Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

14.01.2011 15:46

Snæfell - Haukar í kvöld


Unglingaflokkur kvenna í körfu tekur á móti Haukum í bikarleik kl 19:45 í íþróttahúsinu Stykkishólmi í kvöld föstudaginn 14. janúar.

 

Mætum og styðjum stelpurnar áfram í keppninni.

 

 

13.01.2011 15:35

Víkingur lagði Smára

Víkingur byrjar vel á nýju ári í körfuboltanum þar sem þeir mættu Smára frá Varmahlíð í íþróttarhúsi Kennaraháskólans seinasta laugardag 8. janúar og báru sigur úr býtum 65-67 í hörkuspennandi leik. Leikurinn  var mjög jafn og spennandi en ekki var skorað mikið í leiknum og staðan í hálfleik var 34-31 Smára í vil. Í vetur hefur 3. leikhluti reynst Víkingum mjög erfiður og hafa leikirnir oftast tapast þar sem tapast hafa. En nú ákváðu Víkingar að það skyldi nú ekki  ské og unnu leikhlutann 16-22 og voru þar með yfir 50-53. Fjórði leikhluti var svo æsispennandi en Víkingar náðu góðri forystu og komust mest 8 stigum yfir. En þá rönkuðu Smáramenn við sér og náðu að jafna leikinn þegar 14 sekúndur voru eftir. Fóru þá Víkingar  í sókn sem endaði með því að aldursforsetinn Hjörtur Ragnarsson skoraði góða 2 stiga körfu og komu Víkingi í 65-67, góð sókn hjá Víkingi. Smáramenn fengu reyndar tæpar tvær sekúndur til þess að eiga seinasta orðið en Víkingar spiluðu góða vörn og ekkert varð  úr hjá Smáramönnum og Víkingar tóku þar með sigurinn. Sætur sigur hjá Víkingi Ólafsvík staðreynd þar sem liðsheildin vann leikinn, og þar með standa Víkingar með 3 sigurleiki og 5 tapleiki í deildinni.
Seinast þegar þessi lið áttust við hér í Ólafsvík fóru Smáramenn með sigur af hólmi 51-71, meðfylgjandi mynd var tekin þegar sá leikur fór fram.
Næsti leikur verður svo núna á laugardaginn 15.janúar hér í íþróttahúsi Snæfellsbæjar kl.15:00 gegn UMF Bolungarvík en þar eiga Víkingar einmitt líka harma að hefna. Allir á völlinn og styðja strákanna.
Frétt úr Jökli


13.01.2011 07:09

Snæfell vann Hauka

Kvennalið Snæfells kláraði Hauka 73-72 í æsispennandi leik sem réðist á lokamínútunum en Monique Martin setti niður vítaskot þegar 23 sekúndur voru eftir og þar réðust úrslitin. Glæsilegt hjá liðinu að berjast fyrir þessum sigri sem dugði þó ekki til að ná í A-riðilinn en uppá vantaði 11 stig til eiga ennþá séns. Snæfell hefði þurft að vinna með 12 stigum og vinna næsta leik og vona að Haukar tapa sínum. En það skyggir ekki á flotta frammistöðu kvöldsins og eru Snæfellsstúlkur í efsta sæti B-riðils í staðin og ætla sér í úrslitakeppnina hvað sem að kostar.......

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson


11.01.2011 12:39

ActavismótiðMinni bolti 1-3 bekk og 4-6 bekk á Actavismóti

Fleirri myndir á

http://karfan.is/myndir/myndir/id/614

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

myndir: Sigrún Hinriksdóttir / Guðrún Svana Pétursdóttir


11.01.2011 10:44

Stjörnuleikur kvenna, Björg í 3 stigakeppni


Stjörnuleikur kvenna fer fram laugardaginn 15. janúar, Ásgarði Garðabæ. Að venju verður efnt til Þriggjastiga-skotkeppni og munu 16 leikmenn taka þátt að þessu sinni en það eru þær sem hafa bestu prósentu nýtinguna í deildinni.

