Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

24.02.2011 18:06

Naumt tap fyrir ÍA
Sárt tap

Laugardaginn 12. febrúar fengu Víkingur Ólafsvík topplið A-riðils ÍA frá Akranesi í heimsókn, fyrri leikur þessara liða á Akranesi fór 94-55 ÍA í vil.

Leikurinn fór skemmtilega á stað og liðin skiptust á forystu og staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-18. Sama var uppi á teningunum í 2. leikhluta og fóru liðin jöfn inn í hálfleik 43-43 og hörkuleikur í gangi.

 

Víkingar spiluðu í þessum tveimur leikhlutum 3-2 svæðisvörn sem skilaði þeim sigri í seinasta leik og spiluðu ágætisvörn en ÍA menn hittu vel úr skotum sínum að utan á meðan Víkingsmenn voru hins vegar ekki að hitta vel úr skotunum að utan og skoruðu mikið inn í teig.

Víkingar breyttu svo um vörn í seinni hálfleik í maður á mann vörn í von um að geta lokað á skot ÍA manna en á sama tíma þá breyttu ÍA menn yfir í svæðisvörn sem lokaði á það að Víkingar getu komist undir körfuna. Þetta varð til þess að Víkings-menn náðu lítið sem ekkert að skora því hittnin fyrir utan lagaðist lítið, ÍA menn héldu áfram að skora og endaði því leikhlutinn 7-23 og þar með varð staðan orðin 50-66 ÍA í vil. Nú var róðurinn orðinn þungur fyrir Víkingsmenn sem prófuðu að breyta aftur yfir í svæðisvörn, það virkaði ágætlega því að 4. leikhluti endaði 14-15 ÍA mönnum í vil og þar með urðu endatölur leiksins 64-81 ÍA í vil. Í 4. leikhluta þá var vörnin ágætt hjá Víkingsmönnum en þeir einfaldlega náðu ekki upp muninum sem kominn var upp eftir 3. leikhluta.

Flottur fyrri hálfleikur hjá Víkingsmönnum en seinni hálfleikur var einfaldlega ekki nógu góður, þá aðallega sóknarlega séð.

Þrátt fyrir tapið þá á Víkingur Ólafsvík enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið er enn sem stendur í 5. sæti A-riðils og þrír leikir eru eftir, útileikur gegn ÍG 26. febrúar og gegn Patrek 12. mars og svo heimaleikur gegn Stál-Úlfi 19.mars.

Áfram Víkingur Ólafsvík!!


23.02.2011 09:20

Bikarúrslitaleikir í Unglingaflokkum um helgina


Snæfell mætir Keflavík í bikarúrslitaleik í Unglingaflokki kvenna. Úrslitaleikir yngri flokka fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði laugardag og sunnudag næstu helgi 26.-27. febrúar og verður mikil og skemmtileg bikarstemming í Firðinum sem vert er að kíkja á.

Leikur Snæfells og Keflavíkur er á laugardaginn 26. febrúar kl 16:00. Mætum og hvetjum stúlkurnar okkar. Hægt er að sjá leikinn í beinni á netinu hjá Haukar-tv á heimasíðu Hauka Haukar.is

Kemur fram á síðu KKÍ

 

 

23.02.2011 09:18

Tap gegn Fjölni

Snæfell lá gegn Fjölni.

 

 

Snæfell tapaði fyrir Fjölni í Iceland express deild kvenna 67-56. Fjölnir er í fallbaráttu og berjast af öllum krafti þessa dagana en Snæfell er í 1. sæti b-riðils með Njarðvík andandi ofan í hálsmálið tilbúnar að taka það sæti ef Snæfell gefur eftir. Þetta snýst um að í úrslitakeppninni mætir liðið í 5.sæti deildarinnar sem er 1. sæti b-riðils, 4.sæti a-riðils og 2. sæti b-riðils, sem er 6 sæti deildarinnar, mætir 3. sæti a-riðils. Ekkert flókið :)

Fjölnir leiddi með 1 stigi eftir fyrsta hluta 19-18 og Snæfell var á fullu inni í leiknum aftur eftir að hafa lent 14-3 undir og ekkert gekk hjá Snæfelli. Jafnræði var með liðunum í öðrum hluta og leyfðu Snæfellsstúlkur ekki fleiri spretti hjá Fjölni eins og í byrjun leiks en staðan var 33-28 fyrir heimastúlkur í Fjölni. Natasha Harris var komin með 11 stig fyrir Fjölni en Laura Audere og Monique Martin með 7 stig hvor í hálfleik fyrir Snæfell.

