Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

11.10.2012 17:03

Frækin för í Fjörðinn


Snæfellsstúlkur fóru til Hafnarfjarðar án Kieraah Marlow sem fékk leyfi af persónulegum ástæðum en það sýndu okkar stúlkur hverju þær eru gerðar úr og voru virkilega sannfærandi allan leikinn og tilbúnar í hörkuleik. Þrátt fyrir um sjö mínútna stigaleysi í þriðja hluta kom það ekki í veg fyrir að þær næðu að klára hlutann með 10 stigum þó, því Haukastúlkur voru farnar að finna taktinn.

 

Fjórði hluti var þá bara tekinn 17-9 og 68-59 sigurinn undirstrikaður. Staðan í hálfleik var 41-35 fyrir Snæfell og lítið munaði á liðunum í leiknum en Snæfellsstúlkur sýndu mátt sinn. Gaman var að sjá Ellen Ölfu Högnadóttur í búning í kvöld.

 

Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 17/8 fráköst, Siarre Evans 17/16 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 11, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/4 fráköst/5 stolnir.


Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/19 fráköst/5 stoðs, Berglind Gunnarsdóttir 14/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 12/9 fráköst/7 stoð/6 stolnir/4 varin. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9/11 fráköst. Rósa Kristín 0/6 frák. Silja Katrín 0. Ellen Alfa 0. Rebekka Rán 0.

Tölfræði leiksins

 


 


 


 


 

08.10.2012 22:42

Snæfell sigraði eftir slaka byrjun

ÍR mætti í Hólminn fullir sjálfstrausti enda vel mannaðir fyrir veturinn en voru án Sveinbjörns Claesen og þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar sem var frá vegna veikinda og stýrði Steinar Arason aðstoðarmaður hans liðinu. Með góðum hraða og krafti í vörninni komust gestirnir í 4-10 eftir að Eric Palm og D´Andre Jordan Williams settu sinn þristinn hvor og Snæfellingar á hælunum í vörninni og Williams að stjórna leik ÍR vel. Snæfellingum gekk herfilega að komast í gang en hægt og bítandi sigu þeir nær þegar Nonni Mæju svaraði þristi Þorvaldar Hauksonar og staðan var 19-22 fyrir ÍR sem voru harðir í horn að taka eftir fyrsta hluta sem Snæfellingar vilja gleyma sem fyrst.


Snæfell komst fyrst yfir 27-26 en Nemjana Sovic svaraði því með þremur 27-29. Asim McQueen var að detta inn í leikinn eftir bras í fyrsta hluta þar sem klaufagangur einkenndi reyndar flesta í hans liði. Hann var seinn í gang en komst á ágætis skrið og fór að taka til sín og átti slæma lendingu á parketinu eftir að Þorvaldur Hauksson braut óíþróttamannslega. ÍR virtist slaka á klónni þegar D´Andre Williams var kominn í villuvandræði og vermdi bekkinn en Snæfell gekk á lagið og komst yfir í 40-35 en ekki auðveldlega þó. Þegar Hreggviður gaf færi á sér í tæknivillu komst Snæfell í 46-37 og staðan í hálfleik 48-39. Stigahæstir í hálfleik Nonni Mæju með 15 stig fyrir Snæfell og Eric James Palm með 13 stig fyrir ÍR.Snæfell átti fantabyrjun í þriðja hluta skoraði 13-0 og staðan fljótt 22 stig 61-39 og ÍR-ingar virkuðu þreyttir og voru ráðalausir í sókn og vörn. ÍR tók sig lítið saman í andlitinu og Snæfell komst ekki lengra í bili en orkan fór í að elta muninn uppi og eftir að Williams fór útaf með fimm villur var leikur ÍR ekki burðugur og fáir ef nokkur steig upp í hans fjarveru. Gríðalegt magn af sóknarvillum fauk á bæði lið í þriðja hluta og ekki af því að það er stækkandi straumur á Breiðafirði en kannski þess vegna sem tæknivillur hlóðust á ÍR sem voru orðnir pirraðir og staðan 76-47 fyrir Snæfell eftir þriðja hluta og urðu algjörlega yfiráðandi í leiknum.Það var í raun barátta fram og til baka í fjórða hluta en 30 stiga munur Snæfells á kafla 84-54 var orðin staðreynd og ekkert í kotunum sem sagði að ÍR kæmu til baka. Undirritaður átti von á jafnari leik í kvöld og kom ÍR liðið svolítið á óvart hvað þeir brotnuðu við mótlætið þó fjórði hluti væri öllu jafnari en þeir tveir á undan. Eric Palm var óhræddur á troða yfir Snæfell undir lokin en Asim McQueen hafði rétt áður átt eina hálofta. Stóru strákarnir í Snæfelli komu sér hægt inn í leikinn og réðu svo flestu i teignum með 49 fráköst gegn 26 ÍR. Leikurinn endaði 96-77 fyrir Snæfell sem sýndu klærnar þegar á leikinn leið en enginn skal afskrifa ÍR í vetur þrátt fyrir allt.


