Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

04.02.2011 08:58

Snæfell bætir við leikmanni


Nýr leikmaður hefur verið ráðinn til karlaliðs Snæfells til að styrkja liðið enn frekar. Zeljko Bojovic heitir kappinn og kemur frá Serbíu og er fæddur 1981. Bojovic er 200 cm hár og hefur leikið víða í Evrópu við góðann orðstír, þykir duglegur og alhliða leikmaður sem kemur til með að nýtast Snæfelli vel á seinni sprettinum. Bojovic lék síðast í Rúmeníu með Timisoara. Vonir eru bundnar við að leikmaðurinn verði kominn í næsta leik liðsins þegar Snæfell fer í heimsókn til Grindavíkur 10. febrúar n.k.

 

 

04.02.2011 08:58

Snæfell áfram á toppnum

Snæfell gefa ekki toppsætið eftir.

Snæfell sem leiða Iceland express deildina með naumasta mun tóku á móti stígandi liði Tindastóls sem komust að norðan yfir Laxárdalsheiðina í Stykkishólm. Í liði Snæfells var hinn mikli baráttujaxl Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari kvennaliðsins kominn á skýrslu en Ryan Amoroso sem fyrr að ná sér góðum af meiðslum.

 

Byrjunarlið leiksins.

Snæfell: Nonni, Pálmi, Sveinn, Emil, Sean.

Tindastóll: Helgi Freyr, Friðrik, Svavar, Dragoljub, Sean.

 

Tindastóll átti fyrstu stig leiksins, byrjuðu af krafti og keyrðu upp tempóið í leiknum. Snæfell hins vegar réðu við þann leik og komust strax í 7-2. Leikurinn jafnaðist fljótt og var staðan 13-13 þegar rúm mínúta var eftir af fyrsta hluta en 18-18 var staðan þegar fjórðungnum lauk. Dragoljub Kitanovic og Hayward Fain stjórnuðu leik norðanmanna en hjá Hólmurum voru efstir á blaði Nonni Mæju og Pálmi Freyr.

 

Þegar staðan var 26-26 var leikurinn í þvílíkum járnum að þetta var stál í stál og mikill "karakter" í liðunum sem spiluðu hraðann bolta. Snæfellingar misstu þá Emil Þór útaf í meiðsli en hann tognaði aftan í kálfa. Þeir spýttu samt í lófana, ekki í alvöru þó, en bættu  í leikinn og tókst að vera yfir í hálfleik 37-30 og hressandi leikur í gangi í Hólminum.

 

Hjá Snæfellingum var Jón Ólafur kominn með 10/7 frák, Pálmi Freyr 9 og Sean 7. Innkomu Snæfells í öðrum hluta átti þó Daníel Kazmi sem kom og tók 5 fráköst á þeim 6 mín sem hann var búinn að spila. Hjá Tindastól voru þrír búnir að skora í liðinu Kitanovic 13/7 frák. Hayward Fain 11 og Sean Cunningham 6.

 

 

Tindastóll jafnaði strax í upphafi þriðja hluta 37-37 og gaman að sjá baráttuna sem býr í því liði. Snæfell bitu þó frá sér strax og komust í 46-37. Friðrik Hreinson sá til þess með þremur þristum að halda sínu liði við efnið en Nonni, Sean og Pálmi svöruðu hinu megin.

 

Friðrik Hreinsson lét svo flauta sig út úr leiknum í þriðja hluta með óíþróttamannslegri villu, broti á Sean Burton í þriggja stiga skoti sem hann fyldi eftir með tæknivillu fyrir kjaftbrúk. Sean aftur á móti hrökk í gang og var kominn með 22 stig áður en leikhlutinn var úti og Snæfell leiddi naumt 68-62.

 

Tindastóll gerði áhlaup í uppahfi fjórða hluta líkt og áður og náðu fyrstu fjórum stigum leiksins og náðu að saxa á 68-66. Líkt og áður í leiknum settu Snæfell stoppmerkið upp og komust í 81-68 með flottum sóknarleik frá Nonna og félögum.

 

Dæmd var tæknivilla á bekkinn hjá Tindastóli eftir smá samtal um tímavörslu en Tindastóll voru ekki langt á eftir Snæfelli 85-75, fjör og stuð, troðslur frá Svenna og Nonna Snæfellsmegin og Hayward Fain og Kitanovic Tindastólsmegin. Tindastóll nálgaðist svo 86-81 en ekki þegar Daníel Kazmi er í húsinu sem setti sjóðheitann þrist á góðu augnabliki og annann til. Snæfell sýndu mikinn "karakter" eftir tap úr síðasta leik, tók svo sigurinn heim eins og sagt er 99-85 og fá að sitja einir á toppi deildarinnar.

