Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

24.10.2010 20:07

Víkingur fær Snæfell heim

Víkingur skaut sér leið í 32-liða úrslit Poweradebikarsins eftir naumann sigur 71-73 á Álftanesi. Þetta er nú kannksi ekki frá sögu færandi nema að þeir fá þann einstaka heiður að spreyta sig á verandi bikarmeisturum Snæfells í næsta leik. Leikurinn mun fara fram í Ólafsvík og munu Snæfellingar að sjálfsögðu flykkjast þangað og gera gott mót, þetta á bara eftir að efla körfuboltann á nesinu og tökum við því fagnandi.

Meira um þetta síðar en til hamingju Víkingur.

24.10.2010 20:06

Ingi þór ekki sáttur eftir KR leikinn

Ingi Þór: Ósáttur þegar við hendum leikjum frá okkur

 
,,Sade er góður leikmaður en hún er ekki í standi eins og er," sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 68-40 ósigur liðsins gegn Íslandsmeisturum KR í Iceland Express deild kvenna í dag. Sade átti sinn annan dapra leik í röð og ljóst að Hólmarar mega ekki við farþegum í sínu liði enda stigalausir á botni deildarinnar.
,,Ég var mjög stoltur af liðinu mínu í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við bara ekki með og við bara skömmumst okkar fyrir það, þetta var alveg eins og á móti Keflavík. KR spilaði fast og komst upp með það, við erum með ungar stelpur og þær bara hörfuðu," sagði Ingi og bætti við að aðeins þrír leikmenn í liðinu, tveir erlendir leikmenn og Rósa Indriðadóttir, væru einu leikmenn liðsins sem ekki væru unglingaflokksleikmenn.
 
,,Af þessum sökum erum við ekkert að setja markið of hátt, við skömmumst okkar ekkert fyrir að tapa gegn KR hérna en þegar við hendum leikjunum frá okkur þá er maður ósáttur. Við erum einum leik á eftir okkar markmiði en það hefur ekkert breyst og við höfum ekki efni á því að hafa neina farþega í liðinu og ef kaninn okkar ætlar að vera einhver farþegi þá sleppi ég henni frekar. Næst er svo Fjölnir og við þurfum bara að gyrða í brók fyrir þann leik enda mjög mikilvægur."

24.10.2010 20:03

Snæfellsstúlkur töpuðu fyrir KR

Kara slökkti vonir Snæfells í Vesturbænum (Umfjöllun)
24 10 2010 | 19:12

Kara slökkti vonir Snæfells í Vesturbænum (Umfjöllun)

 
Íslandsmeistarar KR tóku Snæfell í stutta kennslustund í Iceland Express deild kvenna í dag. Margrét Kara Sturludóttir slökkti í Hólmurum í upphafi þriðja leikhluta með þremur eitruðum þristum í röð og Snæfell sá aldrei til sólar eftir það útspil Köru sem gerði 24 stig í leiknum fyrir meistarana. KR hefur nú 4 stig eftir jafn margar umferðir en Snæfell situr enn á botni deildarinnar án stiga. 
Fyrri hálfleikur var afskaplega rólegur þar sem KR leiddi 15-9 eftir fyrsta leikhluta en í öðrum bitu Hólmarar frá sér. Guðrún Gróa fékk sína þriðju villu í liði KR þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks og Hólmarar jöfnuðu metin í 21-21 þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir átti fína spretti fyrir gestina. Rauðir rifu sig svo lítið eitt frá KR og leiddu 24-28 í hálfleik en það virtist vekja heimakonur sem mættu sterkar til leiks síðustu 20 mínúturnar.
 
Margrét Kara Sturludóttir gerði þrjá eitraða þrista í röð fyrir KR sem skoruðu 25 stig gegn 7 hjá Snæfell og þegar mest lét gerði KR 25 stig í röð án þess að Hólmarar næðu að skora en þá var fjórði hluti hafinn og staðan orðin 51-33 KR í vil og ljóst í hvað stefndi.
 
Sade Logan, Bandaríkjamaður Snæfells, átti hrikalega dapran dag rétt eins og gegn Keflavík á dögunum og ljóst að hún þarf heldur betur að gyrða í brók, að öðrum kosti getur hún bara farið að skoða Duty Free bæklinginn.
 
Snæfell náði aldrei að sýna svipaðan leik og þær gerðu í öðrum leikhluta og því var lokahnykkurinn auðveldur fyrir KR sem lék flotta vörn í síðari hálfleik. Lokatölur 68-40 KR í vil sem virðast vera að ná áttum eftir brösugt upphaf á keppnistímabilinu.
 