Stigaskor Snæfell: Jay Threatt 24/6 frák/8 stoð. Asim McQueen 22/14 frák. Nonni Mæju 18/5frák. Pálmi Freyr  14/4 frák. Hafþór Ingi 6/5 frák Ólafur Torfason 5/9 frák. Stefán Karel 5. Sveinn Arnar 2. Kristinn Einar(Tinni), Magnús, Óttar og Kristófer skoruðu ekki.


Stigaskor ÍR: Eric Palm 26. Nemjana Sovic 12/4 frák. Hreggviður Magnússon 12. Þorvaldur Hauksson 10. D´Andre J. Williams 9. Hjalti Friðriksson 4/9 frák. Ellert Arnarson 2/5 frák. Vilhjálmur Theódór 2. Ólafur, Friðrik, Tómas og Þorgrímur skoruðu ekki.

07.10.2012 23:54

Sannfærandi sigur á FjölniFjölnir mætti í Hólminn í Domino´s deild kvenna nýbúnar að leysa Porsha Porter undan samningi og fá til sín þekkta stærð í Britney Jones sem var hjá þeim á síðasta tímabili. Fjölnisstúlkur byrjuðu af meiri krafti þó bæði varnir og sóknir liðanna væru þungar í upphafi þá leystu Fjölnir sína vörn betur og uppskar að komast í 2-7 með öll stigin frá Jones. Ingi þurfti að ræða sinn mannskap sem komu ákveðnari í leikinn og komust yfir 11-10 þar sem þristur frá Berglindi kveikti von. Liðin skiptust á forystu í leikhlutanum en Snæfell var búið að uppskera smá forystu þegar flautað var út úr fyrsta hluta 21-18.


Snæfell komst strax í 10 stiga forystu 30-20 með góðri svæðisvörn sem lokaði á Fjölni sem fengu heldur ekki fráköstin að ráði til að gera eitthvað úr sóknum sínum eftir erfið skot. Fjölnisstúlkur börðust og létu Snæfell ekki stökkva of langt frá sér en staðan í hálfleik var 38-28. Stigahæstar í fyrri hálfeik voru Berglind Gunnars með 11 stig fyrir Snæfell og Britney Jones 16 stig hjá Fjölni.


Fjölnisstúlkur voru ekki tilbúnar í að hleypa leiknum of mikið upp í hendurnar á Snæfelli og eltu með ekki meira en þessum c.a 8- 10 stigum sem munaði oftast á liðunum. Snæfell vilsi flýta sér heldur mikið, í þriðja hluta, að fá hlutina til að gerast og breikka bilið en það kom í bakið á þeim í slæmum skotum geng ágætri vörn Fjölnis. Það gekk ekki lengi þegar þreytan sagði til sín og Snæfell með meira úthald í leikinn og voru komnar í 20 stiga mun 56-36. Britney Jones var manna sprækust í Fjölnisliðinu en ljóst að hún gæti þetta ekki ein og t.a.m var Fanney Lind Guðmundsdóttir langt frá framlagi sínu úr síðasta leik. Staðan eftir þriðja hluta 58-39 fyrir heimastúlkur í Snæfelli.


Liðin voru ekki að skora hátt framan af fjórða hluta og hafði Fjölnir aðeins saxað á forskot Snæfells 66-54 en líkt og áður í leiknum var það einungis spursmál hvenær hægðist á leik Fjölnis og Snæfell jafnaði út stöðuna á ný, sem þær gerðu og komust aftur í 20 stiga forskot 77-57. Snæfell sigraði að lokum sannfærandi 79-59.


Stigaskor Snæfell: Kieraah Marlow 21/13frák. Hildur Björg 17/5 frák. Berglind Gunnars 13. Hildur Sigurðar 10/14 frák. Alda Leif 7/6 frák/7 stoð. Helga Hjördís 7. Rósa Kristín 4/4 frák. Rebekka Rán 0. Silja Katrín 0.