 

Dómarar leiksins: Einar Þór Skarphéðinsson og Davíð Hreiðarsson.

 

Tölfræði leikmanna.

 

Snæfell:

Sean Burton 35/7 frák/7 stoðs. Jón Ólafur Jónsson 25/11 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 frák/7 stoð. Sveinn Arnar Davíðsson10/9 frák/4 stoðs. Daníel Ali Kazmi 6/5 frák. Emil Þór Jóhannson 5. Atli Rafn Hreinsson 2. Guðni Sumarliðason 0. Magnús Ingi Hjálmarsson 0. Egill Egilsson 0. Birgir Pétursson 0. Baldur Þorleifsson 0.

 

Tindastóll:

Dragoljub Kitanovic 30/9 frák/6 stolnir.  Hayward Fain 24/10 frák/5 stoðs/4 stolnir. Friðrik Hreinsson 11/3 frák. Sean Cunningham 9/6 stoðs/5 stolnir. Helgi Rafn Viggósson 8/4 frák. Hreinn Gunnar Birgisson 3. Jónas Rafn Sigurjónsson 0. Ingvi Rafn Ingvarsson 0. Helgi Freyr Margeirsson 0. Svavar Atli Birgisson 0. Halldór Halldórsson 0.

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir. Þorsteinn Eyþórsson.

 

02.02.2011 08:52

Strákanir í 8fl í 2 sæti

8. flokkur í öðru sæti í C-riðli í Stykkishólmi

Strákarnir 8. flokki kepptu í C-riðli Íslandsmótsins helgina 22.-23. janúar  heima í Stykkishólmi.  Þetta var þriðja fjölliðamót vetrarins.  Snæfellstrákarnir enduðu í 2. sæti og var það lið Tindastóls sem fór upp í B-riðil.  Snæfellsliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:  Almar, Elías Björn, Eyþór Arnar, Finnbogi Þór, Hafsteinn Helgi, Hinrik Þór, Jón Páll, Marteinn Óli, Ólafur Þórir og Viktor Marinó.

Fyrsti leikur Snæfells var gegn Skallagrími og spiluðu strákarnir frábærlega í þeim leik.  Það var ljóst í upphafi leiks að Snæfell voru tilbúnir og voru miklu grimmari í öllum aðgerðum heldur en Borgnesingarnir og  spilamennska Snæfells var til fyrirmyndar þar sem boltinn gekk vel á milli manna og hittnin frábær.  Lokatölur voru 62-42 Snæfelli í vil.
Stigaskor Snæfells:
Ólafur Þórir 25 stig, Hafsteinn Helgi 12, Almar 9, Finnbogi Þór 4, Eyþór Arnar 4, Viktor Marinó 4, Elías Björn 2 og Jón Páll 2.


Seinni leikurinn á laugardeginum var gegn Tindastóli.  Leikurinn var jafn í byrjun og lítið skorað.  En eftir því sem leið á leikinn náðu Stólarnir fastari tökum á leiknum en Snæfell ekki að spila vel og búið að láta taka sig út úr  sínum leik.  Tindastóll hafði á endanum öruggan sigur 43-21.
Stigaskor Snæfells:
Viktor Marinó 5 stig, Hinrik Þór 4, Hafsteinn Helgi 3, Ólafur Þórir 3, Almar 2, Jón Páll 2 og Finnbogi Þór 2.


Á sunnudeginum  mætti Snæfell fyrst liði Ármanns.  Strákarnir voru staðráðnir í því að gera betur en í Tindastólsleiknum.   Varnarleikur Snæfells í leiknum var með besta móti og náði Snæfell fljótt forystu í leiknum og létu hana aldrei af hendi.  Flottur sigur Snæfells 50-21.
Stigaskor Snæfells:
Viktor Marinó 16 stig, Ólafur Þórir 12, Hafsteinn Helgi 8, Finnbogi Þór 6, Hinrik Þór 4, Marteinn Óli 2, Eyþór Arnar 1 og Jón Páll 1.


Síðasti leikurinn á mótinu var gegn FSU.  Snæfell náði fljótt góðri forystu eins og í hinum tveimur sigurleikjunum og sigruðu leikinn örugglega 49-22.
Stigaskor Snæfells:
Ólafur Þórir 11 stig, Elías Björn 10, Viktor Marinó 10, Hafsteinn Helgi 6, Jón Páll 4, Marteinn Óli 4, Eyþór Arnar 2, Finnbogi Þór 2.