Margrét Kara Sturludóttir var í sérflokki í dag með 24 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Snæfell var Helga Hjördís Björgvinsdóttir með 10 stig en erlendu leikmenn Snæfells gerðu samtals 9 stig í leiknum og þurfa að herða róðurinn ef Hólmarar ætla sér stig í deildinni á næstunni.
 
Athyglisvert var að Snæfell fór aðeins einu sinni á línuna í leiknum en þann heiður hlaut Berglind Gunnarsdóttir sem setti aðeins niður annað vítið.
 
KR: Margrét Kara Sturludóttir 24/13 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8, Aðalheiður Ragna Óladóttir 7, Bergdís Ragnarsdóttir 4/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Rut Konráðsdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2/8 fráköst, Sigríður Elísa Eiríksdóttir 0, Helga Hrund Friðriksdóttir 0, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 0.
 
Snæfell : Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10/5 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 7/5 stoðsendingar, Inga Muciniece 6/15 fráköst, Sade Logan 3/5 fráköst/4 varin skot, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2/4 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 1, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0/5 fráköst.
 
Dómarar: Erlingur Snær Erlingsson, Isak Ernir Kristinsson
 
Myndasafn og umfjöllun: Jón Björn Ólafsson - nonni@karfan.is

22.10.2010 16:53

Gott gegni hjá 8fl drengja

8. flokkur drengja

Strákarnir í  8. flokki gerðu góða ferð til Borgarness um sl. helgi þegar þeir fóru með sigur á fyrsta fjölliðamóti vetrarins.  Þeir spiluðu í D-riðli á móti Skallagrím, ÍA, Aftureldingu og Fjölni b og unnu 3 leiki og töpuðu einum.

 

Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:

Elías Björn, Eyþór Arnar, Finnbogi Þór, Hafsteinn Helgi, Hinrik Þór, Jakob Breki, Jón Páll, Marteinn Óli, Ólafur Þórir og Viktor Marinó.Fyrstu leikurinn var á móti Fjölni b.  Fjölnisliðið byrjaði leikinn mun betur og áttu Snæfellstrákarnir erfitt með að finna taktinn og var staðan í hálfleik 18-8 Fjölni b í vil.  Strákarnir  fóru að spila betur saman í síðari hálfleik en voru samt 12 stigum undir þegar rúmar 4 mínútur voru eftir af leiknum.  En þá small Snæfellsliðið í gang og skoraði 13 síðustu stig leiksins og Snæfell vann 35-34.  Stórglæsilegur lokasprettur hjá strákunum sem gáfust aldrei upp þrátt fyrir að vera undir allan leikinn.  

 

Stig Snæfells:
Jón Páll 11,  Viktor Marinó 9, Ólafur Þórir 6, Elías Björn 6 og Hafsteinn Helgi 3.

 

Seinni leikurinn á laugardeginum var á móti heimamönnum í Skallagrím.  Jafnræði var með liðunum í framan af leik en Snæfell leiddi 17-14 í hálfleik.  Skallagrímur spiluðu hörkuvörn í upphafi síðari hálfleiks  og náði forystunni.  Snæfell var 19-26 undir þegar rúmar 3 mínútur voru eftir leiknum. Eins og á móti Fjölni b kom annar frábær endasprettur hjá Snæfelli sem skoraði næstu 6 stig leiksins og munurinn aðeins 1 stig. Strákarnir fengu tækifæri í lokin að landa sigrinum en það tókst ekki og Skallgrímur sigraði 26-25.  En strákarnir fá aftur hrós fyrir að gefast ekki upp og það munaði litlu að lokaskot Viktors Marinós færi ofan í körfuna.

 

Stig Snæfells:
Ólafur Þórir 4, Jakob Breki 4, Hafsteinn Helgi 4, Marteinn Óli 4, Eyþór Arnar 2, Viktor Marinó 2, Finnbogi Þór 2, Jón Páll 1.

 

Leikið var við ÍA eldsnemma á sunnudagsmorgun.  Strákarnir spiluðu mjög góðan leik frá fyrstu mínútu sem endaði með öruggum sigri þeirra 66-12.  Baráttan í liðinu var til fyrirmyndar og vörnin frábær. Strákarnir settu góða pressu á ÍA á varnarhelmingi  og stálu mörgum boltum sem gaf auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum.  Boltinn gekk vel í sókninni og allir í liðinu náðu að skora.

 

Stig Snæfells:
Jón Páll 16, Ólafur Þórir 12, Viktor 10, Eyþór Arnar 6, Hafsteinn Helgi 6, Elías Björn 5, Jakob Breki 4, Finnbogi 4, Hinrik 2 og Marteinn 1.

 

Síðasti leikurinn var á móti Aftureldingu.  Snæfellstrákarnir héldu áfram að spila vel og sýndu hversu megnugir þeir geta verið.  Þeir unnu leikinn örugglega 56-15.  Gaman var að sjá hversu margar auðveldar og skemmtilegar körfur strákarnir skoruðu vegna þess þeir voru svo duglegir að hreyfa sig án boltans.

