Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

09.03.2014 15:44

Mikilvægur sigur á KFÍ
Flottur sigur í kvöld!

Strákarnir okkar tóku stórt skref í átt að úrslitakeppninni í kvöld með sigri á KFÍ.
Tölfræði tölvan endurræsti sig í miðjum leik þannig stattið er ekki rétt en lokaskorið er hins vegar rétt. Við setjum inn rétt statt á morgun.

Það var mikið í húfi í Hólminum í kvöld þegar KFÍ mættu í heimsókn í Dominosdeild karla. Gestirnir mættu ekki nema níu til leiks og eru að heyja baráttu um veru sína í úrvalsdeild og heimamenn í Snæfelli með augastað á 8. sætinu hið minnsta og fá að spreyta sig í úrslitakeppninni.

Fyrri hálfleikur var jafnari en sá síðari. Staðan eftir fyrsta hluta ver 23-19 en KFÍ menn hittu illa þrátt fyrir fín færi og Snæfell bættu í vörnina eftir slaka fyrstu mínutuna á þeim vettvangi. Nonni Mæju reið á vaðið og setti kraft í sóknirnar eftir að þeir fóru að stoppa vel í vörninni og Travis Cohn fylgdi vel með og uppskáru að komast úr 6-6 í 13-6. KFí voru ekki alveg til í að fara í kör og náðu að halda velli með Josh Brown fremstann. Staðan eftir fyrsta hluta var 23-19. Turtildúfurnar Nonni og Travis höfðu skorað 20 af 23 stigum Snæfells og Joshua Brown kominn með 10 stig fyrir Ísfirðinga en átti heldur betur eftir að sína á sér sparihliðarnar í leiknum.

Gæðin voru ekki að þvælast fyrir leikmönnum beggja liða þegar líða fór á fyrri hálfleik og slakar sóknir, harka og mikið um leyfðar ýtingar og snertingar voru einkennandi. Þá varð leikurinn einfaldalega leiðinlegur um tíma. Snæfell hafði þó komið sér í bílstjórasætið og tíu stigum yfir 32-22 um miðjan annan hluta. Gestirnir héldu sér í vagninn 11 stigum undir í hálfleik 41-30 en voru að gefa eftir smám saman.

Joshua Brown var í stuði, skoraði af áfergju og setti flest stig á töflu KFÍ í seinni háfleik ásamt Mirko Stefáni en aðrir leikmenn voru svona inn og út eða hreinlega ekki með heilt yfir. Josh átti eina stoðsendingu í leiknum og tók 41 skot af 73 hjá liðinu í leiknum, skoraði 42 stig og með 1 af 10 í þristum. Þetta hjálpaði gestunum ekkert á meðan
Snæfellingar spiluðu hörkuvörn með Svein Arnar í formi, tóku góð stopp og hraðar sóknir. Travis setti punktinn yfir góðan sprett Snæfells með troðslu, voru þeir komnir í 16 stiga forskot 59-43. Staðan var 71- 53 eftir þriðja fjórðung og KFÍ máttu þakka Nonna Mæju fyrir tvö stig þegar hann blakaði boltanum ofan í þegar henn reyndi við frákast.

Snæfellingar héldu bara áfram að bæta á forskotið og voru komnir í 30 stiga forystu 94-64 og ætluðu sér geinilega að klára leikinn af alvöru þrátt fyrir kæruleysi í einstaka tilvikum. Stefán Karel tróð með tilþrifum en fékk dæmt á sig skref en svaraði því með að troða bara aftur og yngri kynslóðin sýndu að þeir eru hörkutöffarar sem spiluðu góða vörn og stálu boltum sem gaf Snæfelli 30 stiga sigur 106-76. Eins getið var í upphafi eru baráttan um fall og sæti í úrslitakeppninni gríðalega hörð þessa síðustu leiki.

Hjá Snæfelli var framlagsdreifingin töluvert meiri sem skóp þennan sigur en mikið vantaði upp á framlag fleirri leikmanna hjá KFÍ til að eitthvað ætti að gerast í leiknum þegar á hann seig, þeir eiga þó enn von að vera áfram í deildinni og verða að vinna báða leikina sem eftir eru á meðan Skallagrímur þarf að tapa báðum sínum þar sem þeir hafa tvö stig innbyrðis í plús á Ísfirðinga ef liðin verða jöfn að stigum.

Tölfræðin mun væntanlega breytast aðeins á morgun.
Snæfell: Travis Cohn III 30/6 frák/8 stoðs. Nonni Mæju 18/9 frák. Stefán Karel 14/6 frák. Sigurður Þorvaldsson 11/6 frák. Sveinn Arnar 8. Pálmi Freyr 7. Finnur Atli 7. Kristján Pétur 4. Þorbergur Helgi 0. Viktor Marínó 0.

KFÍ: Joshua Brown 42/9 frák. Mirko Stefán 15/8 frák. Guðmundur Jóhann 5. Jóhann Jakob 5. Óskar Kristjánsson 3. Valur Sigurðsson 2. Ágúst Angantýsson 2/4 frák. Jón Hrafn 2. Hraunar Karl 0.

Símon B. Hjaltalín.

25.02.2014 10:14

Þakkir frá Snæfell


Ágætu stuðningsmenn og styrktaraðilar Snæfells


Ég undirritaður, formaður kkd Snæfells, þakka ykkur mikinn stuðning og um leið ótrúlega stemningu á úrslitaleik í bikarkeppni KKÍ sl. laugardag, hvort sem þið náðuð að vera með okkur í Höllinni eða sátuð í stofunni heima.

Því miður náðum við ekki að spila okkar besta leik og því stóðu sterkar Haukastúlkur uppi sem sigurvegar og óskum við þeim innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.

Það eru bara forréttindi að komast í Höllina og fá tækifæri að taka þátt í slíkum viðburði. Allt íþróttafólk á Íslandi dreymir um slíkt en eins og við vitum að þá ná því ekki allir.

Snæfellsstelpur, við erum endalaust stolt af ykkar frammistöðu og þið hafið komið körfuboltanum á enn hærra plan hér í Hólminum.
Umgjörð leiksins, ungu stúlkurnar frá Snæfelli, sem hlupu með liðinu inn á völlinn, og þið, áhorfendur góðir, allt var þetta eins og best verður á kosið og íslenskum körfubolta til sóma.

Lífið heldur áfram og við tökum glöð á móti næstu verkefnum. Næsta miðvikudag leika stelpurnar okkar á móti Njarðvík í deildarkeppninni. Formaður KKÍ og fylgdarlið munu afhenda Snæfellsstelpunum deildarbikarinn, en þær eru þegar búnar að vinna þann titil og eiga samt 4 leiki eftir í deildinni - já enginn smá árangur !

Stuðningsfólk og styrktaraðilar Snæfells, um leið og við þökkum ykkur mikinn stuðning hingað til vonum við einnig að þið verðið með okkur til loka, þannig klárum við körfuboltavertíðina með sóma.Við ætlum okkur áfram sem hingað til að vera í hópi þeirra bestu.

