Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

29.11.2010 14:26

Sigurganga heldur áfram hjá Snæfell

 

 

Snæfellingar hafa verið á skriði undafarið og unnið 7 af 8 leikjum sínum í deildinni og í heimsókn til í þeirra í kvöld kom hið stórgóða lið Stjörnunnar úr Garðabæ sem er ekki langt undan í 4. sæti með 5 sigra.

 

Byrjunarliðin.

Snæfell: Nonni, Sean, Ryan, Emil Þór, Pálmi.

Stjarnan: Justin, Jovan, Marvin, Fannar, Ólafur.

 

Leikurinn hófst jafn og skemmtilegur og liðin skoruðu á víxl. En um miðbik fyrsta fjórðungs smelltu Sean, Nonni og Pálmi sónum þristinum hver og juku forystunua um 9 stig 18-9 fyrir Snæfell. Stjörnumenn hertu þó róðurinn eftir slakar sóknir á kafla og nýttu betur skot og sendingar og jöfnuðu 21-21. Justinn setti einn þrist á flautu og leiddi Stjarnan 23-24 eftir fyrsta hluta en Justin hafði verið að rífa liðið áfram undir lokin.

 

Jovan Zdravevski setti nokkra funheita fyrir Stjörnuna og Snæfell var að hamast við að hanga í þeim en héngu þó. Kjartan Atli fékk villu fyrir að hanga bókstaflega á höndum Ryan Amoroso en Ryan uppskar óverðskuldaða óíþróttamannslega villu fyrir að reyna að losa sig. Mikið var um pústra og leikurinn harðnaði og voru Stjörnumenn að fá dæmdar á sig sóknarvillur en Snæfell náði að leiða 57-54 í hálfleik.

 

Í stigaskori voru Snæfellingar með Pálma í 15 stigum og 4 fráköstum, Nonna Mæju og Ryan Amoroso í 11 stigum en þeir voru að skipta þessu jafanar á milli sín á meðan Justin Shouse var kominn með 18 stig 5 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski 12 stig og voru þeir c.a þeir einu sem drógu vagninn.

 

Snæfell náði að koma sér í 12 stiga forystu 75-63 um miðjann þriðja hluta og var Justin að hanga mikið á boltanum sem skilaði Stjörnunni engu en Emil Þór tók góða vörn á hann á kafla og átti flotta sóknarspretti einnig. Snæfell komst svo í 20 stigin 89-69 með gríðalega flottum leik þar sem ekkert virtist stoppa Pálma Frey að stjórna liðinu áfram. Kjartan Atli setti þrjú stig á síðustu sekúndum fjórðungsins og staðan 89-72 fyrir heimamenn í Snæfelli.

 

Snæfell átti ekki í erfiðleikum með að halda forystunni þó fjórði hluti væri jafn framan af en Stjörnumenn réðu lítið við það að saxa á. Egill Egils kom heitur af bekknum og nýtti sínar mínútur vel í leiknum, hjá Stjörnunni kom Marvin í staðinn fyrir Jovan í og Justin var skugginn af sjálfum sér í seinni hálfleik og varnalega hrundi flest. Snæfell var hreinlega of stór biti fyrir Stjörnuna í síðari hálfleik og Snæfell heldur sigurgöngunni áfram eftir þennan leik sem endaði 114-96.

 

Stigaskor og helsta tölfræði leikmanna.

 

Snæfell:

Pálmi Freyr 21/9 frák/6 stoðs. Emil Þór 21 stig. Nonni 19/8 frák. Ryan 15/13 frák. Egill Egils 14 stig. Sean 14/9 stoðs. Daníel og Gunnlaugur 3 stig hvor. Atli Rafn og Sveinn Arnar 2 stig hvor. Guðni og Birgir náðu ekki að skora.

 

Stjarnan:

Marvin 25 stig. Justin 25/6 frák/9 stoðs. Jovan 16/4 frák. Ólafur og Kjartan 6 stig hvor. Fannar og Daníel 5 stig. Guðjón 4 stig. Sigurbjörn og Birgir 2 stig.

