Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

16.10.2010 14:41

Snæfell lagði KR/FjölniFyrsti leikurinn á Íslandsmótinu í unglingaflokki kvenna fór fram fimmtudagskvöldið 14. október í íþróttahúsinu í Stykkishólmi.  Snæfellsstúlkur sigruðu KR/Fjölni 71-45 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 29-19.  Stigahæst í liði Snæfells var Ellen Alfa Högnadóttir með 16 stig.


 
Snæfellsstelpur voru sterkari aðilinn allann leikinn og leiddu strax í upphafi með tíu stigum en eftir það hélst leikurinn jafn munurinn 8-10 stig.  Snæfell þvinguðu KR/Fjölni í 22 tapaða bolta í fyrri hálfleik en voru sjálfum sér verstar við að nýta færin sem þær fengu uppúr þeirra vörn.  Staðan eftir fyrsta leikhluta 18-8 og í hálfleik 29-19.  Stelpurnar tóku sig vel til í þriðja leikhluta og sýndu mikla yfirburði, það kviknaði í Ellen sem setti tíu stig á mjög stuttum tíma og unnu Snæfellsstúlkur leikhlutann 23-9, staðan eftir þrjá leikhluta 52-28.  Fjórði leikhluti var jafn og lokatölur 71-45.


 
Stigaskor Snæfells:

 

Ellen Alfa Högnadóttir 16 stig, Berglind Gunnarsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Sara Mjöll Magnúsdóttir 11, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 4 og Aníta Rún Sæþórsdóttir náði ekki að skora en lék vel.
 

Stigaskor KR/Fjölnis:

 

Bergdís Ragnarsdóttir 19, Bergþóra Tómasdóttir 7, Margrét Loftsdóttir og Þorbjörg Friðriksdóttir 5, Ingunn Kristjánsdóttir 4, Heiðrún Ríkharðsdóttir og Dagbjört Eiríksdóttir 2, Sigrún Ragnarsdóttir 1. Kristbjörg Pálsdóttir og Helga Hrund Friðriksdóttir skoruðu ekki.
 

 

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Keflavík á heimavelli miðvikudaginn 27. október á heimavelli í Stykkishólmi klukkan 20:00

13.10.2010 17:10

Góðar framfarir hjá drengjaflokk

Tíðindi af Drengjaflokk.

Tìmabilið hjà drengjaflokk byrjaði skemmtilega með ferð à Ìsafjörð. Við erum með flottan hòp sem samanstendur af þremur Snæfellingum og sex Skallagrímsstrákum. Ég vil ekki eyða mörgum orðum ì  þann leik sem að við töpuðum, þetta var frumraun stràkanna að spila saman sem lið og gaf ekki rètta mynd af liðinu nema þà fyrir mig sem þjàlfara þar sem èg sà kosti og veikleika leikmanna minna. En allavega 76-64 tap fyrir KFÍ à Ìsafirði varð raunin en skemmtileg ferð engu að sìður.

 

 

Næsti leikur hjà okkur var ì Grafarvogi gegn mjög sterku liði Fjölnis. Ì þeim leik sà èg mjög marga gòða punkta þò sèrstaklega varnarleik sem èg var mjög ànægður með. Við misstum aðeins dampinn þegar tvær mìnútur voru eftir af leiknum eftir að hafa verið yfir allan leikinn endaði með 9 stiga sigri Fjölnis, 70-61, eftir að við reyndum að gambla adeins ì restina til að stela sigrinum. Þennan leik var èg samt sem àður ànægður með og miklar framfarir frà Ìsafjarðarleiknum.

 

 

Leikurinn á eftir Fjölnisleiknum var à mòti ÌR hèrna ì Hòlminum [í gærkvöldi 11.10.10] við vorum bara àtta ì þeim leik einn Borgnesingurinn gleymdist à vatnaleiðinni. Þràtt fyrir það að við værum bara 8 þà àkvað èg að þreyta þà með pressu sem virkaði flott og komumst við fljòtt ì gott forskot. Svakalegur varnarleikur hjà mìnum mönnum sem að reddaði algjörlega þessum sigri. Við skoruðum flest okkar stig eftir gòðan varnarleik sem endaði ì hraðaupphlaupi. Leikurinn endaði 95-60 fyrir okkur og miklar framfarir og flottur leikur eins og við eigum að spila það verða fleiri svoleiðis leikir ì vetur það er alveg pottþètt. Magnaðir drengir.

