Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

22.02.2013 11:00

Sigur á Fjölni í Fjárhúsinu

21. febrúar 2013
Fyrsti hluti kláraði dæmið.Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Sigurður Þorvalds, Ryan Amoroso, Jay Threatt.
Fjölnir: Chris Smith, Isacc Miles, Magni Hafsteins, Arnþór Freyr, Tómas Heiðar.

Snæfell komst í 7-0 strax í upphafi og Fjölnismenn voru óákveðnir í sínum leik og Snæfell bætti í 17-2 með góðum varnarleik og of auðveldum sóknarleik. Fjölnir hitti illa og voru alveg á hælunum í sóknum sínum og alls ekki sannfærandi varnarleikur einnig í þessari baráttu, ef menn ætla að vera áfram með í baráttunni í efstu deild. Þetta gerði allan leik Snæfells auðveldari en þeir fóru með krafti í upphaf leiksins og börðust vel og voru yfir 29-9 eftir fyrsta hluta.

Fjölnir rankaði aðeins við sér og þeir skoruðu næstu 9 stig á tveimur mínútum og leikur þeirra glæddist eilítið með Chris Smith í fararbroddi en Björgvin og Róbert voru að leika vel líka. Snæfell hns vegar voru búnir að koma sér þokkalega fyrir í bílstjórasætið og leidu 44-27 þar sem Pálmi, Ryan og Nonni leiddu í skoruðum stigum en liðsheildin var var mjög sannfærandi stjórnað af Jay Threatt. Snæfell leiddi áfram með 20 stigum í hálfleik 56-36.

Ryan Amoroso var kominn með 16 stig og 9 fráköst, Pálmi 11 stig og Jay 10 stig fyrir Snæfell. Hjá Fjölni var Chris Smith kominn með 13 stig, Arnþór og Róbert sín hvor 6 stigin.

Leikurinn var orðinn jafnari þó sami 20 stiga munur væri á liðunum og Snæfell gaf örlítið eftir og virtust vandræðalausir en sýndu stundum værukærð þrátt fyrir forystu og leiddu 77-61 eftir þriðja hluta.
Leikurinn var svo sem ekki bitmikill og öngvar kaflaskiptingar sveipuðu leikinn sem var spilaður í fjórða hluta næstum að því marki að klára hann og liðin skoruðu svotil á víxl. Það var fyrsti hluti sem drap þetta fyrir Snæfell og eftir það var jafnræði í leiknum. Pálmi lék sér að druta þristum í lokin og kom Snæfelli í 100-75 og Snæfell keyrðu vel á síðustu mínúturnar. Snæfell sigraði sannfærandi 108 -77.

 

Snæfell: Ryan Amoroso 25/17 frák. Jay Threatt 21/6 frák/14 stoðs. Pálmi Freyr 17. Jón Ólafur 13/8 frák/4 stoðs. Sveinn Arnar 11/4 frák. Ólafur Torfason 8/4 frák. Stefán Karel 6. Sigurður Þorvaldsson 4/5 frák. Þorbergur Helgi 3. Tinni 0. Hafþór Ingi 0. Jóhann Kristófer 0.

Fjölnir: Christopher Smith 30/12 frák. Björgvin Hafþór 10/8 frák. Róbert Sigurðsson 8/6 frák. Isacc Miles 6. Gunnar Ólafsson 6. Tómas Heiðar 6. Arnþór Freyr 6. Ingvaldur Magni 5/4 frák. Hreiðar Bjarki 0. Smári 0. Sverrir Kári 0. Hjalti 0.

 

Tölfræði leiksins


Símon B Hjaltalín.

21.02.2013 14:29

Mikilvægur útisigur í Vodafonehöllinni

20. febrúar 2013
Tvö stig í Vodafonehöllinni

 

Snæfellskonur söxuðu í kvöld forskot Keflavíkur niður í fjögur stig á toppi Domino´s deildar kvenna. Snæfell vann sterkan sigur á Val í Vodafonehöllinni en Keflavík lá í Hafnarfirði gegn Haukum. Lokatölur að Hlíðarenda voru 46-60 fyrir Snæfell þar sem Kieraah Marlow og Alda Leif Jónsdóttir gerðu báðar 14 stig í liði Hólmara. Jaleesa Butler var stigahæst í liði Vals með 23 stig og 15 fráköst. Heimakonur í Val voru ferskari í fyrsta leikhluta og leiddu 14-11 að honum loknum og Jaleesa Butler komin með 9 stig á 10 mínútum, umtalsvert meira en hún gerði í allan bikarúrslitaleikinn gegn Keflavík!
 

Hólmarar opnuðu annan leikhluta og reyndar alla þrjá eftir fyrsta hluta með hvell. 5-0 syrpa í upphafi annars leikhluta breytti stöðunni í 14-14 og var annar leikhluti öllu áferðafallegri en sá fyrsti, meira skorað og meiri hraði. Ragna Margrét Brynjarsdóttir jafnaði leikinn í 26-26 fyrir Val og heimakonur leiddu svo 30-29 í hálfleik en þeim fyrri lauk á ruðningi sem Kieraah Marlow fékk dæmdan á sig við lítinn fögnuð Hólmara sem töldu að brotið hefði verið á henni og fóru gestirnir ekki par sáttir inn í leikhlé.
 

