Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

23.12.2010 11:49

U20 landslið í körfubolta

Ægir Þór Steinarsson er í úrtaki U-20 ára liðsins
Ægir Þór Steinarsson er í úrtaki U-20 ára liðsins
Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið 33 leikmenn til æfinga fimmtudaginn 30. des

Egill Egilsson og Kristján Pétur Andrésson Snæfell er báðir í hópnum

Þessi nýi æfingahópur og verkefnið sem liðið fer í næsta sumar er að mörgu leyti frábrugðið öðrum verkefnum sem eru í gangi á vegum KKÍ.

Markmið með U-20 ára landsliðinu er að skapa tækifæri fyrir alla bestu leikmennina undir 20 ára en ekki að halda sig eingöngu við elsta aldursárið þannig er t.d. valið í þennan fyrsta æfingahóp drengir fæddir 1991-1994.

21.12.2010 11:26

Snæfells stúlkur unnu Njarðvík

Unglingaflokkur kvenna sigraði Njarðvík.
Bergind Gunnars skoraði 20 stig

Stelpurnar höfðu fyrir leikinn sigrað alla sína þrjá leiki gegn, KR/Fjölnir, Keflavík, Haukum og nú mættu þær Njarðvíkurstúlkum.


 
Heimastúlkur opnuðu leikinn með körfu og fengu vítaskot að auki sem þær misnotuðu, eftir það kom 0-15 kafli hjá Snæfellsstúlkum sem var munurinn á liðunum framan af.  Allir leikmenn komu að stigaskorinu á þessum kafla og stelpurnar miklu sterkari en heimastúlkur.  Breyttur varnarleikur hjá Njarðvík hægði á leiknum og eftir að Snæfell höfðu komist í 12-31 löguðu heimastúlkur stöðuna en tvær góðar körfur frá Snæfell tryggði þeim 22-39 í hálfleik. 

 

Jafnt og þétt náðu Njarðvíkurstúlkur að minnka muninn, staðan 45-56 en þá komu fimm stig í röð frá Hildi Björgu og staðan eftir þrjá leikhluta 46-61.  Njarðvíkingar voru farnar að hitna fyrir utan þriggjastigalínuna en fjórar sóknir hjá þeim luku með skoti um leið og skotklukkann rann út.  Minnst náðu þær að minnka muninn í 49-59 en Helga og Berglind skoruðu fyrir Snæfell og héldu muninum í yfir tíu stig áfram.  Lokatölur 67-83.


 
Flottur útisigur hjá Snæfell á Njarðvík og eru stelpurnar efstar í unglingaflokki kvenna með fjóra sigra og ekkert tap.  Næsti leikur er gegn KR/Fjölnir 16. janúar í DHL-Höllinni klukkan 1830.


 
Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 20 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 18, Ellen Alfa Högnadóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12, Hrafnhildur SIf SÆvarsson og Sara Mjöll Magnúsdóttir 6, Aníta Rún Sæþórsdóttir 4 og Björg Guðrún Einarsdóttir 5.

 

Stigaskor Njarðvíkur: Dagmar Traustadóttir 18 stig, Eyrún Líf Sigurðardóttir 17, Heiða Valdimarsdóttir 15, Erna Hákonardóttir 10, Emelía Ó. Grétarsdóttir og Ína María Einarsdóttir 2 stig hvor. 

 

Umfjöllun: Ingi Þór Steinþórsson

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

21.12.2010 11:25

Snæfells strákar töpuðu fyrir Njarðvík

Tapleikur í Njarðvík hjá Unglfl.kk.

Strákarnir í unglingaflokki mættu til leiks á eftir leik Njarðvíkur og KFÍ í Iceland Expressdeild karla.  Njarðvík höfðu unnið 5 og tapað 1 fyrir leikinn en Snæfell/Skallagrímur unnið 4 og tapað 2, báðum á útivelli.


 
Strákarnir hófu leikinn mjög vel og sóttu hart á maður á mann vörn heimamanna þeir leiddu 6-16, dómgæslan var ekki að fara vel í heimamenn sem uppskáru tæknivíti mjög fljótlega eftir mistök með 24 sekúnda klukkuna og kveikti það í grænum.  Þeir sóttu hart að Vesturlandspeyjunum og minnkuðu muninn í 18-20 en staðan eftir fyrsta leikhluta 18-24 þar sem Hlynur Hreinsson var kominn á örskömmum tíma þrjár villur.  Njarðvíkingar hófu að pressa og spila svæðisvörn sem sló gestina algjörlega útaf laginu.  Tapaðir boltar og auðveldar körfur voru aðalsmerki leik Snæfells/Skallagríms. 