Með baráttukveðjum og ÁFRAM SNÆFELL
Gunnar Svanlaugsson, formaður

- See more at: http://snaefell.is/?p=3329#sthash.HeiSOI3n.dpuf

Ágætu stuðningsmenn og styrktaraðilar Snæfells


Ég undirritaður, formaður kkd Snæfells, þakka ykkur mikinn stuðning og um leið ótrúlega stemningu á úrslitaleik í bikarkeppni KKÍ sl. laugardag, hvort sem þið náðuð að vera með okkur í Höllinni eða sátuð í stofunni heima.

Því miður náðum við ekki að spila okkar besta leik og því stóðu sterkar Haukastúlkur uppi sem sigurvegar og óskum við þeim innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.

Það eru bara forréttindi að komast í Höllina og fá tækifæri að taka þátt í slíkum viðburði. Allt íþróttafólk á Íslandi dreymir um slíkt en eins og við vitum að þá ná því ekki allir.

Snæfellsstelpur, við erum endalaust stolt af ykkar frammistöðu og þið hafið komið körfuboltanum á enn hærra plan hér í Hólminum.
Umgjörð leiksins, ungu stúlkurnar frá Snæfelli, sem hlupu með liðinu inn á völlinn, og þið, áhorfendur góðir, allt var þetta eins og best verður á kosið og íslenskum körfubolta til sóma.

Lífið heldur áfram og við tökum glöð á móti næstu verkefnum. Næsta miðvikudag leika stelpurnar okkar á móti Njarðvík í deildarkeppninni. Formaður KKÍ og fylgdarlið munu afhenda Snæfellsstelpunum deildarbikarinn, en þær eru þegar búnar að vinna þann titil og eiga samt 4 leiki eftir í deildinni - já enginn smá árangur !

Stuðningsfólk og styrktaraðilar Snæfells, um leið og við þökkum ykkur mikinn stuðning hingað til vonum við einnig að þið verðið með okkur til loka, þannig klárum við körfuboltavertíðina með sóma.Við ætlum okkur áfram sem hingað til að vera í hópi þeirra bestu.

Með baráttukveðjum og ÁFRAM SNÆFELL
Gunnar Svanlaugsson, formaður

- See more at: http://snaefell.is/?p=3329#sthash.HeiSOI3n.dpuf
Þakkarbréf til stuðningsmanna og styrktaraðila Snæfells

Ágætu stuðningsmenn og styrktaraðilar Snæfells


Ég undirritaður, formaður kkd Snæfells, þakka ykkur mikinn stuðning og um leið ótrúlega stemningu á úrslitaleik í bikarkeppni KKÍ sl. laugardag, hvort sem þið náðuð að vera með okkur í Höllinni eða sátuð í stofunni heima.

Því miður náðum við ekki að spila okkar besta leik og því stóðu sterkar Haukastúlkur uppi sem sigurvegar og óskum við þeim innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.

Það eru bara forréttindi að komast í Höllina og fá tækifæri að taka þátt í slíkum viðburði. Allt íþróttafólk á Íslandi dreymir um slíkt en eins og við vitum að þá ná því ekki allir.

Snæfellsstelpur, við erum endalaust stolt af ykkar frammistöðu og þið hafið komið körfuboltanum á enn hærra plan hér í Hólminum.
Umgjörð leiksins, ungu stúlkurnar frá Snæfelli, sem hlupu með liðinu inn á völlinn, og þið, áhorfendur góðir, allt var þetta eins og best verður á kosið og íslenskum körfubolta til sóma.

Lífið heldur áfram og við tökum glöð á móti næstu verkefnum. Næsta miðvikudag leika stelpurnar okkar á móti Njarðvík í deildarkeppninni. Formaður KKÍ og fylgdarlið munu afhenda Snæfellsstelpunum deildarbikarinn, en þær eru þegar búnar að vinna þann titil og eiga samt 4 leiki eftir í deildinni - já enginn smá árangur !

Stuðningsfólk og styrktaraðilar Snæfells, um leið og við þökkum ykkur mikinn stuðning hingað til vonum við einnig að þið verðið með okkur til loka, þannig klárum við körfuboltavertíðina með sóma.Við ætlum okkur áfram sem hingað til að vera í hópi þeirra bestu.

Með baráttukveðjum og ÁFRAM SNÆFELL
Gunnar Svanlaugsson, formaður

- See more at: http://snaefell.is/?p=3329#sthash.HeiSOI3n.dpuf10.02.2014 09:07

10 sigurleikurinn í röð

Snæfell deildarmeistari næsta örugglega - viðtöl

09.02.2014 nonni@karfan.is
Snæfell fann sinn tíunda deildarsigur í röð í Röstinni í dag þegar Hólmarar völtuðu yfir Grindavík 74-93. Toppliðið gaf sér þó drjúgan tíma til að finna sitt rétta andlit gegn gulum heimakonum sem léku án Ingibjargar Jakobsdóttur sem er meidd á ökkla. Seigla Hólmara braust þó út í þriðja leikhluta sem rauðar unnu 19-34 og kláruðu þar með leikinn. Chynna Brown átti flottan dag í liði Snæfells með 24 stig og 15 fráköst og þá bætti Hildur Sigurðardóttir við 21 stigi, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum en Crystal Smith gerði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Grindvíkinga. María Ben Erlingsdóttir var svo með 21 stig og 7 fráköst. Sigurdemban telur nú tíu í röð hjá Snæfell sem er félagsmet, gamla metið var sex sigurleikir í röð í deildinni en rauðar hafa sent það út í hafsauga.
 
 
 
Chynna Brown var stigahæst hjá Snæfell í hálfleik með 14 stig og 9 fráköst en þær Crystal Smith og María Ben Erlingsdóttir voru báðar með 13 stig í liði Grindavíkur.
 
 
Topplið Snæfells notaði hálfleikinn vel til þess að gíra sig upp í næstu 20 mínútur enda settu rauðir gestirnir 23 stig yfir Grindvíkinga á rétt rúmum sex mínútum og komust í 46-61. Jón Halldór Eðvaldsson bað þá um leikhlé og messaði hið augljósa yfir sínum konum, varnarræða til að stoppa í götin. Fjallræða Jóns náði ekki að kveikja neistann varnarlega það sem eftir lifði þriðja leikhluta því Snæfell setti 34 stig yfir Grindavík og leiddi 54-72 fyrir og fjórða og síðasta hluta. Mulingsvélin úr Stykkishólmi sýndi flestar sínar bestu hliðar á þessum tíu mínútum og lögðu hér grunninn að tíunda deildarsigrinum í röð.
 
Þess má svo geta að Alda Leif Jónsdóttir lék sínar fyrstu mínútur á árinu 2014 með Snæfell er hún kom inn af tréverkinu í þriðja leikhluta. Alda hefur verið mikið fjarverandi sökum erfiðra meiðsla og þéttast þá enn raðir Snæfells við endurkomuna. Því má svo bæta við að síðasti leikur Öldu fyrir meiðsli var einmitt gegn Grindavík.
 
Fjórði leikhluti var aldrei spennandi og reyndust lokatölur 74-93 fyrir Snæfell. Mögnuð frammistaða hjá toppliðinu en að sama skapi sýndi það sig að Grindvíkingar geta illa verið án leikmanns eins og Ingibjargar Jakobsdóttur.
 
