Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

30.03.2011 07:24

Staðan orðin 2-0 fyrir stjörnuninni

Úrslit: Jovan fór mikinn þegar Stjarnan tók 2-0 forystu

Justin Shouse og félagar hans úr Stjörnunni eru einu skrefi frá því að leggja Snæfell að velli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Úrslit: Jovan fór mikinn þegar Stjarnan tók 2-0 forystu

 
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst.

Justin Shouse skoraði 13 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Stjörnuna. Jón Ólafur Jónsson skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 22 stig.

Stjarnan-Snæfell 93-87 (20-22, 19-19, 29-18, 25-28)

Stjarnan
: Jovan Zdravevski 38/10 fráköst, Renato Lindmets 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 13/15 stoðsendingar, Daníel G. Guðmundsson 10, Fannar Freyr Helgason 9, Marvin Valdimarsson 4, Guðjón Lárusson 2, Ólafur Aron Ingvason 2, Magnús Guðmundsson 0, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Dagur Kár Jónsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0.

Snæfell
: Jón Ólafur Jónsson 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22, Zeljko Bojovic 15/6 fráköst, Ryan Amaroso 15/8 fráköst, Sean Burton 11/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Kristján Andrésson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Egill Egilsson 0, Daníel A. Kazmi 0, Birgir Pétursson 0, Atli Rafn Hreinsson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson,


29.03.2011 08:54

Unglingaflokkur karla tryggði sig inn í undanúrslit
Unglingaflokkur karla í undanúrslit eftir góðann sigur.


Strákarnir í unglingaflokki voru með bakið upp við vegg og þurftu sigur gegn Njarðvík í lokaleik þeirra í deildarkeppninni á íslandsmótinu.  Strákarnir sigruðu í öllum sínum heimaleikjum eða sjö talsins og voru eina liðið í unglingaflokki sem náðu því takmarki.  Lokatölur 85-60 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 42-41.  Kristján Pétur Andrésson var stigahæstur með 24 stig og 8 fráköst.

Það voru gestirnir úr Njarðvík sem hófu leikinn betur og leiddu 5-11 og 11-16.  Snæfells/Skallagrímsmenn náðu að stöðva hraðupphlaup Njarðvíkinga og komust yfir 17-16 en staðan eftir fyrsta leikhluta 19-20 Njarðvík í vil.  Elfar Ólafsson leysti af stóru stöðuna hjá heimamönnum og barðist vel, kom með góð stig en fékk á skömmum tíma þrjár villur.  Kristján Pétur opnaði annan leikhluta með risa þrist og liðin skiptust á að hafa forystu.  Styrmir Fjelsted var að leika vel fyrir þá grænu en Guðni og Kristján héldu heimamönnum við efnið en Egill Egilsson skoraði lokakörfu fyrri hálfleiks sem tryggði heimamönnum 42-41 forystu.

Guðni Sumarliða opnaði síðari hálfleikinn en Njarðvíkingum var gjörsamlega fyrirmunað að skora, varnarleikur heimamanna þéttist og í stöðunni 52-46 komu sjö stig í röð frá Snjólf Björnssyni og staðan orðinn skyndilega 59-48.  Kristján og Egill skoruðu góðar körfur en það var Elvar Friðriksson sem hélt Njarðvíkingum enn við efnið, staðan að þriðja leikhluta loknum 63-50.  Allir leikmenn að skila fínu framlagi en Snjólfur kom með góðan kraft inní leik heimamanna.  Í fjórða leikhluta minnkuðu Njarðvíkingar muninn í 65-54 en komust ekki nær.  Frábær barátta heimamanna skein úr andlitum þeirra og viljinn til að sigra var allur þeirra.  Strákarnir innsigluðu frábæran sigur og eru eftir leiktíðina ósigraðir á heimavelli og lokatölur 85-60.

Það er því ljóst að strákarnir leika í undanúrslitum, en það er einn leikur eftir í unglingaflokki sem getur haft áhrif á hverjir mótherjar strákanna verða.  Úrslitin eru fyrirhuguð helgina 8.-10. apríl í Laugardalshöll.

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Kristján Pétur Andrésson 24 stig og 8 fráköst, Guðni Sumarliðason 16 stig og 4 fráköst, Snjólfur Björnsson og Hlynur Hreinsson 12 stig, Egill Egilsson 11 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Birgir Pétursson 4 stig, Elfar Ólafsson 3 stig, Magnús Ingi Hjálmarsson 2 stig, Birgir Þór Sverrisson 1 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.  Davíð Guðmundsson lék en náði ekki að skora.