 

Njarðvíkingar sigu framúr og leiddu í hálfleik 45-38.  Magnað var að sjá hversu mikið hagnaðarreglan var notuð í leiknum en við förum ekki sunnar í þau mál.  
Snæfell/Skallagrímur misstu fljótlega Hlyn Hreins útaf með fimm villur og áttu strákarnir í miklum vandræðum með að leysa pressuvörn Njarðvíkinga og á skömmum tíma leiddu Njarðvíkingar 67-49.  Staðan eftir þriðja leikhluta 83-59 og gestirnir ekki að leysa verkefnin á gólfinu.  Varnarleikur Snæfell/Skallagríms var hræðilegur og gátu Njarðvíkingar leikið sér að því að skora að vild. Lokatölur 102-79.


 
Strákarnir hafa nú unnið fjóra leiki, alla á heimavelli og tapað þremur útileikjum.  Næsti leikur er gegn Hamar/Þór Þorlákshöfn 8. janúar í Hveragerði.

21.12.2010 11:23

Snæfellsmenn í útbreiðslustörfum

Ingi Þór, Ryan og Sean í grunnskólanum í Ólafsvík.

Þeir mætu menn Ingi Þór þjálfari Snæfells og leikmennirnir Ryan Amoroso og Sean Burton lögðu leið sína vestur Snæfellsnesið nánar tiltekið í grunnskólann í Ólafsvík síðastliðinn þriðjudag 14. des. 

Þar skelltu þeir sér í körfubolta með krökkum úr 5. bekk og upp í 10. bekk og ekki lét áhuginn og fjörið á sér standa hjá drengjum og stúlkum í Ólafsvíkinni og ekki fjarri því að þar leynist framtíðar körfuknattleiksfólk sem hugsanlega spilar fyrir Snæfell í framtíðinni líkt og Magni Hafsteinsson og Tómas Hermannsson svo við nefnum einhverjar stjörnur.

Frábært framtak hjá félögunum, vonandi verður framhald á þessu

 

 

 

 

 

 

 

17.12.2010 11:24

Snæfell lagði KR

Snæfell í jólafríið á toppnum

Snæfellingar gefa ekkert eftir á toppi IE-deildarinnar í körfubolta. Þeir sigruðu KR-inga í lokaleik fyrri helmings deildarkeppninnar í hörkuleik í Hólminum í gærkvöldi. Snæfell er nú með 20 stig í deildinni, hefur aðeins tapað einum leik til þessa. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir áramótin.

Leikurinn var mjög jafn allan fyrri hálfleikinn og Snæfell aðeins einu stigi yfir á hálfleik 42:41. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og voru komnir með góða forystu. Þá breyttu heimamenn um varnarskipulag og náðu að snúa leiknum sér í vil. Það var svo fyrrum KR-ingurinn í liði Snæfells, Pálmi Freyr Sigurgeirsson besti maður vallarins, sem gjörsamlega slökkti í gestunum og útkoman varð öruggur sigur Snæfells, 94:80.

 

 

 

"Við vorum tíu stigum undir, 61:71, og breyttum í svæðisvörn. Þá fóru hlutirnir að gerast við náðum vel saman, fórum að þétta vörnina og það var það sem skóp þennan sigur. Við vorum snöggir fram og fengum auðveldar körfur. Nú er mótið hálfnað og við í fyrsta sæti og við erum sáttir við það sem af er. Svo er það deildameistaratitillinn og síðan úrslitakeppnin sem er nýtt mót," sagði Pálmi Freyr sigurreifur að leik loknum.