 

Stig Snæfells:
Ólafur Þórir 11, Viktor Marinó 11, Jón Páll 7, Eyþór Arnar 6, Finnbogi Þór 6, Hafsteinn Helgi 6, Marteinn Óli 4, Hinrik Þór 3 og Jakob Breki 2.

 

Allir strákarnir fengu nóg að spila og stóðu þeir allir fyrir sínu og sýndu mikla baráttu og vilja. Snæfell og Fjölnir b enduðu efst í riðlinum með 10 stig en þar sem Snæfell vann innbyrðis viðureignina við Fjölni b, þá endaði Snæfell í 1. sæti. 

 

8. flokkur spilar því í C-riðli á næsta móti en það fer fram helgina 13.-14. nóvember.  Strákarnir verða að halda áfram að vera duglegir að mæta á æfingar því  æfingarnar eru undirstaðan að framförum.

 

Pálmi Freyr Sigurgeirsson þjálfari.

 

 

 

22.10.2010 08:05

Þriggja dómara kerfi

Námskeið í þriggja dómara kerfinu um  helgina
Helgina 23.-24. október verður haldið námskeið fyrir dómara í þriggja dómarakerfinu.

Námskeið þetta er opið öllum dómurum og verður það bæði bóklegt og verklegt.

Þriggja dómara kerfið er notað í flestum aðildarlöndum FIBA í dag og stefnt er að notkun þess í efstu deild karla á Íslandi í framtíðinni og er þetta námskeið fyrsta skrefið í þá átt.

Haldinn verður fyrirlestur fyrir dómara þar sem farið verður yfir bókleg gögn og vídeó verða sýnd. Námskeiðið endar svo á verklegum æfingum á fjölliðamóti sömu helgi þar sem þrír dómarar munu dæma leiki í mótum yngri flokka.

19.10.2010 18:37

Víkingar gætu mætt Snæfell í bikarkeppninni

Dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni karla, Snæfell og Vikingur Ólafsvík gætu mæst.

KKÍ og Vífilfell tilkynntu nú rétt í þessu að nýtt nafn á Bikarkeppni KKÍ verður Poweradebikarinn.

Nú stendur yfir bein lýsing hvaða lið dragast saman í forkeppni og svo í 32-liða úrslitum karla. Dregið verður í 16-liða úrslit kvenna og karla í næstu umferð.

Forkeppni: 2.deildar lið og B-lið 6 viðureignir

Álftanes - Víkingur Ólafsvík
Grindavík b - Tindasóll b
Valur b - KR b
Patrekur - Fram
Fjölnir b - Njarðvík b
ÍBV - Stál úlfur

 32-liða úrslit Poweradebikarsins

 Grindavík b/Tindastóll b - KFÍ
Höttur - KR
Þór Ak - Grindavík
ÍBV/Stál úlfur - Haukar
Hekla - Ármann
Valur b/KR b - Fjölnir
ÍG - Skallagrímur
Stjarnan - Njarðvík
Laugdælir - Leiknir
Stjarnan b - Fjölnir b/Njarðvík b
Patrekur/Fram - Keflavík
Þór Þ - FSu
Álftanes/Víkingur Ó - Snæfell
Reynir S - Hamar
Breiðablik - Tindastóll
Valur - ÍR

18.10.2010 07:58

Njarðvík - Snæfell 89-87

Njarðvík lagði Íslandsmeistarana


Njarðvík  lagði Íslands- og bikarmeistara Snæfells á heimavelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 89-87.

Njarðvíkingar byrjuðu betur í kvöld og komu sér í tíu stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Staðan að honum loknum var 27-17. Njarðvík náði að halda undirtökunum og leiddi með fjórtán stiga mun í hálfleik, 54-40.

Snæfellingar létu meira til sín taka í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn í tvö stig í stöðunni 57-55.

Njarðvík náði þó ávallt að halda undirtökunum allt til loka. Snæfell náði að minnka muninn aftur í tvö stig á lokasekúndunum en nær komst liðið ekki. Sean Burton reyndi að tryggja Snæfellingum sigur með þriggja stiga flautukörfu en Páll Kristinsson varði skot hans.

Njarðvík-Snæfell 89-87

Njarðvík: Antonio Houston 20 (6 fráköst), Friðrik E. Stefánsson 17 (9 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 17 (6 fráköst, 6 stoðsendingar), Guðmundur Jónsson 14, Páll Kristinsson 8 (6 fráköst), Kristján Rúnar Sigurðsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Egill Jónasson 2 (6 fráköst), Lárus Jónsson 2.

