. Birna Eiríks smellti einnig tveimur til fyrir Fjölni en í raun of seint til að koma einhverju hryna af stað hjá Fjölni.

 

Rósa Kristín og Björg Guðrún komu með baráttu af bekknum líkt og flestar í báðum liðum og Hildarnar báðar og Helga Hjördís voru einkar drjúgar á mikilvægum augnablikum og auðveldur sigur kom með flottum leik í seinni hálfleik 90-74 og þriðja sætið er þeirra í deildinni þrátt fyrir að spárnar segðu fimmta sætið þetta tímabilið og úrslitakeppnin fram undan.

 

 

Snæfell:
Jordan Murphree 21/5 frák/4 stoðs/6 stolnir. Kieraah Marlow 20/12 frák/4 stoðs/5 stolnir. Hildur Björg Kjartansdóttir 12/9 frák/4 stolnir. Hildur Sigurðardóttir 11/6 frák/9 stoðs. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/4 frák. Rósa Kristín Indriðadóttir 6 stig. Björg Einarsdóttir 5/3 stolnir. Berglind Gunnarsdóttir 4 stig. Aníta Rún Sæþórsdóttir 2 stig. Sara Mjöll Magnúsdóttir 2 stig. Alda Leif Jónsdóttir 0/3 stoðs. Ellen Alfa Högnadóttir 0.


Fjölnir:
Brittney Jones 25/9 frák/4 stoðs/3stolnir. Jessica Bradley 13/6 frák/3stolnir. Katina Mandylaris 12/4 frák. Birna Eiríksdóttir 8. Bergdís Ragnarsdóttir 5/5 frák. Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4. Erla Sif Kristinsdóttir 3. Eva María Emilsdóttir 2. Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2. Margrét Loftsdóttir 0. Sigrún Ragnarsdóttir 0. Erna María Sveinsdóttir 0.Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

19.03.2012 11:08

Sigur á Tindastól

Snæfellingar voru sterkari á endasprettinum

Snæfell - Tindastóll 89-80

Skrínsjott úr leik Snæfells og Tindastóls. Miller reynir skot.

Tindastóll heimsótti Snæfellinga í Stykkishólm í gærkvöldi í baráttuleik en bæði lið gerðu tilkall til sjötta sætis í Iceland Express deildinni. Með sigri hefðu Stólarnir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en tap varð staðreynd eftir að Snæfell átti góðan endasprett í leiknum og því eru Stólarnir ekki enn öruggir inn í úrslitakeppnina. Lokatölur í Hólminum voru 89-80.

Lið heimamanna var sterkara framan af leik, þeir voru yfir 20-17 eftir fyrsta leikhluta og 45-39 í hálfleik. Mest náði Snæfell 13 stiga forystu í öðrum leikhluta en Tindastólsmenn áttu ágætan kafla fyrir hlé og söxuðu aðeins á forskotið.

Snæfell hóf þriðja leikhluta ágætlega og voru yfir 58-46 þegar fjórar mínútur voru liðnar. Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og gerðu næstu 11 stig og minnkuðu muninn í eitt stig og næstu mínútur var allt í járnum. Miller jafnaði síðan leikinn fyrir Tindastól og staðan 61-61 þegar fjórði leikhluti hófst. Fyrstu fjórar mínútur leikhlutans voru æsispennandi og munurinn sjaldnast nema 1-3 stig. Annar kana heimamanna, Quincy Hankins-Cole, fékk sína fimmtu villu þegar sex mínútur voru eftir og þegar fimm mínútur voru eftir kom Miller Stólunum í 67-72 og staða Tindastóls orðin álitleg. Þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Marquis Sheldon Hall tók leikinn í sínar hendur og síðustu fimm mínútur leiksins gerði Snæfell 22 stig en Stólarnir aðeins 8.