 

Pálmi var mjög heitur í leiknum, setti niður sjö þrista af tíu og var með 28 stig, 5 fráköst og jafnmarkar stoðsendingar, stal 3 boltum. Sean Burton skoraði 21 stig, átti 8 stoðsendingar og stal 3 boltum. Ryan Amoroso gerði 15 og tók 11 fráköst, Emil Þór Jóhannsson gerði 13 stig, tók 7 fráköst, átti 6 stoðsendingar og stal 3 boltum.  Jón Ólafur Jónsson skoraði 7 stig, tók 6 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Sveinn Arnar skoraði 5 stig, Egill Egilsson 3 og Atli Rafn Hreinsson 2. Hjá KR var stigaskorið jafnt, Hreggviður Magnússon, Marcus Walker og Brynjar Þór Björnsson voru allir í kringum 15 stigin.

 

16.12.2010 10:23

KR stúlkur sterkari

KR stúlkur komu svífandi í Hólminn sem kom ekki á óvart þar sem mjög gaman er að skella sér á Snæfellsnesið í körfuboltaleik. Þar mættu þær Snæfelli í 6 .sæti en KR er í 3. sæti. Hólmarinn í KR Hildur Sigurðardóttir var ekki með þeim megin en hjá Snæfelli var Borgnesingurinn Rósa Indriðadóttir ekki með vegna meiðsla einnig.


Byrjunarliðin.
Snæfell:
Inga, Björg, Hildur, Sade, Berglind.
KR: Guðrún Gróa, Margrét Kara, Signý, Helga, Hafrún.Snæfell komst í 5-3 og voru ferskar á fyrsta skrefi. KR sýndu strax að þær væru ekki komnar til að vera í tengivagninum og voru komnar fljótt yfir 7-8 og svo 7-14. Guðrún Gróa og Margrét Kara voru að fara fyrir KR og voru þær yfir eftir fyrsta hluta 9-19. Hjá Snæfelli var engin að taka af skarið og voru að missa boltann illa frá sér.Snæfell sýndu kraft og dugnað þegar þær söxuðu á niður 19-23 með einbeittari vörn og pressu og voru virkilega að berjast fyrir hverjum bolta og KR brotnaði við það og misstu boltan í hendur Snæfell trekk í trekk. Það var hálfgerð leikleysa eins og einhver sagði seinni part annars hluta þegar mikið var að gerast en lítið um skot og stig. Snæfell hafði saxað á 21-25 þegar Margrét Kara setti góðann þrist fyrir KR og svo var staðan í hálfleik.


Stigahæstar liðanna í hálfleik voru hjá Snæfelli Sade Logan með 10 stig og Berglind Gunnars með 4 stig. Hjá KR Margrét Kara með 12 stig og Guðrún Gróa 7 stig.


Margrét Kara byrjaði seinni hálfleik á þrist og kom KR strax í fína stöðu 21-28 og juku þá forystu og voru komnar áður langt um leið í 31-46 þarsem títt nefnd Margrét Kara var í aðalhlutverki komin með 25 stig og 9 fráköst og staðan 42-52 eftir þriðja leikhluta. Inga Muciniece var að smella tveimur góðum þristum og sýndi að hún getur vel farið út fyrir þá línu. Margrét Kara hafði aftur að móti sett fjóra funheita til að keyra sitt lið áfram.


Í fjórða hluta sótti KR en meira á og voru að leiða leikinn með 10-15 stigum og héldu sínu striki. Snæfell börðust svona þolanlega en ekki nógu mikið púður var til í tunnunni svo að vel væri að þær gætu eitthvað náð að breyta einhverju í leiknum. KR sigraði svo 56-75.


Helsta tölfræði leikmanna.


Snæfell:
Sade Logan 20/6 frák. Inga Muciniece 10/7 frák. Alda Leif 8 stig. Berglind Gunnars og Björg Guðrún 6 stig hvor. Hrafnhildur Sif, Sara Mjöll og Helga Hjördís 2 stig hver og Helga bætti við 8 fráköstum. Aníta Rún, Ellen Alfa og Hildur Björg skorðuð ekki en Hildur tók 6 fráköst.KR:
Margrét Kara var í þrusustuði og setti niður 34 stig, 12 fráköst og 5 stoðs. Guðrún Gróa var gríðalega seig með 17/6 frák. Signý Hermanns 11/9 frák. Hafrún Hálfdánr 8 stig. Helga Einarsdóttir 7/11 frák. Bergdís Ragnarsd 2 stig. Aðalheiður, Kristbjörg, Sigríður, Rut, Ingunn og Þorbjörg skoruðu ekki.Dómarar leiksins: Einar Þór Skarphéðinsson og Björn Leósson.Símon B. Hjaltalín.