Naum var staðan í þriðja hluta einnig en hann fór 10-10 og mikið barist og staðan eftir hann 43-38. Mikið var um tapaða bolta hjá Snæfelli eða 21 á móti 4 stolnum boltum á meðan Fjölnir tapaði boltanum 16 sinnum en stal honum 14 sinnum.

Natasha Harris fór mikinn fyrir Fjölni of skoraði 31 stig þar af 5 af 7 þristum niður og réði Snæfell lítið við hana ásamt Inga Buzoka sem reif niður 19 fráköst þar af 8 í sókn og virtist einráð í teignum. Fjölnisstúlkur gáfu Snæfelli ekki frekari möguleika á að ná tökum á leiknum þegar staðan var 43-41, stukku af stað og breyttu í stöðuna 58-43. Þar með var steinninn settur í götu Snæfellinga sem löguðu stöðuna eilítið fyrir lokaflautið. Þegar þrjár mínútur voru eftir var staðan 60-51 og svo gerist ekkert í stigaskori fyrr en 20 sekúndur voru eftir sem var orðin of lítill tími og sigur Fjölnis staðreynd 67-56.

Helsta skor og tölfræði leikmanna.

Fjölnir:

Natasha Harris 31/7 frák/8 stoðs/6 stolnir. Inga Buzoka 10/19 frák/4 stoðs/5 varin skot. Bergdís Ragnarsdóttir 8/6 frák. Birna Eiríksdóttir 7/3 frák/4 stolnir. Bergþóra Holton 4/4 frák. Eva María Eiríksdóttir 4/3 frák. Erla Sif Kristinsdóttir 3/3 frák.

Snæfell:
Monique Martin 18/18 frák. Laura Audere 12/8 frák. Hildur BJörg Kjartansdóttir 11/7 frák. Berglind Gunnarsdóttir 8/4 frák. Alda Leif Jónsdóttir 3. Björg Guðrún Einarsdóttir 2. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/3 frák.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Ísak Ernir Kristinsson

Punktar eftir leikinn.

 

  • Snæfell skorar fyrstu tvö stig leiksins en lenda svo 14-3 undir.
  • Framlag Snæfells er 38 úr leiknum á móti 75 hjá Fjölni.
  • Stoðsendingar Fjölnis eru 16 á móti 7 Snæfells.
  • Snæfell tapar öðrum leik sínum í röð á meðan þetta gæti verið skref í áttina að halda sæti sínu í deildinni fyrir Fjölni.

 

Símon B. Hjaltalín.

19.02.2011 09:11

Snæfellsstúlkur í Bikarúrslit
Stelpurnar í unglingaflokk sigruðu Hamar á heimavelli 82-34 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 30-25.  Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst með 25 stig og 6 fráköst.

Heimastúlkur byrjuðu leikinn af góðum krafti og skoruðu í fyrstu tveimur sóknum sínum, 4-0.  Þeim gekk hinsvegar illa að nýta þau fjölmörgu galopnu færi sem þeim gafst og einnig að hemja sóknarfráköstin hjá Hamarsstúlkum sem rifu ein 10 í fyrri hálfleik.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-11 heimastúlkum úr Snæfell í vil.  Sara Mjöll kom sterk af bekknum og smellti niður sjö stigum á skömmum tíma.  Hamarsstúlkur börðust vel og sigruðu annan leikhluta 10-14 og var munurinn fimm stig í hálfleik 30-25. 