Jaleesa Butler var með 19 stig í liði Vals í fyrri hálfleik en Kieraah Marlow var með 10 stig í liði Snæfells.
 

Hólmarar mættu ákveðnir inn í síðari hálfleik, Alda Leif Jónsdóttir skellti niður þrist og Hildur Björg Kjartansdóttir kom með skot við endalínuna skömmu síðar og Snæfell heilsaði með 7-0 hvell áður en Valskonur komust á blað. Valskonur beittu mikið svæðisvörn í þriðja leikhluta og hún fór á stundum illa í gestina sem leiddu engu að síður 42-46 fyrir fjórða og síðasta leikhluta og unnu því þriðja leikhlutann 12-17.
 

Í fjórða leikhluta kom enn ein óskabyrjun á leikhluta hjá Snæfell, 8-0 hviða og staðan orðin 42-54 fyrir Snæfell þar sem Berglind Gunnarsdóttir gerði sex stig í röð fyrir gestina úr þriggja stiga skotum. Jaleesa Butler gerðu fyrstu stig Vals í leikhlutanum eftir rúmlega þriggja mínútna leik. Sóknarleikur Valskvenna var flatur, mikið mæddi á Butler og lítið mál fyrir sterka Snæfellsvörn að verjast einum leikmanni lengst af. Lokatölur reyndust 46-60 Snæfell í vil þrátt fyrir að Marlow hafi verið í mesta basli í teignum, lítið fékk hún sóknarlega og þegar hún náði skoti voru þau mörg hver sem dönsuðu af hringnum, teignýting í daprari kantinum hjá þessum sterka leikamnni.
 

Þegar öllu er á botninn hvolft vann Snæfell leikinn sem lið á meðan Valskonur gleymdu sér oft og ætluðust til fullmikils af Butler og fyrir vikið brast takturinn.

 

Valur-Snæfell 46-60 (14-11, 16-18, 12-17, 4-14)


 
Valur: Jaleesa Butler 23/15 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 fráköst/6 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2, Berglind Karen Ingvarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Þórunn Bjarnadóttir 0/5 fráköst/8 stoðsendingar.
 
 

Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 14/6 fráköst, Kieraah Marlow 14/12 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 8/11 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Indriðadóttir 3, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/6 fráköst, Aníta Sæþórsdóttir 0, Sara Sædal Andrésdóttir 0.

 

Tölfræði leiksins

 

Umfjöllun og myndir frá Karfan.is

 

12.02.2013 20:24

Sigur á KFÍ eftir framlengingu

11. febrúar 2013

Snæfell mætti KFÍ á Ísafirði í Domino's deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Snæfell, sem nú deilir toppsæti deildarinnar með Grindavík, þótti sigurstranglegra en KFÍ hefur verið í botnbaráttu í deildinni nánast allt tímabilið.

Snæfell byrjaði vel og náði sex stiga forystu um miðjan fyrsta leikhluta. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp og náðu yfirhöndinni áður en leikhlutinn var úti en staðan var 26-21 þegar annar leikhluti hófst. Snæfellingar sýndu hins vegar styrk sinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og gerðu þrjátíu stig gegn 16 stigum KFÍ. Staðan var því 42-51 í hálfleik.

 

 

 

 

Snæfell var komið í vænlega stöðu og virtist hafa örugg tök á leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Að þriðja leikhluta loknum var staðan 65-79 Snæfelli í vil og virtust stigin tvö komin í höfn. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp svo auðveldlega og mættu grimmir til leiks í fjórða leikhluta. Eftir hreint ótrúlegan sóknarleik náðu þeir þriggja stiga forystu í stöðunni 94-91 og hafði Snæfell einungis rúma sekúndu til að jafna leikinn. Spennan var því gífurleg meðal áhorfenda þegar Jay Threatt tók næsta skot rétt fyrir utan þriggja stiga línuna og jafnaði leikinn með ótrúlegri flautukörfu. Staðan var orðin 94-94 og leikurinn framlengdur.

Snæfellingar höfðu að lokum betur í framlengingunni og var lokastaðan 106-110.

Stigahæstur í liði Snæfells var Sigurður Á. Þorvaldsson með 34 stig og tólf fráköst. Næstur kom Jón Ólafur Jónsson með 22 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Ryan Amaroso gerði 19 stig og tók 17 fráköst, Jay Threatt 16 stig og fimm stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson tíu stig og sex fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson fimm stig og Stefán Karel Torfason fjögur stig. Í liði KFÍ var Damier Erik Pitts langstigahæstur með 38 stig.

Næsti leikur Snæfells er gegn Fjölni í Stykkishólmi fimmtudaginn 21. febrúar næstkomandi en eftir sigurinn er Snæfell, sem áður sagði, komið á topp deildarinnar við hlið Grindavíkur með 24 stig. 