 

04.02.2014 10:32

Snæfell í úrslitaleikinnÞað voru Snæfellsstúlkur sem fengu heimaleik gegn KR-stúlkum í undanúrslitum Poweradbikarsins. Þessi lið hafa verið að spila jafna leiki, spennandi og fyrirfram búist við hörkuleik því spilað var uppá miða í stórleikinn í Laugardalshöll 22. febrúar nk. Og það á ekki að þurfa að gíra leikmenn upp fyrir slíka viðburði.

Leikurinn hófst með látum en Snæfell komust strax í 13-4 en eftir að hafa verið 6-4 yfir setti Helga Hjördís sniðskot og þrist og heimastúlkur voru að spila sterka vörn og taka góð varnarfráköst eftir slök skot KR, Snæfell var einnig að taka mikilvæg sóknarfráköst. KR reyndi að pressa eftir skoraða körfu komust nær 16-12 en Snæfell leystu það þokkalega og Eva Margrét smellti þrist þegar mest á reyndi og KR voru að sækja í sig veðrið, 19-12 fyrir Snæfell. Staðan eftir fyrsta hluta 22-12 fyrir Snæfell sem var að stjórna leiknum.

  Um miðjan fjórða hluta var staðan 69-55 fyrir Snæfell og leikar fóru harðnandi. KR hittu ekki vel og flestir boltar hrukku til heimastúlkna sem voru að nýta sér það og komust í 75-55 og voru vel einbeittar í að klára þetta og ekki missa niður forskotið líkt og í síðasta leik gegn KR. Ebone Henry fór útaf eftir óíþróttamannslega villu þegar um 2:30 voru eftir og Snæfell 77-57 yfir. Snæfell tóku 19 sóknarfráköst eins og engin væri morgundagurinn og uppskáru annan séns trekk í trekk. Það var ekkert eftir á tank KR sem urðu að játa sig sigraðar og áttu einfaldlega engin svör í dag. Rebekka Rán Karlsdóttir rak svo síðasta naglan í leikinn með svakalegri flautukörfu og Snæfell sigraði sannfærandi 88-61 og fara í Laugardalshölllina 22. febrúar nk.

 

Snæfellstúlkur voru með 52 fráköst gegn 37 frá KR og 6 leikmenn Snæfells skiluðu yfir 10 stigum og allt liðið 114 í framlag gegn 59 frá KR.

Snæfell: Chynna Brown 27/9 frák/7 stoðs/3 stolnir. Hildur Björg 15/11 frák. Helga Hjördís 12/7 frák. Hildur Sigurðardóttir 11/6 frák/6 stoðs. Guðrún Gróa 10/8 frák/5 stoðs/6 stolnir. Eva Margrét 10/3 frák. Rebekka Rán 3. Hugrún Eva 0. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0. Edda Bára 0.

 KR: Bergþór Holton 18/7 frák. Ebone Henry 17/4 frák/5 stoðs. Sigrún Sjöfn 6/7 frák/4 stoðs. Helga Einarsdóttir 6/8 frák. Björg Guðrún 6. Rannveig Ólafsdóttir 6. Sara Mjöll 2. Þorbjörg Andrea 0. Kristbjörg Pálsdóttir 0. Anna María 0. Ragnhildur Kristinsdóttir 0. Sólrún Sæmundsdóttir 0.

 

Símon B Hjaltalín.


28.01.2014 10:17

Snæfellsstúlkur mæta KR í bikarkeppninni

28.01.2014 08:32 nonni@karfan.is
Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út leikdagana fyrir undanúrslitin í Poweradebikarkeppni karla og kvenna. Leikið verður dagana 1.-3. febrúar næstkomandi.
 
 
Karlar:
Mánudagur 3. febrúar kl. 19.15 Grindavík-Þór Þ.
Mánudagur 3. febrúar kl. 19.15 Tindastóll-ÍR
 
Konur:
Laugardagur 1. febrúar kl. 15.00 Snæfell-KR
Sunnudagur 2. febrúar kl. 19.15 Keflavík-Haukar
  

28.01.2014 09:13

Naumur sigur á KR

22.01.2014 22:39 nonni@karfan.is
 
Snæfell KR mættust í Hólminum í kvöld og hafa mæst tvívegis í vetur og hafa bæði lið haft sigur á útivelli. Fyrri leikurinn í DHL fór 57-80 fyrir Snæfelli og í Hólminum sigruðu KR stúlkur 60-64. Í upphafi leiks lék Snæfell sterka vörn en skiluðu sóknum sínum illa og hittni slök. Fyrstu þrjár mínútur leiksins var staðan 3-0 fyrir Snæfell. KR lét buga sig í sóknum sínum og töpuðu boltum. Snæfell fór undir miðjan fyrsta fjórðung að láta meira til sín taka í nýtingu. Björg Guðrún skellti niður þrist á kunnuglegum slóðum fyrir KR og þær héldu í við Snæfell 10-7. Snæfell leiddi eftir 16-11 eftir fyrsta hluta.
 
 
 
KR var að tapa boltanum illa, komnar með 10 slíka í upphafi annars hluta, og Snæfell gekk hratt á lagið 9-0, komust strax í 22-11 og svo 25-11. Heimastúlkur voru einnig að taka meirihluta frákasta sem í boði voru og KR náði varla að setja upp sóknir sínar almennilega og voru einungis með um 16% nýtingu 3 af 19 í tvistum. Snæfellingar keyrðu á KR og náðu 14 stig forskoti 34-20 þegar leið á fyrri hálfleikinn og Eva Margrét hafði smellt niður tveimur þristum sjóðheit og kom með kraft í leik Snæfells þó lítinn kraft þyrfti í gríðarsterka vörnina með Guðrúnu Gróu í frákastaham. Staðan í hálfleik 37-25.
 
 
Hjá Snæfelli var Chynna Brown komin með 14 stig og 5 fráköst og Hildur Björg þar næst með 8 stig. Hjá KR voru Ebone Henry og Sigrún Sjöfn með 7 stig hvor og Björg Guðrún næst með 6 stig.
 
 
Björg Guðrún skellti sínum þriðja þrist og reyndi að halda sínum stúlkum við efnið 43-32 og batamerki virtust á leik KR. Þær fóru að berjast betur í fráköstum og róa sig í sóknum á meðan Snæfell slakaði á taumnum verulega miðað við fyrri hálfleik. KR stúlkur höfðu saxað á 45-38 og Snæfellsstúlkur farnar að tapa boltum klaufalega. Snæfell réttu eilítið úr kútnum og leiddu eftir þriðja hluta 49-40.
 
 
Snæfell byrjaði 53-40 í fjórða hluta en KR héldu sig ekki fjarri 56-46 með góðu framlagi frá Sigrúnu Sjöfn t.a.m. og fljótt var munurinn ekki nema 4 stig 58-54 og svo 62-60 þegar tvær mínútur voru eftir. Spennan var allveruleg síðustu mínútuna þegar Helga Einars náði skoti niður og brotið var á henni og KR komst yfir í fyrsta skipti í leiknum 64-65 og voru það þegar 26 sekúndur voru eftir. Hildur Sigurðardóttir jafnaði á línunni 65-65 með 18 sek á klukkunni. Snæfell fékk vítaskot þegar 0.7 sek voru eftir með broti Sigrúnar Sjafnar og Hildur Sigurðardóttir setti bæði niður 67-65 og KR náðu ekki að gera sér mat úr þeim litla tíma sem var eftir og Snæfell styrkir stöðu sína á toppnum með naumasta sigri sem maður hefur séð lengi.
 
