Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

10.03.2011 10:32

Tap gegn Njarðvík og 2 sæti í riðlinum staðreynd

Alda Leif var stigahæst með 15 stig.

 

 

Snæfellsstúlkur biðu lægri hlut, 75-68, á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í jöfnum og spennandi leik. Þetta var síðasti leikur í deildarkeppninni og hefst svo úrslitakeppni kvenna líklegast laugardaginn 12. mars.

 

Leikurinn var jafn allann tímann en Snæfelll var yfir 14-15 eftir fyrsta hluta. Í öðrum hluta höfðu liðin bæði skorað 22 stig hvort og staðan 36-37 fyrir Snæfell og hvorugt liðið að hrista hitt af sér. 

 

Það var svo Njarðvík sem átti skrefið sem þurfti að taka undir lokin og í þriðja hluta unnu þær 23-19 og staðan þá 59-56 fyrir Njarðvík sem var komið eilítið á bragðið og Snæfellsstúlkur þurftu að elta út fjórða hluta og leikurinn endaði 75-68 fyrir heimastúlkur í Njarðvík.

 

Þar með endar Snæfell í öðru sæti b-riðils mætir KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík heldur fyrsta sætinu í b-riðli og mætir Haukum.

 

Hamar og Keflavík sitja hjá í fyrstu umferð og fara beint í undanúrslit.

 

Grindavík ljúka sinni leiktíð eins og Fjölnir sem fá það hlutskipti að spila í 1. deild á næsta tímabili.

 

Helsta tölfræði leikmanna Snæfells.

 

Alda Leif var stigahæst með 15 stig og 4 fráköat. Monique Martin 14/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir. Laura Audere 13/5 fráköst. Berglind Gunnars 12/4 fráköst. Björg Guðrún 6 stig. Helga Hjördís 4/5 fráköst. Hildur Björg 2/5 fráköst. Sara Mjöll 2/2 frákös. Ellen Alfa, Sunna Rós og Aníta Rún skoruðu ekki.

 

Nánari tölfræði á kki.is

Fleiri fréttir á Karfan.is

 

08.03.2011 16:30

Unglingaflokkur kvenna deildarmeistarar

Eftir sigur á Haukum 65-47 þá urðu stúlkurnar í Unglingaflokki deildarmeistarar og fóru

taplausar í gegnum deildarkeppnina í vetur. Þær eru einnig bikarmeistarar og

sópa að sér gullinu. Það verður því gaman að fylgjast með úrslitaviðureignum

þeirra fyrir íslandmeistaratitlinum.

Til hamingju stúlkur :)

07.03.2011 12:50

Til hamingju SnæfellSnæfellingar fagna deildarmeistaratitlinum í Hólminum.

Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson.

 

Snæfell varð í gærkvöldi deildarmeistari í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar

 liðið vann Hamar, 76-64, á heimavelli sínum í Stykkishólmi. Aðeins ein umferð er

eftir af mótinu en Snæfell hefur eftir leikinn í gær fjögurra stiga forskot á KR. Næsti leikur,

 og jafnframt sá síðasti í IE-deildinni, er einmitt viðureign þessara liða á heimavelli KR

fimmtudaginn 10. mars næstkomandi.

 

Leikurinn í gær fór hratt af stað og ekki vantaði baráttuna í Hamarsmenn.

 Eftir fyrsta leikhluta var staðan 19-17 Snæfellingum í vil en dæmið snérist við í

öðrum leikhluta. Hamar náði að jafna í stöðunni 21-21 og var leikurinn bæði jafn

og spennandi. Snæfell hafði komið sér í vænlega stöðu 31-25 þegar gestirnir tóku á

sprett, skoruðu tíu stig í röð og komust yfir 31-35. Það voru því pirraðir heimamenn

sem gengu út af vellinum í hálfleik, þremur stigum undir í stöðunni 36-39.

