Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

04.10.2010 21:53

Sigur hjá Snæfell/Skallagrím


Strákarnir í unglingaflokki fengu Hamar/Þór í heimsókn en Þórsaranna vantaði í leikinn.  Þrír strákar úr Borgarnesi komu í leikinn en liðið hefur ekkert æft saman.
Birgir Pétursson og Guðni Sumarliðason opnuðu stigareiking vetrarins í unglingaflokki og leiddu Snæfell/Skallagrímur 23-12 eftir fyrsta leikhluta þar sem Kristján Pétur smellti niður þremur af fjórum þristum sínum en Egill Egillsson laumaði einum. 

 

Egill Egilsson fór á kostum í öðrum leikhluta og héldu honum enginn bönd, kappinn raðaði niður fimm þristum og var kominn með 23 stig í hálfleik.  Snæfell/Skallagrímur komust í 43-25 en góður endasprettur kom muninum niður í 45-38 þegar um mínúta var eftir af fyrri hálfleik.  Síðustu fimm stig fyrri hálfleiks komu frá Agli og Snæfell/Skallagrímur leiddu 50-38. 

 

Hilmar Guðjóns fór mikinn fyrir Hamars/Þórsara og þrátt fyrir að heimamenn væru að hitta vel var munurinn í kringum 12-15 stig.  Emil Þorvaldsson hóf að raða niður fyrir gestina og náðu þeir muninum niður í sjö stig 73-66 þegar þriðja leikhluta lauk.  Hamarsmenn héldu áfram og munurinn orðinn skyndilega fjögur stig 73-69.  Egill og Guðni Sumarliða skoruðu fyrir heimamenn og Kristján Pétur var traustur á vítalínunni.  Snæfell/Skallagrímur hófu að raða niður körfum í öllum regnboganslitum og lokatölur 94-84.  
 

Sigur í fyrsta leik á Íslandsmótinu og framundan er spennandi mót þar sem næsti leikur er gegn Val/ÍR í vodafonehöllinni sunnudaginn 10. október klukkan 1300.
 

Stigaskor Snæfell/Skallagrím: Egill Egilsson 37 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 21 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar, Guðni Sumarliðason 11 stig og 9 fráköst, Elfar Már Ólafsson 6 stig, Birgir Pétursson 6 stig og 6 fráköst, Arnar Snorrason, Hlynur Hreinsson og Birgir Þór Sverrisson 3, Magnús Hjálmarsson og Snjólfur Björnsson 2 stig.

 

Stigaskor Hamar/Þór: Hilmar Guðjónsson 23 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Bjartmar Halldórsson 17 stig og 6 stoðsendingar, Emil Þorvaldsson 14 stig, Ragnar Ágúst Nathanelsson 8 stig og 11 fráköst, Stefán Halldórsson og Mikael Kristjánsson 8 stig, Eyþór Heimisson 6 stig.

04.10.2010 08:35

Snæfell Meistarar meistaranna

Snæfell lokuðu titlasafninu með meistaratitlinum

Grindavík mætti í Hólminn sem fulltrúi bikarliða eða silfurliðið og mættu íslands og bikarmeisturum Snæfells íleik um meistara meistaranna.

Grindavík byrjaði heldur sprækari og komust í 11-19 áður en Snæfell tók leikhlé. Staðan eftir fyrta fjórðung var 21-24 fyrir Grindavík og var Snæfell að laga sinn leik töluvert. Snæfell sigu svo hægt og bítandi nær Grindavík og með góðri vörn náði Snæfell að jafna 25-25 eftir það var skipst á að skora og leikurinn hnífjafn framan af öðrum fjórðung.

Grindavík áttu sprett seinni part leikhlutans sem skilaði þeim 7-0 power kafla með troðslu frá Ólafi og tilheyrandi stemmingu þar sem þeir komust úr 38-35 í 38-42. Grindavík leiddi í hálfleik 44-48 en hjá báðum liðum var heildin að skila stigum í hús en fremstir meðal jafningja í hálfleik voru hjá Snæfell Ryan 10/7frák, Nonni 10 stig og Sean 7/7 stoðs. Hjá Grindavík voru Guðlaugur með 12 stig, Páll Axel 10 stig og Andre 10/5 stoðs.

