Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

16.09.2010 09:35

Lengjubikarinn

Lengjubikarinn af stað.

Fyrirtækjabikarkeppnin sem áður var Poweradebikarinn heitir núna Lengjubikarinn. Snæfell er þar inni með bæði karla og kvennalið sín og mun karlaliðið fara beint í 8-liða úrslit og bíða eftir mótherjum úr leik ÍR og Fjölnis sem fram fer á fimmtudaginn 16. sept. Það lið sem hefur sigur úr þeirri viðureign koma svo í Stykkishólm sunnudaginn 19. sept og mæta Snæfelli kl 19:15.

 

Kvennalið Snæfells heldur hins vegar á vit ævintýranna suður með sjó og mætir Keflavíkurstúlkum á föstudaginn 17. sept kl 19:15.

Við hvetjum alla að mæta á þessa leiki og fara hita upp fyrir alvöru í stúkunni í vetur þar sem leikmenn mfl. Snæfells eru búin að vera æfa mjög vel og manna sig upp fyrir alvöru átökin sem eru að detta inn og eins gott að stúkan verði í formi líka.

Áfram Snæfell.

sbh

14.09.2010 21:05

Góð ferð hjá Snæfell í Hveragerði

Snæfelsliðin fóru með sigra í farteskinu frá Hveragerði
Kvennaliðið:
 
Snæfellsstúlkurnar hófu leikinn gegn heimastúlkum í Hamar vel og skoruðu sjö fyrstu stigin og höfðu forystu 4-14 eftir nokkurra mínútna leik.  Leikurinn jafnaðist og staðan eftir fyrsta leikhluta 17-21.  Jamie Braun var atkvæðamikil ásamt Björg Guðrúnu.  Snæfellsstúlkur skoruðu 3-9 í upphafi annars leikhluta og leiddu mest 26-39 í öðrum leikhluta. 
 
Allar stúlkur tóku virkan þátt í leiknum og leiddu Snæfell 30-42 í hálfleik.  Slavica sem hafði skorað 4 stig í fyrri hálfleik hresstist og skoraði 11 stig í leikhlutanum á meðan stigaskorið gekk brösulega hjá Snæfell.  Staðan eftir þrjá leikhluta 46-52.  Snæfellsstúlkur með flottar körfur frá Hrafnhildi, Hildi og Rósu komust í 50-61 þegar um 7 mínútur voru eftir af leiknum. 
 
Slavica fór sterkt á körfuna og fékk mörg vítaskot í leikhlutanum sem hún nýtti vel, hún minnkaði muninn í 57-61 en Björg Guðrún var öryggið uppmálað á vítalínunni og kom Snæfell í 57-63.  Íris Hamarsstúlka setti niður tvö víti og staðan 59-63 og um ein mínúta eftir af leiknum.  Snæfell tókst ekki í tvígang að skora en Slavica setti niður þrist og staðan 62-63.  Bæði lið fengu fín tækifæri í lokin til að skora en skot þeirra geiguðu og lokatölur 62-63 Snæfell í vil.
 
Stigaskor Hamars: Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Fanney ? 11, Jenný Harðardóttir 2, Slavica 23, Marin ? 4, Íris ? 7 og Kristrún 10.
 
Stigaskor Snæfells: Jamie Braun 16, Björg Guðrún Einarsdóttir 13, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 8, Inga Muciniece 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 7, Rósa Indriðadóttir 7 og Berglind Gunnarsdóttir 4.  Aníta Rún Sæþórsdóttir lék en skoraði ekki.  Sara Mjöll Magnúsdóttir lék ekki með í dag.
 
 
Karlaliðið
 
Hamarsmenn hófu leikinn með Ragnar Nathanelsson í fararbroddi mjög sterkt og leiddu 10-3 eftir tæplega 3 mínútna leik.  0-13 kafli Snæfellinga kom þeim yfir og var Snæfellsliðið að hitta gríðarlega vel.  Sex þristar í leikhlutanum skilaði þeim 22-35 forystu eftir fyrsta leikhluta.  Jón Ólafur raðaði niður fjórum þristum í leikhlutanum og var sjóðandi.  Hamarsmenn börðust vel en Snæfell var skrefinu á undan og settu muninn í 27 stig í hálfleik 42-69. 
 