15.03.2012 23:14

Góður sigur í Grindavík

Snæfellingar skelltu deildarmeisturunum

Þorleifur Ólafsson og félagar í Grindavík töpuði í kvöld fyrir Snæfelli á heimavelli. stækka

Þorleifur Ólafsson og félagar í Grindavík töpuði í kvöld fyrir Snæfelli á heimavelli. Ernir Eyjólfsson

Snæfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu deildarmeistara Grindavíkur, 101:89, í Grindavík í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland Expressdeildinni. Úrslitin breyttu því hinsvegar ekki að í leikslok fengu leikmenn Grindavíkur afhentan deildarmeistarabikarinn sem þeir tryggðu sér fyrir skömmu.

Leikmenn Snæfells voru yfir í leiknum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Þeir sitja áfram sem fastast í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig að loknum 20 leikjum.

Nathan Bullock skoraði 25 stig fyrir Grindavík í kvöld og tók 13 fráköst. Páll Axel Vilbergsson skoraði 18 stig. Hjá Snæfelli var Marquis Sheldon Hall með 22 stig. Quincy Hankins-Cole skoraði 21 stig og tók 17 fráköst auk þess að eiga þrjár stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og átti fimm stoðsendingar.

14.03.2012 22:36

Stúlknaflokkur Snæfell með sjö sigra í röð

Útisigur á Fjölnisstúlkum


Stelpurnar í Snæfell sigruðu Fjölni 54-89 í Dalhúsum í grafarvogi í gær, staðan í hálfleik var 39-64.  Björg Guðrún fór hamförum undir körfunni í síðari hálfleik og skoraði 26 stig, næst henni var Hildur Björg Kjartans með 24 stig.


Fjölnisstúlkur hófu leikinn 4-0 en grimmd Snæfells kom þeim í fína stöðu 9-21 eftir fyrsta leikhluta. Fjölnisstelpur spiluðu stíft og pressu vel á boltann.  Jafnræði var á milli liðanna í öðrum hluta og staðan í hálfleik 24-38.  Í þriðja hluta tók Hildur Björg til sinna ráða og skoraði 12 stig af sínum 24. 

 

Sara Mjöll var kominn í villuvandræði, en hún fékk tvær villur fyrir litlar sakir og sína fimmtu villu í þriðja leikhluta.  Staðan eftir þrjá leikhluta 39-64.  Í fjórða leikhluta lék Hildur Björg lítið og fór Björg Guðrún undir körfuna þar sem hún naut sín vel, stelpan skoraði 14 stig í leikhlutanum og var með flottar posthreyfingar.  Lokatölur 54-89 og sjöundi sigurinn í röð eftir að liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum.

 

Stigaskor Snæfells: Björg Guðrún Einarsdóttir 26 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 24, Berglind Gunnarsdóttir 13, Ellen Alfa Högnadóttir 9, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 7 og Silja Katrín Davíðsdóttir 2.

 

Stigaskor Fjölnis: Bergdís Ragnarsdóttir 20 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkarðsdóttir og Margrét Loftsdóttir 7, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 5, Sigrún Elísa Gylfadóttir 2 og Fanney Ragnarsdóttir 1. Sigrún Gabríela og Margrét Eiríks náðu ekki að skora.

 

Stelpurnar eiga tvo leiki eftir í deildarkeppninni, næsti leikur er gegn Njarðvík mánudaginn 19. Mars klukkan 2000 í Stykkishólmi.  Frestaður leikur gegn KR hefur ekki verið settur á enn.