Sean Burton dritaði Snæfelli yfir 54-52 með tveimur þristum í þriðja hluta og voru heimamenn að laga sig til en þó ekki svo mikið að Grindavik komst strax í 55-60. Snæfell fór þá mikinn og komst í 72-65 þegar Sean Burton fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og voru leikstjórnendur beggja liða komnir með 4 villur. Snæfell leiddi eftir þriðja leikhluta 75-70.

Afmælisdrengurinn Sveinn Arnar opnaði fjórða hlutann með góðri körfu. Ómar Sævarsson jafnaði 80-80 á vítalínunni og leikurinn gríðalega spennandi þar sem liðinn skiptust á að skora en Snæfell áttu þó alltaf skrefið á undan. Ómar fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og kláraði Nonni það af línunni. Snæfell komst í góðann ham og jók forystuna þar sem Pálmi fór í gírinn og spilaði þvílíka vörn og sókn. Ryan tróð svo trölltroðslu í lokin og Snæfell tók einn einn titilinn í safnið og hafa núna með þessum titli náð að vinna alla titla sem eru í boði hjá KKÍ. Snæfell vann leikinn 100-93 í alveg hörkuleik sem réðist ekki fyrr en undir lokin. 
Atkvæðahæstu menn leiksins.

Snæfell: Pálmi 26 stig, Ryan 22/11 frák, Nonni Mæju 21/13 frák, Sean 18/13 stoðs.
Grindavík: Andre 23/10 stoðs, Páll Axel 19/9 frák, Ómar 17/9 frák, Ólafur 14/7stoðs, Guðlaugur 12 stig.

Byrjunarliðin.

Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso, Emil Þór, Sean Burton.
Grindavík: Andre Smith, Ómar Sævars, Páll Axel, Guðlaugur Eyjólfs, Ólafur Ólafs.

Dómarar leiksins: Davíð Hreiðarsson og Jón Bender


Af vef snæfells

01.10.2010 23:34

Heimaleikur hjá Víking á morgun

Körfubolti í vetur

Nú í vetur, tímabilið 2010-11, var ákveðið að senda lið frá Umf.

Víkingi Ólafsvík til keppni á Íslandsmóti í Körfuknattleik þar sem leikið verður í 2. deildinni.

Deildinni er skipt í tvo riðla, 8 lið í hvorum riðli og leikið verður tvo leiki við hvort lið, heima og að heiman.

Liðin sem eru með Víking í riðli eru Árborg, Bolungarvík, Félag Litháa, ÍA, ÍG, Kkf. Þórir og Patrekur.

 

Æfingar hófust hjá liðinu í byrjun september og hafa gengið vel en mikil og góð mæting hefur verið, en um 15-20 manns hafa verið að mæta á æfingar.

  Fyrsti leikurinn verður svo laugardaginn 2. október kl.15:00 og verður hann leikinn hér heima í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Um að gera að koma og styðja strákana áfram, frítt er á leikinn.

30.09.2010 07:52

Guðna gengur vel í Danmörk


Magnús og Axel lágu báðir í Danaveldi: Sigur hjá Guðna og Sigurði

 
Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld sem markaði þar með lok annarar umferðar í deildinni. Magnús Þór Gunnarsson og Axel Kárason máttu báðir þola ósigur með sínum liðum en Guðni vann Íslendingaslaginn.

Guðni Valentínusson og félagar í Bakken Bears tóku á móti Magnúsi Þór og félögum í Aabyhoj í kvöld. Lokatölur reyndust 77-53 Bakken í vil. Guðni lék í 10 mínútur í leiknum og skoraði 6 stig. Magnús Þór gerði 3 stig í leiknum á rúmum 27 mínútum og setti 1 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Bakken hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu en Aabyhoj tapað einum og unnið einn.
 
Axel Kárason og Værlöse tóku á móti SISU og máttu sætta sig við naumt 80-85 tap. Axel átti fínan leik með 7 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar á rúmum 28 mínútum. Værlöse hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni.
 