Snæfellsstelpurnar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu 13-0 og unnu leikhlutann 23-9 þar sem Berglind Gunnars var atkvæðamikil.  Varnarleikur liðsins var allt annar og einbeitingin skein úr augunum á stúlkunum, staðan eftir þrjá leikhluta 53-34.  Helga Hjördís og Björg Guðrún ásamt Hrafnhildi Sif röðuðu niður þristum í fjórða leikhluta en þeir hefðu ekki ratað rétta leið hjá liðinu einsog þær hefðu viljað.  Öruggur sigur þar sem allir leikmenn fengu að spreyta sig og Snæfell komnar í bikarúrslit gegn Keflavík sem sigruðu Njarðvíkurstúlkur með um 20 stiga mun.

Bikarúrslitin eru helgina 26.-27. febrúar og fara þau fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Nánari upplýsingar um tímasetningu á úrslitaleiknum verður auglýst síðar.

Stigaskor og tölfræði úr leiknum.

Snæfell:

Berglind Gunnarsdóttir 25 stig, 6 fráköst, 6 stolnir og 2 stoðsendingar
Hildur Björg Kjartansdóttir 11 stig, 10 fráköst, 3 stolnir, 3 varin og 3 stoðsendingar
Sara Mjöll Magnúsdóttir 11 stig og 3 fráköst
Ellen Alfa Högnadóttir 10 stig og 5 stoðsendingar
Björg Guðrún Einarsdóttir 9 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolnir og 3 varin.
Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar
Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5 stig, 2 fráköst og 1 varið skot.
Aníta Rún Sæþórsdóttir 1 stig, 1 frákast og 2 stoðsendingar
Sunna Rós Arnarsdóttir náði ekki að skora en tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu

Hamar:
Jenný Harðardóttir 13 stig og 11 fráköst
Guðbjörg Sverrisdóttir 9 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar
Regína Ösp 8 stig og 9 fráköst.
Adda Mána 7 stig og 4 fráköst
Bylgja Sif 5 stig og 1 frákast
Kristrún Rut 4 stig og 2 fráköst

 

Mynd. Þorsteinn Eyþórsson.

16.02.2011 21:39

Unglfl kvenna gengur vel

Unglingaflokkur kvenna að "meikaða" í sinni deild.

Stelpurnar sem hafa leikið mjög í vetur og fyrir þennan leik sigrað alla sína fimm leiki.  Berglind gaf stelpunum strax töluvert sjálfstraust með góðum þristum í upphafi leiksins og Hildur Björg tók síðan við, stelpurnar leiddu 10-13 eftir fyrsta leikhluta.  Með góðum körfum frá Berglindi og Helgu Hjördísi komust Snæfellsstúlkur tíu stigum yfir 13-23 og byggðu þær framhaldið á þeirri forystu.  Varnarleikurinn var þéttur og komu þær Ellen Alfa og Hildur Björg með góðar körfur í lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 22-34. 

 

Árný Sif skoraði fyrir Keflavík og minnkaði muninn en Björg Guðrún setti niður vinstri handarsniðskot og í kjölfarið komu þær Hildur Björg, Berglind og Sara með góðar körfur eftir góðan samleik.  Stelpunum hefur gengið betur sóknarlega séð en varnarleikurinn var alveg ágætur og var baráttan í fráköstum þeirra.  Hrafnhildur Sif barðist mjög vel og einnig Sunna Rós.  Í lok þriðja leikhluta slökuðu Snæfellsstúlkur eilítið á og það nýttu Keflavíkurstúlkur sér, þær minnkuðu muninn úr 32-48 í 39-48 sem var staðan eftir þriðja leikhluta. 

 

Aníta setti svo niður tvö vítaskot og staðan 41-48, Björg Guðrún setti þá niður mjög gott þriggjastiga skot og Hildur Björg og Berglind fylgdu á eftir með körfum í öllum regnboganslitum, staðan 41-56.  Lokatölur 49-67 þar sem Björg Guðrún setti niður þriðja þristinn um leið og lokaflautan gall fyrir aftan miðju!  Stórglæsilegt skot sem allir í húsinu fögnuðu :-D


 
Stelpurnar hafa því sigrað alla sína sex leiki og eiga eftir að leika tvo heimaleiki áður en úrslitakeppnin hefst.  28. febrúar mæta Njarðvíkurstúlkur í heimsókn og 7. mars eru það Íslands- og bikarmeistarar Hauka sem mæta í Hólminn. Úrslit yngriflokkanna fara fram 9-10 apríl í laugardalshöll.