14.03.2012 07:47

Naumur sigur í Keflavík

Snæfell tryggði sig í úrslitakeppnina
13 03 2012 | karfan.is

Snæfell tryggði sig í úrslitakeppnina

 Með sigrinum í kvöld er Snæfell búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og þar með nældu þær sér í tvö mikilvæg stig í Toyotahöllinni í kvöld. Einnig náðu þær að stöðva sigurgöngu Keflavíkur á leiktíðinni en fyrir leikinn voru þær búnar að vinna 13 leiki í röð á heimavelli sínum. Leikurinn endaði 59-61 og þar með þarf Keflavík að bíða fram að síðasta leik til að næla sér í deildarmeistaratitilinn. 
 Keflavík byrjaði betur í fyrsta leikhluta og komst í 7 -0 á upphafsmínútunum. En eftir það var eins og það hafi gjörsamlega slokknað á þeim og Snæfell nýtti sér það. Smám saman komust þær inn í leikinn og þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum jafnar Snæfell 7-7 og komast svo yfir stuttu seinna 9-10. Leikhluturinn endar síðan 11-12 og einkenndist hann af slæmri nýtingu og nýtingum. Hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir með 5 stig og hjá Snæfell var Hildur Sigurðardóttir með 6 stig.
 
Annar leikhlutinn var mjög kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera í forystunni. Eins og í fyrsta leikhluta byrjaði Keflavík betur  og virtust vera vaknaðar. En Snæfell hleypti þeim aldrei of langt frá sér og voru komnar aftur yfir um miðjan leikhlutann, 16-18. Næstu mínútur eftir það var mjög lítið að gerast hjá báðum liðunum og virtist vera einhver skjálfti í liðunum. Liðin voru síðan jöfn á öllum tölum það sem lifði af leikhlutanum og var staðan 27-27 þegar flautað var til hálfleiks. Hjá Keflavík var Pálína sterk á báðum endum vallarins og var komin með 14 stig. Hildur Sigurðardóttir var komin með 8 stig fyrir Snæfell og þær Kieraah Marlow og Jordan Murphree með 6 stig hvor.
 
Leikurinn hélt áfram eins og hann endaði fyrir hálfleik og skiptust liðin á því að vera með forystuna á upphafsmínútum þriðja leikhlutans. Bæði liðin voru frekar mistæk sóknarlega og var ekkert að detta ofaní framan af í leikhlutanum. Snæfell tók sig þá til og herti vörn sína og fór að setja skotin sín niður og komst í 36-42 þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Keflavík átti síðan 4 síðustu stig leikhlutans og var staðan 40-42 fyrir síðasta leikhlutann. Pálína var komin með 21 stig fyrir Keflavík og var algjörlega að halda þeim inn í leiknum sóknarlega. Hjá Snæfell var Hildur Sigurðardóttir komin með 14 stig.
 
Eins og  hina þrjá leikhlutana þá byrjar Keflavík betur en Snæfell er þó ekkert að hleypa þeim of langt undan. Um miðjan leikhlutann kemst Keflavík í 53-49 og þessum tíma var ekkert að detta ofaní hjá Snæfell. En þær gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar rétt undir fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Eboni Mangum fær sína fimmtu villu stuttu seinna og Snæfell kemst yfir með því að setja niður tvö víti, 53-55. Snæfell herðir vörnina sína og með góðri baráttu komast í 55-59 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Keflavík jafnar síðan í 59-59 áður en Hildur Sigurðardóttir setur síðasta skot leiksins ofaní körfuna þegar 46 sekúndur voru eftir, 59-61. Keflavík átti þó síðasta skotið sem hefði getað stolið sigrinum en ofaní vildi boltinn ekki. Snæfell fagnaði því sínum þriðja sigri á Keflavík í vetur í fjórum viðureignum. 
 
Hjá Keflavík var Pálína sú eina sem var að draga vagninn sóknarlega og þarf greinilega á fleirum að skila meira inn en gert var í kvöld. Hún endaði leikinn með 29 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Næst henni var Mangum með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Jaleesa Butler hefur oft spilað betur en hún var með 8 stig, 15 fráköst og 6 varin skot.
 
Hjá Snæfell var Hildur Sigurðardóttir að spila mjög vel og endaði leikinn með 16 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar, Næst henni var Murphree með 12 stig, 13 fráköst, 4 stolna bolta og 2 stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir var síðan með 11 stig og 8 fráköst.
 