Stigaskor Njarðvíkur: Styrmir Fjelsted 15 stig og 6 fráköst, Birgir Snorrason 12 stig, Elvar Friðriksson 11 stig, Ólafur Helgi Jónsson 7 stig og 9 fráköst, Óli Alexandersson 6 stig og 7 fráköst, Andri Freysson 4 stig, Hilmar Hafsteinsson 3 stig, Jón Böðvarsson 2 stig og Sigurður Svansson náði ekki að skora.

28.03.2011 10:30

Stjarnan hafði betur í Hólminum

Hörkusigur Stjörnunnar á lokamínútunum
karfan.is

Hörkusigur Stjörnunnar á lokamínútunum

 
Risaslagur Snæfells og Stjörnunar í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar hófst með látum í Sykkishólmi. Stjarnan mætti hikstandi í upphafi en fór með sigur af hólmi á spennandi lokamínútum þar sem Snæfell fór illa að ráði sínu. Snæfell hafði komist í 16-1 í upphafi leiks. Stjarnan leiðir því 1-0 í einvíginu eftir 75-73 sigur og fer með það í farteskinu í næsta leik í Garðabænum á þriðjudaginn.
Byrjunarlið leiksins.
Snæfell: Zeljko Bojovic, Jón Ólafur "Nonni Mæju" Jónsson, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Ryan Amoroso, Sean Burton.
Stjarnan: Justin Shouse, Jovan Zdravevski, Renato Lindmets, Daníel Guðnundsson. Fannar Freyr Helgason.
 
Snæfell byrjaði af krafti og voru komnir í 10-1 þegar Stjarnan tók leikhlé og vörn Snæfells að stoppa allt í þeirra sóknarleik. Nonni Mæju og Sean Burton höfðu opnað með þristum og Zeljko Bojovic með troðslu. Ekki blés byrlega Stjörnumegin í upphafi en Snæfell komst svo í 16-1 á fyrstu fimm mínútum leiksins með þristum frá Sean og Zeljko. Snæfell var yfir 27-15 eftir fyrsta hluta og eitthvað farið að hressast Stjörnumegin.
 
Leikar voru að jafnast og Stjarnan aðeins að ná tökum á sínum leik. Ryan Amoroso mátti vara sig kominn með 3 villur í upphafi annars hluta og settur á tréverkið. Stjarnan náði að snúa þessu upp í flottan leik með 12-0 kafla þegar þeir voru undir 34-21 og söxuðu á í eitt stig 34-33. Snæfellingar hittu ekki neitt og voru að spila eins og þeir spila verst á meðan Stjarnan setti allt niður. Snæfell náði að hanga yfir 40-38 en Jovan Zdravevski náði ótrúlegu spjaldið ofaní þegar flautan gall.
 
Í hálfleik í liði Snæfells var Sean Burton kominn með 12 stig og Zeljko Bojovic 8 stig. Nonni Mæju og Pálmi Freyr voru komnir með 7 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Jovan Zdravevksi kominn með 9 stig, Renato Lindmets 7 stig og 6 fráköst.
 
Allt var galopið í alla enda þegar liðin voru farin að skiptast á að skora en staðan var jöfn 40-40 og Fannar Freyr sem hafði verið Stjörnunni mikilvægur var kominn með 4 villur. Stjörnumenn komust hinsvegar í langþráða forystu 45-54 og voru miklu ferskari í sínum aðgerðum. Stjarnan leiddi eftir þriðja hluta 54-58 en Snæfell náði aðeins að þrýsta sér nær.
 
Snfæell náði að jafna 58-58 og fóru strax í 61-58 og síðasti leikhlutinn byrjaði af krafti með Ryan Amoroso sjóðheitan. En ekki gaf það Snæfelli sérstakan kraft til að spretta eitthvað frá Stjörnunni. Leikurinn varð harður líkamlega þó oft gæfu dómarar það ekki til kynna en Snæfell hélt naumri forystu þegar fór á líða leikhlutann 65-60 en voru þó búnir að eiga 11-2 í hlutanum.
 
Renato Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og var það dýrt fyrir Stjörnumenn. Það var hörkuleikur í lokin þegar að Pálmi kom Snæfelli í 72-67 en Justin Shouse þekkir hverja fjöl í Stykkishólmi og setti niður tvær þriggja stiga körfur og kom Stjörnunni í 72-73 þegar 18 sekúndur voru eftir. Stjarnan fékk svo víti þegar 12 sekúndur voru eftir og kom Jovan leiknum í 72-75. Zeljko Bojovic fékk tvo víti undir lokin setti fyrra niður en það seinna geigaði og Ryan Amoroso náði ekki að setja niður eftir frákastið og Stjarnan sigaraði í fyrsta leiknum 73-75 og leiða mikilvægt 1-0 fyrir heimaleikinn sinn sem verður á þriðjudaginn n.k.
 