Snæfellsstrákarnir spiluðu vel á þessu móti fyrir utan leikinn á móti Tindastóli.  2. sætið staðreynd sem er besti árangur liðsins í vetur.  Liðið hefur tekið miklum framförum það sem af er vetri og það er alveg klárt að þeir eiga eftir að bæta sig enn meira ef þeir eru duglegir að mæta á æfingar.  Næsta mót hjá þeim verður í mars, þar sem stefnan verður sett á að komast upp í B-riðil.

 

01.02.2011 09:24

Snæfell lagði Fjölni í kvennaboltanum

Spennandi lokamínútur í Snæfellssigri.


 

Á sunnudaginn tók Snæfell á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í riðlakeppninni í Iceland express deild kvenna. Bæði lið leika í B-riðli og er þar Snæfellsstúlkur efstar með 12 stig en Fjölnir neðstar með 6 stig. Monique Martin var ekki með Snæfelli í kvöld vegna leyfis. En Snæfellingar tefldu fram nýjum leikmanni sem kom í vikunni og heitir Laura Audere.

 

Byrjunarlið leiksins.

 

Snæfell: Laura, Björg, Berglind, Hildur, Helga.

Fjölnir: Natasha, Inga, Bergþóra, Eva, Birna.

 

Dómarar leiksins: Davíð Hreiðarsson og Davíð Tómasson.

 

Leikurinn byrjaði jafn þó Snæfell væru skrefinu á undan í fyrsta hluta en nýji leikmaður Snæfells Laura Audere virkaði vel innan liðsins og var komin með 10 stig en Natasha 7 stig fyrir Fjölni. Staðan var 23-14 eftir að flautuþristur frá Helgu Hjördísi rataði ofaní fyrir Snæfell.

 

Fjölnir náðu ekki að skora fyrstu þrjár mínútur annars hluta en Snæfell hafði sett fyrstu sjö stig leikhlutans og voru léttspilandi. Birna Eiríks bætti úr skori Fjölnis með þrist og staðan 30-17 fyrir Snæfell. Eitthvað gaf það tóninn og Fjölnir bættu svo heldur betur í og söxðu hratt á og var staðan snöggt 32-29. Snæfell var ekki að klára sóknir sínar líkt og örfáum augnablikum fyrr í leiknum en vörn Fjölnis strax einbeittari.  Birna Eiríks setti svo sinn þriðja þrist í hlutanum og var hress í sóknarleik Fjölnis.

 

Staðan í hálfleik 36-30 fyrir Snæfell þar sem Laura Audere var komin með 12 stig og 6 fráköst og Berglind 9 stig fyrir Snæfell. Hjá Fjölni var Natasha Harris komin með 12 stig og Birna Eiríks 9 stig en Inga Buzoka var hörð í teignum og hafði rifið niður 9 fráköst.

 

Þriðji leikhluti var jafn og spennandi þar sem skin og skúrir voru hjá báðum liðum en Snæfell hafði þó forystuna heilt yfir og leiddi inní síðasta leikhlutann 55-46 en hjá Snæfelli var Laura með 18 stig og hjá Fjölni Natasha 19 stig.

 

Snæfell hélt 10 stiga forystu sinni um miðjan fjórða hluta þegar staðan var 61-51 og voru Fjölnisstúlkur ekki að nálgast þær af viti. Það var ekki fyrr en að þær fóru að pressa um miðjann hlutann og herða á varnarleiknum að hagur þeirra vænkaðist og þær söxuðu á 61-59. Snæfell náði að laga sinn leik og kom Berglind Gunnars þeim á bragðið aftur með þrist á ögurstundu og þær komust strax í 66-60.

 

Natasha minnkaði muninn í tvö stig með stórþrist úr horninu og var allt í öllu. Fjölnisstúlkur voru ekki hættar í stöðunni 69-67 en misstu þá Birnu Eiríksdóttur af velli með 5 villur en hún hafði verið djrúg á köflum. Mikil háspenna var undir lokin þegar mínúta var eftir og einu stigi munaði á liðunum 70-69 missti Snæfells boltann en náði honum strax aftur. Miklar hræringar voru í blálokin en Snæfell var svo með boltann þegar 5 sekúndur voru eftir og náðu þær að halda haus á vítalínunni á meðan Fjölnir voru búnar að vera að brjóta og leikurinn endaði 76-72 fyrir Snæfell sem verða þá áfram í fyrsta sæti B-riðils með 14 stig.

 

Helsta tölfræði leikmanna.

 

Snæfell:

Berglind Gunnars skoraði grimmt í leiknum og hefði hæglega getað bætt við 10 stigum ef nokkur sniðskot hefðu dottið niður. Berglind Gunnars endaði með 25/5 frák/3 stoðs. Laura Audere nýjsti leikmaður liðsins leit vel út og var með 22/9 frák/5 stoð. Sara Mjöll 11/5 frák. Alda Leif 9/5 frák. Helga Hjördís 3/9 frák. Hildur Björg 2/7 frák/3 stoð. Björg Guðrún 2/4 stoð. Ellen Alfa 2. Birta, Sunna og Aníta skoruðu ekki.

