Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

11.11.2010 21:15

Snæfell lagði Grindavík 79 - 71

Úrslit kvöldsins: Meistararnir fyrstir til að leggja Grindavík
karfan.is

Úrslit kvöldsins: Meistararnir fyrstir til að leggja Grindavík

 
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöl þar sem Íslands- og bikarmeistarar Snæfells færðu Grindavík sinn fyrsta ósigur á tímabilinu með 79-71 sigur í Stykkishólmi. Þá náðu Haukar og Keflavík sér einnig í tvö góð stig og Ægir Þór Steinarsson setti stoðsendingametið þetta tímabilið í 13 kvikyndi. 
Snæfell 79-71 Grindavík
Sean Burton gerði 23 stig fyrir Snæfell, Páll Axel Vilbergsson var með 20 stig í liði Grindavíkur.
 
Fjölnir 96-104 Keflavík
Lazar Trifunovic fór mikinn í liði Keflavíkur með 35 stig og 8 fráköst. Tómas Heiðar Tómasson gerði 28 stig í liði Fjölnis en félagi hans Ægir Þór Steinarsson setti stoðsendingametið þessa leiktíðina með 13 stoðsendingum í leiknum. Sjáfur átti hann metið fyrr með 12 stoðsendingar gegn Haukum.
 
Haukar 93-87 ÍR
Semaj Inge gerði 32 stig og tók 7 fráköst fyrir Hauka, hjá ÍR var Nemanja Sovic með 26 stig og 7 fráköst.
 
Nánar síðar.
 
Ljósmynd/ Úr safni: Sean Burton var stigahæstur í hjá Snæfell í kvöld er liðið varð það fyrsta til að leggja Grindavík að velli þetta tímabilið.
 

11.11.2010 21:13

Snæfell fær Njarðvík í Powerade bikarnum

Heimaleikur í 16 liða Poweradebikarum.
Karlalið Snæfells fær heimaleik í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins og það voru svo Njarðvíkingar sem drógust á móti þeim.  16 liða úrslitin verða spiluð 3. - 6. desember nk og kemur nánar í ljós síðar hvaða dag leikurinn lendir á en 5. desember kl 19:15 mun vera líklegur en ekki staðfestur.
 
 
Kvennaliðið okkar situr hjá í 16 liða úrslitum kvenna og fer beint í 8 liða úrslitin. 
 
 
Poweradebikar kvenna:
Þór Akureyri - Haukar
Hamar - Valur
Fjölnir - Keflavík
Njarðvík - Laugdælir
Stjarnan - KR

Skallagrímur, Grindavík og Snæfell sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.

Poweradebikar karla:
KR - Hamar
Grindavík - KFÍ
Haukar - Þór Þorlákshöfn
ÍR - Valur b/Fjölnir
Skallagrímur - Njarðvík b
Keflavík - Tindastóll
Laugdælir - Ármann
Snæfell - Njarðvík
 
 
Leikið verður á tímabilinu 3.-6. desember

11.11.2010 07:37

Góður sigur á Grindavík

Vel þegin stig í góðum sigri.

 

Grindavíkurstúlkur mættu í Hólminn til að sækja heim Snæfellsstúlkur en bæði lið voru búin að taka sinn sigurinn hvor í deildinni og hörkubarátta liðanna að grípa hvert gefið stig. Sara Mjöll Magnúsdóttir var ekki í liði Snæfell vegna veikinda og í lið Grindavíkur vantaði Jeanne Lois Figerroa Sicat og Rakel Evu Eiríksdóttur. Snæfell sigraði leikinn 65-51 eftir að hafa rúllað á jafnann leik í síðari hálfleik og tekið völdin með Sade, Berglindi og Björgu í farabroddi sem þáðu góð stig í góðum sigri.