Í gær var Sigurður Þór Einarsson svo í eldlínunni með Horsens IC sem sótti heim BK Amager. Horsens náði í góðan útisigur 73-91 þar sem Sigurður gerði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar á 8 mínútum.
 
Aðeins þrjú lið í dönsku deildinni eru enn ósigruð, Guðni og félgar í Bakken, Sigurður og Horsens IC og svo Svendborg Rabbits.

Karfan.is

27.09.2010 13:22

Fjölnir - Snæfell, æfingaleikur

Æfingaleikur kvennliða Fjölnis og Snæfells

Fjölnir og Snæfell áttust við í æfingaleik í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum sunnudaginn 26. september.  Stelpurnar mættu aðeins of seint vegna úrslitaleiksins hjá strákunum og voru dálítið spenntar einsog allir þeir sem fylgdust með þeim leik.  Í upphafi var jafnt á milli liðunum, í stöðunni 9-10 fyrir Snæfell skoruðu heimastúlkur 11-2 og leiddu 20-12 eftir fyrsta leikhluta. 

 

Allt annað lið kom til leiks síðustu þrjá leikhlutana og sigruðu Snæfellsstúlkur annan leikhluta 10-25 og voru yfir í hálfleik 30-37.  Stigaskorið dreifðist jafnt og sýndu stelpurnar áræðni í leikhlutanum.  Varnarleikur beggja liða var ekki góður og þurfa bæði lið að skerpa vel á þeim hluta leiksins. 

 

Snæfellsstelpurnar komust í fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta 35-50 en þá gerðu þær sig sekar um að slaka á og Fjölnisstúlkur voru snöggar að nýta sér það, staðan eftir þrjá leikhluta 45-53.  Fjölnir náðu að minnka muninn niður í 50-55 en yfirvegun skilaði Snæfell fljótlega yfir 50-63 og silgdu þær sigrinum örugglega í hús 57-74.
 


Bæði lið þurfa að skerpa á leik sínum fyrir tímabilið og eru þau bæði að tefla fram gríðarlega ungum og efnilegum leikmönnum.  Það verður spennandi að fylgjast með Snæfellsstúlkum í vetur en fyrsti deildarleikurinn er gegn Hamri á útivelli miðvikudaginn 6. október.
 

Stigaskor leikmanna

Fjölnir: Maggie McCloskey 16, Bergþór Holton Tómasdóttir 9, Grétar María Grétarsdóttir og Eva María Emilsdóttir 8, Erla Sif Kristinsdóttir 6, Heiðrún Harpa Ríkarðsdóttir og Birna Eiríksdóttir 4 og Erna María Sveinsdóttir 2.
 

Snæfell: Inga Muciniece 13 stig, Jamie Braun 12, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Sara Mjöll Magnúsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 7, Ellen Alfa Högnadóttir 5 en þær Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir léku en náðu ekki að skora.

 

26.09.2010 19:50

Snæfell Lengjubikarmeistarar


Snæfell Lengjubikarmeistari karla 2010
karfan.is

Snæfell Lengjubikarmeistari karla 2010

 
Gullæðinu er hvergi nærri lokið í Stykkishólmið því Snæfell eru Lengjubikarmeistarar í karlaflokki 2010. Æðið heldur áfram og nú lágu KR-ingar í valnum 97-93. Pálmi Freyr Sigurgeirsson fór á kostum í liði Snæfells með 33 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá KR var Hreggviður Magnússon með 24 stig og 6 fráköst. Pavel Ermolinskij var ekki síðri í liði KR með 17 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar.
Íslands- og bikarmeistarar Snæfells byrjuðu betur og komust í 7-0 áður en miðherjinn Fannar Ólafsson kom KR á blað. Vesturbæingar voru þó fljótir að jafna sig og minnkuðu muninn í 9-8 en það voru Hólmarar sem leiddu 24-21 að loknum fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var með fína innkomu af bekknum í fyrsta leikhluta hjá KR og Atli Rafn Hreinsson sömuleiðis í liði Snæfells.
 
Sean Burton fékk sína þriðju villu snemma í öðrum leikhluta og sást lítið það sem eftir var fyrri hálfleiks, slíkt hið sama má segja um Fannar Ólafsson en nokkur harka var í öðrum leikhluta.
 
Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur Hólmara í hálfleik með 22 stig þar sem hann setti niður 4 af 5 þristum sínum en hann hélt rauðum við efnið. KR-ingar reyndust þó sprækari undir lok fyrri hálfleiks og leiddu 51-47 í leikhléi. Hreggviður Magnússon og Pavel Ermolinskij voru báðir með 12 stig í hálfleik hjá KR en Pavel auk þess 9 fráköst og 7 stoðsendingar.
 
Eftir um 25 mínútna leik gerðist tvennt nokkuð athyglisvert, Ryan Amoroso fékk sína fimmtu villu í liði Snæfells þegar hann fékk dæmt á sig tæknivíti. Dóminn hlaut Ryan fyrir að eiga við boltann eftir að hann fór ofan í körfu KR, Amoroso hafði fengið tvær aðvaranir í fyrri hálfleik fyrir að leika sama leik og lét sér ekki segjast. Dómarar leiksins gáfu honum því tæknivíti fyrir vikið og Amoroso sást ekki meir eftir frekar dapra frammistöðu í leiknum.
 
Í annan stað tók það Pavel Ermolinski aðeins 25 mínútur að landa þrennu, 15 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar! KR-ingar voru ívið sterkari í þriðja leikhluta en Pálmi Freyr var sjóðandi heitur í liði Snæfells og skoraði nánast að vild. Fannar Ólafsson sá þó til þess að KR héldi forystunni og leiddu Vesturbæingar 80-78 að loknum þriðja leikhluta.
 
Með Amoroso fjarverandi héldu Hólmarar áfram í svæðisvörn sem gekk ágætlega enda gekk KR illa að finna körfuna með 4 þrista í 22 tilraunum! Þörf var á að annar leikmaður Snæfells myndi stíga upp á lokasprettinum enda Pálmi orðinn nokkuð þreyttur. Sean Burton svaraði kallinu og með fimm stigum í röð minnkaði hann muninn í 88-87, Hólmarar komnir á bragðið.
 
Næst dró til tíðinda þegar mínúta var til leiksloka en þá vippaði Burton sér upp á nýjan leik og smellti niður öðrum þrist og kom Snæfell yfir í fyrsta sinn í síðari hálfleik og staðan 93-95 fyrir Snæfell. Þegar 18 sekúndur voru til leiksloka átti Atli Rafn Hreinsson tvö vítaskot fyrir Snæfell sem bæði rötuðu rétta leið og staðan orðin 97-93 og KR-ingar skyndilega komnir með bakið upp við vegg eftir að hafa leitt lungan úr síðari hálfleik. Næsta sókn KR fór í súginn eftir erfitt þriggja stiga skot og því var eftirleikurinn auðveldur hjá Snæfell og lokatölur reyndust 97-93.
 
Stigaskor leikmanna:
 
Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 33/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20/7 fráköst, Sean Burton 18, Atli Rafn Hreinsson 10/6 fráköst, Lauris Mizis 9/5 fráköst, Ryan Amaroso 6/6 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 1, Egill Egilsson 0, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Gunnlaugur Smárason 0, Hlynur Hreinsson 0, Kristján Andrésson 0.
 
KR: Hreggviður Magnússon 24/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/17 fráköst/10 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Jón Orri Kristjánsson 2, Agust Angantynsson 2/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 0, Illugi Auðunsson 0, Martin Hermannsson 0.
 
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson
 
Ljósmyndir/ Tomasz Kolodziejski: tomasz@karfan.is  
Umfjöllun/ Jón Björn Ólafsson: nonni@karfan.is 
 

24.09.2010 14:58

Aníta og Rebekka í U16 æfingahóp

Aníta og Rebekka í U16 æfingarhóp.

Aníta Rún

 

Aníta Rún Sæþórsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir hafa verið boðaðar á æfingu með U16 landsliði í körfubolta. Þetta er 52. stúlknahópur sem er boðaður á æfingu hjá Margréti Sturlaugsdóttur í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Eins og fyrr segir þá telur hópurinn 52 stúlkur og ljóst að það verður skorið niður í framhaldinu á æfingarhópnum. En við óskum Anítu og Rebekku góðs gengis og vonum að þær njóti sín sem best.