Snæfellingar komu þó mun betri til leiks í síðari hálfleik og leiddu eftir

þriðja leikhluta 59-50. Þessari forystu náðu þeir að halda til loka þó svo að

 Hamarsmenn hafi aldrei gefist upp.

Lokatölur urðu því eins og áður sagði 76-64 Snæfelli í vil og fengu heimamenn því deildarmeistaratitilinn afhentan í lok leiks.


05.03.2011 21:08

Hildur og Berglind valdar í U18 landsliðiðHildur og Berglind í baráttunni í vetur.

Þær Berglind Gunnarsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir voru í gærkvöldi báðar valdar í 18 ára landsliðið sem keppir á Norðurlandamótinu í byrjun Júní.  
 
Við óskum dömunum til hamingju með þennan áfanga.
 
Landsliðshópana má sjá hérna inni á KKÍ.is

 

 

 

05.03.2011 11:12

Stjarnan vann Snæfell

Stjörnuvörnin meisturunum um megn
04 03 2011 | 21:11

Stjörnuvörnin meisturunum um megn

 
Sterk Stjörnuvörn var lykillinn að sigri Garðbæinga í kvöld þegar Íslandsmeistarar Snæfells mættu í Ásgarðinn. Lokatölur voru 94-80 Stjörnunni í vil en heimamenn náðu fljótt undirtökunum í leiknum og héldu þeim allt þar til lokaflautið gall. Renato Lindmets var fremstur meðal jafningja en hann átti teiginn í kvöld með 29 stig og 10 fráköst. Hjá Snæfell var Sean Burton stigahæstur með 20 stig og 14 stoðsendingar.
Stjarnan varð fyrri til að kveða sér hljóðs í Ásgarði og eftir þrist frá Justin Shouse leiddu heimamenn 7-2 og síðar 17-7 með sterkum varnarleik. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 21-9 Stjörnunni í vil og meistarar Snæfells hittu illa gegn ákveðinni vörn Stjörnunnar á fyrstu tíu mínútunum.
 
Guðjón Lárusson kom sterkur af Stjörnubekknum og lét fyrir sér finna í teignum en Renato Lindmets var að gera Hólmurum skráveifu og setti 12 stig á gestina og tók 6 fráköst í fyrri hálfleik.
 
Eftir fimmtán mínútna leik kviknaði loks á Sean Burton í liði Snæfells sem minnkaði muninn í 31-26 með dreifbýlisþrist eins og honum einum er lagið. Snæfell hóf leikhlutann á 3-2 svæðisvörn en skiptu fljótlega aftur í maður á mann vörn en þessar varnartrakteringar höfðu ekki mikið upp á sig því Garðbæingar voru mun einbeittari í fyrri hálfleik og leiddu 46-36 í leikhléi.
 
Skömmu áður en kom til hálfleiks fékk Marvin Valdimarsson sína þriðju villu í liði Stjörnunnar og fór síður en svo sáttur á bekkinn en hann var að taka fínar rispur í fyrri hálfleiknum með 6 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Atkvæðamestur var Lindmets hjá Stjörnunni með 12 stig og 6 fráköst eins og áður greinir og Sean Burton með 9 stig hjá Snæfell, 3 af 6 í þristum, og 7 stoðsendingar.
 
Snemma í þriðja leikhluta hækkaði hitastigið í Ásgarði um nokkrar gráður, menn fengu aðvaranir og gerðu sig líklega til að bæta í hörkuna frekar en annað. Flestum að óvörum fór Renato Lindmets svo út fyrir þriggja stiga línuna og sett eitt kvikindi og breytti stöðunni í 53-40 Stjörnunni í vil.
 
Hægt og bítandi fór þróun mála að ná til gestanna sem fundu fá göt á vörn Stjörnunnar og voru sjáanlega orðnir pirraðir. Kjartan Atli Kjartansson setti svo niður þrist og breytti stöðunni í 70-49 Stjörnunni í vil en Hólmarar áttu fjögur síðustu stig leikhlutans og staðan 70-53 fyrir fjórða leikhluta.
 
Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu til að hleypa leiknum upp, léku stíft og pressuðu, náðu að klóra muninn niður í 12 stig og koma gestgjöfum sínum á hælanna með smá hörku. Garðbæingar náðu þó fljótt sönsum á nýjan leik og svöruðu áhlaupi Snæfells með 6-0 rassíu, 82-64. Hér var björninn unninn og lokatölur reyndust 94-80.
 
 
Heildarskor:
 
Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3, Ólafur Aron Ingvason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0.
 
Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3, Hlynur Hreinsson 0, Guðni Sumarliðason 0, Daníel A. Kazmi 0.
 
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Guðmundsson
 
Mynd og umfjöllun: Jón Björn Ólafsson - nonni@karfan.is  

03.03.2011 18:00

Tap geng ÍG

Karfan 

Víkingur Ólafsvík gerði sér ferð til Grindarvíkur laugardaginn 26 febrúar til þess að spila á móti ÍG sem voru fyrir leikinn í 2. sæti A-riðils.

Leikurinn fór vel á stað og staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-18 ÍG í vil en í hálfleik þá var staðan 48-38 ÍG í vil og hörkuleikur í gangi.

Komu menn svo ekki alveg tilbúnir til leiks í 3. leikhluta (þreyttir, í villuvandræðum og léleg dómgæsla) og ÍG menn skoruðu hvað eftir annað og unnu 3. leikhluta 40-18 og voru þar með komnir með 32 stiga forskot í byrjun 4. leikhluta. En þrátt fyrir að Víkings-menn hafa byrjað að ná að saxa niður forskotið þá var munurinn orðinn einfaldlega of mikill og ÍG-menn sigruðu leikinn 111-83 á endanum.

Þrátt fyrir tapið þá eiga Víkingar ennþá möguleika á úrslitakeppnarsæti þegar 2 leikir eru eftir í deild en næstu leikir eru útileikur gegn Patrek 12. mars og svo heimaleikur gegn Stál-Úlf 19. mars.

 


03.03.2011 17:32

Snæfell með 10 lið á Nettómótinu


Nettómótið fer fram 5-6 mars n.k og verða í ár 55 krakkar sem taka þátt í 10 liðum sem Snæfell sendir á mótið. Það er heilmikil dagskrá á mótinu og bíða krakkarnir með eftirvæntingu eftir þessu móti.

Á mótinu er leikið um allan Reykjanesbæ, farið í sund, bíó, leikjahöllin verður á sínum stað og síðan eru pizzuveisla, kvöldvaka og allur pakkinn á flottasta móti ársins fyrir krakka 6-11 ára.

Þeir foreldrar sem ekki hafa fengið bækling um mótið geta nálgast hann útí íþróttahúsi.
Þjálfarar/Liðsstjórar munu selja Snæfells-tattúin 
Mótið hefst klukkan 08:00 á laugardagsmorgun og lýkur með lokaathöfn sem hefst 15:30.

03.03.2011 17:30

Tap gegn Haukum

Naumt tap í Hafnarfirði.
Strákarnir í unglingaflokki voru mættir í miðnæturleikinn á Ásvöllum gegn nýbökuðum bikarmeisturum Hauka.  Liðin skiptust á að leiða leikinn en heimamenn sigruðu 85-82.  Egill Egilsson var stigahæstur með 24 stig.

Kristján Pétur Andrésson opnaði stigaskorið með vörumerki sínu og Egill fylgdi á eftir með góðu gegnumbroti og Snæfell/Skallagrímur yfir 0-5.  Haukar tók þá öll völd og hreinlega hlupu yfir gestina leiddu 21-10 en staðan eftir fyrsta leikhluta 21-14 eftir að Hlynur Hreins og Egill náðu að skora.  Strákarnir skiptu yfir í svæðisvörn og með því náðu þeir að stoppa lekann í vörninni.  Snjólfur Björnsson kom með gríðarlega ferska vinda af bekknum og skoraði níu stig á skömmum tíma og þann vind nýttu aðrir liðsmenn sér vel. 