Leikurinn byrjaði varfærnislega og eiginlega um of þar sem Grindavík skoraði fyrstu tvö stigin eftir 2 mín leik og Snæfell um einni og hálfri mínútu síðar staðan var 3-4 fyrir Grindavík eftir 5 mín og mikið um skot en lítið um skor. Staðan eftir fyrsta hluta var 10-12 fyrir Grindavík og enginn hágæði í gangi.Allt var í járnum í öðrum hluta og liðin skiptust á að skora. Eftir að hafa verið jafnt og Grindavík yfirleitt 2 stigum yfir þá komnust Snæfell yfir 19-18 og svo 22-18 með þristum frá Helgu Hjördísi og Björgu Guðrúnu. Ingibjörg Ellertsdóttir jafnaði svo 24-24 af vítalínunni og Agnija Reka setti niður tvö á síðustu sekúndunum 24-26 í fyrri hálfleik. Hjá Snæfelli var Sade Logan með 9 stig og Berglind Gunnars 7 stig. Hjá Grindavík var Agnija Reke með 9 stig og 7 fráköst og Alexandra Hauksdóttir 6 stig.Síðari hálfleikur hélt áfram að vera jafn og hvorugt liðið að taka af skarið í spennandi leik en lítil hittni hjá liðunum sem voru ekki að nýta skotin vel og sóknir yfirleitt. Snæfell komst yfir 32-31 eftir tæknivillu á Hörpu Hallgríms hjá Grindavík. Snæfell tók á þessum kafla smá sprett sem kom þeim í 39-31 með Berglindi og Sade í oddaflugi og þegar Hrafnhildur setti þrist sem kom Snæfelli í 42-32 þá var stemmingin heldur betur heimastúlkum í hag. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 44-35 fyrir Snæfell sem tók þriðja hluta 20-9.Grindavík bættu sinn leik og skreið aðeins nær en voru að missa boltann í skrefi og nettum klaufagangi til að komast almennilega aftur inn í leikinn en Berglind Gunnars hélt Snæfelli við efnið ásamt Björg Einars sem setti stórar körfur á góðum tíma. Snæfell hélt forystunni út leikinn og sigraði 65-51 eftir að Helga Hjördís setti þrist í lokin.Stig og tölfræði leikmanna.

Nánari tölfræði á KKÍ

Snæfell:
Sade Logan 18/5 frák/4 stoðs/7 stolnir. Berglind Gunnarsdóttir 17/3 frák/3 stoðs. Björg Guðrún 12/4 stoðs/5 stolnir. Helga Hjördís 10/4 frák. Inga Muciniece 4/13 frák/4 stoðs. Hrafnhildur Sævarsdóttir 3 stig. Hildur Björg 1/5 frák/3 stoðs. Alda Leif, Ellen Alfa, Aníta Sæþórsdóttir og Rósa Kristín skoruðu ekki.Grindavík:
Agnija Reke 13/14 frák/3 stolnir. Alexandra Marý 12/4 frák. Helga Hallgrímsdóttir 12/6 frák/3 stoðs. Ingibjörg Yrsa 7/5 frák. Harpa Hallgrímsdóttir 4/5 frák. Berglind Anna 2/ 4 frák. Mary Sicat 1 stig. Lilja Ósk, Eyrún Ösp, Jenný Ósk og Alda Kristinsdóttir skoruðu ekki í leiknum.

Dómarar leiksins: Einar Þór Skarphéðinsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.


Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

 

07.11.2010 19:32

Golíat rasskellti Davíð

Ójafn grannaslagur en skemmtilegur.

 

 

Það var ójafn "derbyslagurinn" í Ólafsvík þar sem Víkingur úr 2. deild tók á móti grönnum sínum bikarmeisturum Snæfells úr Stykkishólmi en skemmtunin í fyrirrúmi og langþráð að fá þennan grannaslag þar sem liðin státa af góðu gengi í sitthvorri boltaíþróttinni. Nokkuð góð mæting var á leikinn og var bílalest úr Hólminum í Ólafsvík enda ekki svona leikir á boðstólnum svona almennt.

Ryan Amoroso lék ekki í liði Snæfells vegna smávægilegra veikinda og fékk að vera í fríi en í liði heimamanna var Tómas Hermannsson Ólsari kominn í búning og til í allt..

Byrjunarliðin voru.
Víkingur:     P. Andri, Þórarinn, Jens, Aðalsteinn, Tómas.
Snæfell:    Nonni Mæju, Atli, Pálmi, Emil, Sean.
 