Björg Guðrún Einarsdóttir tekur þátt í 3ja stiga keppninni en engin hefur verið valin ennþá úr röðum Snæfells til að spila í leiknum en netkosningin er rétt búin og velja þjálfarar liðanna 7 leikmenn til viðbótar við þá 5 sem eru valdir í byrjunarliðið í netkosningu. Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamars sér um lið Landsins á móti Reykjanes....... 

Kemur einnig fram á kki.is

10.01.2011 08:13

Snæfell úr leik

Snæfellsstúlkur fengu heimaleikinn í 8 liða úrslitum Poweradebikarsins og mótherjar þeirra urðu efsta lið Iceland express deildarinnar Hamar.

 

Byrjunarliðin:

 

Snæfell: Monique, Björg, Hildur, Berglind,

Hamar: Slavica, Jaleesa, Kristrún, Íris, Fanney.

 

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Davíð Tómasson.

 

Liðin voru jöfn á upphafsmínútunum og varð staðan strax 4-4. Hamar nýttu sér þá að Snæfell missti boltann nokkuð og  leysti illa pressu og komust í 4-11. Snæfell náði þá að klóra í bakkann og söxuðu á 10-13. Snæfell hafði þó ekki nema tvo leikmenn sem skoruðu í fyrsta hluta þær Monique og Hildi Björg og staðan 10-20 fyrir Hamar þar sem Slavica og Jaleesa fóru fyrir stigaskori þeirra.

 

Hamar hélt forystu sinni 7-10 stig í öðrum hluta þó Snæfellsstúlkur gerðu sig líklegar til að gera áhlaup öðru hvoru þá voru þær að missa boltann alltof oft til að ná að klára sóknir sínar. Svo fór að staðan í hálfleik var 27-43 fyrir Hamri og virtust þær bara vera að auka forskotið hægt og rólega.

 

Í hálfleik var Monique Martin komin með 16 stig og 7 frák fyrir Snæfell og hjá Hmari var Jalessa Butler komin með 16 stig og 8 fráköst og Slavica Dimovska 14 stig.

 

Áður en langt um leið á þriðja leikhluta voru Hamarsstúlkur svo til komnar í gírinn og voru að kitla 30 stiga muninn 36-64. Snæfell setti þá upp pressu og náðu næstu 8 stigum 44-64.  Staðan eftir þriðja hluta var 49-70 fyrir Hamar.

 

Snæfell náði ekki þeim sprettum sem þurftu til að knýja frekari dyra í þessum leik þar sem munurinn var of mikill til að Hamar léti hann frá sér auðveldlega. Snæfell leyfðu þó ekki frekari forystu Hamars að verða mikið meiri í fjórða hluta og börðust ágætlega. Hamar flaug að endingu sannfærandi í undanúrslit Poweradebikarsins með sigri 71-94.

 

Helsta tölfræði leikmanna:

 

Snæfell:

Monique Martin 36/14 frák. Helga Hjördís 8/6 frák. Björg Guðrún 8/4 frák. Hildur Björg 6/7 frák. Berglind Gunnars 5 stig. Sara Mjöll 4/7frák. Alda Leif 2 stig. Ellen Alfa og Aníta Rún 1 stig hvor. Sunna Rós skoraði ekki.

 

Hamar:

Jaleesa Butler 29/15 frák/4 stoð. Slavica Dimovska 26/4 frák/5 stoðs. Kristrún Sigrjónsd 22/4 frák/4 stoðs. Fanney Guðm 7/10 frák. Guðbjörg Sverrisd 6 stig. Jenný Harðard og Íris Ásgeirsd 2 stig hvor. Rannveig, Kristrún Rut, Adda María og Bylgja Sif skoruðu ekki.

 

Símon B. Hjaltalín.