Texti: rannveig@karfan.is
Mynd: skuli@karfan.is 

12.03.2012 11:52

Víkingur í úrslitkeppni 2 deildar

Laugardaginn 10.mars tók lið Víking Ólafsvíkur á móti liði Heklu frá Hellu í mikilvægasta leik liðsins til þessa þar sem bæði lið voru jöfn að stigum þegar komið var að seinasta leik tímabilsins. En liðin deildu með sér 4-5.sæti með 14 stig. Var því þessi leikur hrein úrslitaleikur um það hvort liðið kæmist í úrslitakeppnina, en efstu 4 sætin gefa rétt á sæti í henni.


Leikmenn Víkings mættu vel stemmdir til leiks og leikurinn fór vel af stað og var Víkingur yfir eftir 1.leikhlutann 17-15 þrátt fyrir að hafa lent undir á tímabili 6-11. Leikurinn var jafn og spennandi í öðrum leikhluta og liðin skiptust á forystu, en á endanum var lið Víkings sterkari og fóru í hálfleik með forystu 40-35.

3. leikhluti var einnig spennandi en Víkingur hélt þó alltaf forystunni en bæði lið skoruðu 25 stig í þessum leikhluta og var staðan í lok hans 65-60.

Staðráðnir í því að vinna leikinn komu liðsmenn Víkings mjög sterkir inn í 4. leikhluta og skoruðu alls 33 stig gegn 15 stigum Heklu, en Víkingur átti 11-0 kafla á tímabili í þessum leikhluta, en þarna voru liðsmenn Heklu orðnir þreyttir en ekki liðsmenn Víkings sem náðu að halda tempóinu uppi allan leikinn. Lokatölur voru 98-75 Víking Ó í vil.

Þar með tryggðu Víkingur Ólafsvík sér þátttöku í úrslitakeppninnar í 2.deild en það mun koma í ljós í næstu viku hvort liðið nær 3.sæti eða 4.sætinu í riðlinum ásamt því hvaða liði það mætir. En enn eru nokkrir leikir eftir.

Staðan í riðlinum er:

A-riðill

Nr.     Lið             U/T     Stig

1.      Mostri        15/0    30

2.      Leiknir R.     11/5    22

3.      Víkingur Ó.    8/8     16

4.      HK             8/7     16

5.      Patrekur       8/6     16 - Fá ekki að taka þátt í úrslitum vegna þess að þeir mættu ekki í leikinn gegn ÍBV

6.      Hekla           7/9    14

7.      ÍBV              4/10 8

8.      Katla           4/11   8

9.      Smári           3/12   6

 

Staðan er svo í B-riðli svona:

B-riðill

Nr.     Lið             U/T    Stig

1.      Augnablik      15/1    30

2.      Reynir S.      12/4    24

3.      Bolungarvík    11/4    22

4.      KV              8/8    16

5.      Fram            8/7    16

6.      Álftanes       7/7     14

7.      Stál-úlfur     4/12    8

8.      Sindri         3/13   6

9.      Laugdælir      2/14    4

 

Semsagt efstu 4 liðin úr hvorum riðli komast í úrslitakeppnina sem spilast helgina 23-25 mars.

 