Stigaskor Fjölnir: Britney Jones 34/7 frák. Bergdís Ragnarsdóttir 9. Heiðrún Harpa 7/5 frák. Fanney Lind 5/4 frák. Hrund Jóhannsdóttir 4/7 frák. Dagbjört 0. Thelma María 0. Sigrún Anna 0. Erla Sif 0. Birna 0. Hugrún Eva 0. Erna María 0.

 

Nánari tölfræði

 

Símon B. Hjaltalín.


05.10.2012 22:08

Sigur í fyrsta leik gegn Val


Snæfellsstúlkur mættu bleikum Valsstúlkum í kvöld í fyrsta leik sínum í Domino´s deild kvenna. Snæfell hafði undirtökin í leiknum og sigruðu 64-48 Staðan í hálfleik var 37-30 fyrir Snæfell. Stigahæstar hjá Snæfelli voru Kieraah Marlow með 19 stig og Berglind Gunnars með 17 stig. Hjá Val voru Unnur Lára með 11 stig og Kristrún Sigrjóns með 9 stig.

 

Tölfræði leiksins hérna

Nánari umfjöllun af Karfan.is

 

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 


 


 


 


 


04.10.2012 16:33

Snæfellsstúlkur eru Meistarar meistaranna 

 

Umfjöllun fengin af Karfan.is

 

Fyrir fjórum dögum síðan hafði kvennalið Snæfells aldrei unnið titill en í dag eru þeir orðnir tveir. Það var aldrei spurning um hver færi með titilinn heim þegar Njarðvík og Snæfell mættust í keppni meistaranna í kvöld. Snæfellskonur unnu leikinn sannfærandi, 60-84. Hjá Snæfell var Kieraah Marlow að spila frábærlega en hún endaði leikinn með 24 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.
Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Lele Hardy á öxl eftir samstuð og virtist eins og hún hafi farið úr lið. Eftir að sjúkraþjálfarinn hafi litið á hana var hún kominn aftur inn á rúmri mínútu seinna og ekki virtist vera að um mikil meiðsl væri að ræða þar sem hún dró vagninn fyrir Njarðvík mest allan leikinn.


 
Nokkuð jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútu leiksins og var eins og bæði lið væru tilbúin í slaginn og ætluðu ekkert að gefa eftir. En í stöðunni 11-13 tók Snæfell sig til og skellti í lás í vörninni sem varð til þess að þær fóru á 0-11 "run". Á þessum tíma virtist eins og Snæfell ætlaði að klára leikinn í fyrsta leikhlutanum þar sem Njarðvík átti engin svör við neinu sem Snæfell lagði upp. Leikhluturinn endaði síðan 17-29 fyrir Snæfell sem voru komnar á góða siglingu fyrir annan leikhlutann. Hjá Njarðvík var Hardy komin með 8 stig en hjá Snæfell var Marlow með 10 stig.


Í upphafi annars leikhluta var greinilegt að Njarðvík ætlaði að selja sig dýrt og ætlaði sér að berjast fyrir bikarnum. Þær sóttu stíft að Snæfell en áttu þó fá svör við svæðisvörn þeirra. En um miðjan leikhlutann setti Ingibjörg Vilbergsdóttir risa þrist og minnkaði muninn niður í sex stig, 36-42. Við það vöknuðu Snæfell aftur og skoruðu þær síðustu sex stig leikhlutans sem endaði 36-48. Hjá Njarðvík var Hardy komin með 15 stig og hjá Snæfell var Marlow komin með 16 stig og Berglind Gunnarsdóttir með 10 stig.


Þriðji leikhlutinn byrjaði eins og hinir tveir þar sem jafnræði var með liðunum. Mikill hraði var í báðum liðunum á þessum tíma og áttu bæði liðin erfitt með að koma boltanum í körfuna. Njarðvík var hægt og rólega að minnka muninn í leikhlutanum og komust í 51-58 þegar mínúta var eftir og allt stefndi í frábæran fjórða leikhluta. Snæfell passaði samt sem áður að hleypa þeim ekki of nálægt sér og áttu síðasta orðið í leikhlutanum sem sá til þess að þær fóru með níu stiga forskot inn í síðasta leikhlutann, 51-60. Hjá Njarðvík var Hardy komin með 20 stig og Ingibjörg Vilbergsdóttir með 13 stig. Marlow var komin 20 stig fyrir Snæfell, Berglind Gunnarsdóttir með 12 og Hildur Björg Kjartansdóttir með 11.