 

10.02.2013 16:02

Tap gegn KR

9. febrúar 2013
Snæfell slakaði á taumnumAfmælisstúlkan og Hólmarinn Björg Guðrún Einarsdóttir kom með KR stúlkurnar með sér í Stykkishólm í einn stórleik umferðarinnar. KR og Snæfell hafa unnið sinnhvorn heimaleikinn í vetur, í Hólminum 71-62 fyrir Snæfell og í Vesturbænum 93-67 fyrir KR og eru KR stúlkurnar 17+ í innbyrðisviðureign liðanna en eru í 4. sæti með 24 stig en Snæfell í 2. sæti með 32 stig fyrir leikinn í dag.Byrjunarliðin.
Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sigurðardóttir, Alda Leif, Berglind Gunnarsdóttir.
KR: Helga Einarsdóttir, Guðrún Gróa, Shannon McCallum, Sigrún Sjöfn, Björg Guðrún.

Snæfell komst með góðum skotum í 8-2 og svo 11-4 með þristum frá Öldu Leif og Berglindi Gunnars og voru að leysa sóknir sínar mjög vel en KR voru örlítið á eftir í fráköstum og vörn. KR náði að koma og saxa á en Shannon McCallum kom þeim nær 15-12. Það var Shannon sem hélt uppi sóknum KR en hún hafði skorað 12 stig eftir fyrsta hluta þar sem Snæfell leiddi 25-21. Alda Leif hjá Snæfelli hafði sett 10 stig.

Það var skýfall í húsinu þegar Snæfell ringdi þristum frá Öldu Leif, Hildi Björg og Hildi Sig og komust þær í 36-21 strax í upphafi annar hluta og tóku 11-0 áhlaup á meðan KR kom engum vörnum við. Það var ekki fyrr en Snæfell fór að gera allskonar vitleysur í sóknum sínum og McCallum fór að halda áfram að skora hjá KR að þær komust aftur nær 36-31 og héldu sig ekki langt undan eða um 9 stigum 41-33 undir lok annars hluta. Hildur Björg smellti tveimur stigum á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og Snæfell leiddi 43-35. Berglind Gunnarsdóttir fór úr axlarlið í leiknum og kom ekki meira við sögu.

Alda Leif var atkvæðamest Snæfellinga með 12 stig og Kieraah Marlow með 10 stig og 8 fráköst. Hildur Björg fylgdi fast á eftir með 9 stig og 5 fráköst. Í liði KR var Shannon McCallum allt í öllu og það gerðist lítið ef hún skoraði ekki fyrir þær og var komin með 22 stig og 4 fráköst, næst var Helga Einarsdóttir með 5 stig.

Sigrún Sjöfn minnti á sig þegar hún lagaði stöðuna 43-40 með þrist og forksot Snæfells hafði verið étið upp þar sem KR hafði náð 2-10 í upphafi þriðja hluta og bullandi séns hjá báðum liðum 45-45 en Snæfell voru að missa boltann of oft. KR komst yfir 47-48. KR leiddi eftir þriðja fjórðung 54-56 en McCallum, sem fyrr, sú sem þurfti að stoppa fyrir Snæfell en hún var komin með 33 stig.

Snæfellsstúlkur hentu frá sér tækifærum og KR komst í 54-65 í upphafi fjórða hluta og settust í bílstjórasætið en Snæfell hættu einfaldlega að hitta og taka góð skot. McCallum smellti einum þrist á skotflautu 56-68 og þyngdi róður heimastúlkna sem höfðu gert sér erfitt fyrir með að slaka á varnarleiknum og leiknum almennt. KR sigraði með sterkum leik í seinni hálfleik 64-72.

Það má segja frekar að Shannon McCallum hafi séð um Snæfell í þessum leik með 45 stig, 11 fráköst og 7 stolna bolta en KR náði stoppa vörninni þrátt fyrir að varnarleikurinn hafi alls ekki verið eitthvað góður. Maður veltir því fyrir sér hvort McCallum sé með svona lélegann umboðsmann því hún er nokkrum hæðum ofar en aðrir. Snæfellsstúlkur hins vegar hentu þessu frekar frá sér í seinni hálfleik með allt öðrum leik en í þeim fyrri og þurfa að hugsa um það.

Snæfell: Alda Leif 20/9 frák/5 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 14/11 frák/3 stoðs. Kieraah Marlow 13/13 frák. Hildur Björg 11/5 frák. Berglind Gunnarsdóttir 3/5 stoðs. Rósa Kristín 3. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0. Sara Sædal 0. Brynhildur Inga 0.

KR: Shannon McCallum 45/11 frák/3 stoðs/7 stolnir. Sigrún Sjöfn 10/9 frák. Helga Einarsdóttir 7/4frák. Guðrún Gróa 6/10 frák. Björg Guðrún 2/3 frák/3 stoðs. Hrafnhildur Sif 2. Anna María 0. Rannveig Ólafs 0. Sara Mjöll 0. Salvör Ísberg 0.


Tölfræði leiksins

 

Símon B. Hjaltalín.

08.02.2013 12:38

Mikilvægur sigur á KR

Sigurður Þorvaldsson skoraði 24 stig á 23 mínútum í kvöld.
Sigurður Þorvaldsson skoraði 24 stig á 23 mínútum í kvöld. Mynd/Stefán
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfellingar komust aftur á sigurbraut í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á KR, 110-104. Snæfell hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð í húsinu sem og undanúrslitaleik í bikarnum. KR-ingar hafa nú þremur deildarleikjum í röð.

Sigurður Þorvaldsson (24 stig) og Jay Threatt (24 stig og 11 stoðsendingar) voru stigahæstir hjá Snæfelli. Jón Ólafur Jónsson skoraði 19 stig og Ryan Amaroso var með 17 stig og 12 fráköst á 27 mínútum í sínum fyrsta leik með Snæfelli á þessu tímabili.