Leikurinn byrjaði með nokkrum töpuðum boltum heimamanna sem urðu alls 31 í leiknum en hey hver er að telja. Snæfell komst þó ekki í meira en 5-0 þegar fyrstu stig Víkings komu frá Aðalsteini. En Hólmarar komust í 16 stig áður en næstu stig komu frá Ólsurum. Ekki á rekja stigaskorið sérstaklega í þessari ummfjöllun en fyrsti leikhluti endaði 31-10.Í hálfleik var staðan 66-26 fyrir Snæfell og flestir búnir að skora í liðunum. Mikil skemmtun var á leiknum og var sífellt verið að kasta boltum til áhorfenda sem að spreyttu sig á vinningsskotum á milli leikhluta og í hálfleik og átti undirritaður einmitt frábært 3ja stigaskot sem því miður skoppaði af hringnum og þarf að mæta á skotæfingu hjá Inga Þór 8:05 í fyrramálið. Þjáfarar liðanna spreyttu sig líka á þriggja stiga skotum og fékk kynnir leiksins dómararna til að prufa sig og fóru þeir Einar Þór Skarphéðinsson og Jón Þór Eyþórsson létt með að smella þeim niður.Af leiknum var það svo að frétta að þótt leikurinn hafi verið ójafn í flesta staði þá fór Egill hjá Snæfelli af velli eftir samstuð og Nonni Mæju gjörsamlega hamraði boltanum með sleggjutroðslu yfir Hermann Marinó bróður Magna Hafsteins í Fjölni. En svo sigraði Snæfell leikinn auðveldlega 129-45 en leikurinn var hressandi engu að síður þar sem margir strákanna kannast hver við annan og stemmingin eftir því. Skemmtileg umgjörð hjá Víkingi í Ólafsvík sem vonandi ætla að gera meira í körfunni í framtíðinni.Tölfræði leikmanna:

Nánari tölfræði hérna á KKÍ


Víkingur:
Jens Guðmundsson 13/3 stolnir, Hjörtur Guðmundsson og Guðlaugur Mímir  6/5 fráköst hvor, Guðlaugur Rafns og Hermann Geir 4 stig hvor, Atli Freyr, Aðalsteinn, Atli Már og Tómas Hermannsson/Hermann Marinó 2 stig hver.

 

Snæfell:
Nonni Mæju 31/9 frák, Daníel Kazmi 16/4 frák, Sveinn Arnar 14/5 frák/6 stoð, Atli Rafn 13/8 frák, Sean Burton 11/6 stoð, Kristján Pétur 9/7 frák, Gunnlaugur Smára 9/6 stoð/5 stolnir, Hlynur Hreinsson 9 stig, Egill Egils 7 stig, Guðni Sumarliða og Emil Þór 5 stig hvor.

 

Nokkrir skemmtilegir punktar úr leiknum:

    Allir í liðunum skoruðu nema einn úr hvoru liði þeir Ari Bent hjá Víking og Pálmi Freyr hjá Snæfelli settu ekki boltann í netið þrátt fyrir að hafa spilað. Pálmi átti þó 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Ari átti ein góðann stolinn bolta sem endaði örugglega með körfu Víkings.
    Hlynur Hreinsson skoraði 9 stig sín úr þristum á 11:29 spilamínútum.
    Heildarframlagsstig liðanna voru 200 Snæfells á móti 9 Víkings frá "live stat" kerfinu. Nonni Mæju var með 43 framlagsstig.
    Tveir leikmenn Snæfells skoruðu ekki þriggja stiga körfu en það voru Emil Þór með þrjár tilraunir þó og Pálmi Freyr með eina tilraun.
    Allir hjá Snæfelli tóku frákast.
    Emil Þór fékk ekki stoðsendingu eftir að hafa kastað boltanum upp í stúku milli 1. og 2. fjórðungs þar sem áhorfandinn (undirritaður) klikkaði á skotinu, en gæti fengið góða klippingu í staðinn fyrir sendinguna.

 

Dómarar leiksins: Einar Þór Skarphéðinsson og Jón Þór Eyþórsson.

 

Símon B. Hjaltalín.

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson


06.11.2010 08:58

Víkingur vann Þór

Fyrsti sigurinn í deildinni

 Víkingar unnu sinn fyrsta sigur í 2. deild karla í körfuknattleik sl.

laugardag þegar þeir öttu kappi við Kkf Þóri úr Reykjavík, Víkingar voru með ágætis stjórn á leiknum ef frá er talinn kafli um miðbik leiksins þegar leikmenn Þóris virtust ætla að hafa yfirhöndina.

Víkingar tóku sig á og leiknum lauk með sannfærandi sigri Víkinga 83 stig gegn 66.

 

Víkingur hefur undanfarna tvo leiki fengið leikmenn að láni frá Snæfelli og kann það að hafa eitthvað með það að segja að síðustu tvo leiki hefur Víkingur unnið.