 

Næsti leikur þeirra er í undanúrslitum bikarsins í kvöld 16. febrúar kl 20:00 gegn Hamri í Stykkishólmi.


 
Stigaskor leikmanna:


Snæfell: 
Hildur Björg Kjartansdóttir 22 stig, Berglind Gunnarsdóttir 18, Björg Guðrún Einarsdóttir 14, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Ellen Alfa Högnadóttir 4, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2 og þær Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir og Sunna Rós Arnarsdóttir léku en náðu ekki að skora.
 
Keflavík: Árný Sif Kristínardóttir og Sandra Lind Þrastardóttir 12 stig, Soffía Rún Skúladóttir, Ingunn Embla og Aníta Eva Viðarsdóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Eva Rós Guðmundsdóttir og Sigrún Albertsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir, Jenný María Unnarsdóttir, Helena Ösp Ævarsdóttir og Eva Rós Haraldsdóttir náðu ekki að skora.
 

Mynd. Þorsteinn Eyþórsson

16.02.2011 21:35

Víkingur heimsækir Snæfell á laugardag


Krakkarnir úr Víking Ólafsvík koma í heimsókn á laugardagsmorgun n.k. Um er að ræða líf og fjör og keppni í körfubolta. Þetta verður skemmtilegur viðburður sem vonandi verður hægt að gera meira af hvort sem er í Stykkishólmi eða Ólafsvík. Hér eru svo tímar leikjanna hjá þeim flokkum sem taka þátt en spilað er á tveimur völlum í einu.

 

 

Kl 10:15 - 11:15
Snæfell 7fl.ka - Víkingur Ólafsvík Mb11 ára (7fl spila með minnibolta á stóra körfu)
Snæfell 9. fl. kvk - Víkingur Ólafsvík 9. fl kvk.
 
Klukkan 11:15 - 12:30
Snæfell 8-10 bekkur drengir - Víking Ólafsvík 8-10 bekkur drengir.
Snæfell Mb 10 ára - Víkingur Ólafsvík Mb 10 ára.
 

14.02.2011 22:24

Góður gangur hjá Víking í körfunni

Laugardaginn 5. febrúar mæti Víkingur Ólafsvík KKf. Þóri á útivelli í kennaraháskólanum í Reykjavík. Fyrri leikur liðanna endaði með sigri Víkings 83-66 hér á heimavelli.

Víkings-menn byrjuði leikinn betur og skoruðu fyrstu körfu leiksins en Þóris-menn komust fljót inn í leikinn og byrjuðu að hitta úr ótrúlegustu skotum ásamt því að Víkings-menn spiluðu alls ekki góða vörn. En Víkingar hleyptu Þóris-mönnum aldrei langt framúr og staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-23 Þóri í vil. Næsti leikhluti var svipaður þrátt fyrir að Víkingar unnu leikhlutan 14-16 og þar með var staðan í hálfleik 40-39 Þóri í vil og hörkuleikur í gangi. 

3. leikhluti byrjaði svo jafn en Þórir alltaf með forystu, en um miðjan 3.leikhluta þá breyttu Víkingar yfir í 3-2 svæðisvörn og Þóris-menn áttu enginn svör við henni og Víkingar spiluðu frábæra vörn. En á þeim tímapunkti þá var staðan 60-51 Þóri í vil en um leið og vörnin small þá small sóknin og Víkings-menn skoruðu 12 stig í röð og komust í 60-63 forystu fyrir lok þriðja leikhluta.