 
Mikil reikistefna var við ritaraborðið þar sem þeir Yngvi og Gunnar þjálfarar KR voru ósáttir en innkast KR var endurtekið með 0.7 sek á klukkunni en boltinn fór í hendur Snæfells. KR menn fóru þá í heilmiklar rökræður við dómara leiksins þá Halldór Geir og Rögnvald sem voru heilt yfir fínir.
 
Enginn sveifluolnbogi var þó hjá leikmönnum í leiknum þrátt fyrir að grænt ljós hafi nú verið gefið á slíkar sveiflur.
 
 
Snæfell: Chynna Brown 24/9 frák/4 stolnir. Hildur Björg 12/12 frák. Hildur Sigurðardóttir 9/4 frák/7 Stoðs. Guðrún Gróa 9/12 frák/5 stoðs. Eva Margrét 8/4 frák. Helga Hjördís 3/7 frák. Hugrún Eva 2. Edda Bára 0. Rebekka Rán 0. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0.
 
KR: Sigrún Sjöfn 19/11 frák/4 stoðs/7 stolnir. Ebone Henry 17/13 frák/6 stoðs/ 5 stolnir. Björg Guðrún 11. Bergþóra Holton 11/4 frák. Helga Einarsdóttir 5. Sara Mjöll 2. Kristbjörg Pálsdóttir 0. Anna María 0. Ragnhildur Arna 0. Rannveig Ólafsdóttir 0. Sólrún Sæmundsdóttir 0.

12.01.2014 19:12

Snæfellsstúlkur öruggar á toppnum

Heimasigur á Hamri

 

Snæfellsstúlkur sem fengu Hamarsstúlkur í heimsókn í dag, hafa verið á siglingu og verma toppsætið. Hamar aftur á móti í 6. sæti og eru að heyja harða baráttu við að ná í 4. sætið áður en yfir lýkur fyrir úrslitakeppni.Jafnræði var með liðunum í fyrsta hluta og var staðan 9-5 eftir að Hildur Sigurðardóttir setti þrist en Di´Amber Johnson setti næstu 5 stig fyrir Hamar, snéri þessu við 9-10 og var sjálf komin með 8 stig. Nokkuð var um slakar sóknir og nýtingu en varnir liðanna þokkalegar. Liðin fóru villulaus úr fyrsta fjórðung sem maður veit ekki hvort skrifist á áhugalausa dómgæslu eða penann varnaleik og staðan 14-15 fyrir Hamar.

Fyrsta villa leiksins leit dagsins ljós eftir 14 mínútna leik en liðin háðu spennandi rimmu og staðan um miðjan annan leikhluta var 20-19. Leikurinn var ekkert augnayndi og á köflum þungt spilaður og silaðist áfram og lítill broddur í sóknarleiknum sérstaklega og  hjá báðum liðum. Hamarsstúlkur lögðu sig vel fram í eliknum en það var á síðustu mínútum fyrri hálfleiks að Snæfell braut sig frá þeim með 15-0 kafla 31-19 með Hildi Björg og Chynna fremstar.

Staðan í hálfleik 33-24 fyrir Snæfell og hjá þeim voru Hildur Björg komin með 10 stig og Chynna Brown 9 stig. Í liði Hamars var Di´Amber komin með 13 stig og Íris Ásgeirsdóttir var að spila af góðum krafti með 7 stig.

Hamarsstúlkur þreyttust og voru skrefinu á eftir Snæfelli í varnarleiknum sínum þegar heimastúlkur tóku varnarfráköstin og geystust í sóknir sínar í upphafi þriðja hluta og staðan fljótt 44-26. Gestirnir tóku leikhlé til að stilla strengi sína og náðu aðeins að saxa á 48-36. Heimastúlkur áttu nokkuð eftir á bensíntanknum og staðan 52-36 fyrir fjórða fjórðung.

Hamarsstúlkur áttu nokkur góð stopp í vörninni og sigu nær Snæfelli 56-47 þar sem  Fanney Lind hitti vel. Hildur Sigurðardóttir fullkomnaði þrennuna sína með þrist tvo metra fyrir utan á lokaflauti sóknarklukku, 11 stig, 11 frák og 10 stoðs. Fjórði hluti gekk hratt fyrir sig og heilt yfir leikinn var lítið flautað og framlag dómarana svona la la.

Þrátt fyrir að vera nokkuð frá sínu besta og eiga sinn annan slaka leik og gerðu lítið meira en sá kafli sem gaf þeim forskotið í leiknum þá gerðu heimastúlkur það sem þurfti og kláraði leikinn sannfærandi 71-58.

Snæfell: Chynna Brown 23/8 frák. Hildur Björg 18/11 frák. Hildur Sigurðardóttir 12/12 frák/13 stoðs. Guðrún Gróa 8/8 frák/4 stoðs/4 stolnir. Helga Hjördís 3/4 frák. Rebekka Rán 3. Hugrún Eva 2/4 frák. Aníta Rún 2. Edda Bára 0. Eva Margrét 0.

Hamar: Di´Amber Johnson 21/5 frák/4 stolnir. Fanney Lind 17/7 frák. Íris Ásgeirssóttir 14/4 frák. Sóley Guðgeirsdóttir 4/11 frák. Kristrún Rut 2. Regína Ösp 0. Hafdís Ellertsdóttir 0. Jenný Harðardóttir 0. Jóna Sigríður 0. Helga Vala 0. Katrín Eik 0.

Símon B. Hjaltalín.

17.12.2013 08:44

Snæfellsstúlkur á toppnum

Sigur og tap

Hérna getur þú séð umfjallanir frá laugardeginum. Ýttu á linkinn hérna fyrir neðan:

http://www.karfan.is/read/2013/12/15/kjoldregid-a-vixl-i-tvihofdanum

 

Stelpurnar verða á toppnum um jólin og strákarnir í 8. sæti. 
Við höfum séð það svartara um jólin. Það verður æft vel um hátíðarnar og þá koma liðin best stemmd sem æfðu best um jólin.

Snúum bökum saman og gleðjumst um jólin...

Áfram Snæfell, alltaf, allsstaðar! 


03.12.2013 14:26

Misjafnt gengið í bikarnum

Stelpurnar áfram en strákarnir úr leik

Umfjöllun um Haukar - Snæfell

 

Stákarnir verða að fara að sýna í hvað þeim býr vegna þess að undirritaður veit að það er svo miklu meiri geta í þessu liði. Menn þurfa að grafa dýpra og leggja meira á sig. Það kemur ég hef engar áhyggjur.