KR-ingar hafa þar með tapað öllum leikjum sínum með þá Darshawn McClellan og Brandon Richardson saman en Bandaríkjamennirnir komu til KR-liðsins eftir áramót. Richardson var með 20 stig í kvöld en McClellan skoraði 12 stig þar af átta þeirra undir lok leiksins. Helgi Már Magnússon skoraði 17 stig fyrir KR en þeir Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson skoruðu báðir 16 stig.

KR byrjaði betur og var 23-4 eftir rúmlega sjö mínútna leik en Snæfell átti góðan spretti í lok leikhlutans og það munaði bara einu stigi, 24-25, eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell vann annan leikhlutann 27-21 og var fimm stigum yfir í hálfleik, 51-46.

Snæfellingar gerðu síðan út um leikinn með því að vinna fjórar fyrstu mínútur seinni hálfleiks 20-9 og komast sextán stigum yfir, 71-55. KR-ingar náðu aðeins að laga stöðuna en ógnuðu aldrei sigri heimamanna.

07.02.2013 19:24

Sigur í Njarðvík

Kvennakörfufréttir - 6. febrúar 2013


Snæfellsstúllkur sigruðu Njarðvík 61-78 og voru með undirtökin allan tímann í leiknum. Þær byrjuðu fyrsta leikhluta sterkt 8-19 og litu ekki til baka eftir það. Staðan í hálfleik  var 28-43 fyrir Snæfell. Stigaskor var jafnara í seinni hálfleik en ekkert sem ógnaði forskoti Snæfells sem landaði sigri og eru þar með áfram í öðru sæti með 32 stig en Keflavík er í fyrsta með 36 stig og Valur í þriðja með 24 stig.

 

Njarðvík-Snæfell 61-78 (8-19, 20-24, 18-19, 15-16)
 
 
Njarðvík: Lele Hardy 35/16 fráköst, Svava Ósk Stefánsdóttir 7/6 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Soffía Rún Skúladóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 varin skot, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Eva Rós Guðmundsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0.


 
Snæfell: Kieraah Marlow 24/15 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 6/13 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 6/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0.

 

Tölfræði leiksins

04.02.2013 20:52

Tap gegn Keflavíkurstúlkum

3. febrúar 2013
Snæfell 66 - 75 Keflavík

Keflavík vann í dag sinn þriðja deildarisgur í Domino´s deildinni gegn Snæfell og hefur nú sex stiga forskot á Hólmara en liðin áttust við í Stykkishólmi í dag.
 
 

Byrjunarlið Snæfells: Hildur Sig, Alda Leif, Hildur Björg og Kieraah Marlow
Byrjunarlið Keflavíkur: Pálína, Jessica, Sara Rún, Birna og Bryndís
 

Keflavíkurstúlkur sigruðu fyrir viku síðan í bikarkeppninni og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum gegn Valsstúlkum, en í dag var það Dominosdeildin þar sem Keflavík höfðu einugis tapað einum leik. Keflavík höfðu sigrað báða leiki liðanna í deildinni fyrir daginn í dag og því síðasti séns Hólmara að ná að eiga möguleika á að ná Keflavík á toppnum.
 

Kieraah Marlow byrjaði leikinn af miklum krafti fyrir heimastúlkur og skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta. Jessica Ann hélt í við hana og skoraði 12 stig. Eftir að Keflavík höfðu verið yfir 17-21 skoruðu Snæfellsstúlkur síðustu níu stig leikhlutans og leiddu 26-21. Áfram héldu Hólmarar að leiða leikinn 34-27 en síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik var Hólmurum fyrirmunað að skora og Keflavíkurstúlkur sem voru mjög grimmar að slá út um allan völl þvinguðu Snæfell í mikið af töpuðum boltum eða 11 þar af 9 í öðrum leikhluta.
 

Stigahæst í Snæfell var Kieraah með 19 stig og næst kom Hildur Björg með 6.
Stigahæst í Keflavík var Jessica Ann með 16 stig og næst kom Bryndís Guðmunds með 9.
 

Keflavík voru einbeittar og ákveðnar í upphafi þriðja leikhluta og lögðu þær grunninn að sigrinum á þessum kafla, þær komust í 36-49 áður en Snæfell rönkuðu við sér þegar fyrirliðinni Hildur Sigurðardóttir setti niður góða körfu. Snæfell neituðu að leggja upp laupana og bættu í, þær minnkuðu muninn í 53-55 með þrist frá fyrirliðanum rétt fyrir lok þriðja leikhluta. Keflvíkingar höfðu áfram frumkvæðið og var ótrúlegt að Snæfell skyldi hanga inní leiknum á öllum þessum töpuðu boltum en þeir voru 27 í heildina. Staðan 61-64 þegar að um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Birna Valgarðs og Jessica settu þá niður sex vítaskot og Keflavík komust í 61-70, þá forystu létu þær ekki af hendi þrátt fyrir að Snæfell reyndu hvað þær gátu.
 