Allir leikmenn Snæfells voru að hitta vel, Kristján Pétur Andrésson kom sjóðandi heitur af bekknum og negldi niður þremur þristum á stuttum tíma.  Í þriðja leikhluta héldu Snæfellingar áfram að raða niður og var áfram vel tekið á því, allir leikmenn fengu góð tækifæri og staðan 65-96 eftir þriðja leikhluta.  Sjö stig í röð frá Hamar í upphafi fjórða leikhluta voru ekki nóg til að ógna forystu gestanna og léku þeir mjög vel í þessum leik og lokatölur 80-126.
 
Stigaskor Hamarsmanna: Darri Hilmarsson 19 stig, Nerijus 9, Ellert Arnarson, Ragnar Nathanelsson og Hilmar Guðjónsson 8, Bjarni Lárusson 6, Kjartan Kárason 5, Snorri Þorvaldsson 3, Bjartmar Halldórsson og Darrel Lewis 2.
 
 
Stigaskor Snæfells: Sean Burton 26 stig, Ryan Amoroso 22, Emil Þór Jóhannsson 21, Jón Ólafur Jónsson 17, Kristján Pétur Andrésson 13, Atli Rafn Hreinsson 10, Egill Egilsson 7, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Snjólfur Björnsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 3 og lék Guðni Sumarliðason án þess að skora.
 
 
Framundan er Poweradebikarinn, en Íslands- og bikarmeistarar Snæfells sitja hjá í fyrstu umferð keppninnar.  Þeir mæta hinsvegar sigurvegurum í leik ÍR og Fjölnis.  Leikurinn fer fram í Íþróttahúsi Stykkishólms sunnudaginn 19. september klukkan 19:15.

12.09.2010 13:30

Stjarnan - Snæfell 84-89

Æfingaleikur Snæfellsstrákanna við Stjörnuna
Það fór fram hörkuleikur í Ásgarði í Garðabæ í dag, þar mættust Stjarnan sem ekki höfðu tapað leik á undirbúningstímabilinu og Ísland- og bikarmeistarar Snæfells.  Leikurinn var vel dæmdur af þeim Baldri Inga Jónassyni og Agnari Gunnarssyni en þeim er þökkuð þeirra vinnubrögð sem voru með miklum ágætum.
 
Jafnræði var á milli liðanna í fyrsta leikhluta þó svo að Snæfell hafi verið hálfu skrefi á undan á stigatöflunni.  Eftir að staðan hafði verið jöfn 18-18 sigldu gestirnir örlítið framúr og leiddu 21-26 eftir fyrsta leikhluta.  Daníel skoraði fyrir Stjörnuna en Nonni Mæju smellti niður tveimur þristum og Snæfell komnir níu stigum yfir 23-32. 
 
Marvin Valdimars og Fannar Helga voru drjúgir fyrir heimamenn og í stöðunni 33-35 sigldu Stjörnumenn framúr og leiddu í hálfleik 41-38.  Ágætis barátta var hjá leikmönnum og bæði lið að koma lag á sína hluti.  Emil og Nonni Mæju smelltu sitt hvorum þristinum í upphafi síðari hálfleiks en Stjörnumenn leiddu 48-44 þegar 4-21 áhlaup Snæfells datt í gang, liðið skoraði fimm þrista á mjög stuttum tíma af 18 í leiknum og leiddu 52-65.  Justin Shouse hélt áfram að berjast og dró sína menn áfram með mikilli baráttu, staðan eftir þrjá leikhluta 67-72 Snæfell í vil.  Nonni Mæju og Ryan komnir með fjórar villur sem og Marvin hjá Stjörnunni. 
 