Víkingar eru að keppa í Poweraid bikarnum og  þann 24. október sl. léku þeir gegn Álftanesi og unnu þann leik 73-71, þeir komust þannig áfram í 32 liða úrslit í bikarnum og eiga að leika næsta leik við nágranna okkar úr Snæfelli, leikurinn fer fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar sunnudaginn 7. nóvember kl. 18.

Nú verða bara allir Snæfellingar að mæta á völlinn til að styðja við bakið á strákunum, ekki veitir af gegn Íslandsmeisturum Snæfells.

 

Frétt úr Jökli 4.11.2010

05.11.2010 14:20

Bikarslagur í Ólafsvík

Víkingur - Snæfell Sunnudaginn 7 nóvember

04.11.2010 07:14

Haukastúlkur sterkari í gær

Snæfell-Haukar var í beinni á Haukar.is en gæðin mættu vera betri. Stúlkurnar byrjuu vel og voru yfir 17-10 eftir fyrsta hluta og stríddu Hafnarfjarðarstúlkum em voru nýkomnar með erlendan leikmann Katie Snodgrass. Í hálfleik var staðna hinsvegar jöfn 32-32 eftir að Helga Hjördís jafnaði af vítalínunni undir lokin. Í hálfleik var Ragna Margrét var komin með 10 stig og 10 fráköst fyrir Hauka en Inga 14 stig og 12 fráköst fyrir Snæfell og Helga Hjördís 7 stig.Það fór allt í baklás hjá Snæfelli í síðari hálfleik þegar Haukastúlkur skelltu strax 12-0 kafla á þær og ekkert gekk hjá Snæfelli sem þurftu að taka skellinn 15-7 í þriðja hluta og staðan 47-39.


Okkar stúlkur náðu lítið að vinna upp muninn sem Haukar skildu eftir sig sem var í kringum 10 stigin þar sem fór mikið fyrir Katie hjá Haukum. Mikil orka fór í að brúa bilið fyrir Snæfell sem var ekki að ganga upp og var þessi sprettur Hauka þeim mikilvægur og náðu þær að halda sínu fram til loka leiks og sigruðu Snæfellsliðið 70-59.  


Framlag leikmanna.

Haukar: Kathleen Patricia Snodgrass 23/6 frák/5 stoð, Ragna Margrét 15/16 frák/5 stoð, Gunnhildur Gunnars og Íris Sverris 9 stig hvor, Guðrún Ámundar 5/9frák, Helga Jónasd 5/10 frák, Þórunn og Sara 2 stig hvor, Dagbjört, Auður, Margétt og MaríaLind skoruðu ekki.

Snæfell:  Inga Muciniece 18/15 frák/4 varin skot, Berglind Gunnarsd 10 stig, Helga Hjördís og Sade Logan 9 stig hvor og Helga 6 fráköstum betur, Björg Guðrún 3/8 stoðs, Hrafnhildur Sif og Ellen Alfa 3 stig hvor. Rósa og Hildur 2 stig, Aníta og SaraMjöll skoruðu ekki.

 

Nánari tölfræði 

 

Símon B. Hjaltalín

30.10.2010 22:35

Snæfell lagði Fjölni

Snæfell krækti í sín fyrstu stig.

Fjölnisstúlkur komu í heimsókn í Hólminn og áttust þar við tvö stigalausu lið deildarinnar sem bæði voru farin að þrá sigur í deildinni. Alda Leif Jónsdóttir var komin í lið Snæfells að nýju og gaman að sjá hana aftur á stjá í boltanum.

Leikurinn byrjaði jafn og rólega en uppúr miðjum fyrsta hluta fór Snæfell að nýta mistök Fjölnis og tóku forystu 10-4 og fljótt 20-7. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 22-11 fyrir Snæfell en Fjölni gekk illa að fá boltann til að detta þrátt fyrir góð skot.

Annar leikhluti var jafnari þar sem Fjölnir hafði aðeins lagað til hjá sér en Snæfell hélt sínu 10 stiga forskoti heilt yfir en leikurinn gekk mjög smurt og lítið flautað. Snæfell leiddi í hálfleik 36-26 þar sem Sade Logan hafði sett 15 stig og Helga Hjördís 9. Hjá Fjölni var Bergþóra Holton komin með 11 stig og Margareth McCloskey 5 stig.

Snæfell setti upp pressu í upphafi síðari hálfleiks sem kom þeim í 20 stiga forskot í leikhlutanum eða upp í 52-32. Staðan eftir þriðja hluta var 55-39.