Kv. Jenni

10.03.2012 08:59

Naumur sigur á Fjölni

Snæfell hélt naumlega haus, en hélt honum þó :)Fjölnismenn komu með slakann fyrri hálfleik en sterkann seinni hálfleik í farteskinu í Hólminn. Snæfell hafði tauminn framan af leik en Fjölnir saxaði á og jafnaði 74-74 og eftir það var bara spurning um hvar greddan væri og hvort liðið næði þessu í lokin. Snæfell hélt þar hausnum naumlega og sigraði 89-86 eftir að hafa misst sinn leik algjörlega niður í seinni hálfleik.Snæfellingar byrjuðu betri í fyrsta hluta og voru að klára sóknir sínar betur en Fjölnir sem áttu mörg skot sem geiguðu og Snæfellingar áttu svo auðveld varnarfráköst. Marquis Hall stjórnaði leik Snæfells af festu og var þeirra helsta vopni í upphafi. 24-14 var staðan eftir fyrsta hluta en Snæfellingar komust strax í 13-4 og voru skrefinu framar.Fjölnismenn reyndu við svæðisvörn í upphafi annars hluta en Snæfell hélt forystunni um 10 stig og Fjölnir glímdi við sóknarfrákastaþurrð. Snæfell sigldi lítið eitt frá með stórum körfum frá Marquis og Sveini Arnari, 38-24 en Fjölnir fór undir lokin að salla niður góðum körfum úr sóknum sínum og héldu sig ekki langt undan 41-30 með O´neal og Walkup fremsta meðal jafningja. Staðan var svo 47-34 í hálfleik eftir að Nonni Mæju setti þrist á flautu fyrir Snæfell.


Hjá Snæfelli var Marquis Hall kominn eð 14 stig og 6 stoðsendingar en þar næst voru frændurnir Nonni Mæju og Sveinn Arnar með 11 stig hvor. Quincy Cole splæsti við 9 fráköstum á liðið. Í liði Fjölnis voru Nathan Walkup og Calvin O´neal komnir með 10 stig hvor.

 Fjölnir sótti fast á hæla Snæfells með hröðum sóknum og góðri vörn og minnkuðu muninn í 53-49 með góðum leik Calvin O´neal og félaga en Snæfell tók sig á og komust aftur í yfir 10 stiga forystu 62-51. Staðan eftir þriðja hluta var 67-56 fyrir Snæfell og Quincy átti massatroðslu í lokin en Snæfellsmenn máttu vara sig á værukærðinni því hungraðir Fjölnismenn biðu eftir að sækja á.Snæfell hélt sér við efnið fyrst í upphafi fjórða hluta en misstu svo algjörlega taktinn, voru hikandi og fengu yfir sig fullt af auðveldum körfum og einnig að Fjölnismenn sýndu mikinn kraft og dugnað í að koma til baka í vörn og sókn þegar þeir jöfnuðu 74-74 þar sme leikurinn snérist við og fólk farið að spyrja sig hvort að um afritað og límt frá leiknum gegn Stjörnunni væri í uppsiglingu.


Snæfell stökk frá en Arnþór Freyr minnkaði muninn aftur í 79-77 en Marquis svaraði strx fyrir 81-77 en engu munaði á milli liðanna og leikar æstust með 83-82 fyrir Snæfell þegar mínúta var eftir en Calvin kom Fjölni yfir 83-84 á vítalínunni. Marquis svaraði af línunni einnig 85-84. Calvin hélt uppteknum hætti og fór í auðvelt sniðskot sem hann og fleiri Fjölnismenn fengu nokkuð af í leiknum og staðan 85-86. Quincy reddaði Snæfelli 87-86 og leikhlé tekið með 14 sekúndur eftir.


Calvin klikkaði á gegnumbroti sínu og Quincy þrumaði boltanum fram á Svein Arnar sem tróð með tilþrifum og Snæfell rétt marði Fjölni 89-86 eftir góða innkomu Fjönis í seinni hálfleik og mátti ekki miklu muna að Snæfell sæi á eftir stigunum í Grafarvoginn.

 


 


Snæfell:
Marquis Hall 26/7stoðs. Quincy Cole 18/13frák/6 stoðs. Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju 17/7 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 15/3 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 frák. Hafþór Ingi Gunnarsson 4. Ólafur Torfason 2. Óskar Hjartarson 1. Magnús Ingi 0. Þorbergur Helgi 0.