 

 

Sveinn Arnar Davìðsson Þjàlfari drengjaflokks

13.10.2010 17:09

Leikir á morgun og föstudag


Unglingaflokkar karla og kvenna eiga bæði heimaleiki í vikunni. Kvennaliðið fær lið KR/Fjölnis í heimsókn fimmtudaginn 14. okt kl 20:00. Karlaliðið tekur á móti Fjölni á föstudaginn 15. okt kl 20:00.

Kíkjum í íþróttahúsið og styðjum við liðin okkar.

-sbh-

12.10.2010 20:10

SnæGrímur tapaði fyrir Val/ÍR

Súrt tap fyrir Val/ÍR í Vodafonehöllinni

Það voru átta leikmenn Snæfells/Skallagríms sem mættu í Vodafonehöllina sunnudaginn 10.10.10 þar af fimm örvhentir og er það sennilega íslandsmet :-D  Leikmannahópurinn var skipaður þeim Agli Egilssyni, Kristjáni Pétri Andréssyni, Guðna Sumarliðasyni, Birgi Péturssyni, Hlyn Hreinssyni, Magnúsi Inga Hjálmarssyni, Snjólfi Björnssyni og síðan Elfari Má Ólafssyni sem var sá eini frá Skallagrím.Heimamenn hófu leikinn betur þar sem okkar strákar fóru illa með mörg sniðskot í upphafi, með góðri hittni fyrir utan náðu Snæfell/Skallagrímsmenn að leiða 22-24 eftir fyrsta leikhluta.  Jafnræði var á milli liðanna í öðrum leikhluta en með mögnuðum þrist frá Kristjáni Pétri á lokasekúndu frá miðju leiddu gestirnir 43-47. 

 

Í stöðunni 48-49 gildruðu Snæfells/Skallagrímsmenn leikmann Vals/ÍR útí horni en Birgir Pétursson braut á leikmanninum eftir að hann hafði dregið pivotfótinn eftir vellinum og var Egill Egillsson ekki sáttur við sinn mann að brjóta þarna útí horni en hann uppskar tæknivillu og Ingi Þór þjálfari í kjölfarið líka.  Mögnuð uppákoma sem var algjör óþarfi.  Valur/ÍR skoruðu úr öllum vítunum og sókninni sem þeir fengu og staðan 54-49. 

 

Guðni Sumarliðason smellti tveimur þristum í röð og Kristján Pétur skoraði af harðfylgi og Snæfell/Skallagrímur yfir 54-57.  Liðin skiptust á að leiða leikinn en Snæfell/Skallagrímur leiddu 69-70 eftir þrjá leikhluta.  Mikil barátta var í gangi og gekk varnarmönnum Snæfells/Skallagríms illa að halda leikmönnum Vals/ÍR frá körfunni og fundu þeir of auðveldlega leið að hringnum.  Staðan 81-85 þegar að Valur/ÍR skoruðu átta stig í röð og voru komnir yfir 89-85.  Egill fékk þrjú vítaskot en notaði tvö þeirra, staðan 89-87.  Snæfell/Skallagrímur náðu að stöðva leikinn en þeim mistókst að skora þar sem Guðni tók þriggja stiga skot. 

 

Snorri Páll Sigurðsson leikmaður Vals/ÍR varð svo sá sem Snæfell/Skallagrímur brutu á og var hann öryggið uppmálað á línunni, hann kórónaði síðan leikinn með því að setja niður þrist frá miðju á lokaflautunni og lokatölur ekki í samræmi við gang leiksins 96-87.Það er greinilegt að leikmenn Snæfells/Skallagríms þurfa að bæta varnarleik sinn til að sækja sigra en þeir höfðu allt í hendi sér að klára leikinn að þessu sinni en fóru illa að ráði sínu.

 

Stigaskor liðanna.

 

Snæfell/Skallagrímur: Egill Egilsson 31 stig, Kristján Pétur Andrésson og Guðni Sumarliðason 15 hvor, Hlynur Hreinsson 11, Snjólfur Björnsson 6, Elfar Ólafsson 5, Birgir Pétursson 2 en Magnús Hjálmarsson komst ekki á blað í stigaskorun en stóð sig mjög vel.