 

06.01.2011 21:25

Enn sigrar Snæfell

Úrslit: Níu í röð hjá Snæfell
06 01 2011 | 21:05

Úrslit: Níu í röð hjá Snæfell

 
Heil umferð var á dagskránni í Iceland Express deild karla í kvöld og eru enn tveir leikir í gangi. Þremur leikjum var að ljúka þar sem KR, Snæfell og Keflavík höfðu öll góða sigra og Snæfell vann þar með sinn níunda deildarsigur í röð.
Stjarnan 76-95 KR
Justin Shouse með 19 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Stjörnunni. Í liði KR var Pavel Ermolinskij með 24 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar.
 
Snæfell 97-86 Fjölnir
Ryan Amoroso gerði 27 stig og tók 16 fráköst hjá Snæfell. Hjá Fjölni var Brandon Springer með 20 stig og 10 fráköst.
 
ÍR 88-112 Keflavík
James Bartolotta gerði 26 stig hjá ÍR og Kelly Biedler var með myndarlega tvennu, 16 stig og 16 fráköst. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilhjálmsson glimrandi leik með 27 stig, 9 fráköst og 12 stoðsendingar. Þá var nýji liðsmaður Keflavíkur Thomas Sanders með 24 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Í gangi eru nú leikir Tindastóls og KFÍ og svo Hauka og Hamars. Staðan í viðureign Tindastóls og KFÍ þegar þetta er ritað er 40-32 Tindastól í vil og í Hafnarfirði leiða heimamenn 66-61.
 
Þá vann Grindavík Njarðvík fyrr í kvöld 86-78.
 
Nánar síðar.

Mynd/ Ingi Þór þjálfari Snæfells hefur vel efni á því að splæsa í eitt bros eða tvö þessi misserin.
 

06.01.2011 16:19

Snæfells stúlkur byrja vel á nýju ári

Glæsilegur sigur hjá Snæfellsstúlkum.

 

 

Það var jafn leikurinn í upphafi hjá Snæfelli þegar þær mættu í Grafarvoginn og heimsóttu Fjölnisstúlkur í Iceland exoress deild kvenna. Snæfellsstúlkur voru mættar með Monique Martin sem lenti á klakanum í dag.

 

Byrjunarlið leiksins.

Fjölnir: Natasha, Eva María, Inga Buzoka, Birna Eiríks, Erla Sif.

Snæfell: Berglind Gunnars, Björg Guðrún, Helga Hjördís, Hildur Björg, Monique Martin.

 

Monique og Berglind tóku leik Snæfells í sínar hendur og skiptust nánast á að skora fyrir þær í fyrsta hluta. Natasha Harris var Fjölnisliðsins helsti skorari og staðan var 18-19 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta.

 

Björg Einarsdóttir kom Snæfelli í 24-28 með góðum þrist og í kjölfarið komust þær í níu stiga forystu 26-35 með góðu framlagi liðsins. Inga Bozoka og Natasha Harris f´rou fyrir Fjölni en lítið bar á framlagi frá fleirum sem vantaði kannski örlítið. Engu að síður söxuðu Fjölnir á niður í eitt stig áður en flautað var til hálfleiks og Snæfell að klaufast eitthvað í sínum leik eftir góðann sprett. Staðan var 34-35 í leikhlé þar sem þær stöllur Inga og Natasha voru komnar með sín hvor 14 stigin fyrir Fjölni og í liði Snæfells var Monique með 12 stig, Berglind 8 stig og Björg 5 stig.

 

Leikurinn hélst hnífjajfn í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir jafnaði 41-41 og eftir það tóku Snæfellsstúlkur smá stökk og komust í 45-52 og voru svo 6 stigum yfir eftir þriðja hluta 48-54.

 

Eftir þrjú vítaskot frá Hildi Kjartansdóttur komust Snæfellingar í níu stiga forystu 52-61 og svo strax 52-65 og virtust ekki ætla að gefa neitt eftir þegar leið á fjórða hlutann. Svo fór að Fjölnir gafst upp og Snæfellsstúlkur enduðu flottann leik á að gefa í og setja niður 14 á móti 5 stigum Fjölnis og heil 25 stig á móti 9 í fjórða hluta og sigruðu leikinn sannfærandi 57-79. Monique Martin kom með látum inn í deildina aftur með 30 stig og 15 fráköst.

