Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

09.06.2010 07:29

Sumardeildin - Götubolti í allt sumar


Sumardeildin - Götubolti í allt sumar


KKÍ hefur ákveðið að efna til veglegs götuboltamóts eða "Streetball-móts" í sumar. Stefnt er að því að leika í nokkrum riðlum út um allt land.

Lið skrá sig til leiks og raðað verður í riðla eftir staðsetningu. Þannig er miðað við að lágmarki sex lið verða í riðli og hvert lið myndi leika um 10 leiki í sínum riðli.

Mótið fer þannig fram að KKÍ raðar upp riðlum með þeim liðum sem skrá sig til leiks og síðan munu liðin sjálf ákveða leikdaga og sjá til þess að þau klári að leika sína leiki fyrir mótslok. Mótstími verður ljós þegar búið er að taka við skráningum og raða í riðla en gera má ráð fyrir því að leikir þurfi að fara fram milli 21. júni fram í miðjan ágúst. Í hverju liði er fyrirliði sem sér um að ákveða í samráði við fyrirliða mótherjanna hvenær leikir fara fram.

Nánar inn á Snæfell.is

03.06.2010 10:07

Hjólað til stuðnings Snæfell

Föstudaginn 4. júní n.k munu þeir kröftugu Helgafellsfrændur, Jón Bjarki Jónatansson og Þorgeir Ragnar Pálsson, hjóla frá Reykjavík til Stykkishólms. Þeir félagar ætla að tileinka hjólreiðarferð sína Íslands og bikarmeisturum Snæfells og í tilefni þess hafa þeir hvatt alla að heita á þá með frjálsum framlögum sem rennur til kkd Snæfells.

 

Áætlað er að leggja af stað frá Reykjavík kl 4 um morguninn föstudaginn 4. júní og koma í Stykkishólm um kl 18 sama dag. Ef þið viljið slást í för þeim félögum og Snæfelli til stuðnings síðasta spölinn, þá er um að gera að láta slag standa, bóna hjólfákinn, smyrja keðjuna, herða bremsurnar og hjóla af stað. Gaman væri til dæmis að skella sér í hópinn við afleggjara Vatnaleiðar, Skjöld eða jafnvel Helgafell.

 

Þakkir til Helgafellsjötnanna Jóns Bjarka (Nonna Tana) og Þorgeirs Ragnars fyrir þeirra mikla framlag og ykkar allra sem viljið leggja málefninu lið.  Við tökum svo vel á móti þeim þegar þeir renna í Stykkishólm á föstudaginn og aldrei að vita nema að Jón Bjarki stórbarki hefji upp raust sína fyrir hópinn.

 

Til að gera þetta skemmtilegra er gaman að hafa krónutölu á hvern kílómeter, en til fróðleiks þá er kílómetra fjöldi frá Reykjavík til Stykkishólms um Hvalfjörð er 213 km. (Um göngin 172 km)

Við hvetjum fólk og fyrirtæki að heita á þá frændur með frjálsu framlagi á reikning Snæfells. Endilega merkið áheit í texta.

 

Reikningsnr. 309-13-6002   

kt. 600269-6079

 

Stjórn kkd Snæfells.

18.05.2010 10:28

U16 Norðurlandameistarar

NM: U16 Norðurlandameistarar 2010 · Myndbrot úr úrslitaleiknum og verðlaunaafhending

Lárus Friðfinsson, Ingi Þór Steinþórsson, Stefán Karel Torfason, Svavar Ingi Stefánsson, Þorgrímur Kári Emilsson, Jens Valgeir Óskarsson, Emil Karel Einarsson fyrirliði, Einar Árni Jóhannsson, Erlingur Arthursson. Neðri röð frá vinstri: Maciej Stanislav Baginski, Martin Hermannsson, Sigurður Dagur Sturluson, Matthías Orri Sigurðarson, Elvar Már Friðriksson, Oddur Rúnar Kristjánsson, Valur Orri Valsson.

11.05.2010 09:25

U18 í körfu undirbýr sig fyrir NM

2 dagar í NM: U18 lið kvenna
Í gær æfðu öll liðin sem fara á NM í ár í Grafarvoginum. U18 ára lið kvenna var með fyrstu æfinguna um morguninn og eftir hana léku U16 og U18 ára lið karla æfingaleik. Síðan léku U16 og U18 ára lið kvenna æfingaleik sín á milli og U18 ára lið karla endaði svo daginn með æfingu.

Það var ekki að sjá annað en að allir séu tilbúnir í slaginn og ástandið á leikmönnum mjög gott og allir tilbúnir að gera sitt besta á mótinu.

U18 ára liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

4 Guðbjörg Sverrisdóttir · Hamar
5 Rannveig Ólafsdóttir · Haukar
6 Heiðrún Kristmundsdóttir · KR
7 Bergdís Ragnarsdóttir · Fjölnir
8 Árný Sif Gestsdóttir · Keflavík
9 Sigrún Albertsdóttir · Keflavík
10 Telma Lind Ásgeirsdóttir · Keflavík
11 Björg Guðrún Einarsdóttir · Snæfell
12 Auður Íris Ólafsdóttir · Haukar
13 Dagbjört Samúelsdóttir · Haukar
14 Sara Mjöll Magnúsdóttir · Snæfell
15 Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir · Snæfell

Þjálfari: Margrét Sturlaugsdóttir

Leikjaplan U18 kvenna í riðlakeppninni
Stelpurnar eiga leik strax seinnipartinn á komudegi til Svíþjóðar. Þær leika svo einn leik daginn eftir á fimmtudag. Á föstudeginum eru hinsvegar tveir leikir á dagskránni, fyrst gegn norðmönnum og svo gegn dönum.

Miðvikudagur 12. maí
U18KV 17:00 Finnland - Ísland

Fimmtudagur 13. maí
U18KV 16:30 Ísland - Svíþjóð

Föstudagur 14. maí
U18KV 09:00 Ísland - Noregur
U18KV 17:00 Danmörk - Ísland


Efri röð frá vinstri: Margrét, Sigrún, Hrafnhildur Sif, Sara Mjöll, Bergdís, Guðbjörg og Dagbjört. Neðri röð frá vinstri: Auður Írís, Árný, Heiðrún, Rannveig, Björg Guðrún og Telma Lind

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32