 

Fjölnir:

Natasha Harris var í gífurlegu formi, sjóðandi heit og setti niður 37 stig tók 6 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 7 boltum. Birna Eiríksdóttir átti lúmska þrista á góðum augnablikum og endaði í 14/5 frák.. Inga Buzoka 10/13 frák/6 stoð/6 varin skot. Bergþóra Holton 8/3frák. Eva María 2/3 frák. Erla Sif 1/4 frák/3 stoð. Heiðrún, Margrét, Sigrún, Dagbjört og Erna skoruðu ekki.

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

 

Laura Audere

 

 

 

29.01.2011 09:45

Góður sigur á Val/ÍRStrákarnir léku án Hlyn Hreinssonar sem er sennilega með slitið liðband í ökkla eftir að hafa snúið sig gegn Haukum í drengjaflokki.  Snjólfur Björnsson var að leika með 11. flokki í borgarnesi og lék því ekki með heldur.Guðni Sumarliðason opnaði leikinn með tveimur þéttum þristum að hætti hússins og gaf tóninn í upphafi, Snæfell/Skallagrímur leiddu 12-8 en varnarfráköstin voru ekki til staðar hjá heimamönnum og það nýttu Vals/ÍR-ingar sér vel og staðan eftir fyrsta leikhluta 16-15 heimamönnum í vil.


Liðin skiptust á að skora í upphafi annars leikhluta og komust heimamenn í 32-24 áður en Vals/ÍR-ingar fóru illa með heimamenn undir körfunni, þar sem Egill Vignisson fór mikinn. Egill Egilsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleik en hann skoraði lokakörfu fyrri hálfleiks og staðan 38-42 gestunum í vil.


Frábær byrjun á þriðja leikhluta hjá Snæfell/Skallagrím kom þeim strax í 52-47 og svo byrjaði Egill á því að raða niður stigum í öllum regnbogans litum, strákarnir komnir tíu stigum yfir 63-53 þegar að Hólmarinn Lýður Vignis tekur leikhlé.  Eftir leikhléið gekk heimamönnum illa að skora en Vals/ÍR-ingar gengu á lagið, heimamenn breyttu um vörn og það nýtti Pétur Þór sér vel og kom gestunum yfir um leið og lokaflautið gall í þriðja leikhluta og staðan 68-70.


Kristján Pétur Andrésson sem lék leikinn veikur var drjúgur í stigaskoruninni en það hefur sést betri barátta og læti í kappanum :-D  Vals/ÍR-ingar leiddu fram eftir fjórða leikhluta en tvívegis náðu Snæfell/Skallagrímur að minnka muninn í eitt stig.  Loks komust heimamenn yfir með flottum varnarleik eftir að Pétur Þór hafði jafnað með sínum fimmta þrist 84-84 skoruðu heimamenn 7-0 og lögðu grunninn að góðum sigri.  Valur/ÍR sigruðu fyrri leikinn með níu stigum og því hófst stigastríð á milli liðanna.  Egill Egilsson kórónaði frábæran leik með því að smella þrist í blálokin en það dugði ekki til að vera með innbyrðis viðureignina.  Lokatölur 99-91 og gríðarlega góður sigur í hús.


Alveg eru Vals/ÍR-ingar magnaðir, í heimaleik sínum spiluðu þeir í rauðum búningum en í Stykkishólmi komu þeir með hvíta búninga.  Nokkuð öfugsnúnir en þeir mega þó eiga það að þeir litu vel í nýju búningunum..


Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Egill Egilsson 48 stig, Kristján Pétur Andrésson 23, Guðni Sumarliðason 16, Birgir Þór Sverrisson 5, Elfar Már Ólafsson 3 og þeir Magnús Ingi Hjálmarsson og Birgir Pétursson 2.Stigaskor Vals/ÍR: Snorri Páll Sigurðsson 17 stig, Þorgrímur Guðni Björnsson 16, Pétur Þór Jakobsson og Egill Vignisson 15, Benedikt Blöndal 11, Tómas Aron Viggósson 10 Vilhjálmur 4 og Knútur 3.

29.01.2011 09:44

Nýr leikmaður hjá Snæfell


Hin 26 ára Laura Audere hefur gengið til liðs við kvennalið Snæfells og er ætlunin að styrkja liðið enn frekar fyrir komandi átök B-riðli og setja markið beint  í úrslitakeppnina.

 

Laura lék síðast hjá Hapoel Tel Aviv og var þar með 17 stig og 7 fráköst í sex leikjum en hún kemur frá Lettlandi.