 

Valur/ÍR: Snorri Páll Sigurðsson 28 stig, Pétur Þór Jakobsson og Vilhjálmur Jónsson 24, Jón Orri 10, Þorvaldur Hauksson 6 og Benedikt Blöndal 5.Næsti leikur strákanna er föstudagskvöldið 15. október klukkan 20:00 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi gegn Fjölnismönnum. 

Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á strákunum.

12.10.2010 06:59

Víkingur tapaði fyrir Bolungarvík

2. deild karla í körfubolta
UMFB vann stórsigur á Víking frá Ólafsvík í fyrsta leik sínum í 2. deildinni á laugardag, 94-51.

UMFB hafði tögl og haldir á leiknum frá byrjun undir dyggri forrustu fyrirliðans Jóns Steinar Guðmungssonar sem setti tvær fyrstu körfur leiksins. UMFB komst fljótlega í 19-6 áður en Víkingar rönkuðu aðeins við sér og settu 6 stig í röð. UMFB leiddi þó 23-12 í lok fyrsta leikhluta.


Annar leikhluti var svo ívið jafnari en sá fyrsti, en hann endaði 20-16 fyrir heimamenn og staðan í hálfleik 43-28.

Ef einhverjir héldu að heimamenn myndu slaka á í seinni hálfleik þá var sá miskilningur fljótlega leiðréttur. Leikmenn UMFB settu strax í fluggírinn og stálu boltanum hvað eftir annað af gestunum sem skilaði sér í auðveldum hraðaupphlaupum. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 30-11 og gerðu endanlega úti um allar vonir gestanna um sigur í leiknum.

Þrátt fyrir að fjórði leikhluti væri einungis formsatriði þá slökuðu hvorugt liðið á og var hart barist til leiksloka. Lokastaðan var 94-51 fyrir UMFB og fyrsti sigurinn í höfn.

Vörn UMFB var fyrnasterk en Víkingsmenn hittu einungis úr 18 af 80 skotum sínum utan af velli (22,5%) auk þess sem Bolvíkingar stálu 17 boltum í leiknum.

Hjá UMFB var þjálfarinn Shiran Þórisson stigahæstur með 24 stig af bekknum en Daníel Midgley fyllti vel út í tölfræðiskýrsluna með 15 stigum, 9 fráköstum, 7 stoðsendingum, 6 stolnum boltum og 2 vörðum skotum. Hjá Víkingi var Guðlaugur Mímir Brynjarsson öflugastur með 19 stig og 19 fráköst.

UMFB með sigur í fyrsta leik
Ljósmynd/ Ingvi Stígsson: Frá viðureign UMFB og Víkinga frá Ólafsvík um síðastliðna helgi.

12.10.2010 06:52

Snæfell vann KeflavíkSean Burton skoraði 29 stig í leiknum.

 

Án efa leikur annarar umferðar Iceland express deildar karla.  Gull og silfurlið íslandsmótsins mættust en bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð þar sem Snæfell lagði Fjölni 102-97 og Keflavík sigraði ÍR 88-77.

Ryan og Sean opnuðu leikinn með sínum þristinum hvor. Mikil þriggja stig skot fóru frá Snæfelli en Keflavík var að spila sterka svæðisvörn og uppskar að jafna 8-8 en leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta og rosalegur hraði í leiknum en Snæfell hafði skoraði fyrstu 17 stig sín úr þristum + 2 vítum. Staðan var 25-21 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta fjórðung.

Snæfellingar komu sér í 9-10 stiga forystu strax í byrjun annars fjórðungs og héldu því framan af. Keflavík saxaði á forskotið undir lok leikhlutans og staðan var 46-41 í hálfleik. Hjá heimamönnum voru Ryan og Sean komnir með 13 stig hvor , Ryan með 6 fráköstum betur og Sean 4 stoðsendingum. Í Keflavíkurliðinu voru, Sigurður með 13/4 fráköst og Hörður Axel 12/4stoðs, atkvæðamestir.

Keflavík skoraði fyrstu 6 stigin í þriðja leikhluta og komust yfir 46-47.  Snæfell hins vegar vaknaði við það og gerðu næstu 9 stig auk þess að Sigurður Þorsteinsson hjá Keflavík fékk sína fjórðu villu. Snæfellingar gerðu sig seka um lélegar sóknir aftur og aftur líkt og Keflavík sem náðu reyndar að laga sig til fyrr en Snæfell og drógu á þá 60-56 eftir að Snæfell hafði haft um 10 stiga forystu. Staðan eftir þriðja fjórðung var 67-63 fyrir Snæfelliga.