 

Helsta tölfræði leikmanna:

 

Fjölnir: Natasha Harris 23/10 frák/6 stoðs/6 stolnir. Inga Buzoka 22/12 frák. Birna Eiríksd 10/3 frák. Erla Sif 2/4frák.

 

Snæfell: Monique Martin 30/15 frák/3 stoðs. Berglind Gunnarsd 18/3 frák/3 stoðs. Helga Hjördís10/10 frák/3 stoðs. Hildur Björg 7/6 frák. Björg Guðrún 7 stig. Ellen Alfa 4 stig. Alda Leif 2 stig. Hrafnhildur Sif 1 stig.

 

Nánari tölfræði leiksins á kki.is

Myndasafn eftir Tomasz Kolodziejski

 

Símon B. Hjaltalín.

Mynd: Tomasz Kolodziejski af Karfan.is

05.01.2011 10:58

Ingi besti þjálfarinn

Uppgjör fyrri hluta Iceland express deildanna.

 

Eftirtaldir leikmenn og þjálfarar hlutu verðlaun.

Úrvalslið Iceland Express-deildar kvenna
1. Pálína Gunnlaugsdóttir - Keflavík
2. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir - KR
3. Margrét Kara Sturludóttir - KR
4. Bryndís Guðmundsdóttir - Keflavík
5. Jaleese Butler - Hamar

Besti þjálfarinn:
Ágúst S. Björgvinsson - Hamar

Dugnaðarforkur/Besti varnarmaður:
Jacquline Adamshick - Keflavík

Besti leikmaður í umferðum 1-11:
Jaleese Butler - Hamar

Úrvalslið Iceland Express-deildar karla
1. Pavel Ermolinskij - KR
2. Ægir Þór Steinarsson - Fjölnir
3. Hörður Axel Vilhjálmsson - Keflavík
4. Jón Ólafur Jónsson - Snæfell
5. Lazar Trifunovic - Keflavík

Besti þjálfarinn:
Ingi Þór Steinþórsson - Snæfell

Dugnaðarforkur/Besti varnarmaður:
Ryan Pettinella - Grindavík

Besti leikmaður í umferðum 1-11:

Pavel Ermolinskij - KR

 

03.01.2011 13:30

Firmamót Snæfells


Firmakeppni Snæfells. -umfjöllun-

Firmakeppni Snæfells var haldin 28.des, 9 lið voru skráð til leiks í tveimur riðlum.

Dekk og smur sem var skipað örvhentum og loðnum einstaklingum. Þeir sýndu oft góða takta enda voru þeir búnir að æfa mikið fyrir mótið.

Íslenska Gámafélagið var skipað af "Pabba" allra gáma í Stykkishólmi honum Gunna Jóns og öllum börnunum hans. Þau áttu fína spretti og unnu tvo leiki og töpuðu einum naumlega, ef Kiddi Rauði hefði verið með þá hefðu þau komist í úrslit. Skora á Gunna að taka hann með í næstu keppni.

 

Næst í röðinni er Olís með stórskyttuna og varnartröllið Gumma á bensó. Með honum í liði voru nokkrir spilarar sem hafa átt betri daga, það var greinilegt að Dekk og Smur fékk alla tímana í íþróttahúsinu, Olís hefðu mátt fá einn til að æfa smá. En Olís vann einn leik og voru nálægt einum til viðbótar. Þeir koma dýrvitlausir á næsta mót.

 

Palli Sig, er liðið hans Palla Sig. íþróttaráðherra Stykkishólms. Hann komst því miður ekki að kvetja sitt lið í ár. En stefnir á að mæta 2030. Liðið var skipað vaxtarætkartröllum, bankastarfsmönnum og ps3-spilurum. Þeir fóru í úrslitaleikinn og áttu góðan sjens þar. Fínasta lið sem hefði átt að láta Adda Páls skjóta meira.