Mynd Þorsteinn Eyþórsson.


12.12.2010 12:15

Allt byrjunarlið Snæfells í Stjörnuleiknum


Þeir Nonni Mæju, Sean Burton og Ryan Amoroso voru í byrjunarliði Landbyggðarinnar sem Ingi Þór stýrði. Einnig voru í liðinu Pálmi Freyr og Emil Þór sem kom inn á síðsustu stundu en Ingi valdi til Emil Þór að fylla skarð Jóhanns Ólafssonar úr Njarðvík sem gat ekki verið með.Landsbyggðarliðið hafði betur
Lazar Trifunovic ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ
Í Stjörnuleiknum vann Landsbyggðarliðið Höfuðborgarsvæðaliðið með tveimur stigum 130-128. Leikurinn hófst með flugeldasýningu þar sem leikmenn voru á flugi og tróðu í gríð og erg.

Leikmenn beggja liða sýndu flotta takta og glöddu þá fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á völlinn.

Endaspretturinn var æsispennandi en Ægir Steinarsson fékk tækifæri að vinna leikinn í blálokin fyrir Höfuðborgarsvæðaliðið en hinn nýkrýndi þriggja-stiga kóngur geigaði á þrist og því fór svo að Landsbyggðarliðið vann 130-128.

Lazar Trifunovic var valinn maður leiksins en hann var sjóðandi en hann setti 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Hjá Höfuðborgarsvæðaliðinu var Kelly Biedler með 19 stig.

09.12.2010 21:30

Öruggt hjá Snæfell á móti Hamri

 

 

Snæfell mætti í ís og blómabæinn Hveragerði og lentu á heimavelli Hamars sem er að verða ein erfiðasta gryfja toppliðanna þetta tímabilið. Leikurinn byrjaði með að Snæfell leiddi fyrstu skrefin en Hamar jafnaði 7-7 og komust svo í 16-11. Eitthvað virtist Snæfell hikstandi á kafla í fyrsta hluta en eftir létt spjall við Inga Þór virtust peyjarnir rétta úr kútnum og komust yfir 16-18 áður en flautan gall eftir fyrsta fjórðung.


Eitthvað voru Hamarsmenn vankaðir eftir að Snæfell komst yfir að þeir bara hreinlega stoppuðu og Snæfell komust í 18-31 og voru þá búnir að ná 20-2 skorspretti. Þessari forystu héldu þeir og var Ryan alveg að fara á kostum kominn með 22 stig og 8 fráköst í hálfleik en staðan eftir að Emil Þór setti þrist undir lokin var 29-47 fyrir Snæfell sem voru ákveðnir í að láta heimavöll Hamars ekki trufla sig og koma brjálaðir til leiks eftir tapið gegn Njarðvík í bikarum. Andre Dabney var kominn með 12 stig og 5 fráköst.


Ljóst var að annar hluti var róður þungur fyrir Hamar eftir að Snæfell tók hann 29-13. Þriðji hluti spilaðist jafnt líkt og fjórði hluti en staðan eftir þriðja hluta var 48-67 og Snæfellingar voru farnir að leiða leikinn með 20-30 stigum og gáfu ekkert eftir. Það má segja að Hamar hafi verið skólaðir á einu augabragði og hreinlega bent á hverjir væru í efsta sæti deildarinnar.


Snæfell hafði svo 24 stiga öruggann sigur 99-75  þar sem Daníel átti síðustu körfuna í leiknum og var hún einstaklega falleg.


Ryan var í ruglinu í leiknum og skoraði 38 stig og tók 11 fráköst. Nonni setti 16/6 frák/4 stoðs. Emil 10/6 frák. Sean 7/8 frák/10 stoðs. Pálmi 8 stig. Egill 6 stig. Svenni og Atli 5 stig hvor. Kristján og Daníel 2 stig hvor en einstaklega falleg stig. Birgir og Hlynur spiluðu en skoruðu ekki.


Stigakor Hamars var:
Andre Dabney og Darri Hilmars 19 stig hvor. Hilmar Guðjóns 11 stig. Ellert Arnars 10 stig. Ragnar Nathanels og Savara Páls 8 stig hvor.Ítarlegri tölfræði


Dómarar voru Björgvin Rúnarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.