Leikurinn var mistækur hjá báðum liðum í byrjun fjórða hluta og var Snæfell sér í lagi að strögglast og gefa lélegar sendingar sem þeim tókst þó að laga og spýttu í lófana um miðjann leikhlutann þegar staðan var 70-67 og komust í 84-67 með hertri vörn og 10 stigum frá Sean þar á meðal sem var funheitur. Sigurði Þorsteins til tekna sem var Keflvíkinga bestur að hann spilaði með fjórar villur á bakinu nánast allann sinni hálfleikinn og var Snæfelli oft erfiður í teignum. Eftir þessa 14-0 innspýtingu Snæfells voru Keflvíkingar sigraðir og forskotið orðið of mikið púður til að eiga við. Snæfell sigraði svo 90-81 með glæstum lokaspretti.

 

Stigaskor liðanna:

 

Snæfell:
Sean Burton 29/6 stoð. Ryan Amoroso 20/12 frák. Pálmi Freyr 12/7 stoð. Nonni Mæju 9/14frák/7stoð. Emil Þór 7/6frák. Atli 6stig. Egill 3 stig. Lauris og Kristján 2 stig hvor. Sveinn Arnar 0.

 

Keflavík:
Sigurður Þorsteins 29/9frák. Hörður Axel 23/7frák/7stoðs. Gunnar Einars 14 stig. Þröstur Leó 7/7frák. Elentínus 6 stig. Jón Nordal 2/6frák. Sigurður Vignir, Kristján, Hafliði, Andri, Sigmar og Gunnar skoruðu ekki.

 

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson.

 

 

Símon B Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson / Jóhanna Ómarsdóttir

 


 

10.10.2010 08:49

Tap fyrir NjarðvíkNjarðvík gerði góða ferð í Hólminn og fóru með stig þaðan í dag eftir 77-68 sigur á Snæfelli. Snæfell hafði undirtökin í leiknum framan af en í seinni hálfleik minnkaði allt flæði í leik þeirra á meðan Njarðvík gekk á lagið og unnu t.d. fjórða leikhluta 27-13 á meðan Snæfell missti boltann of mikið og fengu stór skot á sig.

Leikurinn byrjaði rólega í skori en nokkuð hlaupið þó. Staðan eftir fyrstu 5 mín var 6-8 fyrir Njarðvík en Snæfell fékk fullt af góðum skotum sem duttu ekki. Snæfell lagaði sig þó til eftir leikhlé og komust yfir 12-10 en leikurinn var einkar jafn í fyrsta leikhluta. Dita hjá Njarðvik og Inga hjá Snæfelli voru í aðalhlutverki í skorun liðanna. Staðan eftir fyrsta hluta var 17-12 fyrir Snæfell.

Snæfell komst fljótt í 28-16 og voru heldur skipulagaðri en í byrjun en undir lokin hleyptu þær leiknum upp og Njarðvík komst betur inní leikinn og náðu að læðast nær 34-30. Staðan í hálfleik var 37-30 fyrir Snæfell. Fyrir Snæfell var Inga komin með 14 stig og 10 fráköst, Jamie 8 stig og Björg 6 stig. Hjá Njarðvík var Dita komin með 9 stig, 10 frák. Shayla Fields 7 stig og Heiða Valdemarsd 5 stig.

Dita Liepkalne skaut Njarðvíkurstúlkum inn í leikinn með góðum 5 stigum og voru þær að draga á Snæfell um miðjann þriðja hluta þegar staðan var 45-40 en það var oft eins og það væri ekki lengra sem það næði hjá Njarðvík og Snæfell komst strax í 52-40. Í þriðja fjórðung var leikurinn sveiflukenndur og í járnum þegar Njarðvík sótti með látum og staðan breyttist hratt í 52-50. Snæfell gerðust sekar um lélegar sendingar og lítið flæði í sóknarleiknum. Fyrir lokahlutan var staðan 55-50.

Njarðvík voru komnar tilbaka og voru rétt um tveimur stigum á eftir framan af fjórða hluta. Hildur Björg fór útaf með 5 villur og var það skarð fyrir Snæfell þegar staðan var 60-59 og 5 mín voru eftir. Eyrún Líf kom Njarðvík yfir 60-62 með góðum þrist og Snæfell var að missa tökin á leik sínum og hver sóknin fjaraði út. Ólöf Helga og Dita Liepkalne drógu lið Njarðvíkur áfram og voru yfir 71-66 þegar 1:30 voru eftir og lítið virtist geta breytt leiknum úr þessu og Shayla Fields kláraði þetta á vítalínunni.  Njarðvíkurstúlkur fóru svo með góðann sigur úr Hólminum 68-77.