Jessica Ann Jenkins var best í liði Keflavíkur með 31 stig og 11 fráköst, næst henna kom Birna Valgarðs með 18 og Bryndis Guðmunds var með 13 stig.
Hjá Snæfell var það Kieraah Marlow sem var stigahæst með 31 stig og 8 fráköst en næstar henni komu nöfnurnar Hildur Sig og Hildur Björg með 9.
 

27 tapaðir boltar eru ekki uppskriftin að sigurleik og það þurfa Snæfellsstúlkur að laga fyrir næsta leik. Þær sýndu Keflavíkurstúlkunum alltof mikla virðingu og leyfðu þeim að berja sig útúr leiknum. Keflavíkurliðið spilaði grimmt og refsuðu Snæfell fyrir sín mistök og fóru heim með stigin tvö sem þetta jú snýst allt um.
 

Keflavík eru því sex stigum á undan Snæfell á toppnum þegar tíu umferðir eru eftir af 28 leikja móti og verður erfitt fyrir nokkuð lið að ná þeim úr þessu. En það á aldrei að segja aldrei og verður fróðlegt að sjá hvort að eitthvað lið nái að stöðva þetta Keflavíkurlið.

 

Snæfell leika næst á miðviudag gegn Njarðvík á útivelli en Keflavík fá Valsstúlkur í heimsókn.
 

Dómarar leiksins voru Þeir Björgvin Rúnarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson en þeir báru of mikla virðingu fyrir Keflavík í þessum leik.
 

Snæfell-Keflavík 66-75 (26-21, 10-16, 17-18, 13-20)
 

Snæfell: Kieraah Marlow 31/8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 9/15 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 3/8 fráköst, Rósa Indriðadóttir 1/4 fráköst, Sara Sædal Andrésdóttir 0.
 

Keflavík: Jessica Ann Jenkins 31/11 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0.
 

Umfjöllun/ Arnþór Pálsson


Myndir Eyþór Benediktsson

Myndir Sumarliði Ásgeirsson

04.02.2013 20:49

Snæfell náði hefndum geng stjörnuninni

1. febrúar 2013
Eins stigs baráttusigur í Garðabæ


Það var sannkallaður toppslagur í Ásgarði þegar Snæfellingar heimsóttu Stjörnuna. Hólmarar áttu harma að hefna en Garðabæjarliðið gerði góða ferð í Stykkishólm á dögunum og tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum. Stjörnumenn léku án Marvins Valdimarssonar sem sat borgalega klæddur meðal varamanna vegna meiðsla.


 
Stjörnumenn byrjuðu leikinn af krafti en Brian Mills skoraði fyrstu stig leiksins með góðu þriggja stiga skoti eftir að hafa varið skot á hinum enda vallarins. Þetta virtist kveikja í Garðbæingum sem tóku frumkvæðið og léku öfluga vörn í upphafi leiks en Snæfell skoraði sín fyrstu stig af gólfinu eftir tæpar 4 mínútur. Upphafs mínúturnar voru hálfgert einvígi milli bandaríkjamannanna Jarrid Frye hjá Stjörnunni og Jay Threatt hjá Snæfellingum en Frye virtist geta skorað að vild og Threatt var einkar fingralangur í vörn Hólmara, stal boltanum trekk í trekk og skilaði auðveldum stigum í hús.

 

Jafnt var á öllum tölum en Snæfelllingar leiddu eftir fyrsta leikhluta, staðan 21-23. Frye kominn með 12 stig hjá þeim bláklæddu en Threatt með 8 hinum megin. Jón Ólafur Jónsson fékk sína þriðju villu seint í leikhlutanum og deginum ljósara að það gæti gert róðurinn erfiðan fyrir Hólmara enda lykilmaður þar á ferð.
 

Snæfellingar mættu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og náðu 9 stiga forskoti í stöðunni 31-22, Jarrid hélt áfram uppteknum hætti hjá Stjörnunni og hreinlega bar uppi sóknarleik liðsins á meðan stigaskor dreifðist mun betur hjá leikmönnum Snæfells, Pálmi Freyr og Sigurður Þorvaldsson áttu afar góða innkomu af bekknum og hreinlega röðuðu niður þriggja stiga skotunum. Fyrrum Snæfellingurinn Justin Shouse lét fremur lítið fyrir sér fara og skoraði sín fyrstu stig eftir um 15 mínútna leik. Að sama skapi var Jón Ólafur meðvitundarlítill í sóknarleik Snæfells en hann virtist láta ágengan varnarleik Stjörnunnar fara í taugarnar á sér á köflum.

 

Jón fékk sína fjórðu villu skömmu fyrir hálfleik fyrir brot á Justin Shouse í stöðunni 34-39. Hólmurum var ekki skemmt og fór það svo að dæmdar voru tvær tæknivillur, annars vegar á bekkinn og hins vegar á Jón Ólaf. Justin Shouse fór því í fjórgang á vítalínuna, setti öll skotin niður og Stjarnan hélt boltanum. Jovan Zdravevski fullkomnaði svo 6 stiga sókn Garðbæinga með því að setja niður gott skot og Stjarnan komin yfir, hreint ótrúlegt atvik. Snæfellingar voru þó ekki af baki dottnir og Jay Threatt svaraði að bragði á hinum enda vallarins með þrist, allt í járnum og sannarlega bráðfjörugur endir á fyrri hálfleik.