Eftir það var ekki aftur snúið og Víkingur hélt forystu út leikinn, komust mest í 12 stiga forystu en leikurinn endaði með 76-81 sigri Víkings. Þar með unnu Víkings-menn alla leikhlutana nema fyrsta leikhlutann.Frábær endurkoma á Víkingsmönnum í leiknum sem komu til baka með frábærri svæðisvörn og eru þar með komnir með 3 sigurleiki í röð og eru með 5 sigra og 5 töp í deildinni og eru þar með í 5. sæti í riðlinu. En efstu 4 liðin komast í úrslitakeppni 2. deildar og eiga Víkings-menn góða möguleiki á því sæti.

Næstu leikur er svo heimaleikur Víkings Ó gegn ÍA laugardaginn 12. febrúar kl.15:00 um að gera og koma að styðja strákana áfram!!

JG

14.02.2011 11:42

Snæfell með sannfærandi sigur á ÍR

Snæfell bakaði ÍR.ÍR fóru í Hólminn til að hitta þar fyrir topplið deildarinnar Snæfell. ÍR saltaði síðustu tvo leiki sína á móti Grindavík og Haukum, en mikið er að smella saman í þeirra leik, þeir voru fyrir leikinn í 7. sæti. Snæfellingar voru hins vegar án Emils Þórs og Ryan Amoroso í leiknum sem eru að skríða saman og líklegir í næsta leik Hólmara en hafa fengið aukahendur frá Zeljko Bojovic sem kom sterkur inn í sinn fyrsta leik með 22 stig 10 fráköst.

Byrjunalið leiksins.
Snæfell:
Nonni, Pálmi, Svenni, Sean, Zeljko.
ÍR: Nemjana, Níels, James, Sveinbjörn, Kelly.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Steinar Orri Sigurðsson.

Leikurinn byrjaði hratt eins og þessum liðum er tamt. Staðan var þó ekki nema 8-5, þrátt fyrir hraðann, eftir 5 mínútur þar sem liðin voru að spila góðar varnir. Jafnt var á með liðunum og staðan 10-9 þegar Pálmi Freyr átti næstu 5 stig og var frískur. Kelly Biedler var ekki að finna sig í upphafi en kom með stolinn bolta og tvær troðslur, ekki í einu samt, til að krydda sinn leik. Staðan 17-15 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta.

Stigin á töflunni ruku upp þegar þriggja stiga sýning að hætti hússins fór í gang með einum frá Atla Rafni og tveimur frá Nonna Mæju og svo fylgdi Ágeir Örn í ÍR fordæmi þeirra Snæfellinga og smellti einum svona til að vera með og staðan varð fljótt 34-24 fyrir Snæfell og svo 41-25 þegar Sean Burton setti fjórða þristinn. Kelly var þó kominn gang hjá ÍR og var þeirra ferskasti í öðrum hluta en lítið gekk hjá öðrum að skapa sér eitthvað þó liðheildin væri að skila þessu sem komið var heilt yfir. Staðan í hálfleik 44-30 fyrir Snæfell og þristarnir hjá Snæfelli voru að skila forystunni en Egill Egils bætti við fimmta þristinum fyrir fréttir.

Atkvæðamestu menn í hálfleik voru hjá Snæfelli, Jón Ólafur með 10 stig og 6 fráköst. Sean Burton með 8 stig. Zeljko Bojovic 7 stig og 6 fraköst. Hjá ÍR var Kelly Biedler með 10 stig og 4 fráköst en Nemjana Sovic þar á eftir með 7 stig og 4 fráköst. Í báðum liðum voru þó sjö leikmenn að leggja hendur á plóga.

Þriðji hluti var jafn og harður framan af og liðin skiptust á góðum sóknum og fór mikið fyrir Nemjana Sovic hjá ÍR og Sveini Arnari í Snæfell í leikhlutanum. Snæfell teygðu þó lítillega á forskotinu þegar á leið og voru komnir í 20 stiga forskot 68-48 með hertri vörn og settu nokkur stopp á ÍR sem voru ekki að hitta vel undir lok hlutans. Staðan eftir þriðja hluta vr 70-49 fyrir Snæfellinga en Sveinn Arnar var þeirra stighæstur með 15 stig og var að koma með sinn besta leik í vetur en Nemjana Sovic með 17 fyrir ÍR.