Fyrir leikhlutann leit út fyrir að síðustu 10 mínútur leiksins skildu einkennast af spennu og baráttu fram að loka sekúndu. Ingi Þór hafði greinilega sagt einhver vel valin orð við sínar konur því að allt annað lið mætti til leiks og átti Snæfell hreinlega leikhlutann. Þær komu miklu grimmari til leiks heldur en þær höfðu verið að spila framan af. Við það fór allt að ganga hjá þeim á meðan ekkert var að ganga hjá Njarðvíkur konum. Um miðjan leikhlutann var eins og öll trú Njarðvíkur var búin og því var eltingaleikurinn of mikill fyrir þær. Snæfell uppskar að lokum sanngjarnan sigur, 60-84, og eru komnar með sinn annan titil á fjórum dögum.


Maður, já eða reyndar kona, leiksins var án efa Kieraah Marlow sem spilaði hreint ótrúlega vel og endaði leikinn eins og áður segir með 24 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Einnig átti Hildur Björg Kjartansdóttir frábæran leik og er hún að vaxa í frábæran leikmann sem vert verður að fylgjast með í framtíðinni. Hún endaði leikinn með 19 stig, 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Berglind Gunnarsdóttir skilaði síðan 14 stigum, 3 fráköstum og 2 stolnum og Alda Leif Jónsdóttir, sem er að komast í sitt fyrra form, endaði leikinn með 10 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.


 
Hjá Njarðvík var Lele Hardy að spila frábærlega og er greinilega í frábæru formi en hún endaði leikinn með 21 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna. Auk Lele Hardy átti Ingibjörg Vilbergsdóttir góðan leik en hún sallaði niður 13 stigum, tók 6 fráköst og stal 5 boltum.


 
Myndasafn úr leiknum eftir Skúla Sigurðsson

Tölfræði leiksins


Umfjöllun/ Rannveig Kristín Randversdóttir - rannveig@karfan.is

30.09.2012 12:41

Snæfellsstúlkur Lengjubikarmeistarar.

Snæfell tryggði sér sinn fyrsta titil í meistaraflokki kvenna í kvöld þegar þær fóru til Keflavíkur og sigruðu heimasæturnar þar á bæ með 78 stigum gegn 72 í hörku leik þar sem úrslitin réðust aðeins á síðustu mínútu leiksins.  Það var "sú gamla" ef svo má segja, Alda Leif Jónsdóttir sem reið baggamuninn fyrir gestina en hún setti 19 stig og sýndi að hún er komin aftur í hörku form.

Leikurinn lofaði mjög góðu fyrir komandi tímabil í kvennaboltanum.  Þarna voru líkast til að etja kappi tvö af þeim 4-5 liðum sem munu koma til með að slást um þá titla sem í boða verða í vetur. Bæði lið þetta kvöldið voru að spila hraðann og skemmtilegan bolta. Tuðran gekk hratt á milli kvenna sem endaði svo í skemmtilegu galopnu sniðskoti á báðum endum vallarins.


Takturinn færðist milli liða nánast jafnt frá fyrri hálfleik og til þess síðari. Keflavíkurstúlkur voru að spila feikilega vel í fyrri hálfleik og pressuðu Snæfell stíft með góðum árangri. Í þeim síðari komu Snæfells stúlkur til leiks með blásið hárið eftir ræðu Ingaþórs og spiluðu töluvert grimmari vörn.  Það var einmitt svæðisvörn þeirra sem virtist þyrnir í augum heimastúlkna og á tíma vantaði kjark hjá þeim að taka af skarið. 


En það kom hinsvegar loksins og þegar um 2 mínútur voru til leiksloka var jafnt á öllum tölum og stefndi í rafmagnaðar loka mínútur. Snæfells stúlkur voru hinsvegar eins og sagt er þessa daganna "með´idda" á loka sprettinum því þær skoruðu 6 stig í röð og voru komnar í 70:76 þegar mínúta var til loka leiks.  Það var hreinlega of stór biti fyrir heimastúlkur og því voru það gestirnir sem sigruðu og fyrsti bikarinn í höfn.


Snæfells liðið á eftir að slást um titla í vetur ef meiðsli munu ekki hrjá liðið. Þær eru fáliðaðar að sögn Ingaþórs, en þarna eru ungar stúlkur innan um reynslu bolta og svo skemmir ekki að þær tefla fram sama erlenda leikmanni og í fyrra.


Keflavíkurliðið er gríðarleg vel mannað og það starf sem unnið hefur verið í yngriflokkum kvenna er svo sannarlega að skila sér.  Í byrjunarliði þeirra í kvöld voru t.a.m. þrjár sem enn eru sóttar á æfingu af mæðrum sínum (ekki komnar með bílpróf)  Þessar stúlkur fengu eldskýrn sína í fyrra í deildinni og nú er komið að því að þær axli stærra hlutverk og af þessum leik að dæma er ekki annað að sjá en að þær komi til með að gera það.