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson.
 
Helsta tölfræði leikmanna.
 
Snæfell: Ryan Amoroso 19/13 fráköst/3 stoðsendingar. Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar/4 bolta náð. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12/3 fráköst/3 stoðsendingar. Zeljko Bojovic 9/6 fráköst/4 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst. Sveinn Arnar Daviðsson 6 stig. Emil Þór Jóhannsson 2 stig. Atli Rafn Hreinsson 0. Hlynur Hreinsson 0. Egill Egilsson 0. Kristján Andrésson 0. Daníel Kazmi 0.
 
Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst/4 stoðsendingar. Justin Shouse 19/5 fráköst/4 stoðsendingar. Renato Lindmets 13/12 fráköst/4 stoðsendingar/4 bolta náð. Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst. Daníel Guðmundsson 6 stig. Marvin Valdimarsson 5 stig. Ólafur Ingvarsson 2 stig. Guðjón Lárusson 2 stig. Kjartan Atli Kjartansson 0.
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín.

27.03.2011 16:18

Snæfell - Stjarnan í kvöld,


Nesbyggð býður skólabörnum í Grundarfirði og Snæfellsbæ á
leikinn í kvöld. Foreldrar hvattir til að mæta með börn sín og hvetja Snæfellinga til sigurs

Leikur 1 - Snæfell - Stjarnan sunnudagur 27. mars · Stykkishólmi - kl 19:15

26.03.2011 21:12

Flottur sigur hjá unglingaflokki

31 stigs sigur á Keflavík á heimavelli. -síðasti leikur ungl.fl.kk föstud. 25. mars kl 19:00-Strákarnir í unglingaflokki fengu Keflavíkinga í heimsókn í frestaðan leik sem fram fór þriðjudaginn 22. mars.  Egill Egilsson fór mikinn og skoraði 25 stig.

Egill Egilsson var nýkominn af æfingu meistaraflokks og var heldur betur uppveðraður en kappinn setti niður 15 stig í fyrsta leikhluta og Snæfell/Skallagrímur leiddu 26-14.  Góður kraftur var í liði heimamanna sem eru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni en fjögur efstu liðin fara áfram.  Það voru allir leikmenn að spila vel en Birgir Pétursson átti sinn besta leik í allann vetur og barðist einsog vinnuveitandi hans Baldur Þorleifsson af mikilli snilld.  Birgir Þór Sverris og Kristján Pétur voru að leika skínandi og voru heimamenn komnir fljótlega í 45-22 og leiddu 53-28 í hálfleik.

Hlynur Hreinsson sýndi alvöru leikstjórnun í upphafi síðari hálfleiks og bjó til margar góðar körfur fyrir samherja sína sem héldu áfram að bæta við forskotið, Elfar Ólafsson og Guðni Sumarliða vildu sýna sitt rétta andlit sem og þeir gerðu og heimamenn leiddu 82-45 eftir þriðja leikhluta.  Kristján Tómasson sprækur strákur í liði Keflavíkur vakti athygli og skoraði 12 stig á skömmum tíma í fjórða leikhluta en það dugði engan veginn og lokatölur 97-66.

Strákarnir léku vel í þessum leik en þeir eiga einn leik eftir gegn efsta liðinu í unglingaflokk föstudaginn 25. mars klukkan 19:00.  Með sigri eru strákarnir komnir í undanúrslit unglingaflokks en tapi þeir þurfa þeir að treysta á sigur Keflavíkur gegn Hamar/Þór Þorlákshöfn.  Við viljum því biðja fólk að fjölmenna og styðja strákanna að ná flottum árangri.

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Egill Egilsson 25 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 18 stig og 7 fráköst, Hlynur Hreinsson 13 stig og 6 stoðsendingar, Guðni Sumarliðason 12 stig og 7 fráköst, Elfar Ólafsson 9 stig, Birgir Pétursson 9 stig og 9 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 7 stig og 5 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 4 stig.  En þeir Snjólfur Björnsson og Magnús Ingi Hjálmarsson náðu ekki að skora þrátt fyrir að standa sig ljómandi vel.

Stigaskor Keflavíkur: Sigurður Guðmundsson 19 stig, Sævar Eyjólfsson 16 stig og 6 fráköst, Kristján Tómasson 12 stig og 6 fráköst, Almar Guðbrandsson 11 stig og 10 fráköst, Andri Þór Skúlason 4 stig og þeir Ragnar Albertsson og Stefán Geirsson 2 stig hvor.  Andri Daníelsson náði ekki að skora.