 

Rebekka Rán

23.09.2010 07:18

Snæfell í úrslit Lengjubikarsins

Snæfell áfram í úrslitaleik Lengjubikarsins

Ryan skoraði 33 stig í leiknum

Byrjunarliðin.


Snæfell: Emil Þór, Nonni Mæju, Pálmi Freyr, Sean B, Ryan A.
Grindavík: Páll Axel, Ómar Örn, Guðlaugur E, Ólafur Ó, Andre Smith.

Dómarar leiksins voru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson og Kristinn Óskarsson.

 

Liðin voru jöfn í fyrsta leikhluta og í stöðunni 8-8 hafði Andre skorað öll stig Grindavíkur og Snæfell náði aðeins forskoti en leikurinn jafnaðist aftur 17-17. 27-28 var staðan eftir fyrsta fjórðung fyrir Grindavík en Andre var kominn með 16 stig af þeim.

 

Snæfell byrjaði annan fjórðung með látum og skoruðu fyrstu 14 stigin og komust í 42-28. Snæfell hélt forskoti sínu í leikhlutanum þrátt fyrir þrjá þrista í röð hjá Grindavík á kafla og leiddu í leikhlé 61-50. Andre Smith var kominn með 22 stig fyrir Grindavík og Guðlaugur Eyjólfs 11 stig. Ryan Amoroso var kominn með 23 stig fyrir Snæfell, Emil Þór 11 stig og Pálmi 10 stig.

 

Nonni Mæju fauk útaf fyrir lítið með 5 villur eftir 4 mín leik í þriðja hluta. Undir lok þriðja hleyptu Snæfellingar Grindavík nær sér sem voru að spila betri vörn en Snæfell leiddi þó 83-78. Í fjórða leikhluta náðu Grindvíkingar að jafna 93-93. Snæfellingaar týndust útaf á eftir Ómari hjá Grindavík fyrst Ryan og svo Lauris.

 

Lokamínúturnar voru æsispennandi og virkilega heitar en staðan var 97-95 fyrir Snæfell og Pálmi kláraði tvö á línunni. Snæfell sigraði leikinn 101-98 eftir hörku lokafjórðung beggja liða.

 

Snæfell mætir KR sem sigraði Keflavík 88-92,  í úrslitum Lengjubikarsins sunnudaginn 26. september í Laugardalshöllinni kl 15:30.Atkvæðahæstu menn liðanna:

Snæfell:     Ryan 33 stig, 15 frák. Emil Þór 19 stig, Sean 17 stig, Pálmi 14 stig, 11 stoðs.

Fjölnir:    Andre 34 stig, Páll Axel 17 stig, 8 frák. Guðlaugur 16 stig.


Símon B. Hjaltalín.

19.09.2010 21:28

Snæfell áfram

Snæfell - Fjölnir Lengjubikarinn -umfjöllun-

Byrjunarliðin í kvöld þegar Fjölnir mætti Snæfelli í Lengjubikarnum voru:

 

Snæfell: Nonni Mæju. Pálmi Freyr. Ryan Amoroso. Emil Þór og Sean Burton.

Fjölnir: Tómas Tómasson. Ægir Steinarsson. Sindri Kárason. Jón Sverrisson og Arnþór Guðmundsson.

 

Snæfell komst í upphafi leiks í 6-0 með þristum frá Ryan og Sean en leikurinn var rétt að byrja og byrjaði á harðahlaupum fram og til baka. Staðan var 21-13 fyrir Snæfell eftir fyrsta leikhluta og voru þeir aðeins sprækari á sprettinum en Fjölnismenn þó lítill munur væri á milli liðanna framan af. Snæfell spilaði heldur þéttari vörn og fengu á móti auðveldari skot og lay-up.  Fjölnismenn reyndu oft pressu sem Snæfell leysti vel og náðu yfirleitt að skora eftir slíka.