 

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson.

 

Símon B. Hjaltalín.

Mynd. Þorsteinn Eyþórsson.

27.11.2010 22:43

Liðin í Stjörnuleiknum klár

Nonni atkvæðamestur.
mynd frá kki.is

Nú er það ljóst hvaða leikmenn hlutu flest atkvæði í kosningunni í byrjunarliðin tvö í Stjörnuleiknum sem fram fer 11. desember í Seljaskóla.Samtals kusu 2.535 einstaklingar og var dreifing atkvæða nokkuð jöfn. Byrjunarliðin samkvæmt vali aðdáenda verða sem hér segir:Höfuðborgarsvæðið
Bakvörður: Pavel Ermolinskij · KR
Bakvörður: Ægir Þór Steinarsson · Fjölnir
Framherji: Marvin Valdimarsson · Stjarnan
Framherji: Jovan Zdravevski · Stjarnan
Miðherji: Fannar Ólafsson · KR


Landsbyggðin
Bakvörður: Sean Burton · Snæfell
Bakvörður: Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Framherji: Jón Ólafur Jónsson · Snæfell
Framherji: Páll Axel Vilbergsson · Grindavík
Miðherji: Ryan Amaroso · Snæfell

Atkvæðafjöldi: Heildaratkvæði · Top 15 yfir flest atkvæði

1. Jón Ólafur Jónsson · 612
2. Páll Axel Vilbergsson · 589
3. Pavel Ermolinskij · 430
4. Ægir Þór Steinarsson · 413
5. Sean Burton · 347
6. Jovan Zdravevski · 336
7. Hörður Axel Vilhjálmsson · 313
8. Marvin Valdimarsson · 306
9. Hreggviður Magnússon · 292
10. Justin Shouse · 266
11. Hayward Fain · 236
12. Fannar Ólafsson · 228
13. Ryan Amaroso · 219
14. Kelly Biedler · 218
15. Andre Dabney · 214

Top 5 eftir leikstöðum:


Bakverðir:
Pavel Ermolinskij · 430
Ægir Þór Steinarsson · 413
Sean Burton · 347
Hörður Axel Vilhjálmsson · 313
Justin Shouse · 266

Framherjar:
Jón Ólafur Jónsson · 612
Páll Axel Vilbergsson · 589
Jovan Zdravevski · 336
Marvin Valdimarsson · 306
Hreggviður Magnússon · 292


Miðherjar:
Fannar Ólafson · 228
Ryan Amaroso · 219
Fannar Helgason · 209
Gerald Robinson · 193
Lazar Trifunovic · 154

27.11.2010 22:41

8 flokkur drengja hjá Snæfell

Umfjöllun frá móti 8.flokk drengja á Selfossi.

8. flokkur drengja keppti á öðru fjölliðamóti vetrarins á Selfossi helgina 13. til 14. nóvember.  Strákarnir unnu D-riðilinn í október og voru því komnir upp í C-riðil.  
Snæfell endaði í 3. sæti á mótinu núna á Selfossi, þar sem tveir leikir unnust og tveir töpuðust.  Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:  Ástþór, Elías Björn, Eyþór Arnar, Finnbogi Þór, Hafsteinn Helgi, Hermann, Jakob Breki, Jón Páll, Marteinn Óli, Ólafur Þórir og Viktor Marinó.

 

Fyrstu andstæðingarnir var lið Ármenninga.  Ármenningar spiluðu þennan leik vel og börðust mun meira heldur en Snæfellstrákarnir sem voru ekki tilbúnir í leikinn og virtust smeykir við hávaxnara lið Ármanns.  Snæfell klóraði aðeins í bakkann í seinni hálfleik en sigur Ármanns var aldrei í hættu og lokatölur voru 51-29.