24.03.2011 18:32

Snæfell áfram

Snæfell áfram í undanúrslit.Oddaleikur í Stykkishólmi varð raunin eftir að Haukar náðu fram sigri 77-67 í öðrum leik liðanna að Ásvöllum. Snæfellingar áttu heimavallarréttinn í Stykkishólmi sem þeir nýttu vel, sigruðu 87-73 og eru komnir áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta Stjörnunni. Eftir jafnan og mjög skemmtilegann leik í fyrri hálfleik tóku Snæfellingar af skarið í þriðja leikhluta og höfðu forystuna í sínum höndum til loka en staðan í  hálfleik var 46-42 fyrir Snæfell.

Munur var á leik Snæfells í þessum leik og voru þeir að berjast á móti annars spræku liði Hauka sem höfðu komið aftan að Snæfelli í viðureign liðanna sem flestir spáðu Snæfelli 2-0 en geta þó borið höfuðið hátt.

Byrjunarlið leiksins:
Snæfell: Nonni Mæju, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso, Zeljko Bojovic, Sean Burton.
Haukar: Haukur Óskarsson, Örn Sigurðarson, Semaj Inge, Sævar Ingi, Gerald Robinson.


Haukur Óskarsson opnaði leikinn fyrir Hauka með þrist og voru þeir komnir í 5-0 í upphafi leiks. Snæfell fékk ekki skotin niður en þegar Sævar braut á Pálma í þriggja stiga skoti setti hann fyrstu þrjú fyrir Snæfell. Leikurinn varð strax hraður og liðin vel einbeitt. Janræði var með þeim í fyrsta hluta og var staðna orðin 9-12 fyrir Hauka þegar Snæfell náði þeim 15-12 og var þetta að rúlla svona. Staðan var 15-16 fyrir Hauka eftir fyrsta hluta.

Sean Burton opnaði annan hluta með þrist 18-16 en áfram var leikurinn jafn og æsispennandi um miðjann hlutann 24-24. Örn Sigurðarson og Gerald Robinson voru heitir fyrir Hauka en hjá Snæfelli voru fremstir Pálmi Freyr, Ryan Amoroso og Jón Ólafur "Nonni Mæju" en allir í liðunum voru þó vera að leggja vel að mörkum. Rosalegur leikur var í gangi í Hólminum þar sem staðan var 46-42 í hálfleik en ekkert í hendi hjá hvorugu liðinu.

Atkvæðamestir í liðunum voru hjá Snæfelli Nonni og Pálmi með 10 stig hvor og Nonni með 5 fráköst að auki en Ryan Amoroso var kominn með 9 stig og 6 fráköst. Í liði Hauka var Örn Sigurðarson kominn með 12 stig en Gerald Robinson 11 stig og 7 fráköst. Skrefi á eftir þeim var Semaj Inge kominn með 8 stig.

Snæfell bættu aðeins í upphafi þriðja hluta og komust í 54-43 með troðsli frá Ryan og þristum frá Nonna og Zeljko Bojovic. Snæfell tóku svo völdin á vellinum og sýndu sinn leik og styrk og voru komnir í 64-50. Sean Burton var þó kominn með 4 villur og fór til hvíldar á bekkinn. Pálmi Freyr var orðinn óstöðvandi hjá Snæfelli og teymdi lið sitt áfram en Haukar erfiðuðu í sínum aðgerðum. Snæfell leiddi eftir þiðja hluta 69-56 og höfðu tekið þriðja hluta í sínar hendur.

Snæfell hélt sér framan við Haukana um þetta 10-16 stig framan af fjórða hluta. Sean Burton fór útaf með 5 villur þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum en Haukar voru að berjast við að finna þennan takt til að komast inn í leikinn en erfitt var að eiga við Ryan í teignum sem reif niður fráköstin og virðist hægt og bítandi vera að finna sitt form. Snæfell kláraði leikinn með stæl 87-73 og eru komnir í undanúrslit og mæta Stjörnunni.

Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell:
Ryan Amoroso 27/15 fráköst. Sean Burton 14/5 fráköst/3 stoðsendingar/4 bolta náð. Pálmi Freyr Sigurgeirson 13/6 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson 13/6 fráköst. Zeljko Bojovic 9/8 fráköst. Sveinn Arnar Davíðsson 6. Emil Þór Jóhannsson 4. Atli Rafn Hreinsson 1. Egill Egilsson 0. Kristján Andrésson 0. Daníel Kazmi 0. Baldur Þorleifsson 0.