Snæfell mættu eins og viðlagið úr laginu Eldgos í upphafi lokafjórðungsins og skoruðu 8-1 á ÍR og þar inni voru þristar frá Sveini og Zeljko og eftir fjögur stig í viðbót frá Nonna Mæju voru þeir komnir í 80-50 og í hvínandi stuði. Snæfellingar gerðust hins vegar kærulausir í sínum leik og gengu ÍR á lagið og löguðu stöðunua ágætlega niður í 93-79 þegar Kelly Biedler fór illa að ráði sínu, varð pirraður fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og tæknivillu í sama kasti og fauk svo útaf með fimmtu villu sína strax í næstu sókn. Snæfell komst með því í 98-79 af vítalínunni þegar mínúta var eftir og vonir ÍR að komast eitthvað inn í leikinn aftur sem þeir gerðu sig ansi líklega til á burt og Snæfell sigraði mjög sannfærandi 98-84.

Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell:

Sveinn Arnar Davíðsson kom gríðalega hress í þennan leik með 21/7 frák/ 6 stoðs. Jón Ólafur Jónsson 20/13 frák. Sean Burton 19/5 frák/8 stoðs. Zeljko Bojovic 15/7 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/4 frák/7 stoðs. Egill Egilsson 7. Atli Rafn Hreinsson 5/5 frák/4 stoð. Daníel Kazmi 2. Magnús Ingi 0. Guðni Sumarliða 0. Baldur Þorleifs 0. Birgir Péturs 0.

ÍR:
Nemjana Sovic 29/8 frák. James Bartolotta 19/5 frák. Kelly Biedler 18/11 frák/5 stoðs/6 stolnir. Níels Dungal 5/6 frák. Sveinbjörn Claessen 5/6 frák. Ásgeir Örn Hlöðversson 3. Eiríkur Önundarsson 3/6 frák. Hjalti Friðriksson 2. Friðrik Hjálmarsson 0. Daníel Capaul 0. Davíð Fritzson 0. Þorgrímur Emilsson 0.

Símon B. Hjaltalín.
Myndir. Þorsteinn Eyþórsson

 

12.02.2011 21:26

Njarðvík vann Snæfell í hólminum

Njarðvík hirti stigin í hörkuleik.


Liðin í fyrsta og öðru sæti b-riðils Iceland express deildar kvenna, Snæfell og Njarðvík, mættust í Hólminum í dag. Snæfell er enn með 16 stig en Njarðvík sem var með 12 stig en núna 14 stig horfir hungruðum augum á efsta sæti riðilssins eftir 78-81 sigur þar sem þær Shayla Fields sem var með 34 stig fyrir grænar og Monique 33 stig fyrir heimastúlkur voru funheitar.

Byrjunarlið leikisns.
Snæfell:
Alda, Berglind, Monique, Helga, Hildur.
Njarðvík: Ólöf, Julia, Dita, Shayla, Árnína.

Njarðvíkurstúlkur voru ekki komnar til að sjá hvort búið væri að opna pylsuvagninn Meistarann og var Dita Liepkalne fersk strax í upphafi með 3 stig og 4 fráköst og Njarðvík komnar í 11-6. Laura Audere glímdi við smávægileg eymsli og byrjaði ekki inná í dag fyrir Snæfell en kom svo inn þegar á leið. Snæfellsstúlkurnar tóku leikhlé fljótt í upphafi leiks og eftir það jöfnuðu þær 13-13, komust yfir 15-13 og ætluðu sér að vera með í leiknum og náðu að vera yfir eftir fyrsta hluta 25-22. Mikið jafnræði með liðunum þar sem Monique og Dita drógu vagna sinna liða.

Snæfellsstúlkur komust í 34-29 en bæði lið voru að berjast vel í upphafi annars hluta. Jafnræðið í leiknum sýndi sig þegar Njarðvík komust yfir 38-42 en allt var jafnt í járnum fram að því og staðan 40-42 fyrir Njarðvík í hálfleik.