Stig Snæfells:
Hafsteinn Helgi 9, Jón Páll 7, Eyþór Arnar 6, Ástþór 2, Hermann 2, Ólafur Þórir 2 og Viktor Marinó 1.Seinni leikurinn á laugardeginum var á móti firnasterku liði Breiðabliks.  Breiðablik unnu leikinn sannfærandi og náðu Snæfellsstrákarnir sér engan veginn á strik. Lokatölur voru 51-17.
Stig Snæfells:
Viktor Marinó 6, Finnbogi Þór 3, Hermann 2, Jón Páll 2, Ólafur Þórir 2 og Marteinn Óli 2.Það var allt annað lið Snæfells sem mætti til leiks á sunnudagsmorgun þegar strákarnir mættu liði heimamanna í FSU.  Baráttan og krafturinn var til staðar og sáust fallegar körfur inn á milli.  Leikurinn var jafn framan af,  en snemma í 4. leikhluta hafði Snæfell náð 10 stiga forystu.  FSU saxaði á forskotið síðustu mínúturnar  og náðu að minnkan muninn niður í 2 stig.  En vörn Snæfells hélt og Snæfell fagnaði sigri 33-31.
Stig Snæfells:
Ólafur Þórir 12, Jón Páll 8, Ástþór 4, Hafsteinn Helgi 4, Jakob Breki 3, Marteinn Óli 2.

Síðasti leikurinn var á móti Val.  Snæfell þurfti að sigra til þess að eiga ekki hættu á að falla í D-riðil.  Valur byrjaði leikinn betur og hafði nauma forystu eftir 1. leikhluta.  Snæfell byrjuðu 2. leikhluta af krafti þar sem Jón Páll átti góðar rispur í sókninni og vörnin small saman.  En stuttu seinna meiddi Jón Páll sig illa á ökkla og gat því ekki leikið meira með.  En Snæfellsstrákarnir héldu áfram að bæta í sarpinn og náðu upp góðri forystu sem þeir bættu bara við í seinni hálfleik.  Lokatölur voru 45-26 Snæfelli í vil.
Stig Snæfells:
Ólafur Þórir 11, Hafsteinn Helgi 10, Viktor Marinó 8, Jón Páll 6, Marteinn Óli 4, Ástþór 2, Finnbogi Þór 2 og Eyþór Arnar 2.

 

Snæfell náði heldur betur að rétta úr kútnum eftir tvo erfiða leiki á laugardeginum og spiluðu fantavel og sýndu mikla baráttu á sunnudeginum sem skiluðu sér í tveimur góðum sigrum.

 

Pálmi Freyr Sigurgeirsson, þjálfari 8.flokks.

26.11.2010 07:49

Fréttir af 7 og 11 flokk hjá Snæfell

Stuttlega frá mótum 11. og 7. fl. drengja.
11. flokkur með Sean á Akureyri

 

 

11. Flokkur drengja á Akureyri:


Strákarnir byrjuðu mótið mjög vel, með sigri á Val, Keflavík og Breiðablik með í kringum 15 stigum hvern leik. Snjólfur var allsráðandi í þessum þremur leikjum sem og Óttar og Tinni léku einnig vel. Þeir töpuðu svo lokaleiknum gegn Þór, en ég þurfti frá að hverfa að spila gegn Njarðvík og var ekki með þeim í síðasta leiknum.11. flokkur drengja í Keflavik:


Aftur, skiluðu strákarnir sigri í fyrstu þremur leikjunum auðveldlega á Keflavík, Breiðablik og Skallagrím. Við töpuðum svo síðasta leiknum gegn ÍR, þeir voru bara númeri of stórir og léku á alls oddi á vellinum. Snjólfur frákastaði vel á mótinu, Kiddi átti góð skot og Óttar kom inn með góð vörn á bakverðina.7. flokkur drengja á Stykkishólmi:


Strákarnir léku flottann liðsbolta og náði 3-1 sigri á mótinu. Þeir töpuðu síðasta leiknum gegn FSU sem voru hreinlega of stórir og tóku of mörg fráköst. Jón Páll var líklegast besti leikmaður mótsins en Finnbogi og Elli áttu mjög gott mót.Sean Burton.