Davíð og Snjólfur settu tvo þrista í röð á Hauka og komu liðinu yfir 30-32, aftur náðu Haukar yfirhöndinni 35-32.  Haukar voru við það að ná yfirhöndinni í lok fyrri hálfleiks en þristur frá Birgi Þór Sverris, glæsilegt gegnumbrot hjá Hlyn Hreins og góð karfa með skoti fyrir utan teig hjá Davíð Guðmunds jöfnuðu leikinn ávallt og staðan 39-39.  Í lokasókninni smellti Kristján Pétur Andrésson þrist og opnaði hann því og lokaði fyrri hálfleik með þrist.  Staðan í hálfleik 39-42 fyrir Snæfell/Skallagrím sem börðust gríðarlega vel.

Fáar villur litu dagsins ljós og mikil harka leyfð á báðum endum, Guðni Sumarliðason opnaði síðari hálfleikinn og með frábærum kafla frá Kristjáni Pétri sem var með heitan úlnlið voru gestirnir komnir yfir 46-53.  Í stað þess að fylgja því eftir gáfu strákarnir eftir og það nýttu bikarmeistararnir sér vel, komust yfir 58-56 og leiddu eftir þriðja leikhluta 61-58.  Haukar héldu áfram að fá auðveldar körfur og komust í 67-58 með 19-5 kafla.  Í stöðunni 71-61 stigu Egill og Guðni upp og minnkuðu muninn á skömmum tíma í 73-69.  Besti leikmaður Hauka Haukur Óskarsson nýtti sér mistök í vörn Snæfells/Skallagríms og kom Haukum í 80-69. 

Þegar um 2:30 voru eftir tóku Snæfell/Skallagrímur sitt síðasta leikhlé og hófu að pressa af miklum krafti.  Egill Egils skoraði 11 stig á þessum tíma en Haukar voru mjög klaufalegir á þessum kafla.  Örn Sigurðarson fékk sig tæknivíti í stöðunni 85-80 og innan við mínúta eftir.  Egill setti bæði vítaskot sín niður og staðan 85-82.  Í lokasókn Snæfell/Skallagríms fannst gestunum brotið á Agli í þriggja en hann náði að senda á Kristján þrátt fyrir að vera ekki í jafnvægi og fékk Kristján góðan möguleika á að jafna leikinn en boltinn dansaði uppúr og leiktíminn rann út.

Haukar sigruðu því 85-82 en Snæfell/Skallagrímur eru með innbyrðis betri stöðu þar sem þeir sigruðu 99-94 í fyrri umferðinni.  Baráttan um sæti í undanúrslitum er hörð í unglingaflokkinum.  Strákarnir eiga þrjá leiki eftir og tveir af þeim eru á heimavelli.  Næsti leikur er í Smáranum laugardaginn 5. mars klukkan 17:00.  Síðustu tveir heimaleikir eru svo gegn Keflavík föstudaginn 11. mars klukkan 20:00 og lokaleikurinn gegn toppliði Njarðvíkur 13. mars klukkan 19:30

Stigaskor leikmanna Snæfells/Skallagríms:

Egill Egilsson 24 stig, Kristján Pétur Andrésson 16, Snjólfur Björnsson 11, Guðni Sumarliðason 10, Hlynur Hreinsson 9, Davíð Guðmundsson 5, Birgir Þór Sverrisson 3, Birgir Pétursson 2 og Magnús Ingi Hjálmarsson barðist vel en náði ekki að skora.

Stigaskor Hauka:

Haukur Óskarsson 21 stig, Örn Sigurðarson 15, Steinar Aronsson 13, Guðmundur Sigurðsson 9, Emil Barja 8, Guðmundur Sævarsson 6, Alex Óli Ívarsson 5, Andri Freysson 4 og Alexander Þorsteinsson 3.  Ásgeir "Bösserbeater" Einarsson og Bragi Michaelsson léku ekki.