Fjölnir:
Calvin O´Neal 31/4 frák. Nathan Walkup 16/9 frák. Arnþór Freyr Guðmundsson 15. Hjalti Vilhjálmsson 11/5 frák. Jón Sverrisson 10/9 frák. Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3. Daði Berg 0. Gunnar Ólafsson 0. Trausti Eiríksson 0. Tómas Daði 0. Gúsatv Davíðsson 0.

 

Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

08.03.2012 14:53

Snæfellsstúlkur í toppsætið í unglingaflokki

Snæfellsstúlkur hoppuðu í toppsætið með heimasigri á Haukum

Bikarmeistarar Snæfells í unglingaflokki kvenna mættu Haukum í Stykkishólmi mánudagskvöldið 5. Mars.  Liðin höfðu leikið gegn hvort öðru 20. Febrúar í undanúrslitum bikarsins þar sem Snæfell höfðu betur, en í fyrri leik liðanna á Íslandsmótinu sigruðu Haukar 63-56 að Ásvöllum.  Snæfellssliðið var í fjórða sætinu fyrir leikinn en sjötti sigurinn í röð staðreynd þar sem lokatölur kvöldsins voru 78-55 Snæfell í vil.  Ellen Alfa Högnadóttir lék mjög vel og skoraði 24 stig.

 

Einsog áður segir þá sigruðu Haukastúlkur fyrri leik liðanna að Ásvöllum 63-56 og mikilvægt að sækja sigur í kvöld.  Hildur Björg Kjartans opnaði leikinn með góðum körfum gegn svæðisvörn gestanna og staðan 6-0.  Haukar komust yfir 8-9 en Ellen Alfa, Sara Mjöll og Rebekka Rán sem kom gríðarlega sterk inn af bekknum sáu til þess að Snæfell leiddu 18-13 eftir fyrsta leikhluta.

 

Haukar með Margréti Rósu í fararbroddi minnkuðu muninn í 18-16, en Rebekka og Ellen voru að hitta góðum skotum gegn svæðisvörn gestanna og stelpurnar leiddu 28-20.  Berglind Gunnars fékk snemma í öðrum leikhluta þriðju villuna sína og smellti sér á tréverkið hjá Inga Þór.  Hildur Björg og Sara Mjöll voru mataðar af Björg Guðrúnu og Snæfell leiddu 36-28 eftir að Ellen Alfa hafði smellt þriðja þristinum í fyrri hálfleik.
Haukar komu sterkar útúr hálfleiknum og opnuðu hann með þrist, Berglind sem ekkert hafði skorað í fyrri hálfleik var fljót að svara með þrist, í kjölfarið kom 17-3 kafli og Snæfell komnar í þægilega stöðu 53-34. 

 

Staðan eftir þrjá leikhluta 57-41, en Haukar bættu í seglin og náðu muninum niður í átta stig 59-51.  Berglind smellti þrist og Auður Ólafs minnkaði svo muninn á ný niður fyrir tíu stig 62-53, þá tóku Snæfell leikhlé sem þær komu gríðarlega grimmar útúr og skoruðu 14-0, lokatölur 78-55.

 

Með sigrinum fóru stelpurnar upp um þrjú sæti í fyrsta sætið, þar sem Keflavík, Snæfell og Haukar eru jöfn með sex sigra.  Næsti leikur hjá Snæfellsstúlkum er gegn Fjölni í Grafarvogi klukkan 20:00 12. Mars.

 

Stigaskor Snæfells: Ellen Alfa Högnadóttir 24 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Mjöll Magnúsdótir 12 stig, Berglind Gunnarsdóttir 11, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Björg Guðrún Einarsdóttir 7 og Aníta Rún Sæþórsdóttir 2.

 

Stigaskor Hauka: Margrét Rósa  17 stig, Sólrún og Ína Salóme 11, Auður Ólafs 7, Aldís 5, Inga Sif 4. Eydís náði ekki að skora.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52