Pálmi hóf fjórða leikhluta með þrist en Justin skoraði þá sjö stig í röð fyrir bláa og staðan 74-75.  Ryan setti niður langskot og kom muninum í þrjú stig.  Marvin skoraði en Emil svarar með spjaldið ofaní þrist og staðan 76-80 þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum.  Góðar körfur frá Guðjóni Lárussyni og Fannar Helgasyni jöfnuðu leikinn.  Sean Burton sem hafði leikið vel framan af kórónaði fínan leik með því að setja niður þrist og koma Snæfell í 80-83.  Marvin fékk tvö vítaskot og staðan 82-83, þá smellti Sean öðrum þrist og sá þriðji kom strax á eftir og staðan 82-89, lokatölur 84-89.
 
Stigaskor leikmanna:
Stjarnan: Justin Shouse 20 stig, Fannar Freyr Helgason 17, Jovan Zdreavevski og Marvin Valdimarsson 15, Guðjón Lárusson og Birgir Pétursson 6 og Daníel Guðmundsson 5.
 
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 19 stig, Ryan Amoroso 17, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sean Burton 16, Emil Þór Jóhannsson 13, Atli Rafn Hreinsson 5 og Sveinn Arnar Davíðsson 3.
 
Strákarnir leika í dag gegn Hamarsmönnum í Hveragerði.

11.09.2010 14:46

Dómaranámskeið í körfubolta

Dómaranámskeið í Borgarnesi
Dómaranámskeið verður í Borgarnesi 17.-18. september
Dómaranámskeið verður haldið föstudaginn 17. september og laugardaginn 18. september n.k. í Borgarnesi. Bæði er um bóklega og verklega kennslu að ræða. Bóklega kennslan verður kennt í grunnskólanum í Borgarnesi og verklegi hlutinn í íþróttahúsinu.

Á föstudeginum og á laugardagsmorgninum verður bókleg kennsla en bóklega og verklega prófið verður eftir hádegi á laugardegi.

Föstudagur:
17.00-21.00 bóklegt

Laugardagur
9.00-13.00 bóklegt og bóklegt próf
14.30-16.00 verklegt próf

Vakin er athygli á því að dómaramenntun er hluti af fræðsluáætlun KKÍ sem er komin til framkvæmda. Dómaranámskeið er hluti af fyrsta þrepi fræðslustigans.

Hér má sjá fræðsluáætlun KKÍ.

Konur eru hvattar til að mæta enda vantar fleiri kvendómara í hreyfinguna.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 16. september. Námskeiðið stendur öllum til boða og að kostnaðarlausu.

Skráning er á kki@kki.is og þarf að taka fram nafn, heimilisfang, kennitölu, síma, e-mail og félag.

08.09.2010 07:50

Nýir leikmenn Snæfells

Snæfell fær nýja leikmenn

Nýju leikmennirnir.
Nýju leikmennirnir.

Karlaliði Snæfells hefur borist liðsstyrkur en það er Ryan Anthony Amoroso sem er  fæddur árið 1985 í Minneapolis í Bandaríkjunum.

Hann er með ítalskt vegabréf, er um 206 cm á hæð og mun spila undir körfunni fyrir Snæfell. Ryan spilaði á ítölsku 2. deildinni í fyrra með Andrea Costa Aget Imola þar sem hann lék stöðu kraftframherja. Ryan spilaði með San Diego háskólanum áður haldið var til Ítalíu.

Jamie Braun hefur bæst í kvennalið Snæfells og kemur til með að leika stöðu bakvarðar. Hún er 175 cm á hæð.

Jamie kemur frá Indiana Bandaríkjunum og spilaði með Indiana háskólanum við góðan orðstír.

06.09.2010 07:30

Snæfell í 4 sæti

Snæfell í 4. sæti Rekjanescup.

Snæfell lenti í 4.sæti Reykjanescup invitational eftir 104-102 tap gegn Keflavík um 3ja sætið. Snæfell lenti mest undir 87-65 en náðu með harðfylgi að klóra sig áfram.