Stigaskor liðanna.

Snæfell:
Jamie Braun 25/8 frák/5stoðs, Inga Muciniece 16/17 frák, Björg Guðrún 14 stig, Hrafnhildur Sif 5 stig, Hildur Björg 4 stig, Helga Hjördís 3 stig, Berglind Gunnars 1 stig, Ellen, Aníta, Sara Mjöll og Rósa skoruðu ekki.

Njarðvík:
Dita Liepkalne 26/15 frák/5 stoðs, Shayla Fields 16/6 frák/6 stoðs, Ólöf Helga 12/7 frák, Árnína Lena 6 stig, Heiða og Ína María 5 stig hvor, Eyrún Líf og Erna 3 stig hvor, Dagmar 1 stig, Jóna, Emelía og Ásdís skoruðu ekki.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Steinar Orri Sigurðsson.


Símon B. Hjaltalín.

09.10.2010 09:12

Sigur í fyrsta leik hjá Snæfell

Erfið löndun í fyrsta leik hjá Snæfelli.

Leikur Fjölnis og Snæfells byrjaði jafn og hressandi. Fjölnir voru komnir með nýjann leikmann Ben Stywall sem byrjaði vel og var t.d kominn með 11 stig í fyrsta hluta. Í stöðunni 11-11 fór Snæfell að skríða skrefinu lengra og juku forskot sitt nokkuð. Mikið skor var í fyrsta hluta en hjá Snæfelli voru Nonni 8, Pálmi 9, Sean 8 og Ryan 9 að skora mest og staðan 43-31 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta.

Í öðrum hluta var annað uppi á teningnum en Fjölnir sótti mikið á og þegar staðan var 48-37 fyrir Snæfell keyrðu Fjölnismenn vel á Snæfellinga sem svöruðu litlu og skoraði Fjölnir 13 stig á móti 2 Snæfells og Ægir jafnaði fyrir Fjölni 50-50 sem komust svo í forystu í hálfleik 57-54 og unnu leikhlutann mikið betri 26-11.

Hjá Fjölni var Ben Stywall óstöðvandi og var kominn með 21 stig og Ægir Steinars 15 stig. Tómas og Magni voru með 9 stig hvor. Hjá Snæfelli sem þurfti heldur betur að skoða sín mál var Nonni með 12 stig, Ryan 11 stig, Pálmi 9 og Sean 8.

Snæfell bættu aðeins í í þriðja hluta og náðu að stoppa Ben Stywall betur sem skoraði tvö stig í þeim leikhluta. Leikurinn var engu að síður hnífjafn og staðan 80-80 fyrir lokahlutann. Magni var kominn í gírinn fyrir Fjölni og dró vagninn að mestu í þriðja fjórðung.

Leikurinn var gríðalega spennandi og hörkuskemmtilegur fyrir áhorfendur og ekki að sjá að Fjölnisliðið eigi eftir að lenda í 7.sæti miðað við spárnar. Það kemur svo allt í ljós en spilamennska liðsins vekur áðdáun og Íslands og bikarmeistarar Snæfells langt frá því að landa þessum leik auðveldlega og átti það að vera vitað fyrirfram. Snæfells landaði fjórða leikhluta 22-17. Leikurinn var í járnum til enda en Snæfell hafði betur og sigraði 102-97 í virkilega erfiðum fyrsta leik.

Stigaskor:

Snæfell: Ryan 31/13 frák, Nonni 19/7 frák, Pálmi 18, Sean 12/7 stoðs, Emil 10, Lauris 4, Svenni og Egill 3 hvor, Atli 2, Daníel, Kristján og Gunnlaugur 0

 

Fjölnir: Ben Stywall 25/11 frák, Ægir 25/11 stoðs, Magni 19, Tómas 12.

 

Næsti leikur Snæfells jafnframt fyrsti heimaleikur strákanna í Stykkishólmi á móti Keflavík mánudaginn 11. október kl 19:15.