 

Smellið hér til að sjá stöðuna í unglingaflokki karla á KKÍ.is

03.03.2011 17:28

Grindarvíkurstúlkur sterkari

Baráttuglaðari Grindavíkurstúlkur sigruðu Snæfell.


Næst síðasta umferð Iceland express deildar kvenna fór fram í kvöld og þar mættust Snæfell og Grindavík í Stykkishólmi. Snæfell jafnar og Njarðvík að stigum og í öðru sæti  b-riðils og Grindavík að berjast fyrir veru sinni í deildinni jafnar að stigum og Fjölnir fyrir þennan leik.

Byrjunarlið leiksins:
Snæfell: Björg, Berglind, Hildur, Monique, Laura.
Grindavík: Berglind, Helga, Harpa, Agnija, Janese.


Laura Audere byrjaði af krafti með fyrstu 5 stig leiksins og 3 fráköst. Snæfell komst svo í 7-0 áður en Janese Banks setti þrist fyrir Grindavík. Snæfell voru komnar í 12-3 þegar Jóhann Ólafsson tók leikhlé til að fara yfir málin sem var góð vítamínsprauta fyrir liðið sem kom mun ferskara til leiks og náði að saxa forskotið niður í 14-12. Snæfell áttu í allnokkrum vandræðum með Grindavík undir lok fyrsta hluta og Grindavík jöfnuðu 18-18 eftir að Helga Hjördís fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og komust svo strax yfir 18-20 sem var staðan eftir fyrsta hluta.

Annar hluti byrjaði jafn og hressandi en Snæfell náði að jafna 23-23 og allt var í járnum og lítið skorað hjá liðunum sem voru framan af einungis búin að setja fimm og sex stig. Leikurinn varð mistækur fyrir vikið og mikið um tapaða bolta. Liðin skiptust á forystu en eftir að Snæfell hafði yfir 29-27 tóku Grindvíkingar 9-0 með þristasýningu í 29-36 þar sem Berglind Anna setti tvo þrista og Janese Banks einn. Snæfellsstúlkurnar rifu sig þó upp og ætluðu ekki að láta valta yfir sig heima svo glatt, unnu sig upp og jöfnuðu 38-38 en Grindavík laumuðu tveimur stigum í lokin og staðan 38-40 í hálfleik.

Hjá Snæfelli var Monique Martin komin með 17 stig og 9 fráköst en Laura Audere var með 11 stig og 4 fráköst. Í liði Grindavíkur var Janese Banks komin með 16 stig og 7 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir þar á eftir með 7 stig.

Grindavík ætluðu sér greinilega að berjast fyrir sínu og áttu fyrstu sjö stig þriðja hluta og komust í 38-47. Líkt og áður í leiknum náðu Snæfellsstúlkurnar að hrista þetta af sér og minnkuðu muninn í 46-47. Snæfell hékk þó skrefinu á eftir mest af í þriðja hluta og náðu að skapa sér lítið rými gegn vörn Grindavíkur en náðu þó að draga vel á og voru einu stigi undir fyrir lokahlutann 58-59.

Monique kom Snæfelli í 63-62 með þrist og svo tvö til í 65-62 en spennan fór að magnast í húsinu undir lokin þegar staðan var 65-65. Grindavík kom sér þægilega í 65-70 og Snæfell átti erfitt með að splæsa í eitthvað gott til að eiga við þá stöðu og lítið fór ofan í þrátt fyrir tilraunir en leikhlutinn fór 9-13 fyrir Grindavík. Leikurinn endaði 67-72 fyrir gestina í Grindavík.