Staðan í hálfleik 48-47 Garðbæingum í vil og allt stefndi í æsilegan síðari hálfleik. Stigahæstir hjá Stjörnunni voru Frye með 19 stig og Jovan með 12 en hjá Snæfelli voru Jay Threatt og Pálmi Sigurgeirsson með 13 stig hvor auk þess sem Sigurður Þorvaldsson lagði þrjá þrista í púkkið með 9 stig. Stóru mennirnir hjá Snæfelli voru báðir komnir í villuvandræði en Asim MqQueen nældi sér í 3 villur í fyrri hálfleik og Jón Ólafur fjórar eins og áður sagði.
 

Fjörið hélt áfram í þriðja leikhluta og bæði lið voru ákveðin í að gefa ekkert eftir, Sigurður Þorvaldsson hóf leik á glæsilegum þrist og enn var það Jarrid Frye sem lét hlutina gerast fyrir Garðbæinga en hann kveikti all hressilega í kofanum með hörkutroðslu snemma í leikhlutanum. Þegar tæplega þrjár mínútur lifðu af þriðja leikhluta kom Jay Threatt Snæfellingum yfir með ævintýralegum þrist lengst neðan úr miðbæ auk þess að hljóta vítaskot að auki eftir brot Justin Shouse, þessi fjögurra stiga sókn kom Snæfellingum yfir en gleðin var skammvinn, örskömmu síðar fauk Asim MqQueen útaf með sína fimmtu villu, fjölmörgum Hólmurum í húsinu til lítillar gleði. Á þessum tímapunkti í leiknum var mikið flautað og þótti gestunum af Snæfellsnesi það oft vera gert fyrir litlar sakir. Snæfell leiddi með einu stigi 66-67 eftir þriðja leikhluta og allt stefndi í æsilegar lokamínútur.
 

Í upphafi fjórða leikhluta var komið að þætti Brian Mills, miðherjinn stæðilegi hreinlega tók yfir leikinn og raðaði niður stigum en Stjörnumenn skoruðu fyrstu 8 stig leikhlutans áður en þeir rauðklæddu náðu að svara fyrir sig. Shouse smellti í rándýran þrist úr horninu og kom Stjörnunni í 10 stiga forystu í fyrsta sinn í leiknum 79-69. Snæfellingar voru þó ekki af gáfust þó ekki upp, Sigurður var áfram funheitur, svo heitur að hann ákvað að smella næsta þrist niður af spjaldinu og minnka með því muninn niður í 2 stig, 79-77 og hér var hreinlega allt á suðupunkti og þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í Ásgarð voru vel með á nótunum.

 

Liðin skiptust á að skora og þegar mínúta lifði af leiknum renndi Jarrid Frye sér í gegnum vörn Snæfells með glæsilegri hreyfingu og kom Stjörnunni í 3 stiga forystu en Jay Threatt svaraði að bragði, Stjörnumenn misnotuðu næstu sókn og því var eins stigs munur á liðunum þegar 20 sekúndur voru eftir og Snæfell í sókn. Jay Threatt sem átt hafði stórgóðan leik fram að þessu sýndi algjörar stáltaugar og smellti niður galopnu skoti þegar rétt rúmar 6 sekúndur voru eftir á klukkunni. Stjörnumenn tóku leikhlé, Justin Shouse fékk boltann í hendurnar en tókst ekki að skora á ögurstundu gegn sínu gamla liði og Snæfellingar fögnuðu innilega sætum baráttusigri í algjörum hörkuleik 88-89.
 

Hjá Snæfelli átti Jay Threatt afbragðs leik með 28 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson var með 18 og Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16 stig, báðir af bekknum. Það vakti athygli að Jón Ólafur Jónsson var stigalaus í leiknum en hann sinnti þó hlutverki sínu vel varnarlega þar sem hann reif niður 9 fráköst en í fráköstunum var Ólafur Torfason einnig öflugur með 12. Jarrid Frye var atkvæðamestur Stjörnumanna með 28 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, næstir komu Justin Shouse með 19 stig og 6 stoðsendingar og Brian Mills með 13 stig, 7 fráköst og 4 varin skot.

Stjarnan-Snæfell 88-89 (21-23, 27-24, 18-20, 22-22)  

Stjarnan: Jarrid Frye 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Brian Mills 13/7 fráköst/4 varin skot, Jovan Zdravevski 12/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 10/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0.

Snæfell: Jay Threatt 28/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 fráköst, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6/12 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4/5 fráköst, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Stefán Karel Torfason 0, Óttar Sigurðsson 0, Jón Ólafur Jónsson 0/9 fráköst. Myndasafn eftir Tomasz Kolodziejski
Umfjöllun/ Jón Steinar Þórarinsson  af Karfan.is

27.01.2013 22:27

Einnig tap hjá strákunum í Snæfell

Teitur Örlygsson var ekkert að fara með fleipur þegar hann sagði að lið hans liði vel í Hólminum.  Hans menn sýndu það í verki með því að taka 21 stiga sigur gegn Snæfell og um leið tryggja sig í úrslitaleikinn í Höllinni gegn Grindavík.  Við bíðum frekari fregna um leikinn frá okkar manni í Hólminum, Símon Le Bon.
 