25.11.2010 15:25

Snæfell skellti Njarðvík

Snæfell gerði góða ferð í Ljónagryfjuna í kvöld og skellti Njarðvíkingum 60-82 í Iceland Express deild kvenna. Með sigrinum eru Hólmarar komnir með sex stig í deildinni en eru samt áfram í 6. sæti, 2 stigum á eftir bikarmeisturum Hauka.


Úr leik Snæfells og Hamars

25.11.2010 10:37

Víkingur tapaði fyrir ÍG 89-103

Víkingur tók á móti ÍG í körfuknattleik um síðustu helgi, gestirnir komust í 7-0
áður en heimamenn tóku við sér og fóru að setja boltan niður í netið,

Víkingarnir  héldu ágætlega í við gestina og þegar leikurinn var hálfnaður munaði ekki

 nema fjórum stigum á liðunum. Leiknum lauk þó með sigri ÍG, 89-103 og má segja
að Víkingar hafi liðið fyrir það hve margir af leikmönnum liðsins voru á sjó þennan dag.

Næsti leikur Víkings verður 4. desember í Ólafsvík, andstæðingar Víkings verða
þá liðsmenn Patreks sem er með heimavöll í Reykjavík. Stuðningsmenn Víkings
verða nú að vona að ekki  verði sjóveður þennan laugardag svo að hægt verði að
tefla fram sterkasta liðinu og hafa næga varamen að auki. Staðan í A-riðli annarar
deildar er þannig að Akranes og ÍG eru efst með 8 stig hvort lið en Víkingur er í sjöunda
og næst-neðsta sæti með 2 stig.

Frétt úr Jökli

24.11.2010 12:11

Naumt tap fyrir Keflavík


Naumt eftir framlengingu.

Strákarnir mættu til Keflavíkur til að sækja sigur gegn spræku liði heimamanna.  Byrjunin á leiknum var hinsvegar mjög skrýtin hjá okkar mönnum og var staðan 15-2 áður en Kristján Pétur fór að raða niður stórum körfum.  Heimamenn með Sigmar og Almar í fararbroddi leiddu 30-23 eftir fyrsta leikhluta. 

 

Frábær kafli í byrjun annars leikhluta og magnaður varnarleikur kom strákunum yfir 32-35 og komust strákarnir yfir 36-44.  Hafliði Már smellti þá tveimur þristum og var staðan í hálfleik 46-46.  Eftir að Birgir Péturs hafði komið okkar mönnum yfir 51-53 skoruðu Keflvíkingar 12-0 en Egill Egils sem lék ekki á fullum krafti vegna höfuðhöggsins sem hann hlaut gegn Víking Ólafsvík smellti þrist og staðan eftir þrjá leikhluta 63-56. 

 

Egill var síðan magnaður í upphafi fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 65-63.  Baráttan hélt áfram og misstu Snæfell/Skallagrímur Egil útaf með fimm villur þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum og staðan 71-71.  Næstu fimm stig voru heimamanna en Birgir Þór Sverris og Pétursson sáu til þess ásamt Elfari Már að jafna leikinn 77-77.  Sigmar Logi kom svo heimamönnum yfir 80-77 með stórum þrist.  Kristján Pétur var ekki tilbúinn að láta niður vopnin sín og í næstu tveimur sóknum smellti kappinn risa þristum og strákarnir komnir yfir 80-83 og um ein mínúta eftir af leiknum.

 

 


Kristján Pétur setti 33 stig

Frábær vörn skilaði strákunum boltanum á nýjan leik og brutu Keflvíkingar á Hlyn Hreins sem var óheppinn með skotin sín á vítalínunni og staðan áfram 80-83.  Sigmar Logi fiskaði villu og fékk tvö skot, hann setti fyrra niður en klikkaði á því síðara.  Eftir mikinn barning barst boltinn í fangið á Sigmari sem lagði boltann ofaní og staðan 83-83.  Lokaskot Snæfell/Skallagríms geigaði enda langsótt og því þurfti að framlengja. 