Leikurinn varð aldrei meira spennandi og var ekki hár í gæðum heilt yfir en liðin skorðuð á víxl í fjórða hluta og gekk nokkuð vel fyrir sig þar sem tíminn rúllaði nokkuð greitt. Snæfell landaði svo sínum fyrsta sigri í vetur 66-50 á meðan Fjölnir þarf að berjast lengur fyrir sínum.

Stigaskor liðanna.

Snæfell: Sade Logan 20 stig, Björg Einars 12/5 frák/4stoð, Helga Hjördís 11/8 frák, Inga Muciniece 10/7 frák, Alda Leif og Rósa Indriða 5 stig hvor, Hrafnhildur Sævars 2 stig og Sara Mjöll 1 stig. Hildur Björg, Ellen Alfa og Berglind Gunnars skoruðu ekki.

Fjölnir: Bergþóra Holton 15 stig, Inga Buzoka 10/13 frák, Margareth McClosky 9/4 stoðs, Eva María 8/6 frák,  Heiðrún Harpa 4 stig, Birna Eiríks og Erna María 2 stig hvor, Margrét Loftsdóttir, Sigrún Anna og Erla Sif skoruðu ekki.


Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Karl Friðriksson.

Símon B. Hjaltalín.

 

29.10.2010 09:46

Víkingur - Snæfell Sunnudaginn 7 nóvember

29.10.2010 00:25

Góður sigur hjá stúlknaflokki


Ellen var stigahæst með 21 stig í leiknum

Það var gamla kempan Falur Jóhann Harðarson sem mætti með unglingaflokk kvenna úr Keflavík í heimsókn miðvikudagskvöldið 27. október í íþróttahús Stykkishólms. Berglind Gunnarsdóttir opnaði stigareikninginn en Keflavík jöfnuðu 2-2, eftir það tóku Snæfellsstúlkur völdin og leiddu 17-11 eftir að Ellen Alfa hafði komið gríðarlega fersk af bekknum og skorað sex stig á stuttum tíma. 

 

Í upphafi annars leikhluta smellti Ellen tveimur þristum og Snæfell komnar 23-11 yfir.  Hildur Björg var gríðarlega öflug og var útum allan völl rífandi niður fráköst.  Berglind Gunnars var öflug og átti prýðisleik.  Snæfellsstúlkur fengu frábært framlag frá öllum og leiddu í hálfleik 44-19.  Keflavíkurstúlkur voru mislagðar hendur og það nýttu heimastúlkur sér mjög vel.


 
Í síðari hálfleik hófu Keflavíkurstúlkur með látum en heimastúlkur skoruðu 10-0 og þögguðu niður í háværri vörn gestanna.  Úrslit leiksins ráðin en einsog áður segir voru allar stúlkurnar í liðinu að standa sig.  Staðan eftir þriðja leikhluta 64-29 og lokatölur 82-39.


 
Stigaskor Snæfells og helstu tölfræði þættir: 

Ellen Alfa Högnadóttir 21 stig, Bergling Gunnarsdóttir 17 stig og 4 stoðsendingar, Sara Mjöll Magnúsdóttir 12 stig og 4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 7 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6 stig og 9 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 5 stig, 6 fráköst og 11 stoðsendingar, Aníta Rún Sæþórsdóttir 4 stig og 5 fráköst.
 


Stigaskor Keflavíkur:

Lovísa Falsdóttir 11 stig og 5 fráköst, Ingunn Embla og Árný Sif 5 stig, Eva Rós og Jenný María 4 stig, Sigrún Alberts og Sandra Lind 3 stig og þær Soffía Rún og Aníta Eva 2 stig.

 

Stelpurnar hafa þá sigrað í báðum leikjum sínum en í fyrsta leik mótsins sigruðu okkar stúlkur sameinað lið KR og Fjölnis. 

 

Næsti leikur hjá stelpunum er sunnudaginn 14. nóvember gegn Njarðvík klukkan 15:15 í íþróttahúsi Njarðvíkur

29.10.2010 00:22

Snæfell náði 2 stigum á Króknum

Snæfell lagði leið sína á Krókinn þar sem eina stigalausa lið deildarinnar Tindastóll tók á móti okkar mönnum. Fyrir leikinn var toppsætið í boði fyrir Snæfell en fyrstu stigin í vetur fyrir Tindastól. Leikurinn byrjaði af krafti heimamannasem komust strax í 10-2 og voru sprækir með skyttuna Friðrik Hreinsson í fararbroddi. Snæfellingar voru ekkert á stressinu yfir þessu og sigu hægt og bítandi nær en staðan var 26-23 eftir fyrsta hluta fyrir Tindastól. 