Stelpurnar halda sinni braut og gera vel. Þær eru að fá til baka leikmenn úr meiðslum og fríum á meðan strákarnir hrynja niður í meiðsli. Spýtum í lófanna og styðjum við bakið á fólkinu okkar. Það er ekki nóg að vilja vera með þegar vel gengur, verum alltaf með. Það gefur félaginu okkar svo mikið að hafa svona frábæra stuðningsmenn eins og þið getið verið. 

Áfram Snæfell!

22.11.2013 15:59

Auðveldur sigur á Val

Heimasigur í íburðarlitlum leik.

Valsmenn mættu í Hólminn og tókust á við Snæfell í Dominos deild karla. Fyrir leikinn voru Snæfellingar í 7. sæti búnir að taka á sig rögg í síðustu tveimur leikjum. Valmenn hins vegar á botninum með einn sigur og verða væntanlega grimmari með leik.

 

Valsmenn voru ferskir í upphafi og sóttu vel á heimamenn sem þó héldu í við gestina og staðan 8-8. Snæfell pressaði eftir skoraðar körfur, stálu boltum og  uppskáru ágætis stig fyrir en ekki voru þeir sannfærandi varnarlega á móti og Valsmenn gátu spilað sinn leik óþvingað og haldið jöfnu 20-20 en bæði lið voru að spila hratt. Valsmenn voru ekki eins beittir undir lok fyrsta hluta á meðan Snæfellsmenn spyrntu frá og staðan 38-28 fyrir heimamenn í miklum sóknarleik.

 

Mikið hægðist á sóknum liðanna í öðrum fjórðung og þau töluvert frá sprettunum sem voru  í upphafi. Liðin höfðu skorað 7 stig hvort eftir um 6 mínútna leik. Chris Woods var maður gestanna kominn með 20 stig þegar staðan var 54-40 fyrir Snæfell og þróaðist í að verða sá sem sóknirnar fór í gegnum þó aðrir hafi byrjað vel eins og Rúnar Ingi, Gunnlaugur og Birgir. Annar hluti fór 21-15 og staðan í hálfleik því 59-43.

 

Í Snæfellsliðinu var Vance Cooksey kominn með 18 stig og þeir frændur Sigurður Þorvaldsson og Nonni Mæju 13 stig hvor. Valsmegin var áðurnefndur Chris Woods 22 stig og Birgir Björn næstur með 7 stig en fleiri þurftu að stíga upp Valsmegin.

 

Ekki var mikið uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleik hvað varðar mikla tilburði og liðin skiptust á að skora en leikurinn afskaplega þungur og íburðarlítill beggja megin. Valsmenn voru lítið eitt á undan í fjórðungnum ef eitthvað var og söxuðu aðeins á en þurftu að sinna varnarleiknum töluvert til að stoppa Snæfellsmenn og ná þeim að stigum þegar staðan var 71-61. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan 78-64 og Snæfellsmenn héldu sér á floti í leiknum en ekkert meira. Valsmenn gerðu það líka og náðu engan vegin að finna spil sem kom þeim í betri stöðu.

 

Valsmenn komu með stemmingu inn í fjórða hlutan og hófu leik á hörkuvörn og tóku strax 9 stig og staðan breyttist fljótt í 78-73. Snæfellsmenn voru ráðalausir í sóknum sínum en sýndu eftir leikhlé smá bit og komu sér af stað 87-73 með Sigurð Þorvaldsson sjóðheitann en hann setti niður 7 stig í röð. Eftir þetta áhlaup Snæfells var ljóst að Valur kæmi ekki mikið til baka. Snæfelll lauk sínum þriðja sigurleik í röð 107-91.

 

Snæfell: Vance Cooksey 38/6 frák/7 stoðs. Jón Ólafur 22/ 5 frák. Sigurður Þorvaldsson 20/7 frák. Pálmi Freyr 9/6 stoðs. Sveinn Arnar 5/7 frák. Finnur Atli 5/6 frák. Stefán Karel 5. Kristján Pétur 3. Hafþór Ingi 0. Snjólfur 0. Þorbergur Helgi 0. Jóhann Kristófer 0.

 

Valur: Chris Woods 40/9 frák. Rúnar Ingi 17/5 stoðs. Gunnlaugur Elsuson 15/5 frák. Birgir Pétursson 9/10 frák. Ragnar Gylfason 3. Oddur Ólafsson 3/5 stoðs. Oddur Birnir 2. Benedikt Skúlason 2. Atli Barðason 0. Benedikt Blöndal 0. Kristinn Ólafsson 0. Bjarni Gunnarsson 0.

 

\

Símon B. Hjaltalín.

20.11.2013 14:51

Snæfellsstúlkur í góðum gír

Stelpurnar í stuði

Snæfellsstúlkum hefur gengið vel í deildinni og eru í öðru sæti á meðan Hamar er í því fimmta og er að fóta sig um miðja deild. Berglind Gunnarsdóttir er komin í lið Snæfells að nýju og hefur bati á hennar meiðslum verið framar vonum.

 

Leikurinn byrjaði rólega í stigaskori og meira í hlaupum fram og til baka og staðan ekki nema 3-5 fyrir Hamar eftir fyrstu fjórar minútur leiksins en bæði lið voru ekki beint í skotgírnum og reyndu að halda varnartibrigðum sínum til haga. Þegar Hamar hafði komist í 5-11 var það Rebekka Rán sem hélt Snæfelli inni í ansi slökum sóknarleik þeirra með þrist 8-11 en líkt var og lok væri á körfum Snæfells. Á meðan lék Íris Ásgeirs lausum hala og hafði sett 9 stig eftir fyrsta hluta og staðan 11-15 fyrir blómastúlkurnar úr Hveragerði.

 

Heimastúlkur náðu að seiglast áfram og jafna 18-18 eftir að hafa fengið fimm stig frá Helgu Hjördísi í beit og að berjast frekar um lausa bolta. Svæðisvörn Hamars var að virka á köflum en Snæfell lærðu fljótt á hana og náðu miklvægum fráköstum í sóknum sínum og komust yfir 25-23. Fanney Lind var að gera vel fyrir Hamar sem voru hungraðar í tvö stig í þessum leik komin með 12 stig og 9 fráköst um miðjan annan hluta. Chynna Brown dritaði hverju skotið eftir annað niður og hélt uppi skori Snæfells þegar þær komust í 31-23 með 11-0 kafla. Eva Margrét átti síðasta orðið undir lok fyrri hálfleiks tveimur þristum alveg sjóðheit og staðan 37-28 fyrir Snæfell.

 

Hjá Snæfelli var Chynna Brown komin með 17 stig og Eva Margrét 6 stig en Hildur Sigurðar ætlaði að hækka meðaltalið komin með 8 stoðsendingar. Hjá Hamri var áður nefnd Fanney Lind komin með 12 stig og 9 fráköst og næst henni var Íris Ásgeirsdóttir komin með 9 stig.

 

Hamarsstúlkur misstu alveg taktinn í upphafi þriðja hluta og Snæfell byrjuðu á fullu krafti. Snæfell hittu núna úr öllu á meðan Hamar misstu boltann illa, fengu óíþróttamannslega villu og vörnin var í molum. Staðan varð fljótt 47-28 fyrir Snæfell og voru fóru mikinn. Þrátt fyrir 23 stiga mun 60-37 voru Hamarsstúlkur að berjast og reyna að koma sér aftur inn í sinn leik og settu Fanney og Íris niður þriggja stig skot sín. Staðan eftir þriðja hluta 66-47 fyrir Snæfell. Di´Amber Johnson komst ekki mikið inn í leikinn fyrir Guðrúnu Gróu en stúlkan virtist haltra á köflum.