Emil Þór var valin í úrvalslið mótsins ásamt Ægi Þór Steinarssyni og Tómasi Tómassyni úr Fjölni,  Herði Axel úr Keflavík og erlendum leikmanni hjá ÍR.

 

sbh

05.09.2010 13:40

Æfingamót í körfunni

Fréttir af æfingarmótum mfl karla og kvenna.

Mfl kvenna lentu í 2.sæti í b-riðli Hraðmóts UmfN og Kosts á fimmtudag með 40-26 sigri á Fjölni og 44-23 sigri á U16 liði Íslands. KR lenti í fyrsta sæti en Snæfell tapaði naumt 38-31 fyrir þeim. Snæfell lék svo við Hamar í undanúrslitaleik í kvöld.

 

Stúlkurnar okkar sigruðu Hamar 52-45 og fóru í kjölfarið í úrslitaleik gegn KR en töpuðu aftur fyrir þeim en nú með 17 stigum en minni munur var í hálfleik.

 

Strákarnir töpuðu í Ljónagryfjunni í Njarðvík fyrir Fjölni 112-95 eftir að Fjölnir hafði einnig yfir í hálfleik 59-48. Það ræðst svo í kvöld hverjir mótherjarnir verða á sunnudag hjá strákunum í Reykjanescup en sá leikur verður í Keflavík.

sbh


Snæfell sigraði Reykjanescup Initational fyrir ári síðan.

02.09.2010 08:17

Körfutímabilið að hefjast


Núna er undirbúnigstímabilið farið af stað af alvöru og er Sean Burton kominn heim og í kvennaliðið er Inga Muciniece komin. Liðin hafa æft stíft og nú er komið að æfingarmótum hjá báðum liðum frá og með í dag og fram á helgina.

Kvennaliðið fer á Hraðmót UmfN og Kosts en Karlaliðið fer á Reykjanescup Invitational sem þeir unnu einmitt í fyrra. Strákarnir byrja á móti Njarðvík kl 19.00 í Grindavík en stúlkurnar kl 17.45 á móti Fjölni í Njarðvík.

Kvennamót UmfN og Kosts. 

Karlamótið Reykjanescup Invitational. 

29.08.2010 15:52

Snæfell spilar æfingarleik við KR


Í dag koma KR-stúlkur til með að spila æfingaleik við okkar stúlkur í mfl kvk í körfu. Óvænt bar þetta upp og með litlum fyrirvara. Leikurinn er kl 13:30 í íþrh.Stykkish.

sbh

 

 

26.08.2010 18:34

Kvennalið Snæfells á karfan.is

Púlsinn hjá liðunum í IEX kvenna: Snæfell

Púlsinn hjá liðunum í IEX kvenna: Snæfell

 
Töluverðar breytingar hafa orðið á kvennaliði Snæfells fyrir komandi leiktíð og nokkuð skarð verið höggvið í leikmannahóp liðsins. Farnar frá félaginu eru Gunnhildur Gunnarsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir í Hauka. Hanna Rún Smáradóttir er farin í nám í Reykjavík og ekki með vegna anna í vinnu og skóla er Sara Sædal Andrésdóttir fyrirliði á síðasta ári. Karfan.is ræddi við Inga Þór Steinþórsson um komandi tímabil og segir hann spennandi að vinna áfram með þetta unga lið Hólmara.
,,Við höfum fengið Ingu Muciniece frá Lettlandi til liðs við okkur en hún lék síðast í Bandaríkjunum með NC State og þá er væntanlegur til okkar amerískur leikmaður. Annars er ég með ungt lið og verður mjög spennandi að vinna með þessum áhugasömu stelpum áfram næsta vetur með Baldri Þorleifs," sagði Ingi Þór og kveðst stoltur af árangri liðsins á síðustu leiktíð.
 
,,Liðið náði í fyrsta skipti í sögu klúbbsins inn í úrslitakeppnina en við erum afar raunhæf og ætlum að njóta þess að vera til og stunda körfu af krafti, þannig náum við árangri og við ætlum okkur að standa stolt eftir tímabilið," sagði Ingi en hvernig metur hann önnur lið í deildinni?
 