Grindavíkurstúlkur eiga hrós skilið fyrir góða baráttu í leiknum og góðar rispur sem skilar þeim kannski áframhaldandi sæti í deildinni þar sem þær sitja í næst neðsta sæti með 10 stig en það ræðst í síðasta leik deildakeppninnar gegn neðsta liðinu Fjölni sem er með 8 stig. Snæfell hins vegar átti slakann dag þar sem lítið gekk upp. Það var þungt sóknarlega og vörnin var oft sein og skrefi á eftir. Þær eiga útileik við Njarðvík eftir og er barátta milli liðanna um efsta sæti b-riðils en Njarðvík er með 18 stig og Snæfell 16. Snæfelli dugir þó ekkert annað en sigur til að taka það sæti eftir að hafa tapað núna þriðja leik sínum í röð en bæði lið hafa þó tryggt sig inn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Helsta tölfræði leikmanna:

Snæfell:

Monique Martin 28/18 frák. Laura Audere 23/9 frák. Hildur Björg Kjartansdóttir 5. Sara Mjöll Magnúsdóttir 4. Berglind Gunnarsdóttir 3. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2. Alda Leif Jónsdóttir 2. Björg Einarsdóttir 0. Ellen Alfa Högnadóttir 0. Sunna Arnarsdóttir 0. Aníta Sæþórsdóttir 0. Birta Antonsdóttir 0.
Hér er alveg ljóst að það vantaði meira framlag frá fleirum en tveimur efstu.

Grindavík:

Janese Banks 25/12 frák. Agnija Reke 13/9 frák/5 stoð. Berglind Anna Magúnsdóttir 11. Helga Hallgrímsdóttir 9/8 frák/8 stoð. Heiða Valdimarsdóttir 9. Harpa Hallgrímsdóttir 3/6 frák.Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2. Eyrún Ottósdóttir 0. Alexandra Hauksdóttir 0. Alda Kristinsdóttir 0. Mary Sicat 0. Katrín Rúnarsdóttir 0.

Dómarar leiksins: Björgvin Rúnarsson og Jakob Árni Ísleifsson.

Símon B. Hjaltalín.

28.02.2011 11:23

Körfuboltamót 40+

Molduxamótið 2011
Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót fyrir 40 ára og eldri laugardaginn 7 maí. í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Keppt verdur bæði í karla og kvennaflokkum og einnig gefst einstaklingum kostur á að skrá sig og verða sett saman lið fyrir þá sem skrá sig þannig. Kvöldvaka og ball verður haldið eftir mótið.

Þáttökugjald er 2500 kr. á hvern þáttakanda.

Spurningum varðandi mótið er hægt að senda á molduxar@molduxar.is en einnig eru allar upplýsingar á heimasíðu félagsins molduxar.is undir "Molduxamót 2011".

Þar eru einnig upplýsingar um gistimöguleika í Skagafirði ásamt fleiru.

27.02.2011 10:53

Til hamingju stúlkur

Snæfell bikarmeistari Unglingaflokks kvenna.

 

Snæfellsstílkurnar í unglingaflokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Keflavík í úrslitaleik bikarsins 64-54. Glæsilegur árangur hjá þeim.

Leikurinn hófst jafn og hressandi og komust Keflavík strax í 2-5. Snæfellsstúlkur voru þó ekkert í slökun og komust fljótt 10-7 og voru ekkert á því að gefa neitt eftir og hungraðar í gullið. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta hluta og var jafnt undir lokin 17-17 eftir að Ellen setti niður víti. Sara Mjöll kom svo Snæfelli yfir 19-17 þegar 2 mín voru eftir en ekkert var skorað eftir það í hlutanum og Snæfell með forystu.

Ekki var hátt skorið í öðrum hluta sem fór 11-7 fyrir Snæfell sem leiddi í hálfleik 30-24. Berglind Gunnars var komin með 6 stig og hefði getað verið með fleiri stig ef eitthvað af 6 vítum hefðu ratað sína leið. Sara Mjöll, Hildur Björg og Ellen Alfa voru allar með 6 stig einnig. Hjá Keflavík var Aníta Eva með 6 stig.