 

Í framlengingunni voru okkar menn skrefinu á undan í upphafi en í stöðunni 89-89 reyndust Keflvíkingar öruggari á vítalínunni en þeir settu niður öll sín vítaskot á meðan okkar menn voru ískaldir á línunni.  Keflvíkingar sigruðu 98-90 eftir hörku leik þar sem Snæfell/Skallagrímur enduðu fjórir inná eftir að hafa misst fjóra leikmenn útaf með fimm villur.


 
Stigaskor Snæfells/Skallagrím:

Kristján Pétur Andrésson 33 stig, Egill Egilsson 17, Birgir Pétursson 13, Guðni Sumarliðason 9, Magnús Ingi Hjálmarsson 6, Elfar Már Ólafsson 5, Hlynur Hreinsson 4 og Birgir Þór Sverrisson 3.  Snjólfur Björnsson var heima veikur.


 
Stigaskor Keflvíkinga:

Sigmar Logi Björnsson 33, Almar Guðbrandsson 26, Hafliði Már Brynjarsson 12, Sigurður Guðmundsson 9, Sævar Eyjólfs 6, Ragnar Alberts 5, Atli Ragnar 4 og Andri Dan 2.  Aðrir náðu ekki að skora eða léku ekki.
 


Næsti leikur í unglingaflokki er á útivelli gegn Njarðvík sem er eina liðið sem er taplaust, leikurinn fer fram 10. desember en þá verður leikinn tvíhöfði þar sem stelpurnar í unglingaflokki kvenna mætast einnig.  Stelpurnar eru klukkan 18:00 en strákarnir klukkan 20:00.

22.11.2010 12:44

Stjörnuleikur KKÍ, veldu þitt lið!

Stjörnuleikurinn: Vilt þú velja byrjunarliðið?


KKÍ hefur sett af stað kosningu hér á síðunni þar sem notendur kki.is og aðdáendur íslensk körfubolta geta valið í byrjunarliðin tvö í Stjörnuleiknum sem fram fer 11. desember í Seljaskóla.

Þú getur valið þá leikmenn sem þú vilt sjá byrja inn á vellinum úr leikmannahóp Iceland Express-deildarinnar.

Búið er að skipta liðunum í tvö lið, Höfuðborgarsvæðið gegn Landsbyggðinni, og leikmönnum á þrjá lista eftir því hvaða leikstöður þeir spila.

Lið Höfuðborgarsvæðisins skipa:
Fjölnir, Haukar, ÍR, KR og Stjarnan.

Lið Landsbyggðarinnar skipa:
Grindavík, Hamar, Keflavík, KFÍ, Njarðvík, Snæfell og Tindastóll.

Kosningaformið er að finna hérna

Munið að kjósa í bæði lið, aðeins er hægt að kjósa einu sinni á hverri tölvu.

Nánari viðburðir tengdir deginum verða svo tilkynntir þegar nær dregur en auk hefbundinna atriða verður ný uppákoma kynnt til sögunnar.

22.11.2010 10:31

Öruggt í Hafnarfirðinum

Gestrisni í Hafnarfirði.

Snæfell gerði góða ferð í Fjörðinn og tryggði toppsætið enn um sinn eftir sigur á Haukum 105-89. Leikurinn var aldrei jafn að ráði en Snæfell jók forskotið strax frá upphafi og voru komnir 10 stigum yfir 30-20 eftir fyrsta fjórðung. Haukum gekk erfiðlega varnarlega og fengu Snæfellingar að skjóta óhindrað nánast hvar sem er og voru yfirleitt fljótari upp í sóknir en Haukar til baka í vörninni.

 

Sean Burton var búinn að setja 9 stig með 3 þristum strax í fyrsta hluta og var heitur í leiknum. Staðan í hálfleik var 61-45 fyrir Snæfell en mikið var skorað. Þarna var Sean kominn með 21 stig, Ryan 14 stig og 8 frák, Pálmi 12 stig og Nonni 8 stig og 7 frák.