Síðasta lið A-riðils heitir Strumparnir, eigandi liðsins fannst það við hæfi þar sem enginn meðlimur liðsins náði yfir 155 cm. Þeir voru komnir á þetta mót til að hafa gaman og skemmta áhorfendum. Það varð raunin. Það sem einkenndi lið stumpanna var sprengikraftur. Þeir töpuðu öllum sínum leikjum en sýndu góða takta á köflum.

 

Þá erum við komin í B-riðil Efstir á blaðið þar var Mjöður ehf. Miði mjöð mjeð...já já við vitum öll hvaða lið það er. Bjórinn okkar hólmara. Þetta lið var skipað flottum leikmönnum og var maður mótsins í liðinu. Þeir fóru í úrslitaleikinn.

Útg. Arnars eru næstir, þau mættu til móts með ágætlega sterkt lið og voru miklar skyttur fyrir utan þriggja stiga línuna. Þau töpuðu reyndar öllum leikjunum í riðlinum enda gríðarlega sterkur riðill.

 

Þá er komið að frændum okkar í Ólafsvík eða Fiskmarkaði Íslands. Þeir mættu í þessum fínu búningum með nokkrar svakalegar byssur á borð við Lauga Rabba og Tóta. Undir körfunni var Mímir tilbúinn í allt. Þeir áttu fínt mót og spiluðu um 5.sætið.

Síðastir en alls ekki sístir voru það lögreglumennirnir okkar, þeir voru með svakalegt lið. Fyrrverandi landsliðsmenn og miklar fótboltastjörnur. Þar af tveir markmenn, hvað er það? Þeir sýndu okkur góða takta þó svo að formið hafi verið að stríða þeim á löngum köflum. Þeir fóru í undan úrslit og sigurvegari þriggja stiga keppninnar kom úr þeirra röðum. Jón Detlef Eyþórsson.

Þá er búið að fara yfir þessi 9 lið sem tóku þátt.

 

Í 9. sæti enduðu Strumparnir.

8. sæti Útgerð Arnars

7. sæti Olís

6. sæti Íslenska Gámafélagið

5. sæti Fiskmarkaður Íslands

3.-4. sæti Dekk og Smur / Lögreglan

2. sæti Palli Sig.

1. sæti Mjöður ehf.

 

Við viljum þakka þeim sem komu í stúkuna að horfa og auðvitað liðunum sem tóku þátt.

 

Kkd Snæfells þakkar fyrir sig, góðar stundir.

Hér fyrir neðan má sjá alla leiki mótsins.

 

F.h Snæfells

Gunnlaugur Smárason.

 Nánar á Snæfell.is


29.12.2010 20:17

Breytingar hjá kvennaliði Snæfells


Tveimur leikmönnum kvennaliðs Snæfells hefur verið sagt upp samningi en þær Inga Muciniece og Sade Logan munu ekki mæta í Hólminn á nýju ári vegna þess.

 

Leit stendur yfir að einum erlendum leikmanni í kvennaliðið en ákveðið hefur verið að fara sér hægt í þeim efnum og gera vel á þessum tímum og spurning hvort það náist fyrir fyrsta leik liðsins 5. janúar gegn Fjölni eða ekki.

29.12.2010 20:15

Snæfellingar í Unglingalandslið


Í kringum hátíðarnar eru æfingar hjá landsliðum Íslands í körfu og eigum við Snæfellingar fulltrúa í nokkrum hópum ásamt því að Ingi Þór Steinþórsson er þjálfari U16 landsliðs drengja. Æfingar standa yfir á milli jóla og nýárs og óskum við þeim góðs gengis á sínum æfingum sem vonandi gefa góð fyrirheit. 

 

U15 og U16 landslið stúlkna: Aníta Rún Sæþórsdóttir.

U18 landslið kvenna: Berglind Gunnarsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir.

U20 landslið karla: Egill Egilsson og Kristján Pétur Andrésson.

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32