Snæfellsstúlkur létu aldrei forystuna af hendi eftir að staðan var jöfn 30-30 og Keflavík skoraði fyrstu 6 stig þriðja hluta. Snæfell var 9 stigum yfir 48-39 eftir þriðja hluta. En þær sigldu svo örugglega í land með yfir 10 stiga forystu í fjórða hluta og voru sterkar í svæðisvörninni. Það var svo mikil gleði þegar flautan gall 64-54 og sigur Snæfells í höfn. Glæsilegur árangur hjá stúlkunum sem landa fyrsta bikar Snæfells í kvennaflokki.

 

Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell:

Berglind Gunnarsdóttir 16/7 frák/4 stoðs/3 stolnir. Hildur Björg Kjartansdóttir 13/10 frák. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12/13 frák. Sara Mjöll Magnúsdóttir 10/7 frák. Ellen Alfa Högnadóttir 7/4 frák/4 stolnir. Björg Guðrún Einarsdóttir 6/8 frák/9 stoðs/5 stolnir. Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0/4frák. Sunna Rós Arnarsdóttir 0. Rebekka Rán Karlsdóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.

Keflavík:
Eva Rós Guðmundsdóttir 13/6 frák/3 stoðs. Ingunn Embla Kristínardóttir 12/7 frák. Sigrún Albertsdóttir 6/4 frák. Aníta Eva Viðarsdóttir 6/4 stoðs. Árný Sif Kristínardóttir 5/3 frák. Lovísa Falsdóttir 4. Sandra Lind Þrastardóttir 4/6 frák. Katrín Fríða Jóhannsdóttir 4. Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/4 frák. Soffía Rún Skúladóttir 0. Jenný María Unnarsdóttir 0. Sara Rún Hinriksdóttir 0.

Nokkrir punktar.

  • Vítanýting Snæfells var 43% á móti 72% hjá Keflavík
  • Snæfell tók fjölda frákasta, 54 stykki þar af 26 í sókn, Keflavík tók 36 fráköst.
  • Þetta er fyrsti bikar unglingaflokks kvenna hjá Snæfelli og í kvennaflokki almennt hjá Snæfelli og vonandi eru þær komnar á bragðið.
  • Snæfellsstúlkurnar eru auk þess ósigraðar í deildinni.
  • Þetta er þriðji bikartitill Inga Þórs þjálfara hjá Snæfelli en hinir tveir komu hjá meistaraflokki karla og drengjaflokki á síðasta tímbili.


Nánari tölfræði á KKÍ

Umfjöllun af Karfan.is


Símon B. Hjaltalín.

Myndir. Jón Björn Ólafsson. Karfan.is

 

24.02.2011 23:02

Öruggur sigur á Haukum

Haukar vængstýfðir í Hólminum.


Haukar fóru langleiðina á Breiðafjarðamið eða nánar tiltekið í Stykkishólm þar sem Snæfellingar biðu í ofvæni loksins með engann á meiðslalista þar sem Emil Þór og Ryan Amoroso komu aftur inn í liðið. Haukar hafa til alls líklegir og greinilega ekki ætlunin að slefa inni í úrslitakeppnina. Fyrri leikur liðanna að Ásvöllum fór 89-105 fyrir Snæfell og Haukar-tv voru mættir til að gera leiknum góð skil.

Byrjunarlið leiksins.

Snæfell:
Pálmi, Nonni, Svenni, Sean, Zeljko.
Haukar: Semaj, Gerald, Haukur, Sveinn, Emil.


Snæfell geystust af stað í stöðunni 7-5 og breyttu fljótt í 16-5 og svo 19-7 með skytturnar sjóðheitar og vörnina í lagi. Haukarnir reyndu að stemma sig af í slakri vörninni undir lokin á fyrsta hluta en sóknarleikur Snæfells var hraður og boltinn fékk að rúlla vel og greinilegt að breiddin að aukast mikið hjá þeim. Staðan 28-16 eftir fyrsta hluta.