Haukar: Gerald Robinson 22/14 fráköst. Semaj Inge 18/8 fráköst. Örn Sigurðarson 16/6 fráköst. Haukur Óskarsson 8. Sævar Haraldsson 6. Óskar Magnússon 2. Emil Barja 1. Sigurður Einarsson 0. Steinar Aronsson 0. Sveinn Ómar Sveinsson 0. Guðmundur Kári Sævarsson 0. Alex Óli Ívarsson 0.

Dómarar leiksins: Davíð K. Hreiðarsson og Jón Guðmundsson.

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

 

23.03.2011 10:15

Snæfell - Haukar í kvöld

Stuðningsmenn Snæfells til sjávar og sveita!

Nú snúum við bökum saman og leyfum strákunum í liðinu, Inga, Gunnlaugi og Rabba að finna sterkann stuðning í bakið á leiknum á morgun, mætið í Hólminn þeir sem eiga þess kost, og allir í Hólminum að mæta með hálsinn einann að vopni.

 

Það sannaðist í fyrra að við vorum besta stuðnigsfólkið og erum eins og 100 herir þegar við viljum og sýnum að við erum það ennþá, já þetta er áskorun :)

 

Gleymum ekki aðal takmarkinu, Íslandsmeistaratitlinum sem við erum að verja því hann vinnum við öll saman, hvort sem það eru skin eða skúrir:)

KOMA SVO, KLÁRUM HAUKANA ALMENNILEGA SAMAN - RAISE THE ROOF -

 

23.03.2011 10:14

Oddaleikur staðreynd

Slappir Snæfellingar gegn þokkalegum Haukum og oddleikur staðreyndStaðan fyrir leikinn 1-0 fyrir Snæfelli eftir sigur í síðasta leik 76-67 en sá leikur var ekki auðveldur Snæfellingum og eitthvað vöknuðu þeir örugglega við það. En sigur í þessum leik myndi þýða undanúrslitasæti fyrir Snæfell en oddleik fyrir Hauka. Sean Burton var mættur í búning og í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið leiksins:
Haukar: Semaj, Gerald, Haukur, Örn, Sævar.
Snæfell: Nonni, Pálmi, Ryan, Sean, Emil.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Davíð Hreiðarsson.


Haukar komust á fullt í upphafi leiks og áttu 8-0 sprett og svo 10-2 þar sem Örn Sigurðarson setti allt sitt ofan í en Snæfell náði að saxa á 12-10 með þrist frá Sean Burton. Pálmi Freyr átti svo þrist fyrir 12-13 strax á eftir. Leikurinn var jafn og skemmtilegur hjá báðum liðum og mikil barátta. Staðan var 19-19 undir lok fyrsta hluta en svo 19-21 fyrir Snæfell eftir hraðaupphlaup og lay-up frá Zeljko Bojovic áður en flautan gall.

Snæfellingar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega um stund í öðrum hluta en lítið gekk að koma boltanum ofan í á meðan Haukar fengu auðveldar körfur undir of vörn Snæfells ekki nógu þétt. Sean náði þó að jafna 32-32 og Snæfell fóru að berjast betur en leikurinn hélst jafn og spennandi fram til hálfleiks þar sem staðan var 38-37 fyrir Hauka.

Hjá Haukum var Gerald Robinson kominn með 12 stig og 5 fráköst en þeir Semaj Inge og Örn Sigurðarson 8 stig hvor. Í liði Snæfells var Sean Burton kominn með 12 stig og 6 fráköst. Nonni Mæju 8 stig og 4 fráköst.

Emil Þór byrjaði strax með körfu fyrir Snæfell í upphafi þriðja hluta en þeir eins og áður í leiknum reyndu að skjóta sér frá Haukum. En það mistókst með slakri hittni, þrátt fyrir góð skot og töpuðum boltum og Haukar komust í staðinn vel fram úr 50-41 þegar Haukur Óskarson setti flottann þrist. Snæfell náði að lifna aðeins við og saxa á 11 stiga forskot Hauka undir lok þriðja hluta og var þá staðan 58-53 fyrir lokahlutann.

Þegar Snæfell virtist ætla að ná Haukum 58-56 stukku Haukar af stað og komust í 64-58 og Ingi Þór tók leikhlé til að fá smá slípun í Snæfell en ótrúlega léleg hittni var inni í teig hjá þeim og andleysi einkenndi liðið mikið á köflum. Leikurinn var fram og til baka og náðu Snæfell aldrei að gera sér leik að þessu í fjórða hluta. Svo fór að Haukar knúðu fram oddaleik í Hólminum miðvikudaginn 23. mars eftir sigur 77-67.