 

 

 

 

 

29.01.2011 09:42

KFÍ lögðu Snæfell

Karlalið Snæfells fóru á Ísafjörð og mættu neðsta liði deildarinnar KFÍ. Eftir betri byrjun heimamanna voru Snæfellingar hreinlega alltaf í eltingaleik og staðan eftir fyrsta hluta 24-18 en Craig Schoen var að stríða Snæfelli mikið.

 

Hálfleikstölur voru 46-44 en Snæfell var að saxa á þrátt fyrir að vera undir. Nonni var kominn með 14 stig og 5 fráköst í hálfleik og Sean 9 stig. Hjá Ísfirðingum var Schoen kominn með 16 stig, 6 fráköst og 5 stoðs. En Josey og McNutt voru komnir með 8 stig hvor.

 

Snæfellingar jöfnuðu leikinn 51-51 en KFÍ lét ekki slá sig í útaf laginu og héldu sínum leik. Snæfell komst svo yfir 58-60 með þrist frá Atla Rafn en KFÍ jafnaði svo 63-63 og litu aldrei til baka eftir það og hreinlega völtuðu yfir Snæfell í fjórða leikhluta. Þeir komust í 20 stiga mun 87-67. Snæfellingar náðu aðeins að laga vægast sagt lélaga stöðu sína í 89-73 áður en lokaflautan gall og erlendu leikmenn KFÍ sigruðu leikinn en allir sjö skoruðu öll stig heimamanna.

 

Hjá KFÍ fór Craig Schoen mikinn með 31 stig en Nonni Mæju var okkar besti maður með 23 stig.

 

Tölfræði Snæfells:

Nonni Mæju 23/11 frák. Emil Þór 11/4 frák. Sean Burton 11/6 stoðs. Atli Rafn 9/3 frák. Pálmi Freyr 9/8frák. Svenni Davíðs 6/3frák. Egill Egils 4. Daníel Kazmi 3. Birgir og Kristján spiluðu en náðu ekki að skora.

 

Tölfræði KFÍ:

Craig Schoen 31/8 frák/7 stoðs. Carl Josey 17/5 frák. Marco Milicevic 14/6 frák. Richard McNutt 8/5 frák. Darco Milisevic 7/4 frák. Pance Ilievski 6. Nebosja Knezevic 6. Aðrir skoruðu ekki.

 

26.01.2011 20:43

Góður heimasigur hjá Víking í körfunni

 

Laugardaginn 15. janúar tók Víkingur Ólafsvík á móti Bolungarvík hér heima í Ólafsvík. Víkingar áttu harma að hefna þar sem þeir töpuðu fyrri viðeign liðanna í Bolungarvík 94-51.

Víkingsmenn voru strax frá byrjun leiks ákveðnir að hefna sín á fyrri leiknum og tóku öll völd á leiknum strax á fyrstu mínútu og staðan í lok fyrsta leikhluta var 30-13 heimamönnum í vil. Frábær byrjun fyrir Víking sem gerðu þar með gestunum erfitt með að komast inn í leikinn en Víkingar unnu næstu þrjá leikhluta líka 11-10, 12-11 og 23-12 sem varð til þess að Víkingar unnu leikinn 75-44, frábær heimasigur sem einkenndist af mjög góðri vörn heimamanna og frábærum 1. leikhluta og 4. leikhluta.

Með sigrinum þá er Víkingur Ólafsvík komnir með 4 sigurleiki og 5 tapleiki og komnir í 5. sæti í sínum riðli. Næstu leikir eru svo útileikur gegn KKF Þóri 6. febrúar og heimaleikur gegn ÍA 12. febrúar.

Frétt úr jökli

22.01.2011 09:31

Snæfell vann Narðvík

Í Stykkishólm mættu Njarðvíkingar en þeir hafa tvívegis fagnað sigri í viðureignum liðanna í vetur. Annars vegar í Poweradebikarnum í Hólminum og hins vegar í fyrri leik liðanna í Iceland express deildinni sem fór 89-87 fyrir Njarðvík. Sviptingar innan liðanna fyrir þennan leik voru að Ryan Amoroso hvíldi vegna meiðsla og Gunnlaugur Smárason var kominn í aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Snæfelli. Hjá Njarðvíkingum var  Guðmundur Jónsson frá vegna meiðsla en hann fann sig vel í Hólminum í síðustu heimsókn. Þjálfararnir Friðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson að leita eftir sínum fyrsta sigri með Njarðvík og snúa við gengi þessa sigursæla liðs.

 


Byrjunarliðin.

Snæfell: Pálmi, Nonni, Emil, Sveinn, Sean.