Snæfell: Sean Burton 23, Ryan Amaroso 23 (7 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 13 (12 fráköst), Lauris Mizis 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8 (4 fráköst, 5 stoðsendingar, 6 stolnir), Emil Þór Jóhannsson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Atli Rafn Hreinsson 2.

17.10.2010 19:25

Keflavík vann Snæfell

Lítil gestrisni í Keflavíkinni
karfan.is

Lítil gestrisni í Keflavíkinni

 Keflavíkurstúlkur sýndu stöllum sínum úr Stykkishólmi litla gestrisni þegar þær síðarnefndu komu í heimsókn í dag í Keflavíkina. 118:62 var lokastaða leiksins en Snæfelsstúlkur höfðu hinsvegar byrjað leikinn af töluvert meiri krafti. 
 Gestirnir komu heimastúlkum algerlega í opnaskjöldu í byrjun leiks með fínu spili. Keflavíkurstúlkur voru einfaldlega ekki tilbúnar frá fyrstu mínútu. Eftir fyrsta fjórðung var leikurinn jafn og allt virtist stefna í hörku leik.  En eftir fyrsta fjórðung skelltu heimastúlkur í annan gír og voru komnar á örfáum mínútum í 20 stiga forskot og áður en hálfleikurinn var úti leiddu Keflavík með 32 stigu, 62:30. 

Varnarleikur þeirra var gríðarlega grimmur og allar sem komu inná skiluðu framlagi. Ekkert var gefið eftir í þeim síðar og bættu heimastúlkur bara í.  Leikurinn var nánast búin þegar flautað var til síðasta fjórðungs leiksins og gat Jón Halldór þjálfari Keflavíkur leyft öllum sínum leikmönnum að spreyta sig. Þar voru korn ungar stúlkur félagsins að sýna fína takta og augljóst að yngriflokkar starfssemi þeirra að skila flinkum stúlkum upp í meistaraflokkinn. 
 
Snæfellsstúlkur voru hinsvegar langt frá sínu besta og spiluðu afleiddan leik.  Það býr meira í þessu Snæfellsliði en þessi úrslit gefa til kynna en þær höfðu nýlega fengið til sín nýjan erlendan leikmann sem náði sér aldrei á strik í þessum leik. 
 
Pálína Gunnlaugsdóttir var maður þessa leiks en stelpan setti niður 35 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar ásamt því að stela 5 boltum.  

16.10.2010 14:50

Snæfell með nýjan leikmann í kvennaliðinu


Snæfell fær nýjann leikmann í kvennaliðið í dag og heitir stúlkan Sade Logan og er Bandarísk. Sade Logan kemur til með koma inn í liðið þar sem Jamie Braun hefur yfirgefið liðið og óskar Snæfell henni góðs gengis í framtíðinni.

Logan er 24 ára bakvörður, 182cm á hæð frá Knoxville Tennessee lék síðast í Robert Morris college og var þar með  meðaltalið 22.7 stig og 8 fráköst í leik en árið 2008 var hún valin leikmaður ársins hjá NEC (North east conference) deildinni sem Robert Morris skólinn sigraði og var Sade komin í WNBA draft þegar hún meiddist en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og er komin á fullt skrið.

Hér má finna smá upplýsingar um Sade.

16.10.2010 14:43

Snæfell lagði Fjölni

Af vef snæfells, sjá nánari lýsingun þar

Fjölnismenn fóru illa með opin færi undir körfunni og það nýttu Snæfell sér vel.  Frákastabaráttann var algjörlega Fjölnismann sem þó enduðu undir 79-68.  Lokamínútan var einungis spurning um hvernig lokatölurnar yrðu þar sem Fjölnismenn sendu heimamenn á vítalínuna, lokatölur í feykilega góðum sigri heimamanna 84-75.
 

 

Stigaskor heimamanna í Snæfell:

 

Egill Egilsson 23 stig, Hlynur Hreinsson 20, Kristján Pétur Andrésson 19, Guðni Sumarliðason 13, Birgir Pétursson 6, Snjólfur Björnsson 3 en Magnús Hjálmarsson sem stóð sig vel náði ekki að skora.
 

Stigaskor Fjölnismanna:

 

Arnþór Freyr Guðmundsson 25 stig, Leifur Arason 15, Trausti Eiríksson 13, Elvar Sigurðarson 7, Daníel Geirsson 6, Óskar Hallgrímsson 5, Einar Þórmundsson 3 en þeir Björgvin Ríkarðsson, Tómas Bessason og Sigursteinn Halfdánarson náðu ekki að skora.
 

 

Þetta var þriðji leikur strákanna sem hafa nú sigrað Hamar/Þór og Fjölni á heimavelli en tapað á útivelli gegn Val/ÍR.  Næsti leikur hjá strákunum er gegn FSu á útivelli sunnudaginn 24. október klukkan 1300 á Selfossi.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06