 

 Hamar virtist ætla að saxa á forskot Snæfells 68-53 en það var ekki meira en svo. Heimastúlkur voru einfaldlega komnar á annan stall og þustu í 80-55 sem sagði allt um hve sterkar þær voru í leiknum og höfðu yfirhöndina eftir að hafa komist inn í leikinn í öðrum hluta og tekið hann yfir. Berglind Gunnars kom inn á og sýndi strax ótrúlega flottar hreyfingar sem henni einni er lagið og henti niður tveimur stigum í sína fyrsta skoti og svo var stemmingin Snæfellsmegin þegar Silja Katrín kom inn á og skellti einum ísköldum þrist á lokaflautinu. Leikurinn endaði 88-58 fyrir Snæfell sem eru að gera fína hluti í deildinni þessa dagana og eru komnar upp að hlið Keflavíkur með jafnmörg stig.

 

Snæfell: Chynna Brown 24/7 frák/4 stoðs/8 stolnir. Eva Margrét 16/5 frák/4 stoðs. Guðrún Gróa 14/5 frák. Hildur Sigurðardóttir 10/8 frák/12 stoðs. Hugrún Eva 8/11 frák. Helga Hjördís 5/6 frák. Rebekka Rán 3/5 stoðs. Aníta Rún 3. Silja Katrín 3. Berglin Gunnarsdóttir 2. Edda Bára 0.

 

Hamar: Fanney Lind 18/12 frák. Íris Ásgeirsdóttir 17/3 frák. Di´Amber Johnson 15/4 frák/6 stoðs. Marín Laufey 6/12 frák. Dagný Lísa 2. Jóna Sigríður 0. Jenný Harðardóttir 0. Katrín Eik 0. Helga Vala 0. Kristrún Rut 0. Sóley Guðgeirsdóttir 0.

 

 

Sumarliði Ásgeirsson tók myndina, það eru fleiri myndir á facebook-síðunni hans. Endilega kíkjið á það.

Símon B. Hjaltalín.

15.11.2013 12:40

Snæfellsstúlkur sóttu 2 stig

13.11.2013 22:49 nonni@karfan.is
Baráttan skilaði Snæfell tveimur stigum í Vodafonehöllinni í kvöld þegar Hólmarar heimsóttu Valskonur að Hlíðarenda. Jaleesa Butler fékk lokatilraun til að knýja fram framlengingu fyrir Val en skotið geigaði og Snæfellskonur fögnuðu sigri eftir spennuslag, lokatölur 74-77. Snæfell var lengst af við stýrið og fór mikið púður hjá Val í að komast upp að hlið gestanna og þegar það hafðist stóðu gestirnir áhlaupið af sér.
 
 
Valur hefur nú tapað fjórum heimaleikjum í röð í Domino´s deild kvenna sem fyrir þennan hóp er langt í frá ásættanlegt. Að sama skapi eru Hólmarar með fjóra í röð á útivelli og í 2. sæti deildarinnar með 12 stig.
 
Byrjunarliðin í kvöld:
Valur: Þórunn Bjarnadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Jaleesa Butler og Ragna Margrét Brynjarsdóttir.
Snæfell: Hildur Sigurðardóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Chynna Unique Brown, Hugrún Eva Valdimarsdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir.
 
Með Hildi Björgu í leyfi næstu þrjá leiki bjuggust flestir við að Valur myndi yfirgnæfa frákastabaráttuna í kvöld en þannig varð málum ekki háttað. Hólmarar voru fyrri til að finna neistann á slyddukvöldi sem þessu og leiddu 19-24 að loknum fyrsta leikhluta. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var ekki sáttur þegar Chyanna Brown fékk sína þriðju villu undir lok fyrsta leikhluta en Brown var mikið að dekka Jaleesu Butler og þarna er töluverður hæðarmunur svo Butler sótti stíft á Brown. Eins og áður segir, Snæfell leiddi með 5 stiga mun þrátt fyrir að glutra boltanum æði oft frá sér og leiddu frákastabaráttuna 7-12 eftir þessar fyrstu 10 mínútur leiksins.
 
Rut Herner Konráðsdóttir bauð annan leikhluta velkominn með þriggja stiga körfu fyrir Val og minnkaði þannig muninn í 22-24. Megnið af sóknarleik Vals fór í gegnum Jaleesu Butler og fyrir vikið varð varnarvinnan aðeins auðveldari hjá gestunum, það kom þeim ekkert á óvart, Butler átti bara að fá boltann. Snæfell var alltaf skrefinu á undan og þennan leikhluta var það hlutskipti Valskvenna að grýta boltanum frá sér í tíma og ótíma.
 
Chyanna Brown lék mest allan leikhlutann þrátt fyrir að hafa fengið þrjár villur í þeim fyrsta, annan leikhluta lék hún villulaust og náði að baka Val umtalsverð vandræði. Hildur Sigurðardóttir var að gera allt vel nema kannski í þriggja stiga skotum þar sem aðeins 1 af 5 vildu niður fyrstu 20 mínúturnar en annað var hún með á tæru og Snæfell leiddi 31-38 í hálfleik þar sem Hildur var með 13 stig og 6 fráköst í liði Snæfells en Jaleesa Butler var með 14 stig og 4 fráköst hjá Val og merkilegt nokk, Hólmarar, þeir leiddu frákastabaráttuna 21-24, höfðinu minni svona að jafnaði en baráttuþrekið í botni.
 
Valskonur mættu með læti og hávaða inn í síðari hálfleikinn, stöku pressa sást skjóta upp kollinum og náðu heimakonur að minnka muninn í 39-42 en Snæfell átti alltaf svar. Illa gekk hjá Hlíðarendakonum að brjóta þennan svokallaða ís og með tímanum í þriðja leikhluta fór vörnina að leka. Arkitektinn Hildur Sigurðardóttir þefaði uppi glufurnar og Brown smeygði sér inn í þær og Snæfell náði upp 14 stiga forskoti, 49-63 fyrir fjórða og síðasta leikhluta. Til að nudda salti í sár Valskvenna þá skellti Ísfirðingurinn Eva Margrét Kristjánsdóttir niður flautuþrist fyrir Snæfell sem héldu vígreifar inn í fjórða og síðasta hluta.
 