 

19.03.2011 10:14

Úrslitakeppnin hafinn

Erfið byrjun en endaði á sigri Snæfells.Snæfellingar höfðu erfiðan sigur í fyrsta leik gegn Haukum í 8 liða úrslitum Iceland expressdeidinnar og leiða einvígið 1-0, lokatölur 76-67. Haukar byrjuðu af vel og slógu íslandsmeistrarana út af laginu með kröftugum leik. Snæfellingaar máttu þakka fyrir að komast inn í leikinn en náðu þó að snúa leiknum sér í hag hægt og bítandi. Ryan Amoroso var með 18 stig fyrir Snæfellinga en Gerald Robinson með 24 stig fyrir Hauka.

Byrjunarlið leiksins.
Snæfell: Nonni, Pálmi, Sean, Ryan, Emil.
Haukar: Gerald, Semaj, Haukur, Örn, Sævar.

Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Þór Skarphéðinsson.


Snæfellingar byrjuðu titilvörnina í úrslitakeppninni með buxurnar á hælunum. Í hröðum leik Haukanna réðu Snæfellingar lítið við leikinn og misstu boltann á móti sterkri vörn Hauka. Gengu gestirnir á lagið og voru komnir í 4-9 og svo 9-16 með Gerald Robinsson og Örn Sigurðarsson fremsta. Haukar voru að berjast vel og allt annað líf í liðinu en þegar þeir lágu með 42 stigum í síðasta leik í Hólminum. Semaj Inge og Gerald Robinson höfðu báðir sýnt fimi sýna í loftinu og allt var í gangi Haukamegin. Staðan var 15-24 fyrir Hauka eftir fyrsta hluta.

Sean Burton snéri á sér ökklann þegar flautan gall við eftir fyrsta hluta og lá útaf með kælingu og kom ekki meira við sögu í leiknum. Staðan var orðin 20-32 fyrir Hauka þegar Snæfell ákváðu að gera eitthvað til bíta frá sér og náðu að saxa á 31-34 með fleiri varnarfráköstum. Zeljko Bojovic og Egill Egils sáu um stóru skotin hjá Snæfelli sem komust yfir 38-37 eftir þrist frá Agli og Haukar slegnir aðeins út af laginu. Staðan var þó Hafnfirðingum í hag 40-41 í hálfleik þar sem Pálmi Freyr setti niður lay-up undir lokin og minnkaði muninn og virtist brotthvarf Sean Burton ekki trufla Snæfell.

Hjá Snæfelli var Ryan Amoroso kominn með 11 stig og þeir Nonni Mæju, Egill Egils og Zeljko Bojovic 6 stig hver.  En hjá Haukum var Gerald Robinson kominn með 13 stig og 6 fráköst en Örn Sigurðarson 9 stig og Semaj Inge 8 stig. Haukar höfðu átt 19 fráköst þar af 9 í sókn sem þeir nýttu vel en Snæfell var komið með 13 fráköst.

 

 

Nonni Mæju átti þrist fyrir Snæfell sem komust yfir 47-45 og Bojovic annan í 50-45 í þriðja hluta en liðin voru bæði komin niður á jörðina og hafði verið jafn leikur fram að því. Snæfell hafði þó yfir 55-49 eftir þriðja hluta en lítið var skorað undir lokin en Snæfellsmenn voru þó að rétta úr kútnum.

Sveinn Arnar byrjaði með þriggja stiga körfu í fjórða hluta og Snæfell byrjaði 58-49 og allt hafði snúist við í leiknum. Þegar Snæfell hafði komist í 62-49 eftir herta vörn og stolna bolta sáu Haukamenn þess kost vænstann að spjalla saman en Snæfell hafði skorað 7-0 á þá fyrstu fjórar mínútur hlutans. Snæfellingum lét það vel að fá að stýra leiknum þegar þeir höfðu komið sér í 15 stiga forystu 74-59. Þeim var greinilega létt eftir frábæra mótspyrnu Hauka í upphafi sem virtust sprungnir og Snæfell landaði fyrsta leiknum 76-67 með erfiðismunum þó. Sean Burton verður þó að öllum líkindum með í næsta leik þangað til annað kemur í ljós.

17.03.2011 13:08

Sigur gegn Njarðvík


Stelpurnar í unglingaflokki Snæfells sigruðu stelpurnar úr Njarðvík 85-45 eftir að hafa verið yfir 49-26 í hálfleik.  Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst með 26 stig.

Leikur Snæfells og Njarðvíkur var frestað vegna bikarúrslitaleik Snæfells og Keflavíkur en það var Baldur Þorleifsson sem stýrði stelpunum í fjarveru Inga Þórs sem var með meistaraflokki karla í Garðabæ.