 

Símon B Hjaltalín

myndir: Þorsteinn Eyþórsson

09.10.2010 09:10

Hlynur í eldlínunni með Sundsvall

Hlynur sterkur í fyrsta leik með Sundsvall
karfan.is

Hlynur sterkur í fyrsta leik með Sundsvall

 
Sænska úrvalsdeildin hófst í kvöld þar sem þeir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson voru í eldlínunni með Sundsvall Dragons. Sundsvall tók á móti ecoÖrebro þar sem lokatölur voru 89-60 Sundsvall í vil. Saman gerðu þeir Hlynur og Jakob 35 stig í leiknum.
Hlynur var stigahæsti leikmaður vallarins með 20 stig og 15 fráköst á 33 mínútum. Jakob lék í tæpar 29 mínútur og gerði 15 stig. Báðir voru þeir félagar í byrjunarliðinu í kvöld.
 
Á sunnudag leikur Helgi Magnússon með Uppsala gegn Jamtland á útivelli en fyrsti leikur Loga Gunnarssonar með Solna Vikings verður 12. október þegar hann fær einmitt Jakob og Hlyn í heimsókn til sín með Sundsvall Dragons.

08.10.2010 09:28

Fjölnir - Snæfell í kvöld


ATH. leikurinn er í kvöld föstudag. Allir að mæta.


07.10.2010 07:07

Hamar - Snæfell

Snæfell missti Hamar frá sér í lokin.

Snæfellsstúlkur spiluðu sinn fyrsta leik í Iceland express deildinni í vetur og fóru í Hveragerði og mættu Hamri. Staðan var 25-21 fyrir Hamar eftir fyrtsa fjórðung en liðin voru jöfn framan af leiknum og var Inga komin með 10 stig í upphafi annars leikhluta. Hamar hélt áfram að halda í forystu sína í öðrum fjórðung og voru komnar í 52-41 í hálfleik en Snæfell elti og var alltaf skrefinu á eftir.

 

Í þriðja hluta stukku Snæfellingar á öngulinn og skoruðu 19 stig á móti 12 Hamars og voru að jafna leikinn 66-66 í upphafi fjórða leikhluta þegar Jamie Braun mellti tveimur sjóðheitum þristum og svo virtist sem Snæfell ætlaði sér að snúa leiknum við. Það varð ekki úr því Hamarsstúlkur settu næstu 8 stig. Jamie setti einn þrist til viðbótar og Helga Hjördís 2 stig úr vítum en þá var staðan 78-71 og síðustu stig Snæfells komin í hús. Hamar gekk á lagið og skoruðu 14-0 undir lokin og unnu leikinn 92-71.

 

Stigaskor:

Snæfell: Jamie Braun 31/13 frák 5 stoðs, Inga Muciniece 17/12 frák, Helga Hjördís 9 stig, Hrafnhilur 5 stig/6 frák, Berglind og Hildur Björg 3 stig hvor Björg Guðrún 2 stig, Sara Mjöll 1 stig, Rósa, Ellen og Aníta skoruðu ekki.

Hamar: Jaleesa Butler 25/23 frák, Kristrún Sigrjóns 16 Stig, Slavica Dimovska og Íris Ásgeirsdóttir 13 stig hvor og Slavica 8 stoðs. 

 

Nánari tölfræði má finna hérna á síðu KKÍ

 

Símon B. Hjaltalín.

Mynd: Karfan.is / Sævar Logi Ólafsson

04.10.2010 21:56

Snæfell spáð 3 og 5 sæti

Blaðamannafundur KKÍ: Spá félaganna 2010
Nú kl. 14.00 hófst blaðamannafundur KKÍ fyrir Iceland Express-deildir karla og kvenna fyrir tímabilið 2010-2011. Fundurinn er haldinn í sal í nýju Laugardalshöllinni.

Þar voru kynntar spár fyrirliða og þjálfara liðanna um lokastöðu deildarinnar auk þess sem línur eru lagaðar fyrir veturinn og deildin kynnt fjölmiðlum.

Spáin 2010-2011 · Konur

1. Keflavík
2. KR
3. Haukar
4. Hamar
5. Snæfell
6. Grindavík
7. Njarðvík
------------

8. Fjölnir


Spáin 2010-2011 · Karlar

1. KR
2. Keflavík
3. Snæfell
4. Stjarnan
5. Grindavík
6. Njarðvík
7. Fjölnir
8. ÍR
9. Hamar
10. KFÍ
------------

11. Haukar
12. Tindastóll

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24