Eitthvað hefur værukærðin tekið sér bólfestu í Snæfellsliðinu, að sama skapi hertu Valskonur róðurinn í vörninni og gestirnir gerðu aðeins 3 stig á fyrstu sjö mínútum fjórða leikhluta! Ragna Margrét Brynjarsdóttir minnkaði muninn í 64-66 með góðu stökkskoti í Snæfellsteignum en Brown kom Snæfell í 68-72 með stökkskoti á hinum enda vallarins þegar 48 sekúndur voru til leiksloka. Brown var svo aftur á ferðinni skömmu síðar og gerði út um leikinn þegar hún jók muninn í 68-74 þegar 23 sekúndur lifðu leiks. Þessi tími reyndist ekki nægilegur fyrir Valskonur til þess að bjarga málunum og Hólmarar fögnuðu sigri þrátt fyrir heiðarlega tilraun Valskvenna sem og sjö afar daprar mínútur af gestanna hálfu í fjórða leikhluta. Lokatölur 74-77 og það hefðu nú heldur betur orðið læti ef Butler hefði sett niður lokaþrist leiksins og galdrað fram framlengingu en stundum vill hann bara ekki detta.
 
Hugrún Eva Valdimarsdóttir steig vel upp hjá Snæfell í fjarveru Hildar Bjargar og lauk Hugrún leik með 14 stig og 9 fráköst en það voru Hildur Sigurðardóttir og Chyanna Brown sem leiddu Snæfellinga, Hildur að daðra við þrennu með 14 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og Brown með 29 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Val var Jaleesa Butler með 27 stig og 12 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir bætti við 26 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum. 
 
Tilþrif leiksins: Flautuþristur Evu Margrétar undir lok þriðja leikhluta, sá hlýtur að hafa sviðið í sárum Valskvenna.
 
 

15.11.2013 12:38

Snæfell vann ÍR

14.11.2013 21:38 nonni@karfan.is
Liðin í 8. og 9. sæti Domino's deildarinnar mættust í kvöld, þegar ÍR og Snæfellingar áttust við í Hertz Hellinum í Breiðholti. Hinn nýlenti Calvin Henry lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR. Þeir bláklæddu höfðu sagt upp samningi sínum við Terry Leake Jr. Henry útskrifaðist úr Mercer háskólanum 2010 en þar var hann með 10.5 stig, 6.6 fráköst og 2.6 varin skot á lokaárinu. Áður en för hans var heitið til Íslands hafði hann meðal annars spilað í Þýskalandi og Ástralíu eins og sagði í umfjöllun Karfan.is í dag.
 
 
Heimamenn í ÍR voru greinilega að þreyfa fyrir sér með nýja manninn og byrjuðu ágætlega, en Jón Ólafur Jónsson og Vance Cooksey voru aktívir í bæði vörn og sókn fyrir Snæfell, sem komust í vænlega forystu um miðjan fyrsta leikhluta. Voru þeir félagar eldheitir í þristunum og trekk í trekk söng svoleiðis í netinu að netagerðarmenn Hampiðjunnar voru tilbúnir við útkallssímann. Jón setti svo einn eldknött niður rétt áður en flautan gall og sjálfsöryggið var á háflugi er hann kom Snæfelli í 15 stiga forskot.
 
 
Flugeldasýning gestanna hélt áfram í upphafi annars leikhluta og rufur 20 stiga munmúrinn eftir tæplega mínútna leik, en ÍR virtust þurfa að kalla út lásasmið því aðgengi að körfunni þeirra megin var harðlæst að því er virtist og um leið hafa samband við slökkvilið Reykjavíkur, þar sem andstæðingarnir voru við það að kveikja í Hellinum. Einnig hjálpaði pressuvörn Snæfells með að halda heimamönnum frá því að skora, en gestirnir gáfu ekkert eftir þó svo að forskotið stækkaði hratt. ÖLL skot Snæfells fóru niður að því er virtist, en um miðbik leikhlutans voru þeir með 73% skotnýtingu og 90% úr þristum. 9 þristar niður af 10 og átti Jón Ólafur 6 af þeim úr 6 tilraunum.
 
 
Inngjöf Snæfells hélt áfram, þrátt fyrir tilraun heimamanna til að komast inn í leikinn á ný. Títtnefndur Jón Ólafur setti niður enn einn þristinn og var í 100% þar til eftir tæplega 4 mínútna leik í þriðja leikhluta þegar hann missti marks. Snæfellingar tóku leikhlé upp úr miðjum leikhlutanum, en ÍR höfðu þá krafsað sig aðeins upp úr holunni sem þeir voru búnir að grafa sig í, með Snæfell skjótandi hverju fallbyssuskotinu á eftir öðru "on target". Forystan var komin úr 29 stigum í 19 á skömmum tíma og mátti sjá á Sveinbirni Cleassen að vonin var ekki úti hjá ÍR þó lítil væri.
 
 
Fjórði leikhlutinn var þó eins og í stefndi. Aðeins formsatriði. Forskot Snæfells jókst á ný og komst yfir 30 stigin undir lok leiks. Dómarar leiksins misstu loks tökin á annars andvana leiknum í leikhlutanum eftir að hafa dæmt svolítið út í loftið mest allan leikinn, á báða vegu en þó meira á kostnað ÍR-inga. Pirringurinn og svekkelsi yfir ójafnræði í dómum var svo að Sveinbjörn missti stjórn á skapi sínu og var vísað af velli. Ráðaleysi dómaranna og furðulegir dómar virtust ergja menn beggja liða en þó mest stuðningsmenn Breiðhyltinga.
 
 
Lokatölur 77-110 fyrir Snæfelli, þar sem þeir félagar Cooksey og Jón Ólafur voru með 30 stigin hvor og Jón með 8 af 9 þristum niður ásamt 9 fráköstum og 2 stolna bolta. Cooksey var þar að auki með 7 stoðsendingar.
 
 
Atkvæðamestur hjá ÍR var Sveinbjörn með 22 stig og 4 fráköst en nýi maðurinn, Calvin Henry, endaði með 18 stig og 7 fráköst. Matthías Orri Sigurðarson var einnig með 18 stig og 5 stoðsendingar.
  
 
Umfjöllun/ Arnar Freyr Böðvarsson

12.11.2013 01:13

Snæfell vann Grindavík

Frábær vörn og barátta skilaði tveimur stigum í kvöld!

Fyrir leik Snæfell og Grindavíkur, í Dominos deild karla, voru heimamenn í Snæfelli í 9. sæti einungis unnið 1 af 4 leikjum sínum á meðan íslandsmeistararnir hafa aðra sögu að segja með 3 sigra úr 4 leikjum í 4. sæti og hafa verið leitandi á erlenda leikmannamarkaðnum en með alíslenskt lið í þessum leik.

 

Grindavík komst í 4-12 strax í upphafi með Jóhann Ólafsson heitann og voru Snæfellingar að rúlla slökum sóknum og virtust hikandi gegn vörn Grindavíkur. Þorleifur var spila vel í fyrsta hluta og átti hvert skotið ofaní. Flæði Snæfellssóknar var lítið og hékk Vance Cooksey mikið á boltanum og Grindvíkingar sáu vel fyrirsjáanlegar sendingar og staðan 13-19. Snæfellingar, með þrist og vítum frá Siguðrði Þorvaldssyni og góðu sprett frá Vance jöfnuðu 19-19 undir lok hlutans og Sigurður bætti svo um betur með þremur til og staðan varð snarlega orðin 22-19 fyrir Snæfell.