 

Í öðrum hluta skoraði Snæfell 27 stig gegn 18 stigum Stólanna og blaðið að snúast við.Ryan var að setja 17 stig í fyrri halfleik og Burton 13 stig. Friðrik setti 14 og Kitanovic 10 stig. Staðan í hálfleik var 50-44 fyrir Snæfell sem voru komnir á skrið og líklega búnir að finna eitthvað af vörninn frá síðasta leik en þetta var samt þokkalegt skor beggja liða.

 

Snæfell voru komnir í 10 stiga mun 64-54 í upphafi síðari hálfleiks. Tindastóll eru sýnd veiði augljóslega en langt í frá að gefa leikinn svo auðveldlega. Þeir hjóu á forskot Snæfells um miðjann þriðja hluta þar sem staðan varð 67-68 og þeir búnir að skora 13 móti 4 stigum Snæfells. Þar sem Josh Rivers og Helgi Rafn fóru fyrir Tindastól en Kitanovic var einnig sterkur. Hjá Snæfelli héldu Pálmi, Ryan, Sean og Nonni liðinu skrefinu á undan en undir lok þriðja hluta jafnaði Tindastóll 73-73 með þrist frá Rivers og allt í járnum fyrir lokhlutann.

 

Tindastólsmenn komu hressir til leiks og tóku forystu strax 75-73 í lokhlutanum og náðu að halda því fram yfir miðjann hlutann. Ekki er vitað hvert varnarleikur Snæfells fór en allavega náðu þeir ekki að gera neitt á móti Tindastóli á þessum mínútum og voru bara farþegar hálfu skrefi á eftir. En eftir troðslu frá Ryan sem jafnaði leikinn 89-89 var ljós við enda gangnanna og Sean setti þrist strax á eftir 89-92. 

 

Snæfell mátti hreinlega þakka fyrir að knýja fram sigur í leiknum 94-92 eftir að Tindastóll sýndu að þeir eru orðnir þyrstir í sín fyrstu stig en þurfa að bíða aðeins lengur. Snæfell hins vegar þiggur tvö stig og komast á toppinn naumlega þó og spurning hvort varnarleikurinn sem týndist í KFÍ leiknum sé ekki ennþá fundinn?

 

Stigaskor.

Snæfell: Ryan 24/7 frák, Nonni 21/6 frák/5 stoð, Pálmi 19/5 frák/5 stoð, Sean 16 stig, Egill, Emil og Atli 4 stig hver, Kristján 2 stig, Gunnlaugur, Guðni og Hlynur skoruðu ekki.

 

Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðs, Friðrik 22/7 stoðs, Kitanovic 21/5 frák, Helgi Rafn 10/11 frák/6 stoð, Helgi M 9 stig, Kolev 5 stig. 

 

 

Símon B. Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson. 

 

25.10.2010 21:23

Auðvelt hjá Snæfell

Heimasigrar í leikjum kvöldsins
karfan.is

Heimasigrar í leikjum kvöldsins

Leikjum kvöldsins er nú lokið og unnust þeir allir á heimavelli. Snæfellingar voru sjóðandi heitir í fyrrihálfleik gegn KFÍ og skoruðu 79 stig en slökuðu aðeins á í þeim seinni og unnu 125-118 sigur. Í Garðabænum sigruðu heimamenn Njarðvíkinga 91-81 og í Seljaskóla unnu ÍR ingar uppgjör sigurlausu liðanna, 97-73 sigur á Tindastól.

 
Sean Burton var stigahæstur Snæfellinga með 29 stig en fjórir leikmenn Snæfells skoruðu 20 stig eða meira. Nebojsa Knezevic var atkvæðamestur Ísfirðinga með 25 stig.

Í Breiðholtinu var Nemanja Sovic sem var heitastur fyrir heimamenn með 28 stig en Josh Rivers og Dragoljub Kitanovic skoruðu 17 stig hvor fyrir Tindastól.

Justin Shouse skoraði 23 stig yfir Stjörnuna og nýji maðurinn í Njarðvíkurbúningnu, Chris Smith skoraði 29 fyrir þá grænu.Mynd: Tomaz

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24