Jafnræði var í upphafi leiksins á meðan að allir voru að finna taktinn, Njarðvík leiddu 8-9 en þá komu 11 stig frá Berglindi á stuttum tíma þar af þristur á lokasekúndunni og heimastúlkur leiddu 23-16 eftir fyrsta leikhluta.  Snæfellsstúlkur voru mjög grimmar í öðrum leikhluta og lögðu allar dömurnar eitthvað í púkkið, stelpurnar sigruðu leikhlutann 26-10 og staðan í hálfleik 49-26.

Í upphafi þriðja leikhluta sáu þær Hildur Björg, Hrafnhildur Sif og Sara Mjöll um stigaskorið og héldu stelpurnar að bæta við forystu sína, staðan 69-41 eftir þrjá leikhluta.  Í fjórða leikhluta hófu Njarðvíkurstúlkur leikhlutann á góðri körfu en hungraðar Snæfellsstúlkur smelltu niður 16-0 áður en næsta og síðasta karfa leiksins varð raunin og lokastaðan 85-45.

Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 26 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 14, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12, Ellen Alfa Högnadóttir 9, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir, Björg Guðrún Einarsson og Sara Mjöll Magnúsdóttir 6 og

Stigaskor Njarðvíkur: Eyrún Líf Sigurðardóttir 13 stig, Sandr Dögg Margeirsdóttir og Emelía Ósk Gretarsdóttir 8, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Árnína Lena Rúnarsdóttir og Ína María Einarsdóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir og Erna Hákonardóttir 2

 

15.03.2011 16:21

Jón Ólafur besturÁ laugardag voru veittar viðurkenningar til þeirra sem sköruðu framúr í seinni umferðinni í Iceland Express deild karla.   Tveir leikmenn úr Snæfelli hlutu viðurkenningar, örvhentu snillingarnir, Jón Ólafur Jónsson sem var kjörinn besti leikmaðurinn og fyrirliðinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson sem var valinn í úrvalslið umferðarinnar ásamt Jóni.

Þetta er frábær árangur hjá þeim félögum ekki síst Jóni Ólafi sem einnig var valinn í úrvalslið fyrri umferðarinnar og er annar tveggja leikmanna sem náði því, hinn er Pavel Ermolinskj sem var jafnframt valinn besti leikmaður fyrri umferðarinnar.  Jón hefur bætt sig þrep af þrep og hefur leikið í landsliðsklassa í hverjum leiknum af öðrum og er því vel að titlinum kominn.  Hann var með 18,6 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni og frákastahæstur í Snæfellsliðinu með 9,4 fráköst að meðaltali í leik og framlagið að meðaltali upp á 21,7.  Pálmi hefur einnig átt mjög gott tímabil, verið mjög stöðugur og fór sem sannur fyrirliði fyrir Íslandsmeisturunum til deildarmeistaratitilisins.  Pálmi var með 16,1 stig, 4,7 fráköst, 4,2 stoðsendingar og framlag upp á 19,6 að meðaltali í leik í deildarkeppninni.

Úrvalslið Iceland Express-deildar karla í umferðum 12-22
Pavel Ermolinskij · KR
Marcus Walker · KR
Pálmi Freyr Sigurgeirsson · Snæfell
Jón Ólafur Jónsson · Snæfell
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Keflavík

Besti leikmaðurinn
Jón Ólafur Jónsson · Snæfell

Dugnaðarforkurinn
Helgi Rafn Viggósson · Tindastól

Besti þjálfarinn
Hrafn Kristjánsson · KR

Besti dómarinn í Iceland Express-deildum
Sigmundur Már Herbertsson

 

Standandi fr.v. Matthias Imsland framkv.stj. Iceland Express, Pavel Ermolinskij, Jón Ólafur, Sigurður Gunnar, Sigmundur Már, Hannes S. Jónsson form.KKÍ. Sigmundur Már. Sitjandi fr.v. Marcus Walker, Pálmi Freyr, Hrafn Kristjánsson. Ljósm. KKÍ
Frétt af vef Stykkishólmspóstsins

15.03.2011 16:11

Snæfellsstúlkur úr leik

Snæfellsstúlkur ljúka leik í meistaraflokki en ekki baráttulaust.

 

Byrjunarlið leiksins.
Snæfell: Monique, Laura, Berglind, Helga, Alda.
KR: Guðrún, Hafrún, Hildur, Margrét, Chazny.