Njarðvík: Chris, Rúnar, Jóhann, Friðrik, Ólafur.

 

Fyrstu stig leiksins voru treg til en Emil Þór kom stigatöflunni í gang þegar 2:05 voru búnar af leiknum og Snæfell komst í 5-0 með þrist frá Pálma. Njarðvík sótti þó á strax en Snæfell komst fljótt í 10 stiga forystu 20-10 með hröðum sóknum þar sem Emil fór mikinn og Nonni Mæju sá um fráköstin. Friðrik og Chird Smith sáu mest um að skora fyrir Njarðvík. Staðan 25-18 eftir fyrsta hluta.

 

Njarðvík spýttu heldur betur í lófana og jöfnuðu 28-28 og svo yfir 33-34 strax í öðrum hluta en Chris Smith fór mikinn fyrir Njarðvíkí teignum og Snæfell voru að hnoðast í sínum sóknum og missa boltann. Leikurinn varð hnífjafn, harður og skemmtilegur en dómarar leiksins leyfðu nokkuð mikið í leiknum framan af. Staðan í hálfelik 47-44 fyrir Snæfell en mikil barátta einkenndi bæði lið hingað til.

 

Hjá Snæfelli var Pálmi Freyr kominn með 15 stig, Nonni 10 stig og 10 fráköst og Sean 9 stig. Í liði Njarðvíkur var Chris Smith kannski ekki allt í öllu en mjög margt í mörgu og var kominn með 22 stig og Friðrik Stefánsson 8 stig.

 

Snæfell leiddi áfram með nauma forystu í þriðja hluta í hörkuleik. Fleiri leikmenn í þeirra röðum voru að stíga upp en hjá Njarðvík var Friðrik helsti aflgjafinn. Munurinn fór í 1 stig 60-59 og svo komust Njarðvíkingar yfir 60-61 en þetta var gangur leiksins í þriðja hluta og staðan 62-63 fyrir Njarðvík.

 

Egill Jónasson kom inn fyrir Njarðvík og byrjaði með látum á fyrstu fjórum stigum fjórða leikhluta og staðan 62-67. Njarðvík komst svo í 64-72 með góðum þrist frá Jóhanni Ólafssyni og þegar Hjörtur Hrafn setti annan til neyddist Ingi Þór að til að taka leikhlé og stilla sína menn af. Jón Ólafur svaraði svo með tveimur þristum og ljóst að lokahlutinn var byrjaður með látum og staðan um miðjann hlutann 77-83 fyrir gestina grænu.

 

Þegar 2 mínútur voru eftir náði Snæfell að minnka muninn í 3 stig 86-89 og svo að jafna 89-89 með tveimur + einu frá Sveini Arnari sem reif allt niður undir körfunni í lokin og var Snæfelli mikilvægur mjög. Eftir tvær glataðar sóknir Njarðvíkur og eina Snæfells náði Sean Burton að bruna upp völlinn alveg undir körfu þar sem hann lét boltann fjúka í hendur Pálma í horninu með tvistinn klárann 91-89 og stal hann svo boltanum í innkasti Njarðvíkur strax á eftir og fór á vítalínuna og setti annað í þegar 12 sekúndur voru eftir 92-89. Lárus Jónsson setti svo síðustu stigin fyrir Njarðvík og leikklukkan rann svo út með Sean burton á boltanum og Snæfell náði 92-91 gríðalega mikilvægum sigri og komast aftur á toppinn.

 

Friðrik og Einar þurfa að bíða eftir sigri um sinn þó mikil batamerki hafi sést á Njarðvíkingum og þeir verið hársbreidd frá sigri og tapað þessu sorglega niður í lokin á meðan Snæfell sýndi karakter eftir tapið frá síðasta leik og komu til baka með Svein Arnar, Pálma og síðast en ekki síst Nonna Mæju sem setti niður rosalegar körfur og Hólmarar sögðu "loksins" eftir þennan nauma sigur.

 

Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.

 

Heildarskor leikmanna.

 

Snæfell:

Jón Ólafur 32/13 frák. Pálmi Freyr 22/6 stoðs/3 stolnir. Sean Burton 14/4 frák/6 stoðs. Emil Þór 12. Sveinn Arnar 6/12 frák. Atli Rafn 6/5 frák. Aðrir leikmenn Snæfells skoruðu ekki.

 

Njarðvík:

Chris Smith 30/7 frák. Friðrik Stefánsson 14/7 frák. Hjörtur Hrafn 12 stig. Egill Jónasson 11 stig. Jóhann Árni 7/10 frák. Páll Kristins 6. Rúnar Ingi 4. Lárus Jónss 3/6 frák/7 stoðs. Kristján Rúnar og Óli Ragnar 2 hvor. Aðrir leikmenn Njarðvíkur skoruðu ekki.