Í hálfleik voru stigahæstu leikmenn Snæfells, Monique Martin með 20 stig og 9 fráköst, Hildur Björg og Laura Audere með 7 stig hvor. Hjá Njarðvík var Dita Liepkalne með 16 stig og 9 fráköst, Shayla Fields og Julia Demirer 9 stig hvor.

 


Staðan var 50-51 og gríðaleg spenna farin að færast í leikinn þegar Berglind Gunnars setti þrist og kom Snæfelli í 53-51 en Njarðvík komst strax í 53-53 með stigum frá Shayla Fields og þannig var gangur leiksins í þriðja hluta sem endaði í stöðunni 55-57 fyrir Snæfell og engann veginn var hægt að spá í hvernig lokhlutinn yrði.

Laura Audere byrjaði fjórða hluta með þremur stigum en Ína María svaraði um hæl og setti annan til. Þegar hlutinn fjórði var hálfnaður var Njarðvík yfir 60-67. Þegar svo tvær mínútur voru eftir setti Berglind Gunnars þrist í stöðuna 72-72. Njarðvík komst með góðu áhlaupi í 72-78. Snæfell minnkaði muninn í 76-79 og pressaði og náðu aðeins að fikra sig að eins stig muninum 78-79 með stolnum bolta og tveimur vítaskotum frá Laura Audere. Njarðvík með Shayla Fields fremsta í flokki, en hún hafði verið Snæfelli mjög erfið og skorað grimmt, hún kláraði síðasta skotið niður og unnu þar með leikinn 78-81.  


Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell:

Monique Martin 33/15 frák/6 stolnir/4 varin skot. Laura Audere 20/8 frák. Berglind Gunnarsdóttir 14/6 frák. Hildur Björg Kjartansdóttir 11/6 frák. Alda Leif Jónsdóttir 0/6 stoðs. Björg Guðrún 0/3 stoðs. Ellen Alfa 0. Helga Hjördís 0. Sara Mjöll 0. Birta Antons 0. Hrafnhildur Sif 0. Sunna Arnars 0.

Njarðvík:
Shayla Fields 33/4 frák/6 stoðs. Dita Liepkalne 16/19 frák/6 stolnir. Julia Demirer 16/11 frák. Ína María Einarsdóttir 6. Emelía Ósk Grétarsdóttir 4. Árnína Lena Rúnarsdóttir 2. Eyrún Líf Sigurðardóttir 1. Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Auður Jónsdóttir 1. Anna María 0. Erna Hákonardóttir 0.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.

Símon B. Hjaltalín.

Myndir. Þorsteinn Eyþórsson

 

12.02.2011 12:23

Snæfell mætir Njarðvík í kvennaboltanum í dagÍ dag fara fram tveir leikir í Iceland Express-deild kvenna

Snæfell og Njarðvík eigast við kl. 15.00 í Stykkishólmi.
Hamar og Keflavík mætast svo í Hveragerði kl. 17.00.

Fari svo að Hamar sigri sinn leik verða þær Deildarmeistarar 2010-2011 og fá afhentan deildarmeistarabikarinn að leik loknum.

Báðir leikirnir verða í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.