Hjá Snæfell var það sem fyrr segir Alda Leif Jónsdóttir sem átti hreint skínandi leik og var að hitta gríðarlega vel.  Augljóslega búin að leggja mikið á sig, sjálfstraustið í botni  og uppsker eftir því.


Hjá Keflavík var það líkast til efnilegasti leikmaður okkar í kvennaboltanum, Sara Rún Hinriksdóttir sem skoraði 22 stig og var stigahæst hjá Keflavík.


Tölfræði leiksins
 
 
mynd/texti: skuli@karfan.is

 


17.09.2012 22:42

Körfuboltavertíðin byrjuð


Stúlkurnar unnu sinn fyrsta leik í Lengjubikar kvenna sem er spilaður núna rétt fyrir deildarkeppnina. Leikurin var gegn Fjölni í Grafarvogi og endaði 92-62 fyrir Snæfell. Snæfell byrjaði 10-0 og voru strax ákveðnar í að leggja grunn að sigri i upphafi leiks. Staðan í hálfleik var 51-30.

Stigaskor Snæfells: Hildur Björg 18. Kieraah Marlow 17/18 frák. Hildur Sig 14/8 stoðs. Rósa Kristín 12. Alda Leif 9. Helga Hjördís 7. Berglind Gunnars 7. Aníta Rún 3. Rebekka Rán 3. Silja Katrín 2. 

 

Næsti leikur er á miðvikudaginn 18. september kl 19:15 í Stykkishólmi gegn Val.

04.07.2012 14:36

Kieraah kemur aftur

Kieraah aftur í kvennalið Snæfells


4. júlí 2012

Kieraah L. Marlow semur aftur við Snæfell fyrir leiktíðina 2012-2013 í Domino´s deild kvenna í körfu. Kieraah stóð sig vel með liðinu á síðasta tímabili og í 32 leikjum skoraði hún 21 stig, tók 9,7 fráköst, gaf 3,5 stoðsendingu og var með 24,6 framlagsstig að meðaltali í leik.

Ingi Þór var virkilega ánægður með lendinguna: "Ég er mjög ánægður að hafa samið á ný við Kieraah, hún spilaði vel fyrir okkur og ég er sannfærður um að hún eigi eftir að gera enn betur á næstu leiktíð. Hún þekkir betur umhverfið og við vitum hvað við erum að fá. Hún tekur pláss í litaða svæðinu og síðan var hún allan veturinn að bæta leik sinn," sagði Ingi Þór en reiknað er með að Kieraah komi til landsins í byrjun september.

 

03.06.2012 14:42

Ejup ósáttur með tap gegn Þór

Þór 2-1 Víkingur

"Mér finnst við spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við fengum á okkur fyrsta markið beint úr aukaspyrnu og svo náum við að koma til baka og skora mark. Svo í byrjun seinni hálfleiks, mér finnst þetta bara barnalegt að fá á okkur svona mark,"
sagði Ejub nokkuð ósáttur eftir fyrsta tap sumarsins í 1. deild.

Það að byrja hálfleikinn reyndist Víkingum erfitt í þessum leik. Voru heppnir að sleppa með það að fá ekki á sig mark strax í upphafi fyrri hálfleiks og fá svo á sig mark strax í upphafi seinni hálfleiksins. Ejub er væntanlega ekki sáttur með svona byrjun?
"Ég er hjartanlega sammála. Ég fékk stundum þá tilfinningu að þeir báru of mikla virðingu og höfðu ekki alveg nægilega mikla trú."

"Við höfum aldrei sett þau markmið að fara upp, ég skil ekki alveg hvað fólk er að tala um þetta. Ef við fáum tækifærið þá munum við reyna en það er alls ekki markmiðið. Mig langar að fara inn í leiki til að eiga góðann leik og getum notið þess að spila fótbolta. Ég fór í leikinn í dag til að vinna."

Viðtalið í heild við Ejub má sjá í heild sinni í sjónvarpinu fyrir ofan.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=127431#ixzz1wk25RoKU

06.04.2012 15:57

Snæfell komið í sumarfrí

Þór 72-65 Snæfell
 
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 19/7 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Matthew James Hairston 10/15 fráköst/7 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 6, Guðmundur Jónsson 5/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Emil Karel Einarsson 0, Bjarki Gylfason 0.
 
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Quincy Hankins-Cole 20/17 fráköst, Marquis Sheldon Hall 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 2, Ólafur Torfason 2, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Óskar Hjartarson 0.
 