 

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

 

19.01.2011 17:37

Ryan frá í nokkrar vikurRyan Amoroso meiddist á kálfa í 112-89 tapleik gegn Keflavík. Ryan hafði átt við þessi meiðlsi að stríða frá æfingu með Snæfelli en var allur að ná sér og var vel vafinn fyrir leikinn. Ekki fór það betur en svo að eftir þriggja mínútna leik þurfti hann að fara af velli og tók ekki meira þátt í leiknum. Ryan fer í læknisskoðun á morgun þriðjudag og hugsanlegt að hann verði frá í einhverjar vikur til þess að ná sér að fullu.

19.01.2011 17:37

Gengur vel hjá unglingaflokki kvenna

Unglingaflokkur kvenna enn ósigraðar.
Það var stutt á milli leikja hjá unglingaflokki kvenna í Snæfell, stelpurnar lögðu Hauka í bikarnum föstudaginn 14. janúar í Stykkishólmi en sunnudaginn 16. janúar lögðu stelpurnar KR/Fjölni í DHL-Höllinni 50-67 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 29-39.  Stigahæst hjá Snæfell var Berglind Gunnarsdóttir með 24 stig.
 
Þegar að liðin mættust í fyrri umferðinni í Stykkishólmi sigruðu Snæfellsstúlkur 71-45.  Leikurinn hófst vel fyrir Snæfellsstúlkur sem leiddu fljótlega 6-13 og var Hildur Björg Kjartansdóttir mjög atkvæðamikil í liði Snæfellsstúlkna.  Bergþóra Tómasdóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur sem voru undir 17-24 eftir fyrsta leikhluta.  Snæfellsstúlkur skiptu um varnarleik og komust mest tólf stigum yfir en leiddu í hálfleik 29-39.
 
Í þriðja leikhluta kviknaði á Berglindi Gunnarsdóttur og vörn Snæfellsstúlkna, Berglind raðaði niður tólf stigum og vörnin hélt KR/Fjölnisstúlkum í fjórum stigum í leikhlutanum, stelpurnar juku forystuna og leiddu 33-55 eftir þriðja leikhluta.  Snæfell komust mest yfir 33-60 en þær slökuðu full mikið á og það nýttu heimastúlkur sér vel.  Lokastaða 50-67.
 
Snæfellsstúlkur eru á topnum í unglingaflokki kvenna með fimm sigra í jafnmörgum leikjum.  Næsti leikur stúlknanna er gegn Keflavík á útivelli 14. febrúar klukkan 18:30.
 
Stigaskor KR/Fjölnis: Bergþóra Tómasdóttir 19 stig, Bergdís Ragnarsdóttir 16, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6, Dagbjört Eiríksdóttir 3, Margrét Loftsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir og Sigríður Eiríksdóttir 2
 
Stigaskor Snæfellsstúlkna: Berglind Gunnarsdóttir 24 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 17, Björg Guðrún Einarsdóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Ellen Alfa Högnadóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 4 og Aníta Rún Sæþórsdóttir 2.  Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir og Sunna Rós Arnarsdóttir léku án þess að skora.
 
 
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

19.01.2011 17:33

Snæfell tapaði fyrir Keflavík

Snæfellingar mættu í Keflavík í fyrsta sinn síðan Íslandmeistaratitillinn vannst þar síðastliðið vor. Lazar Trifunovic var ekki á skýrslu en hafði einmitt verið frá í síðasta leik hjá Keflavík.

Snæfellingar byrjuðu betur með kapteininn fremstan og setti hann fyrstu 5 stig leiksins. Ryan meiddist í upphafi leiks og tók ekki meira þátt eftir rúmar 3 mín leik. Thomas Sanders kom sínum mönnum á blað og gæti stigaskorsins hjá Keflavík framan af. Leikurinn jafnaðist og komst Keflavík yfir 26-25 en Snæfell leiddi þó eftir fyrsta hluta 26-28 eftir þrist frá Pálma sem kominn var með 11 stig líkt og Sanders hjá Keflavík.

Keflavík fóru hreinlega í annan gír og Snæfell réði ekkert við þá þar sem þeir skoruðu 36 stig gegn 16 og leiddu vel í hálfleik 62-44. Hörður Axel var í ham og hafði sett 13 stig en Thomas Sanders var kominn með 17 stig. Pálmi var kominn með 11 stig fyrir Snæfell og Nonni var með 10 stig í hálfleik.

Eitthvað náðist að saxa á forystu Keflavíkur í þriðja leikhluta þar sem Nonni átti góðann leik fyrir Snæfell og munurinn var orðinn 9 stig fyrir lokahlutann 86-75.