Snæfell slökuðu ekki á taumnum í upphafi annars hluta og áttu fyrstu sex stigin og komust í 34-16. Haukar reyndu hvað þeir gátu að rétta sinn hlut og tóku leikhlé þegar staðan var orðin 44-24 fyrir Snæfell þar sem Emil Þór hafði komið inná og sett fimm stig strax. Robinson og Sveinn Ómar voru að draga vagn Hauka framan af en Semaj Inge fór að sýna rispur í öðrum hluta og greinilegt að það vantaði mikið meira framlag frá öllum í Haukum ef ekki ætti illa að fara. Engu að síður var eins og enginn væri morgundagurinn hjá Snæfelli sem leiddu í hálfleik 56-32 og stórmunur á liðunum í kvöld.

Atkvæðamestir fyrir Snæfell í hálfleik voruPálmi Freyr með 15 stig, Sean Burton 10 stig og 9 stoðs og Nonni Mæju 10 stig. Hjá Haukum var Gerald Robinson með 10 stig og þeir Semaj Inge, Sveinn Ómar og Davíð Páll með 6 stig hver.

Emil Barja reyndi að halda mönnum við efnið í Haukum sem voru sprækari í upphafi þriðja hluta og virtust ætla að láta til sín taka með Semaj Inge nokkuð hressari núna. Snæfellingar voru nú ekki á því þrátt fyrir að setja ekki niður körfurnar í upphafi. Það háði þeim ekki að koma til baka og komast í 30 stiga mun 79-49 þar sem Sean Burton og Egill Egils settu fallega þrista, en sá fyrrnefndi var að leiða liðið gríðalega vel. Snæfell leiddi 83-55 fyrir lokafjórðunginn.


Leikurinn róaðist hægt og rólega niður eftir því sem leið á fjórða hluta en Snæfell hélt forystunni  og bættu heldur betur í og virtist hreinlega komið að dánarfregnum og jarðarförum hjá Haukum þegar Snæfell komst í 40 stiga mun en löngu fyrir það voru úrslitin ráðin í leiknum.

Snæfell kláraði þetta auðveldlega 119-77 þar sem Haukar fengu kennslustund og greinilegt að Snæfellsliðið hefur endurheimt fyrri styrk. Haukarnir voru einfaldlega slakir varnarlega gegn stórsóknum Snæfells og var líkt og þeir hafi verið píndir til að mæta í leikinn þrátt fyrir að hafa sýnt fína leiki upp á síðkastið. Snæfell áfram efstir í deildinni og ósigraðir á heimavelli á meðan Haukar falla niður um sæti í 7. sætið þar sem Njarðvík fer í 6. sætið eftir sinn sigur.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Halldór Geir Jensson sem hafa séð betri daga.

Helsta skor og tölfræði leikmanna.

Snæfell:

Sean Burton var þremur fráköstum frá þrennunni með 29 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar. Ryan Amoroso 21 stig. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 20/4 frák/5 stoðs. Nonni Mæju 14/4 frák. Emil Þór Jóhannsson 9 stig. Atli Rafn Hreinsson 6/3 stoðs. Zeljko Bojovic 6/9 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 5/12 frák/7 stoðs. Egill Egilsson 5 stig. Hlynur Hreinsson 2 stig.  Daníel Kazmi 2 stig. Baldur Þorleifsson 0.

Haukar:
Gerald Robinsson dró vagninn fyrst um sinn og endaði með 24/11 fráköst. Semaj Inge kom sterkari inn í seinni hlutann 22/4 frák/5 stoð. Emil Barja 8/4 frák. Sveinn Ómar Sveinsson 8/3 frák. Davíð Páll Hermannsson 8 stig. Haukur Óskarsson 3. Siguður Þór Einarsson 2. Guðmundur Sævarsson 2. Óskar Magnússon 0. Alex Ívarsson 0. Andri Freysson 0.

Símon B. Hjaltalín.
Mynd. Þorsteinn Eyþórsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52