03.04.2012 00:41

Glæsilegur árangur hjá Víking

Minnibolti 11 ára

Fjórða og seinasta mót vetrarins fór að þessu sinni fram í Stykkishólmi, fyrir mótið hafði lið Víkings/Reynis unnið E-riðil, unnið D-riðil og lent í 2.sæti í C-riðli (tapaði á innbyrðisviðureign).

Haldið var í Hólminn eldsnemma á sunnudagsmorgni þar sem fyrsti leikurinn var kl.8 gegn grönnum okkar í Snæfell. Það sást á hvorugu liðinu að þau væru nývöknuð en leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn sem endaði svo með sigri Víkings/Reynis 36-39. Þar sem lið Víkings/Reynis reyndist sterkara á upphafsmínútum og lokakaflanum.

Næsti leikur var svo ekki fyrr en eftir hádegi gegn liði Grindarvíkur (sem liðið tapaði fyrir á seinasta móti). Lið Víkings/Reynis voru einnig staðráðin í því að vinna þennan leik og þar með hefna fyrir tapið á seinasta móti, sem liðið gerði í hörkuleik sem endaði 37-39.

Aftur var svo löng og góð bið til næsta leik þar sem liðsmenn, þjálfari og forráðamenn nýttu sér í það fá sér að borða og skreppa aðeins í sund. Eftir smá hressingu var svo komið að leik gegn ÍR sem datt úr B-riðli á seinasta móti. Þrátt fyrir tvo hörkusigra og ásamt því að vera nýbúin að borða þá voru liðsmenn Víkings/Reynis enn hungraðir í sigur og lið ÍR sá aldrei til sólar og Víkingur/Reynir fór með sigur af hólmi 50-33.

Frábær árangur hjá þessum krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref að keppa á íslandsmóti í körfubolta og ekki langt síðan að þau byrjuðu að æfa.

En þau eru semsagt búin að komast upp úr E-riðli yfir í B-riðil á fjórum mótum. En liðið mun hefja leik á nýju keppnistímabili í B-riðli.

jg

03.04.2012 00:39

Víkingur lokið leik í körfunni

Körfuboltinn

Föstudagskvöldið 23. mars fór fram fyrsti leikur í 8-liða úrslitum 2. deildarinnar þar sem lið Augnabliks mætti liði Víkings Ó. en lið Augnabliks hafði endað í 1. sæti B-riðils með 15 sigurleiki og einn tapleik á meðan lið Víkings Ó. náði 4. sæti í A-riðli með 8 sigurleiki og 8 tapleiki.

Úrslitakeppnin í 2. deildinni fer þannig fram að liðið sem er ofar fær heimaleikjarétt og aðeins er spilaður einn leikur og sigurliðið heldur áfram.

Leikurinn fór skemmtilega á stað og bæði lið skiptust á að skora en staðan í lok 2. leikhluta var 17-14 Augnablik í vil.

Leikhluti 2 var á sömu nótum liðin skiptust á forystu og voru bæði lið að spila góðan bolta en lið Víkings Ó. stóð betur að vígi þegar kom að hálfleik og voru yfir í stöðunni 37-39 og sjálfstraustið mikið í hópnum sem ætluðu sér að vinna leikinn og koma þar með getspökum á óvart.

Leit byrjun 3. leikhluta vel út en í stöðunni 41-42 Víking Ó. í vil skoruðu Augnabliksmenn 10 stig í röð og komust þar með í stöðuna 51-42 en eftir það náðu Víkingar að berja aðeins frá sér og liðin skiptust á að skora en svo í lok leikhlutans þegar staðan var 60-50 skoruðu liðsmenn Augnablik næstu 4 stig og komu sér í 14 stiga forystu. En það reyndist liðsmönnum Víkings Ó. erfitt að brjóta niður þá forystu og í raun var 4. leikhluti mjög jafn en Augnablik vann hann með því að skora 21 stig á móti 19 frá Víkingi Ó.

Þar með endaði leikurinn með 16 stiga sigri Augnabliks 85-69. Óhætt er að segja að þessi tvo "augnablik" hafi eyðilagt leikinn fyrir Víkingum sem þeir áttu í 3.l eikhluta en þetta er ekkert í fyrsta skiptið í vetur sem liðið á lélegan 3. leikhluta, spurning hvort þetta sé orðið eitthvað sálrænt hjá liðinu.

Staðan í shverjum leikhluta var: 1. leikhluti: 17-14, 2. leikhluti: 20-24, 3. leikhluti: 27-12, 4. leikhluti: 21-19.