Glæsilegur sigur Snæfells sem á svo síðasta leik sinn á árinu við KR heima í Stykkis fimmtudaginn 16. des kl 19:15.


Mynd. Þorsteinn Eyþórsson.


Símon B Hjaltalín.

 

09.12.2010 09:23

Tap fyrir Keflavík

 


Keflavík í öðru sæti Iceland express deildar kvenna mættu galvaskar í Hólminn þar sem Snæfell í 6. sæti tóku á móti þeim.

 

Byrjunarliðin voru:
Snæfell:
Inga, Sade, Björg, Berglind, Hildur.
Keflavík: Bryndís, Pálína, Birna, Ingibjörg, Jacquline.Snæfellsstúlkur voru ekkert að leggjast í kör yfir sterku liði Keflavíkur heldur tóku vel á móti  og sýndu klærnar. Fyrsti hluti var jafn og skemmtilegur og mikill hraði einkenndi upphaf leiksins. Staðan var 21-24 fyrir Keflavík eftir fyrsta hluta en Snæfell hafði verið tæpu skrefi á undan í stöðunni 17-14 og náði Keflavík áhlaupi góðu og komust yfir í 17-19.Snæfell komst yfir í öðrum hluta 29-28 og voru mjög sprækar en Keflavík lagaði stöðu sína og settu Pálínu og Birnu aftur inn á. Birna Valgarðs sýndi mátt sinn og setti niður grimmt ásamt Jacquline. Keflavík komst svo 15 stigum yfir hægt og bítandi 40-55 en Berglind Gunnars setti svo góðann þrist og lagaði stöðuna 43-55 áður en flautað var til hálfleiks.
 


Atkvæðamestu leikmenn liðanna í hálfleik voru hjá Snæfelli Sade Logan með 15 stig og Berglind með 8 stig. Hjá Keflavík voru Jacquline með 20 stig og Birna með 16 stig.Snæfell náði að saxa á Keflavík 50-60 og þá tóku Keflavíkurstúlkur sprett og komust í 54-74 með harðri vörn og pressu. Pálína og Ingibjörg voru að stýra sínu liði vel á þessum kafla. Staðan eftir þriðja hluta var 58-82 fyrir gestina úr Bítlabænunm og voru þær að sækja í sig veðrið og auka forystuna nokkuð örugglega eftir að hafa byrjað sinn leik hægt í hálfann annan hluta þær voru svo búnar að koma sér í þægilega stöðu um miðjann fjórða hluta 68-97 og Snæfell átti litla von í að minnka þá forystu niður þó þær hafi byrjað af hörku og dugnaði í leiknum og átt góða sénsa. Keflavík sigraði svo örugglega 70-97 og halda áfram baráttu sinni á toppnum.Helsta tölfræði leikmanna.Snæfell:
Sade Logan 18/8 frák/4 stolnir. Inga Muciniece 12/8 frák/4 stoð. Berglind Gunnars 12 stig. Björg Guðrún 8/4 stoð. Hildur Björg 7/6 frák. Hrafnhildur Sif 5 stig. Rósa Kristín 4 stig. Sara Mjöll og Helga Hjördís 2 stig hvor og Helga 5 fráköst að auki. Alda Leif, Ellen Alfa og Aníta Rún skoruðu ekki.Keflavík:
Jacquline Adamshick 26/7 frák/7 stoð/3 stolnir. Birna Valgarðsd 23/5 stoð/3 stolnir. Pálína Gunnlaugsd 18/5 frák. Bryndís Guðmundsd 15/14 frák/7 stoðs. Ingibjörg Jakobsd 7/6 stoð. Hrund Jóhannsd 4/4 frák. Sigrún Albertsdóttir og Rannveig Randversd 2 stig hvor. Lovísa Falsd, Telma Lind, og Aníta Eva skoruðu ekki.Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Steinar Orri Sigurðsson.

 

Símon B. Hjaltalín.

05.12.2010 21:28

Njarðvík sló Snæfell út

Snæfell dottnir út úr bikarnum.