 

Eftir þriðja fjórðung var forysta Snæfells komin í 21 stig 85-64 og fátt að gerast í leik Hauka sem gat komið öllum að óvörum. Emil Þór fauk útaf með 5 villur um miðjann þriðja hluta en hann hafði verið sterkur varnarlega og hélt Semaj Inge í þolanlegu lágmarki fram að því. Snæfell var að taka mikið meira af fráköstum og það háði Haukum mikið að stíga ekki nógu vel út. 

 

Sean Burton var sjóðandi með hvern þristinn og setti þá 8 niður en hann fékk mikið rými til að skjóta og sérstaklega á sínu svæði hátt í 2m frá línu en Pálmi, Ryan og Nonni voru að draga vagninn af krafti með honum. Ekki þarf að orðlengja það frekar en Snæfell slakaði eilítið á forystunni sem var komin í 28 stig þegar mest lét en ekkert sem stefndi öruggum sigri í hættu og lokatölur 105-89.

 

Stigaskor liðanna

Nánari tölfræði á KKÍ

22.11.2010 10:30

Tap gegn Hamri
Topplið deildarinnar Hamar stoppaði við í Hólminum í dag til að spila eins og einn leik við Snæfell sem situr í 6. sæti Iceland express deildar kvenna.Hamarsstúlkur byrjuðu af krafti og komust í 0-10 þegar 5 mín voru liðnar af leiknum og var Kristrún komin með 6 stig en Jaleesa Butler 4 stig. Snæfellsstúlkur voru vægast sagt á hælunum og vantaði alla grimmd í leik þeirra og brá Ingi á það ráð að taka byrjunarliðið útaf.  Rósa setti niður þrist sem voru fyrstu stig Snæfells þegar 3:20 voru eftir og staðan var svo 7-17 fyrir Hamar eftir fyrsta hluta.


Snæfellsstúlkur bitu í sig meiri baráttu og náðu að minnka muninn í 21-23 þegar leið á annan leikhluta með pressu sem skilaði þeim fínum leik. Hamarsstúlur voru ekki að fá eins auðveld skot og áður en þeirra flotholt voru Kristrún og Jaleesa með 12 stig hvor í fyrri hálfleik og settu smá sprett í lokinn og staðan varð 26-33 fyrir Hamar. Hjá Snæfelli voru fleiri að skora en Sade Logan var með 5 stig og Inga Muciniece 4 stig.


Staðan var eins uppá teningnum í upphafi þriðja hluta þar sem Hamar réði ríkjum en Snæfell kom ekki boltanum í netið og voru að spila með sínum verri leikjum hingað til. Ekki var það til að kóróna leik Snæfells þegar dómarar leiksins misstu þolinmæðina á Inga Þór þjálfara og dæmdu á hann tæknivillu. Hamar voru komnar í hörkugír áður en Snæfell vaknaði aðeins aftur af værum blundi og fóru að berjast en áttu ekki nóg inni í þá forystu sem Hamar var komið í. Staðan 38-54 fyrir lokahlutann.Yfirburðir Hamars komu í ljós þegar á leið og þær komust í 20 stiga mun 41-61 þar sem Snæfell hreinlega leyfðu þeim að eiga góðann dag og streittust lítið á móti á sínum verstu köflum. Hamar aftur á móti þáðu góð stig í Hólminum og halda sig á toppnum enn frekar með sigri 54-73 sem hefði getað verið stærri en nógu stór samt.

 

Snæfell:

Hjá Snæfelli voru allar að skora í leiknum en þeirra stigahæst og sú sem reyndi hvað mest var Björg Guðrún með 8/7 frák. Sade Logan 7/4 frák. Alda Leif 7/3 frák/4 stoðs. Hildur Björg 6/4 frák/3 stoðs. Rósa 5 stig. Inga Muciniece 4/4 frák. Berglind Gunnarsd 4/4 frák. Helga Hjördís 4/8 frák. Hrafnhlidur Sif 3 stig. Ellen Alfa, Aníta Rún og Sara Mjöll 2 stig hver.