Snæfell-Stjarnan 71-92 (25-33, 13-21, 20-18, 13-20)

Snæfell: Jay Threatt 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 10, Asim McQueen 9/8 fráköst/3 varin skot, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Ólafur Torfason 7, Jón Ólafur Jónsson 6/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Stefán Karel Torfason 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.

Stjarnan: Jarrid Frye 21/4 fráköst, Justin Shouse 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Brian Mills 14/11 fráköst, Marvin Valdimarsson 13/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgason 13/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 3, Sæmundur Valdimarsson 1, Dagur Kár Jónsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Runar Birgir Gislason

27.01.2013 22:23

Snæfellskonur féllu úr keppni þrátt fyrir góðan leik

24. janúar 2013
Poweradebikarvonir runnu út í sandinn.

Stórleikur í undaúrslitum kvenna í Poweradebikarnum í Hólminum þar sem toppliðin Snæfell og Keflavík mættust. Farmiði í Höllina í verðlaun og bæði lið vissu fyrirfram hvernig er fá að spila þar.

Byrjunarliðin.
Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sig, Helga Hjördís, Alda Leif.
Keflavík: Sara Rún, Birna Ingibjörg, Bryndís Guðmundsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Jessica Ann Jenkins.

Liðin byrjuðu af krafti og var vel hlaupið á milli sóknar og varnar báðum megin. Keflavík var skrefinu á undan strax í upphafi og settu góð skot niður 2-6. Snæfell var hins vegar stutt undan og komust yfir með þrist frá Öldu Leif 14-12. Leikurinn var hnífjafn í fyrsta hluta þar sem liðin skiptust á að skora. Varnarleikur Keflavíkur var á köflum betri en pressan reyndist þeim ekki vel. Birna Valgarðs og Pálína voru að fara fyrir Keflavíkurstúlkum og Alda, Hildur Björg og Kierahh hjá Snæfelli. Snæfell leiddi 23-20 eftir fyrsta fjórðung.

Staðan var jöfn 31-31 um miðjan annan hluta og allt í járnum og hvergi hægt að sjá annað liðið ná sér í einhvern "run" kafla. Varnir beggja liða þokkalegar og fastar fyrir en liðin völdu sér góð skot og nýttu sóknir ágætlega. Keflavík settu upp í pressu og náðu oft vel í boltann af Snæfelli en hittu illa, misstu sjálfar boltann og nýttu tækifærin lítið þegar staðan var 37-34 fyrir Snæfell. Kieraah Marlow fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu undir lok fyrri háfleiks. Staðan var 41-38 fyrir Snæfell í hálfeik.

Hjá Snæfelli var  Kieraah Marlow komin með 14 stig og 6 fráköst, Hildur Björg og Alda Leif voru komnar með 7 stig hvor.
Í Keflavík var Birna Valgarðsdóttir komin með 11 stig og Pálína Gunnlaugs 9 stig.

Snæfellsstúlkur komu með áhlaup strax í upphafi sem kviknaði með þrist frá Öldu Leif og komust í 48-38, ekki stór munur en mikilvægt í þessum jafna leik. Keflavík hrökk í gírinn og tók á því með næstu fjögur stig 48-42 og Snæfell tóku leikhlé. Sara Rún og Birna Valgarðs voru komnar með 4 villur og voru í vanda þar um miðjan þriðja fjórðung. Mikið var hnoðast og pústrað og lítið skorað á kafla. Hildur Sigurðar smellti þremur fyrir 52-42 en Keflavík náði þessu niður í 54-50 og héldu sér með í leiknum af hörku. Staðan eftir fjórða hluta 57-52 fyrir Snæfell.

Staðan var 63-62 fyrir Snæfell og ekkert nema harkan í gangi í leiknum þegar 6 mínútur voru eftir. Snæfell jafnaði 65-65 en Pálína kom Keflavík aftur yfir 65-68 með góðum þrist. Hildur Sig og Helga Hjördís fuku útaf með fimm villur hjá Snæfelli en það gerðu Birna og Sara Rún einnig hjá Keflavík. Þegar mínúta lifði var staðan 69-71 og Keflavík misstu boltan klaufalega en lítið gekk hjá Snæfelli að fá boltann i netið og Bryndís Guðmunds breytti stöðunni í 69-73 á vítalínunni þegar 8 sekúndur voru eftir. Snæfell hitti ekki á vítalínunni þegar mest á reyndi í lokin og staðan var 70-73 þegar boltinn barst til Kieraah Marlow sem geigaði á þriggja stiga skoti og þær örfáu sekúndur sem eftir voru runnu út. Keflavíkur stúlkur mæta þar af leiðandi Val í úrslitaleik Poweradebikar kvenna.

Snæfell: Kieraah Marlow 22/15 fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir 16/8 fráköst. Hildur Sigurðardóttir 9/9 frák/ 5 stoðs. Berglind Gunnarssóttir 9/7 frák. Alda Leif 8/5 stoðs. Helga Hjördís 8/5 stoðs. Sara Sædal 0. Silja Katrín 0. Rebekka Rán 0. Aníta Rún 0. Brynhildur Inga 0. Rósa Kristín 0.