 

Allt annað hljóð kom í heimamenn sem fóru að finna taktinn og berjast meira og leikurinn betra sjónvarpsefni fyrir vikið. Liðin skiptust á að skora og allt í járnum í öðrum hluta 32-29.  Grindavík fóru að ráða minna við sóknarleik Snæfells sem hirtu sóknarfráköst um hríð sem og varnarfráköstin einnig og voru 40-31 yfir. Staðan í hálfleik var 42-33 fyrir Snæfellinga sem tóku rispu.

 

Nonni Mæju hafði stigið upp í öðrum hluta og var kominn með 14 stig fyrir Snæfell en næstur honum vaar Sigurður Þorvalds sem kom þeim á sporið sem 12 stig og 9 fráköst. Snæfellingar voru að ná gríðalega mikilvægum fráköstum og voru með 32 gegn 21 Grindavíkur. Þorleifur Ólafsson var kominn með 12 stig og Sigurður Þorsteinsson 10 stig og 5 fráköst. Hittnin var góð hjá Grindavík í upphafi leiks en dalaði eftir sem leið á fyrri hálfleikinn.

 

Flugeldar já flugeldar í upphafi þriðja hluta þegar Kristján Pétur setti þrist og Sveinn Arnar kom í kjölfarið og Snæfell komust strax í 48-35. Sveinn Arnar smellti þá einum til eftir leikhlé gestanna 51-35. Grindvíkingar vildu sækja á en Snæfell héldu sér í um 15 stigum frá þeim og á kafla hirtu alla lausa bolta, fráköst og Grindavík máttu laga talsvert í að stíga út og halda boltanum en breiddin var ekki mikil í sóknarleiknum einnig og staðan 61-41. Grindavík áttu sprett í lok þriðja hluta og hertu varnarleikinn og staðan 63-48 fyrir lokafjórðunginn.

 

Grindvíkingar söxuðu hægt en örugglega og voru komnir nær um 10 stig 69-59 um miðjan fjórða hluta og baráttan en til staðar og þá helst hjá Ólafi Ólafs sem fór í alla bolta en Ómar Sævarsson var einnig drjúgur og Daníel Guðmundsson var að gera vel. Níu stigum munaði á liðunum þegar tvær mínútur voru eftir 74-65. Grindavík sóttu vel í fjórða hluta og staðan 76-70 þegar mínúta var eftir. Liðin fóru á línuna til skiptis undir lokin en Snæfellsmenn héldu naumri forystu þrátt fyrir mikin atgang frá Grindavík og sigruðu 88-80.

 

Snæfell: Sigurður Þorvaldsson 23/12 frák. Vance Cooksey 19/10 frák/8 stoðs. Jón Ólafur 17/5 frák/6 stoðs. Sveinn Arnar 10/4 frák. Stefán Karel 8/4 frák. Kristján Pétur 5/8 frák. Finnur Atli 4. Þorbergur Helgi 2. Hafþór Ingi 0. Pálmi Freyr 0. Snjólfur Björnsson 0. Kristófer Sævarsson 0.

 

Grindavík: Sigurður Þorsteinsson 21/11 frák. Þorleifur 16/5 frák/6 stoðs. Jóhann Ólafsson 16/5 frák. Ómar Sævarsson 11/9 frák. Ólafur Ólafsson 7/6 frák/4 stoðs. Daníel Guðni 6. Björn Steinar 2. Jón Axel 1. Hilmir Kristjánsson 0. Jens Valgeir 0. Hinrik Guðbjartsson 0. Ármann Vilbergsson 0.

 

Símon B Hjaltalín.

08.11.2013 14:25

Öruggt hjá Snæfellsstúlkum gegn Grindavík

06.11.2013 23:47 nonni@karfan.is
 
Snæfellsstúlkur lokuðu leiðunum í upphafi leiks þegar Grindavík kom í heimsókn í Domino´s deild kvenna og voru yfir 8-0 eftir fjögurra mínútna leik. Vörn Snæfells var sterk og Grindavík áttu erfitt með að ná góðum skotum. Gestirnir náðu að rétta við sinn sóknarleik og nálguðust Snæfell 12-10 með stórum skotum frá Ingibjörgu og Pálínu. Staðan var 23-14 eftir fyrsta hluta fyrir Snæfell sem áttu ágætan sprett undir lok hans.
 
 
 
Leikurinn varð allur þyngri í öðrum hluta og lítið skorað og meira puðað en Snæfell hélt sér aðeins frá Grindavík þegar takturinn var kominn í liðin 31-21 og voru aðallega að ná að keyra vel inn í sóknum sínum. Tögl og haldir eru orð sem notast mætti við um leik heimastúlkna í fyrri hálfleik en Chynna, Hildur BJörg, Hildur Sigurðar og Guðrún Gróa voru að spila frábærlega en Guðrún Gróa gerði það að verkum að leikstjórnendur Grindavíkur komu engu í verk. Helga Hjördís toppaði svo fyrri hálfleikinn með þrist á flautunni og Snæfell yfir 45-28.
 
 
Chynna Brown var komin með 19 stig, 6 fráköst og 3 stolna og næst var Hildur Björg með 8 stig og 5 fráköst. Lítið hafði gengið hjá Grindavík sem voru alls með 8/16 í tveggja stig skotum gegn 16/37 Snæfells og fengu ekki mörg tækifæri til að skjóta nema mörg þvinguð stór skot og voru 2/14 í þristum. Lauren Oosdyke og Ingibjörg Jakobs voru komnar með 7 stig hvor.
 
 
Snæfell hóf seinni hálfleikinn af krafti og hreinlega átu Grindavík með varnaleik sínum komust í 54-30 strax í upphafi og allt sem sett var upp Grindavíkur megin hreinlega gekk á afturfótunum og Lauren Oosdyke fékk tæknivillu þrátt fyrir að hafa klárað skot ofan í. Grindavík náði ekki að halda í Snæfell í þriðja hluta og freista þess að minnka muninn og áttu í töluverðu basli með leik sinn og drógust bara meira aftur úr. Snæfell hins vegar yfir 62-39 fyrir lokafjórðungin.
 
 
Fjórði hluti var jafnari og fleiri leikmenn komu af bekkjum beggja liða en lítið var að gert að Snæfell ætti þennan leik skuldlaust og var nánast flest í leik þeirra að smella og þá sérstaklega varnarlega. Í Grindavíkurliðinu býr mikið meira en þær sýndu í þessum leik en þær mættu ofjörlum sínum í dag og endaði leikurinn 85-55 fyrir Snæfell.
 
 
 
Snæfell: Chynna Brown 26/9 frák/ 4 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 17/5 frák/7 stoðs. Hildir Björg 12/14 frák. Hugrún Eva 8/7 frák. Helga Hjördís 7/4 frák. Rebekka Rán 5. Guðrún Gróa 4/ 9 frák. Eva Margrét 4/4 frák. Aníta Rún 2. Edda Bára 0.
 
 
Grindavík: Lauren Oosdyke 16/10 frák. Pálína Gunnlaugsdóttir 12/7 frák. Ingibjörg Jakobsdóttir 11. María Ben 6/4 frák. Jeanne Sicat 3. Marín Rós 3. Helga Rut 2/4 frák. Jóhanna Rún 2. Hrund Skúladóttir 0. Alda Kristinsdóttir 0. Julia Sicat 0.
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22