 

Hamar:

Stigaskor Hamars dreifðist ekki eins en þær atkvæðamestu voru Jaleesa Butler 24/11 frák. Kristrún Sigrjónsdóttir 18/3 frák/4 stoðs. Slavica Dimovska 13/6 frák/8 stoðs. Íris Ásgeirsdóttir 7 stig. Fanney Lind 6 stig. Regína Ösp og Jenný Harðardóttir 2 stig hvor. Rannveig, Kristrún Antons og Bylgja Sif skoruðu ekki.Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Jakob Árni Ísleifsson.

 


Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

Símon B Hjaltalín.

 


18.11.2010 08:03

Gott gengi hjá Snæfell/Skallagrím

17. nóvember 2010
Fjórði sigur Snæfell/Skallagríms í höfn.

Strákarnir í unglingaflokki mættu Blikum sem höfðu sigrað í einum leik og tapað í þremur, öfugt við Snæfell/Skallagrím sem höfðu sigrað í þremur en tapað í einum.
Guðni Sumarliðason og Birgir Pétursson sáu um stigaskorið í upphafi leiksins en þeir félagar skoruðu 18 fyrstu stigin. 

 

Eftir að heimamenn höfðu haft yfirhöndina 13-5 komust Blikar yfir 15-23 og Snæfell/Skallagrímsstrákarnir algjörlega meðvitundarlausir inná vellinum.  Eftir leikhlé heimamann náðu strákarnir að laga stöðuna og leiddu gestirnir 27-28 eftir fyrsta leikhluta.  Aftur í öðrum leikhluta komust Blikar vel yfir og leiddu mest með átta stigum 40-48. Egill og Hlynur Hreins sáu til þess að í hálfleik var jafnt 48-48.

 

Kristján Pétur Andrésson sem lítið hafði sést í fyrri hálfleik var mættur og stóð vaktina af stakri prýði í síðari hálfleik.  Hlynur Hreinsson var að leika skínandi vel og skoraði grimmt.  Snæfell/Skallagrímur komust yfir 60-54 og eftir það slepptu þeir aldrei forystunni, staðan 74-65 eftir þriðja leikhluta og voru loks allir leikmenn liðsins að spila saman sem eitt lið.  Áfram héldu heimamenn að bæta við og lokatölur 97-83.


 
Fjórði sigur Snæfell/Skallagríms í höfn


Næsti leikur hjá strákunum fimmtudaginn 18. nóvember í Keflavík klukkan 18:00.


 
Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Hlynur Hreinsson 23 stig, Kristján Pétur Andrésson 22, Birgir Pétursson 16, Guðni Sumarliðason 13, Egill Egilsson 12, Birgir Þór Sverrisson 10, Elfar Már Ólafsson 3 og Magnús Ingi Hjálmarsson náði ekki að skora en lék.  


 
Stigaskor Blika: Arnar Pétursson 26 stig, Ívar Hákonarson 17, Hraunar Guðmundsson 16, Arnar B. Jónsson 12, Hákon Bjarnason 10, Gústav Davíðsson 6, Helgi Jóhannsson 4, Ásgeir Nikulásson 2 og Eyþór Ellertsson 1.
 

Staðan í unglingaflokk karla

Nr. Lið                          U/T    Stig

1. Njarðvík                4/0   8
2. Snæfell/Skallagr    4/1   8
3. Haukar                 3/3   6
4. Valur/ÍR               3/2   6
5. Hamar/Þór Þ.        2/3   4
6. Fjölnir                  2/3    4
7. Breiðablik             1/4    2
8. Keflavik                1/4   2

 

IÞS

15.11.2010 07:51

Snæfell vann ÍR

Snæfell knúði fram sigur í lokin.ÍR tók á móti efsta liði deildarinnar Snæfelli en þar eru þeir með 10 stig eftir 5 sigra og 1 tap en ÍR í 11. sæti með 1 sigur og 5 tapleiki.