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 23/9 frák/6 stoðs. Birna Valgarðsdóttir 17/9 frák. Sara Rún Hinriksdóttir 8. Jessica Ann Jenkins 8/4 frák. Ingunn Embla 7. Bryndís Guðmundsdóttir 6. Sandra Lind Þrastardóttir 4. Elínora Guðlaug 0. Katrín Fríða 0. Telma Lind 0. Lovísa Falsdóttir 0. Bríet Sif 0.Símon B. Hjaltalín

25.01.2013 10:56

Bikarveisla um helgina


Snæfell fékk heimaleiki í bæði kvenna og karlaflokki í 4 liða úrslitum í Poweradebikarnum og eru komnir tímar á leikina sem munu vera um næstu helgi.

 

Kvennaleikur: Snæfell-Keflavík, laugardaginn 26. janúar kl 15:00.


Karlaleikur: Snæfell-Stjarnan, sunnudaginn 27. janúar kl 19:15

 

Fjölmennum á þessa leiki því þarna er síðasti séns á að komast í úrslitaleikina í Höllinni 16. feb nk.


Meira...

25.01.2013 10:55

Sigur í Grindavík

Kvennakörfufréttir - 24. janúar 2013

Snæfellsstúlkur sigruðu Grindavík naumt 71-76. Grindavík byrjaði betur í fyrsta hluta og voru yfir 22-14. Snæfell bætti þá hressilega í og komu til baka 8-18 og leiddu í hálfleik 30-32. Í þriðja hluta var grunnurinn lagður að sigri og góðri forystu sem Grindavík áttu erfitt með að elta uppi en söxuðu ágætlega á forskot Snæfells en það dugði ekki til og Snæfell landaði sigri 71-76.

 

Grindavík-Snæfell 71-76 (22-14, 8-18, 14-28, 27-16)
 

Grindavík: Crystal Smith 27/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 22/7 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Alexandra Marý Hauksdóttir 0, Hulda Sif Steingrímsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Eyrún Ösp Ottósdóttir 0.
 

Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/10 fráköst, Kieraah Marlow 18/13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/10 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6, Rósa Indriðadóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0.

 

Tölfræði úr leiknum

15.01.2013 13:36

Hildur Björg leikmaður umferða 13-15

15.01.2013 13:08 nonni@karfan.is
Lesendur Karfan.is hafa valið Hildi Björgu Kjartansdóttur leikmann Snæfells sem Domino´s leikmann umferða 13-15. Hildur er þar með fyrsti leikmaður Snæfells þetta tímabilið til að vera valin Domino´s leikmaðurinn en þegar hafa Keflavík, Njarðvík og Haukar átt Domino´s leikmenn.
 
Ljósmyndarar og fréttaritarar Karfan.is kjósa um þau nöfn sem sett eru síðan í könnun á Karfan.is þar sem Domino´s leikmaðurinn er svo valinn af lesendum.
 
Að þessu sinni hlaut Hildur nokkuð sterka kosningu eða 42,23% allra atkvæða. Með henni í kjörinu voru Siarre Evans, Lele Hardy og Britney Jones.
 
Hildur fær að launum úttekt hjá Domino´s.
 
Nú er komin inn ný könnun og að þessu sinni spyrjum við hvort fólk ætli að mæta á Stjörnuleik karla þann 19. janúar næstkomandi.
 
 

15.01.2013 13:09

Snæfell með heimaleiki í bikarnum

Snæfell datt í lukkupottinn

Mæta Stjörnunni og Keflavík á heimavelli í  bikarnum

15.01.2013 11:38 emil@karfan.is
Búið er að draga í undanúrslit Poweradebikarsins og má segja að Snæfell hafi dottið í lukkupottinn en bæði lið þeirra fengu heimaleiki. Dregið var núna í hádeginu kl. 12
 
Liðin sem drógust saman

4-liða úrslit · Konur 25.-27. jan
Hamar -  Valur 
Snæfell -  Keflavík 

4-liða úrslit · Karlar 25.-28. jan
Keflavík -  Grindavík 
Snæfell -  Stjarnan 

15.01.2013 09:36

Framlengt í Breiðholtinu

Karlakarfan - 14. janúar 2013

Snæfellsstrákar lönduðu sigri á ÍR í framlengingu 93-102 í Seljaskóla í kvöld.Staðan eftir 40 mínútur var 87-87. Sveinn Arnar geigaði á tveimur vítum þegar 27 sekúndur voru eftir og Eric Palm klikkaði á tveggja stiga skoti undir lokin fyrir ÍR. Rafmagnaðar lokasekúndur en Snæfell tók framlenginguna 6-15 og kláraði dæmið.

 

Ólafur Torfa var að salla niður körfum og endaði stigahæstur með 25 stig, flottur leikur hjá honum.

 

Tölfræði leiksins

 

ÍR-Snæfell 93-102 (16-26, 28-22, 19-17, 24-22, 6-15)


ÍR: Eric James Palm 34/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, D'Andre Jordan Williams 12, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst, Nemanja Sovic 7, Ellert Arnarson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 1/8 fráköst, Friðrik Hjálmarsson 0, Ragnar Bragason 0, Tómas Aron Viggóson 0, Þorgrímur Emilsson 0.


Snæfell: Ólafur Torfason 25, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18/4 fráköst, Jay Threatt 15/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 15/17 fráköst, Asim McQueen 14/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 3/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Stefán Karel Torfason 0, Óttar Sigurðsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22