,,Öll liðin í deildinni eru að breytast og er spurning hvaða lið hefja tímabilið með kana. Ég tel að deildin verði skemmtileg og fróðlegt að fylgjast með hvaða leikmenn eiga eftir að blómstra í vetur. Toppliðin verða áfram öflug og alveg á tæru að allir klúbbar ætla að vera með í baráttunni á sinn hátt sem er frábært fyrir kvennaboltann. Það eina sem ég veit um veturinn er að Snæfelsstúlkur ætla að mæta stemmdar til leiks og njóta þess að gera betur í dag en í gær."
 


Ljósmynd/ Eyþór Benediktsson: Ingi Þór náði mögnuðum árangri með bæði Snæfellsliðin á sínu fyrsta ári í Hólminum

13.08.2010 09:10

Snjólfur í u18 æfingahóp

U18 æfingahópurinn: 28 leikmenn valdir
U18 á síðasta ári
Einar Árni Jóhannsson hefur valið 28 leikmenn í æfingahóp sem mun mynda U18 ára lið karla á næsta ári.

Um er að ræða sterkan æfingahóp þar sem leikmenn úr U18 þessa árs og nánast allir úr U16 ára liði Norðurlandameistara eru meðal leikmanna auk annara sterkra leikmanna sem sem hafa verið í úrtaki að undanförnu.

Hópurinn mun æfa dagana 28.-29. ágúst og svo aftur 18.-19. september.


Hópurinn er þannig skipaður:

Andri Daníelsson · Keflavík
Andri Þór Skúlason · Keflavík
Anton Örn Sandholt · Breiðablik
Ágúst Orrason · Breiðablik
Birgir Snorri Snorrason · Njarðvík
Björgvin Ríkharðsson · Fjölnir
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík
Emil Karel Einarsson · Þór Þ
Guðmundur Guðmundsson · KFÍ
Hafliði Már Brynjarsson · Keflavík
Haukur Sverrisson · Fjölnir
Helgi Freyr Jóhannsson · Breiðablik
Jens Valgeir Óskarsson · Grindavík
Kjartan Helgi Steinþórsson · Grindavík
Kristófer Acox · High school, USA / KR
Martin Hermannsson · KR
Matthías Orri Sigurðarson · KR
Oddur Birnir Pétursson · Njarðvík
Sigtryggur Arnar Björnsson · High school, Kanada / Breiðablik
Sigurður Dagur Sturluson · Njarðvík
Snjólfur Björnsson · Snæfell
Snorri Hrafnkelsson · Breiðablik
Stefán Karel Torfason · Þór Ak
Svavar Stefánsson · FSu
Valur Orri Valsson · Njarðvík
Þorgrímur Kári Emilsson · ÍR
Þorsteinn Ragnarsson · Þór Þ
Ægir Hreinn Bjarnason · Breiðablik

Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson

09.08.2010 19:13

Úrvalsbúðir í körfubolta

Úrvalsbúðir og Afreksbúðir KKÍ helgina 14 - 15 ágúst.

Dagskrá úrvalsbúðanna 14. - 15. júní er eftirfarandi:

Dalhús, Grafarvogi - Strákar

1999 · 11 ára · kl. 09:00 - 11:00
1998 · 12 ára · kl. 11:30 - 13:30
1997 · 13 ára · kl. 14:30 - 16:30

Ingi Þór Steinþórsson er búðarstjóri hjá strákunum en honum til aðstoðar verða Finnur Stefánsson, Örvar Kristjánsson, Pétur Guðmundsson, Snorri Örn Arnaldsson og unglingalandsliðsmennirnir Ægir Þór Steinarsson og Tómas Tómasson.

Smárinn, Kópavogi - Stelpur

1999 · 11 ára · kl. 09:00 - 11:00
1998 · 12 ára · kl. 11:30 - 13:30
1997 · 13 ára · kl. 14:30 - 16:30

Margrét Sturlaugsdóttir er búðarstjóri hjá stelpunum og henni til aðstoðar verða Jón Halldór Eðvaldsson, Falur Harðarson, Erla Reynisdóttir, Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir og unglingalandsliðsstúlkurnar Rannveig Ólafsdóttir og Auður Ólafsdóttir.