12.02.2011 12:00

Monique Martins með risatvennu 34 stig og 20 fráköst í góðum sigri

Risatvenna hjá Monique er Snæfell vann Grindavík
09 02 2011 | 23:53

Risatvenna hjá Monique er Snæfell vann Grindavík

 
Það var hörkuleikur sem boðið var upp á í Röstinni í kvöld þegar Grindavíkurstúlkur tóku á móti Snæfell í Iceland Express deildinni, mikið skorað en þó nokkuð um mistök hjá báðum liðum. Snæfell byrjaði af miklum krafti og skoruðu fyrstu 9 stig leiksins á aðeins 2 mínútum. Eftir þetta rankaði Grindavíkurliðið við sér og fór að sækja af krafti. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og um miðjan 1.leikhluta náði Grindavík að minnka muninn niður í 19-20 en þá settu Snæfellsstúlkur í næsta gír og í lok 1.leikhluta var staðan 34-21 fyrir Snæfell og Monique Martin að fara fyrir Snæfellsstúlkum.
Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, bæði lið voru að berjast á fullu en mikið um klaufaleg mistök og þrátt fyrir að það væri mikið skorað í leiknum var fjöldinn allur af frekar auðveldum sniðskotum sem fóru ekki ofan í hjá báðum liðum. Grindavík reyndi eins og þær gátu að minnka muninn og leiddi Helga Hallgrímsdóttir sínar stelpur áfram í 2.leikhluta og þegar leikhlutanum lauk var staðan 43-50 fyrir Snæfell.
 
Í 3ja leikhluta héldu Grindavíkurstelpur áfram að reyna að jafna leikinn og stela sigri en Snæfellsstelpur vörðust vel og í hvert sinn er Grindavík náði að minnka muninn niður í 2-4 stig þá setti Snæfell nokkrar körfur í röð þannig að Grindavík þurfti alltaf að vera að elta.
 
Barningurinn hélt svo áfram í 4.leikhluta og leit út fyrir spennandi lokamínútur. Þegar 4 mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum skoraði Helga Hallgríms góða körfu fyrir Grindavík og náði að minnka muninn niður í 4 stig og virkaði eins og Grindavík ætlaði að ógna Snæfell þá tekur Snæfell snögga sókn, Laura Audere setur niður þrist og eykur muninn í 7 stig. Grindavík brunar í sókn en tapar boltanum klaufalega og Snæfell fer í sókn þar sem Monique Martins skoraði risa þrist vel fyrir utan þriggja stiga línuna og munurinn orðinn 10 stig og 3 mínútur eftir. Eftir þetta var nokkuð ljóst hvort liðið myndi standa uppi sem sigurvegari en Grindavíkurstelpur börðust vel það sem eftir var leiks og pressaði stíft og náðu að minnka muninn niður í 4 stig með því að skora 6 stig á seinustu 20 sekúndum leiksins en það var ekki nóg og Snæfell sigraði því leikinn 77-82 en Monique skoraði seinasta stig leiksins af vítalínunni.
 
Hjá Snæfell voru Monique Martins með risatvennu 34 stig og 20 fráköst og Laura Audere var með 20 stig og 9 fráköst og voru þetta yfirburðaleikmenn hjá Snæfell auk þess sem Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig og átti fínan leik. Einnig var mjög gaman að fylgjast með Björgu Guðrúnu Einarsdóttur sem er virkilega efnilegur leikmaður.
 
Hjá Grindavík var Janese Banks með 23 stig og 14 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir með 16 stig og 11 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir með 15 stig og Anije Reke með 13 stig og 10 stolna bolta.
 
Mynd/ Karl West: Hólmarar leggja á ráðin í Röstinni
 
Umfjöllun: Bryndís Gunnlaugsdóttir

12.02.2011 11:58

Snæfell gerði góða ferð í Grindavík

Úrslit: Snæfell stal toppslagnum í Röstinni

Úrslit: Snæfell stal toppslagnum í Röstinni

 
Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem Íslandsmeistarar Snæfells stálu toppslagnum í Röstinni og lögðu heimamenn 86-90. Um magnaðan spennuleik var að ræða þar sem Hólmarar settu sjö stig á Grindavík á síðustu mínútu leiksins og fóru þeir Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson þar fremstir í flokki með hvað fífldjörfustu körfurnar.
Grindavík 86-90 Snæfell
Ryan Pettinella var óstöðvandi í liði Grindavíkur með 35 stig og 20 fráköst. Jón Ólafur Jónsson leiddi svo Snæfell áfram með 26 stig og 8 fráköst en Jón og Pálmi Freyr settu lykilkörfur Snæfells í leiknum á lokasprettinum þegar mest á reyndi. Magnaður karaktersigur Hólmara sem voru undir 82-74 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.

Mynd/ Jón Björn: Ingi Þór og Zeljko Bojovic fagna sigrinum í leikslok.
Nánar á karfan.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10
Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10