Þrátt fyrir tap þá getur liðið labbað sátt frá leiknum þar sem þeir töpuðu í hörkuleik á móti hörkuliði í 8 liða úrslitum 2. deildar.

En önnur úrslit í 8-liða voru eftirfarandi:

Leiknir 94-76 Bolungarvík

Mostri 55-63 Fram

Reynir S. 80-69 HK

Þar með verða 4-liða úrslit eftirfarandi:

Augnablik-Leiknir

Reynir S.-Fram

jg

02.04.2012 21:56

Frábæru tímabili lokið hjá Snæfellsstúlkum


 

Leikur 4 í undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Snæfells fór fram í Stykkishólmi en Njarðvík hafði yfirhöndina í einvíginu 2-1 og því úrslitaleikur fyrir Snæfell að hanga inni einn leik til. Mikil stemming var í stúkunni, hvatning og læti, en misjafn hvert fólk beindi orkunni. Leikurinn var heilt yfir sveiflukenndur en Snæfell leiddi meira i leiknum en það fór svo að eitt stig skildi að undir lokin og var það Njarðvíkurmegin 78-79 og ekki þörf á oddaleik, hörkueinvígi lokið og Snæfell lokið leik þetta tímabilið.


Það var ekkert skorað í upphafi leiks og liðin einbeittu sér að varnarleiknum í tvær mínútur þar sem ekkert var skorað. Staðan var 4-4 eftir 5 mínútur en Jordan Murphree smellti þá þrist fyrir Snæfell sem kveikti örlítið ljós og komust þær úr því í 14-6 og svo 16-8 sem var staðan eftir fyrsta hluta. Njarðvíkurstúlkur voru að missa boltann og Snæfell nýtti sér það vel.

 

 


Snæfellstúlkur komust í 21-10 í upphafi annars hluta og virtust hafa allt á hreinu á vellinum og Jordan komin með þrjá þrista. Njarðvík settu heldur betur í fimmta gírinn eftir að Ingi Þór fékk tæknivillu og komust yfir 23-24 þar sem ógæfan elti Snæfell um allan völl og þær misstu boltann í pressu Njarðvíkur hvað eftir annað svo að þær komust í 23-28 og 18-2 áhlaup gríðarsterkt eftir slaka byrjun grænna. Snæfell náði áttum og fóru að stela boltanum og komu til baka yfir miðjan hlutann komust yfir 34-33 og fóru í hálfleikinn með 40-35 eftir hörku síðustu mínútuna.


Hjá Snæfelli var jordan Murphree komin með 17 stig og 4 fráköst. Kieraah Marlow 12 stig. Í liðið Njarðvíkur var Lele Hardy með 13 stig og 11 fráköst en Shanae Baker Brice 11 stig. Snæfell hafði náð 11-0 áhlaupi í fyrri hálfleik en Njarðvík 10-0.


Strax í upphafi seinni hálfleiks smellti Petrúnella góðum tveimur fyrir Njarðvík og staðan 40-37 en þá tók Hildur Björg sig til og skorðaði næstu 8 stig fyrir Snæfell og staðan 48-40 fyrir Snæfell en Petrúnella átti einn góðann þrist á milli og var hressust gestanna. Snæfell leiddi fram hlutann þriðja og voru 11 stigum yfir 58-47 þegar Njarðvík sótti á 58-55 með góðum leik. Staðan var naum síðustu mínútuna þar sem Snæfell leiddi með 1 - 3 stigum. 64-64 var staðan með fjórða hluta eftir og rafmagnað andrúmsloftið í Hólminum.

 


Jafnt var í upphafi fjórða fjórðungs 68-68 og leikhlutinn farinn að minna á fyrsta hluta þar sem lítið fór fyrir skori fyrtsu mínúturnar en Snæfell stökk svo af stað og komst í 74-68. Njarðvík treysti mikið á Shanae Baker Brice sem átti að taka skotin eða þá Lele Hardy en skotin fóru ekki niður og Snæfell náðu fráköstum. Njarðvík náðu að jafna 74-74 með hörku hjá Shanae Baker og Lele Hardy smellti svo þremur 74-77 og 1:23 eftir. Þetta gerði það að verkum að Njarðvík settist í bílstjórasætið lokamínútuna.