 

Staðan eftir annan leikhluta var 39-34 og náðu Fjölnismenn að stilla sig betur af og voru að sækja í sig veðrið eftir að Snæfell höfðu komist 14 stigum yfir 25-13. Emil Þór var kominn með 12 stig hjá Snæfelli og Sean 10 stig. Ryan var kominn með 9 stig og 9 fráköst. Hjá Fjölni var Jón Sverrisson drjúgur með 10 stig og 5 fráköst. Ægir Þór 9 stig og Tómas 5 stig.

 

Fjölnir gáfu í í þriðja hluta með Tómas og Ægi í fararbroddi og minnkuðu muninn í 51-46 þegar Snæfell tók við sér og smelltu næstu 11 stigum og komust í 62-46. Eftir þriðja hluta stóðu leikar 65-54 fyrir Snæfell en hjá þeim var Sean Burton kominn með 4 villur. Snæfell komst í 73-58 en þá var komið að Fjölni með Tómas, Ægi og Jón Sverris. Þeir komu leiknum í 73-67 en Snæfellingar komu tilbúnir tilbaka. Jón Sverrisson fór svo útaf með 5 villur þegar um 4 mín voru eftir og staðan 82-67 fyrir Snæfell þar sem Ryan og Emil að skora vel. Á lokasprettinum gaf Snæfell í og kláraði annars gott lið Fjölnis 94-76.

 

Atkvæðamestu leikmenn liðanna:

 

Snæfell: Emil Þór 21 stig, 7 fráköst. Ryan Amoroso 20 stig, 12 fráköst. Sean Burton 17 stig, 7 frák og 5 stoðs.

 

Fjölnir: Ægir Þór 18 stig, 9 frák og 6 stoðs. Tómas Tómasson 18 stig, 5 stoð. Jón Sverrisson 17 stig, 8 frák.

 

Símon B. Hjaltalín.   

19.09.2010 11:52

Snæfell - Fjölnir í kvöld

8-liða úrslit Lengjubikarsins fara fram í kvöld

Í kvöld kemur í ljós hvaða fjögur lið tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla en allir fjórir leikir 8-liða úrslitanna fara fram í kvöld.
Það verða án efa margir spennuleikirnir í kvöld en þau fjögur lið sem sátu hjá í fyrstu umferð Lengjubikarsins spila í kvöld en það eru Snæfell, Keflavík, KR og Njarðvík.

Leikir kvöldsins:
Snæfell-Fjölnir
Keflavík-Hamar
KR-KFÍ
Njarðvík-Grindavík
 
Allir leikirnir byrja kl. 19.15.

18.09.2010 19:17

Keflavík sló Snæfell út

Keflavík sló út Snæfell (uppfært)
karfan.is

Keflavík sló út Snæfell

 Það var smá haustbragur enn á liðum Keflavíkur og Snæfells í kvöld þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn framan af leik og það var ekki fyrr en Keflavík tók góða rispu undir lok þriðja leikhluta þegar þær komust í um 8 stiga forystu
 Eftir það náðu þær að halda þessum 10 stiga mun og lönduðu sigri að lokum með 74 stigum gegn 59. Eins og kannski fram hefur komið hefur tölfræði leiksins ekki verið uppfærð sem skildi en stigahæst heimastúlkna voru Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundóttir með 19 stig hvor.  Hjá Snæfell var Inga Mucinecie stigahæst.  
 
Gangur leiksins:

18 - 12
35 -33 
51 - 47
74 -59
 
 
Mynd: skuli@karfan.is

17.09.2010 07:32

Tölfræðinámskeið hjá KKÍ

Tölfræðinámskeið 26. september
Sunnudaginn 26. september verður haldið tölfræðinámskeið í Laugardalshöll. Á námskeiðinu er farið yfir notkun á Smartstatt forritinu en það heldur utan um beina tölfræðilýsingu á netinu.

Allir leikir í Iceland Express-deild karla og kvenna sem og í 1. deild karla eiga að vera í beinni tölfræðilýsingu.

Þátttakendur þurfa að koma með eigin tölvu og hlaða niður forritinu í hana áður en þeir koma.

Skráning er á kki@kki.is - en þar þarf að koma fram nafn, e-mail, sími og félag.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10