Njarðvíkurliðið mætti í Hólminn þar sem leikur við bikarmeistara Snæfells í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins beið þeirra. Njarðvíkingar eru eina liðið sem hefur lagt Snæfellinga í vetur í Iceland express deildinni sem var í Ljónagryfjunni en reyndu sig við heimavöll Hólmara þetta kvöldið. Dómarar voru Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Hreiðarsson en þeir voru að sprikla þrír inná og var þetta bara eins og NBA leikur.Byrjunarliðin voru.
Snæfell:
Nonni, Pálmi, Ryan, Emil, Sean.
Njarðvík: Friðrik, Guðmundur, Rúnar, Jóhann, Christopher.Ryan Amoroso byrjaði leik Snæfells á troðslu og voru Snæfellingar ívið sprækari á fyrstu sprettum leiksins og keyrðu meira á Njarðvík sem hittu ekki vel til að byrja með.  Staðan var þó 7-6 fyrir Snæfell þegar þeir tóku næstu 6 stig og komust í 13-6. Undir lok fyrsta hluta voru heimamenn svo að gæla við 10 stiga forystuna 26-15. Jóhann Ólafs var með helsta lífsmarki grænna ásamt Chris Smith en lítið flæði var sóknarlega þeim megin. Hjá hvítum voru Nonni Mæju og Ryan þeirra helstu vopn en staðan var 28-20 eftir fyrsta hluta fyrir Snæfell.


Njarðvíkingar komu til baka með 9-0 kafla og löguðu stöðuna 32-29 og jöfnuðu svo leikinn 32-32 og voru ákveðnari í öllu sínu og var Chris Smith heitur ásamt Guðmundi Jónssyni sem setti stórar körfur. Ryan uppskar tæknivillu eftir mótmæli í öðrum hluta og Jóhann Ólafs fékk að líta eitt stykki óíþróttamannslega villu. Snæfelli gekk hins vegar ekki nægilega vel varnarlega en hékdu sér þó tæpu skrefinu á undan í skori þangað til Njarðvík komst einu stigi yfir 45-46. Mikil barátta einkenndi annan hluta og náðu heimamenn að komast yfir á síðustu sekúndunum og leiddi í hálfleikinn 54-51.


Stigahæstir í hálfleik voru hjá Snæfell voru Ryan með 17/8 fráköst, Sean 13 stig og Nonni 12/4 frák. Hjá Njarðvík voru Christopher Smith með 17/10 frák, Jóhann 11 stig og Guðmundur 9 stig.Njarðvík komu hressari úr leikhléinu og voru að leiða leikinn í upphafi og virtust heldur líklegri til að ná tökum á leiknum en Sean nokkur Burton setti niður þrist af langfæri 64-64 og fékk villu að auki og kom Snæfelli yfir 65-64 með þeim 4 stigum. Eftir það var leikurinn jafn í þriðja hluta en Magnús Gunnarsson kom Njarðvík yfir 74-76 sem var staðan fyrir lokaátökin.Leikurinn spilaðist jafn og örugglega hjá báðum liðum. Nonni Mæju setti þrjú stig í stöðuna 87-83 og Ryan tvö að auki af vítalínunnni og staðan var 89-83 þegar Njarðvík missti bæði Christopher Smith og Friðrik Stefánsson útaf með 5 villur. Þetta skarð var þeim of mikið þegar um 4 mín voru eftir og Snæfell með forystuna. Guðmundur Jóns fór þá mikinn með tvo þrista og reynda að halda öllu í gangi sín megin og Njarðvík saxaði á 92-91.


Lokamínútan var allsvakaleg í stöðunni 95-93 fyrir Snæfell setur Guðmundur niður svakalegann þrist og staðan 95-96. En Snæfell lagar svo á vítalínunni 97-96. Sean fer útaf með 5 villur þegar 8 sek eru eftir og Maggi Gunnars fær tvö víti sem hann setti niður og staðan 97-98 fyrir Njarðvík.  Snæfell á innkast á miðju og fær Pálmi boltann og Njarðvík nær boltanum eftir missheppnað lay-up og leikurinn endaði 97-98 fyrir Njaðrvík sem sló bikarmeistarana út og eru komnir í 8 liða úrslitin í Poweradebikarnum.

 

Helsta tölfræði leikmanna.


Snæfell setti nðiur 35 stig af vítalínunni með 83% nýtingu á meðan Njarðvík fékk niður 11 af þeirri línu.Snæfell:
Ryan Amoroso 28/14 frák. Sean Burton 21 stig. Nonni Mæju 19/8 frák. Emil Þór 11 stig. Pálmi Freyr 10 stig. Atli Rafn og Egill Egils 3 stig hvor. Sveinn Arnar 2 stig.