Eftirfarandi leikmenn fara í úrvalsbúðirnar.

´98
Jón Páll Gunnarsson
Jakob Breki Ingason
Almar Njáll Hinriksson
Elías Björn Björnsson
Finnbogi Þór Leifsson  
Hermann Örn Sigurðarson
Jón Glúmur Hólmgeirsson

´99
Anna Soffía Lárusdóttir
Guðrún Bergmann Agnarsdóttir
Thelma Ólafsdóttir
 
´97
Haukur Hreinsson
Ólafur Þórir Ægisson 
Viktor Marinó Alexandersson
Hafsteinn Helgi Davíðsson
 
Silja Katrín Davíðsdóttir
Helena Helga Baldursdóttir
Katrín Eva Hafsteinsdóttir

 

Afreksbúðirnar.

 

Önnur helgin í afreksbúðum KKí eru helgina 14-15. ágúst nk.
Þeir krakkar sem voru boðaðir á æfingarnar eru

Kristinn Magnús Pétursson   
Ólafur Þórir Ægisson 
Haukur Hreinsson
Andrea Kristín Pálsdóttir
Aníta Rún Sæþórsdóttir
Hekla Fönn Dórudóttir
Högna Ósk Álfgeirsdóttir
Rebekka Rán Karlsdóttir
Kristrún Kúld Heimisdóttir

Búðirnar eru haldnar í Ásgarði í Garðabæ
Þriðja helgin verður svo  28-29. ágúst í Þorlákshöfn.


Strákarnir æfa frá 11:30-13:30 og 15:30-17:30
Stelpurnar æfa frá 9:30-11:30 og 13:30-15:30


Bárður Eyþórsson mun sjá um strákabúðirnar og Tómas Albert Holton mun sjá um stelpubúðirnar.

09.08.2010 19:12

Leikmannamál að skýrast hjá Snæfell

Inga Muciniece kemur en Magni ekki.


 

Mfl kvenna hefur fengið liðstyrk í körfunni n hún heitir Inga Muciniece og kemur hún frá Lettlandi. Inga spilar miðherjastöðu, er 196 cm á hæð oghefur spilað með North Carolina state skólanum í Bandaríkjunum síðustu ár. Þess má geta til gamans að Inga og Martins Berkis þekkjast frá sama liði í Lettlandi.....

 

Aðrar fréttir af leikmannamálum eru að Magni Hafsteins mun ekki koma að til Snæfells í vetur þar sem að staða sem hann sótti um í lögreglunni gekk ekki upp en það voru blikur á lofti um að hann yrði með í vetur gengi það allt eftir.

 

Heimastrákarnir Atli Rafn Hreinsson og Daníel Kazmi hafa verið endurheimtir frá Grundafirði og Hlíðarenda og ætla vera með Snæfelli í vetur. Við fögnum endurkomu þeirra pilta og gott að sjá hvar Snæfellshjartað slær.

 

sbh

01.07.2010 09:03

Karfa veturinn 2010 - 11

Fjölliðamót veturinn 2010-2011
Búið er að gefa út keppnishelgar fyrir yngri flokka veturinn 2010-2011.

Hægt er að nálgast það vinstra megin á heimasíðunni en það er merkt - Mótaplan yngri flokka.

Fjölli

26.06.2010 16:23

Karfan veturinn 2010 - 2011


Nú hefur verið dregið í töfluröð fyrir næsta tímabil í Iceland express deildum karla og kvenna. Kvennalið Snæfells byrjar á ferðast til Hveragerðis og mæta Hamri í fyrstu umferð. Karlaliðið fer í Grafarvoginn og mætir Fjölni.

Nánar á kki.is

Allar umferðir IE-deildar Kvenna

Allar umferðir IE-deildar Karla


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24