Lele Hardy kláraði víti 76-79 þegar 40 sekúndur voru eftir og Kieraah Marlow minnkaði muninn í eitt stig 78-79 þegar tæpar 30 sekúndur voru eftir. Njarðvík hóf sóknina með 4 sekúndna mun á tíma og skotklukku og leyfðu tímanum að rúlla. Lele Hardy átti skot þegar 8 sek voru eftir og Shanae Baker náði frákasti, tíminn rann út og Njarðvík sigraði með einu stigi 78-79 í hörkuleik og fara 3-1 úr þessu einvígi og mæta Haukum í úrslitaeinvígi Iceland express deildar kvenna á meðan Snæfell hefur lokið leik þetta tímabilið.

 

 

Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik fyrir Snæfell ásamt Jordan en þær skoruðu 22 stig hvor þó það dygði skammt en að því sögðu mega Snæfellsstúlkur bera höfuðið hátt, þó það sé erfitt fara yfir þá hluti núna þá áttu þær alveg frábæran vetur þar sem þær sýndu alveg feikilega góða leiki og komust m.a. í bikarúrslitaleikinn og enduðu í 3ja sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið spáð miklu neðar. Við sjáum það betur þegar við lítum til baka að þær hafa haldið merkjum Snæfells uppi með gríðalega miklum sóma.


Snæfell:
Hildur Björg Kjartansdóttir 22/3 frák. Jordan Murphree 22/13 frák/4 stoðs/4 stolnir. Kieraah Marlow 16/3 frák/4 stoðs. Alda Leif Jónsdóttir 9/4 frák/4 stoðs. Berglind Gunnarsdóttir 5. Hildur Sigurðardóttir 4/7frák/4 stoðs. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/4 frák. Ellen Alfa Högnadóttir 0/4 frák. Björg Guðrún Einarsdóttir 0. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0. Rósa Kristín Indriðadóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.


Njarðvík:
Lele Hardy 27/23. Shanae Baker-Brice 27/6 frák/ 4 stoðs/3 stolnir. Petrúnella Skúladóttir 19/5 frák/4 stolnir. Ólöf Helga Pálsdóttir 4. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2/4 frák/6 stoðs. Harpa Hallgrímsdóttir 0. Andrea Björt Ólafsdóttir 0. Salbjörg Sævarsdóttir 0. Ína María Einarsdóttir 0. Eyrún Líf Sigurðardóttir 0. Aníta Carter Kristmundsdóttir 0. Erna Hákonardóttir 0.

Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

02.04.2012 21:55

Snæfell tryggði oddaleik

Snæfell 94-84 Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn 1-1 Snæfell
 
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 27/7 fráköst, Marquis Sheldon Hall 22/10 fráköst/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 22/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 2, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Óskar Hjartarson 0, Snjólfur Björnsson 0.
 
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 32/6 fráköst, Blagoj Janev 18/6 fráköst, Matthew James Hairston 16/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 12/4 fráköst, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Emil Karel Einarsson 0, Bjarki Gylfason 0, Baldur Þór Ragnarsson 0.

02.04.2012 15:04

Erfið byrjun í úrslitakeppninni


Það var ekki ferð til fjár í Þorlákshöfn þar sem Snæfell beið ósigur 82-77 eftir hörkuleik gegn Þór. Snæfell áttu þó mikið í leiknum framan af fyrstu þrjá hlutana. Eftir fyrsta hluta 14-25 fyrir Snæfell sem leiddu svo 32-40 í hálfleik og virtust hafa ágætis tök á leiknum þrátt fyrir að Þórsarar væru ekki langt undan. Þriðja hluta vann Snæfell og staðan 53-65 fyrir Snæfell áður en lokafjórðungurinn fór af stað. Snæfellingar urðu sem steyptir við gólfið á meðan Þór lék sér í körfubolta og sigraði fjórða leikhluta 29-12.

 

Þór jafnaði 72-72 og Snæfell algjörlega á hælunum og eins og þeir hefðu ekki verið að mæta í sama leik og var búinn að vera í gangi sem gerði það að verkum að Þór tók forystu í leiknum og náðu að landa sigri 82-77. Sem sagt 1-0 fyrir Þór og algjörlega um lífróður að ræða fyrir Snæfell framundan í næsta leik ef þeir ætla eitthvað að vera með í úrslitakeppninni því tap þýðir sumarfrí.

 

Nonni Mæju var okkar besti maður í baráttunni í leiknum með 22 stig og 7 fráköst en næstur honum  ar Pálmi Freyr sem kom einkar traustur í leikinn með 17 stig og 6 fráköst.

 

Nánari tölfræði leiksins

Nánari umfjöllun mun birtast á Karfan.is

 

Næsti leikur er á mánudaginn 2. apríl kl 19:15 og þá mæta allir alveg klárir brjálaða stúku og stemmingu :) ÞAÐ ER BARA DO OR DIE

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50