Njarðvík:
Christopher Smith 29/13 frák. Guðmundur Jónsson 21/6 stoðs. Jóhann Árni 14/6 frák. Magnús Gunnarsson 9 stig. Lárus Jónsson 6/5 frák/5 stoðs. Páll Kristinsson 6/7 frák. Friðrik Stefáns og Rúnar Ingi 5 stig hvor. Kristján Rúnar 3 stig.Símon B. Hjaltalín.

30.11.2010 17:50

Troðslukeppni KKÍ og PEAKPEAK troðslukeppnin 2010
Stjörnuleikshátíð KKÍ fer fram 11. desember næstkomandi í Seljaskóla. Troðslukeppnin verður á sínum stað og þetta árið er hún í boði Súperskór sf. sem er með umboð fyrir Peak körfuboltaskó á Íslandi, sjá nánar á www.superskor.is.

Vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem fer með sigur af hólmi:

- 25.000 kr. vöruúttekt hjá Peak
- Styrktarsamningur við Peak fyrir tímabilið 2011-2012
- DVD diskur með öllum troðslum sigurvegarans í keppninni frá Leikbrot.is

Skráning fer fram hjá Körfuknattleikssambandi Íslands í gegnum tölvupóst á kki@kki.is.

30.11.2010 17:20

Snæfells stelpurnar unnu Hauka

Unglingafl. kvenna sigruðu Hauka

Unglingaflokkur kvenna sóttu heim Haukastúlkur sem höfðu sigrað þrjá fyrstu leiki sína og voru því líkt og Snæfellsstúlkur ósigraðar.
 


Snæfellsstúlkur voru grimmari aðilinn í þessum leik en slök hittni hjá báðum liðum var aðalsmerki leiksins.  Það var sama í hvernig færi stelpurnar voru, boltinn var ekki að detta.  Hrafnhildur Sif og Berglind Gunnars sáu um stigaskorunina fyrir Snæfell þegar þrettán fyrstu stigin komu í hús, staðan 6-13.  Björg Guðrún setti þrist og staðan 10-16 eftir fyrsta leikhluta.  Snæfellsstúlkur voru duglegar að næla sér í villur og voru stelpurnar í stóru stöðunum allar komnar tvær og þrjár villur. 

 

Í öðrum leikhluta var jafnræði á með liðunum en Hildur Björg og Sara Mjöll skoruðu ásamt Berglindi í leikhlutanum og leiddu Snæfell 22-28 í hálfleik.  Snæfellsstelpur byrjuðu þriðja leikhluta sterkt og skoruðu þær mikið af vítalínunni þar sem Haukastúlkur og þjálfari voru ósáttar við villurnar sem þær voru að fá og fá ekki, 0-18 áhlaup Snæfells kom þeim í 22-46 en staðan eftir þriðja leikhluta 29-50. 

 

Margrét og Lovísa voru ekki tilbúnar að tapa svo stórt og bitu frá sér með góðum körfum, þrjár þriggja stiga í röð og sniðskot, kom muninum niður í tólf stig 40-52.  Hrafnhildur Sif setti þá niður þrjár góðar körfur ásamt þeim Berglindi og Hildi Björgu og sigldu stelpurnar öruggum sigri í hús 54-64.


 
Snæfelsstelpurnar eru því ósigraðar á toppi unglingaflokks kvenna en næsti leikur er gegn Njarðvíkurstúlkum föstudaginn 10. desember klukkan 1800 á útivelli þar sem strákarnir leika beint á eftir.
 


Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 24 stig, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 15, Hildur Björg Kjartansdóttir 14, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir 4, Björg Guðrún Einarsdóttir 3 og þær Aníta Rún Sæþórsdóttir, Ellen Alfa Högnadóttir og Auður Bárðardóttir spiluðu en skoruðu ekki.


 
Stigaskor Hauka: Lovísa Henningsdóttir 21 stig, Margrét Hálfdánardóttir 16, Auður Ólafsdóttir 6, Inga Sif 5, Krstjána Ægisdóttir og Ina Sturludóttir 2.  Eydís náði ekki að skora.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22