ÍR byrjuðu ferskir og voru greinilega hungraðir í fleiri stig og sigra í deildinni. Sóknarleikur þeirra gekk ágætlega upp en þeir þurftu meira að hafa fyrir varnarleiknum til að halda Snæfelli frá sér. Snæfellingar gerðu sig seka um einstaka slakar sóknir en þeir urðu að halda í við ÍR og máttu við fáum mistökum þar sem ÍR var að hitta vel. Fyrsti hlutinn var að mestu jafn og var ÍR að ná að leiða með mest 9 stigum 37-28 þar sem Kelly Biedler var að fara fyrir sínum mönnum með 14 stig. Egill Egils náði að smella einum ísköldum úr kælinum fyrir Snæfell og lagaði stöðuna 37-31 fyrir ÍR eftir fyrsta leikhluta.


ÍR var komið 10 stigum yfir 48-38 en Snæfell herti tökin og náðu með tímanum að síga aðeins nær eftir nokkur mistök ÍR en hægt þó þar sem góð skot voru ekki að detta Snæfelli í hag. Ryan Amoroso var sendur í sturtu eftir sína aðra óíþróttamannslega villu þar sem fáir gerðu sér grein fyrir hvað væri í gangi en Kristinn Óskarsson var með atvikið á hreinu sem fyrr og sendi stigahæsta mann Snæfells í bað. ÍR leiddi 58-53 í hálfleik og var þeirra stighæstur Kelly Biedler með 18 stig og næstur Matic Ribic með 10 stig. Í liði Snæfells var Ryan Amoroso með 18 stig og Sean Burton 11 stig.


Hann byrjaði lítið eitt kaflaskiptur en Snæfell virtist líklegt til að koma sér inn í leikinn og í stöðunni 69-58 var Emil Þór að detta í gang hjá Snæfelli og skoraði 8 stig á stuttum tíma en ÍR náði að halda sig eilítið frá þeim þó og um miðjann hlutann var staðan 71-65 en eftir góða pressuvörn Snæfells náðu þeir að brúa bilið betur 73-71 og jafna 73-73. Staðan var 78-73 fyrir lokafjórðunginn en ÍR hafði rétt sinn hlut eilítið eftir að eitt stykki Emil Þór hafði komið aftan að þeim með góðum leik. Sem fyrr var Kelly Biedler ásamt Nemjana Sovic að halda ÍR á floti.Eftir heilmikinn atgang var Snæfell að skríða nær og nær en mikið spennustig var í leiknum í fjórða hluta og voru til að mynda Sovic, Biedler og Kristinn hjá ÍR komnir með 4 villur. Þegar staðan var 84-79 fór Snæfell að pressa aftur og unnu sig bítandi inn i leikinn en Sean jafnaði með þrist 86-86 og Pálmi kom svo Snæfelli yfir 88-89. Snæfell komst í 90-97 og voru að spila allt annan leik en fyrtsu þrjá hlutana á meðan ÍR voru að ströggla á móti varnarleik Snæfells og boltinn ekki að detta í netið. Snæfell héldu haus og ÍR fóru að brjóta síðustu mínútuna og voru Snæfell þá komnir á þokkalegt skrið og sigruðu leikinn 94-107. Það var Emil Þór sem steig upp eftir brotthvarf Ryan Amoroso og setti púður í leik Snæfells.


Ekki var Live stat lifandi í Seljaskóla í kvöld en það kemur væntanlega á síðu KKÍ síðar en hér eru stig þeirra sem skoruðu í leiknum.

Hér er nánari tölfræði frá KKÍ


ÍR:
Kelly Biedler 30 stig. Matic Ribic og Nemjana Sovic 20 stig hvor. Vilhjálmur Steinarsson 9 stig. Níels Dungal og Hjalti Friðriksson 8 stig hvor. Kristinn Jónasson 3 stig.


Snæfell:
Sean Burton 26 stig. Nonni Mæju 22 stig. Emil Þór 21 stig. Ryan Amoroso 18 stig. Pálmi Freyr 12 stig. Atli Rafn og Egill Egils 3 stig hvor. Sveinn Arnar 2 stig.


Dómarar: Jón Bender og Kristinn Óskarsson.

 

Mynd/Myndasafn: Tomasz Kolodziejski hjá Karfan.is

 

Símon B. Hjaltalín.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22