Snæfell riðu á vaðið með fyrstu körfunni frá Laura Audere en KR voru fljótar að koma sér fyrir forystunni í leiknum með þrist frá Margréti Köru og komust svo í 4-10. Snæfellsstúlkur réttu sig þó betur við í vörninni og náðu að halda sér inni í leiknum og voru skrefi á eftir þegar leið á fyrtsa hluta 14-16. Chazny Morris var hress fyrir KR búin að setja 12 stig þegar fyrsta hluta lauk 15-21 fyrir KR.

KR ruku af stað í upphafi annars hluta og skoruðu fyrstu 5 stigin. En Snæfell minnkaði jafnhratt niður í tvö stig 24-26 og voru að fylgja KR 1-4 stigum á eftir en herslumuninn vantaði að ná þeim alveg. KR stigu hins vegar alltaf betur upp í vörninni þegar á reyndi og náðu að stela boltum en hægt gekk sóknarlega að bíta Snæfell betur af sér sem fylgdu eins og skugginn og staðan 33-35 í hálfleik.

Atkvæðamestar í Snæfelli voru Monique Martin með 13 stig og 6 fráköst. Laura Audere með 9 stig. Hjá KR var Chazney Morris ennþá með 12 stigi úr fyrsta hluta og 4 fráköst að auki. Hildur Sigurðardóttir var svo komin með 10 stig.

Snæfell byrjaði með látum í þriðja hluta og náðu að jafna 35-35 og komust svo yfir 41-35 og það stuðaði KR stúlkur sem misstu boltann trekk í trekk.  Margrét Kara var þó ekki á því að elta mjög lengi og átti 5 stig sem kom KR aftur yfir 43-44. Jafnt og spennandi var fram að stöðunni 49-48 fyrir Snæfell en þá tók KR til sinna ráða og áttu 7-0 sprett og komust í 49-55 og leikurinn var þeirra megin og Margrét Kara komin í mikið stuð og komust þær fljótt í 10 stiga mun 51-61. staðan eftir þriðja hluta var 54-64 fyrir KR sem voru að detta á sporið.

Snæfellsstúlkur voru ekki alveg hættar og voru að reyna að klóra í bakkann með flottum skotum en náðu ekki alveg flugi og voru KR stúlkur að fá sóknarfráköstin sín gefins oft á tíðum sem þær þökkuðu yfirleitt vel fyrir með körfu á meðan lítið af sóknarfráköstum Snæfells endaði með körfu. Mikið stuð var undir lokin og svo mikið að rafmagnið fór af  Stykkishólmi þegar 1:07 voru eftir af leiknum og staðan 72-80 fyrir KR.  Eftir um 10 mínútur hófust leikar að nýju.

Alda Leif smellti strax þrist í 75-80 og Snæfell átti boltann þegar 36 sekúndur voru eftir og Hrafn tók tíma í liðsspjall. Chazny Morris fékk boltann í lay-up og kom KR í 75-82. Snæfell voru þá búnar að missa Öldu Leif og Monique útaf með 5 villur. Mikið var hlaupið fram og til baka en KR sigraði 76-84 eftir góðann leik í lokin og eru komnar í undaúrslit á meðan Snæfellsstúlkur hafa lokið leik á þessu tímabili þó svo að allflestar eigi eftir úrslitakeppni í unglingaflokki.

13.03.2011 18:24

KR vann fyrsta leik

Öruggur sigur KR á Snæfelli
13 03 2011 | 09:47

Öruggur sigur KR á Snæfelli

KR sigraði Snæfell örugglega í fyrsta leik liðanna í 1. Umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í gær, 80-61. Chazny Morris var stigahæst KR stúlkna með 25 stig en Margrét Kara Sturludóttir skoraði 23. Monique Martin skoraði 23 fyrir Snæfell og Laura Audere skoraði 15.
 
Tomasz Kolodziejski var með myndavélina á lofti má sjá afraksturinn hér.
 
 
Tölfræði leiksins.
 

13.03.2011 18:20

Úrslitakeppnin að hefjast í körfunni

Úrslitaleikir að byrja í körfunni.

 Leikir um undanúrslitasæti Iceland express deildar kvenna.

 

KR-Snæfell

 

Leikur 1 Dhl-höllin Laugardagur 12. mars kl 16:00

Leikur 2 Stykkishólmur Mánudagur 14. mars kl 19:15

Leikur 3 Dhl-höllin Miðvikudagur 16. mars kl 19:15 -oddaleikur ef þarf-

 

8-liða úrslit Iceland express deildar karla.

 

Snæfell-Haukar

 

Leikur 1 Stykkishólmur Föstudagur 18. mars kl. 19.15
Leikur 2 Ásvellir Mánudagur 21. mars kl. 19.15
Leikur 3 Stykkishólmur Miðvikudagur 23. mars kl. 19.15 -oddaleikur ef þarf-

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52