Ekki var hann nú gæfulegur fyrir Snæfellinga og Keflavík gaf bara í, flengdi Snæfell og vann fjórða hluta með 11 stigum 25-14 og sigraði örugglega 112-89. Keflvíkingar voru með 5 menn yfir 10 stigum og var Thomas Sanders þeirra stighæstur með 30 stig. Hörður Axel 17, Sigurður Þorsteins og Þröstur Jóhanns 16 hvor, Jón Nordal 11, Gunnar Einars 9.

Hjá Snæfelli var Nonni Mæju stigahæstur með 18 stig og 13 fráköst. Pálmi 20/7 frák/4 stoðs. Sean 15/7 frák/7 stoðs. Emil og Atli 7 hvor. Svenni 5. Egill 3. Kristján og Daníel 2 hvor. Guðni, GUnnlaugur og Ryan skoruðu ekki.


Símon B. Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

17.01.2011 07:57

Snæfell áfram í 8 liða úrslit

Unglingaflokkur kvenna áfram í undanúrslit.

Tvö efstu liðin í unglingaflokki kvenna Snæfell og Haukar mættust í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi föstudaginn 14. janúar í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. 
 
Liðin höfðu leikið einn leik í vetur þar sem Snæfell sigruðu að Ásvöllum en þá vantaði Dagbjörtu í lið Haukastúlkna.  Liðin voru fullmönnuð í gær og spennandi leikur í vændum.
Það sást vel á liðunum að mikið var undir í leiknum og mistökin voru mörg hjá báðum liðum.  Hildur Björg Kjartans opnaði leikinn með góðu gegnumbroti og fljótlega voru heimastúlkur komnar í 13-3 þegar að Haukar tóku leikhlé.  Þær minnkuðu muninn í 13-7 áður en Björg Guðrún smellti niður einum feitum þrist en staðan var eftir fyrsta leikhluta 20-7 og fátt í spilunum að Haukar myndu hafa eitthvað í Snæfell að gera. 

 

Áræðnin var Snæfellsstúlkna sem fengu framlag frá öllum leikmönnum.  Haukastúlkur voru ekki tilbúnar að leggjast niður og skoruðu fyrstu átta stigin í öðrum leikhluta og staðan 20-15, Helga Hjördís setti þá niður mikilvægan þrist og í kjölfarið komu góðar körfur frá Berglindi Gunnars og Ellen Ölfu Högna.  Snæfellsstúlkur leiddu með tíu stigum 32-22 í hálfleik.
 


Stigaskorið var jafnt hjá Snæfellsstúlkum en Dagbjört var stigahæst hjá Haukum með níu stig.
 


Liðunum gekk mjög illa að skora í þriðja leikhluta en eina karfa Snæfellsstúlkna fyrstu sjö mínúturnar var þriggja stiga frá Björg Guðrúnu og minnkuðu Haukar muninn í 35-28.  Ellen Alfa, Helga Hjördís og Björg Guðrún settu allar niður góð stig í lok leikhlutans og þar af Björg með þriggja stiga um leið og leiktíminn rann út, staðan 41-28 eftir þrjá leikhluta.  Haukar hófu að pressa og gera allskonar kúnstir.  Heimastúlkur hafa oft leikið betur en tapaðir boltar voru alltof margir og í raun magnað hversu mikla forystu þær voru með í leiknum.  Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Hauka þá voru Snæfellsstúlkur of sterkar og tryggðu þær sér örugglega sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.  Lokatölur 59-36.
 


Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir var mætt í Hólminn og lék á meiddum ökkla, allt fyrir ástina einsog einhversstaðar segir.  Snæfellsstúlkur fengu einsog áður segir gott framlag frá öllum og lögðu stelpurnar sig allar í verkefnið, Sara Mjöll og Helga Hjördís voru magnaðar í fráköstunum sem gáfu tóninn þegar að leikurinn var í járnum.  Stelpurnar voru einbeittar og sigurviljinn mjög sterkur hjá liðinu.
 


Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 14 stig, Björg Guðrún Einarsdóttir 13, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ellen Alfa Högnadóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10 stig og Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2.  Sara Mjöll Magnúsdóttir, Aníta Rún Sæþórsdóttir og Sunna Rós Arnarsdóttir léku allar en náðu ekki að skora.  Andrea Páls, Rebekka Rán Karls og Auður Bárðar voru með liðinu og voru þéttur partur af heildinni.
 


Stigaskor Hauka: Margrét Rósa Hálfdánardóttir 13 stig, Dagbjört Samúelsdóttir 11, Lovísa Henningsdóttir 9, Auður Íris Ólafsdóttir 2 og Ína Salome Sturludóttir 1.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50