Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

30.06.2011 15:59

Lengjubikarinn 2011

Búið að draga í Lengjubikarnum

Fyrirtækjabikarinn eða Lengjubikarinn eins og keppnin heitir er samkvæmt venju fyrsta keppni tímabilsins hjá meistaraflokkunum í körfunni.  Keppnin nú hefst 23.október og verður leikin með öðru sniði en undanfarin ár því liðunum var skipt í styrkleikaflokka og svo dregið í riðla út frá því.  Dregið var í riðlana í dag og verður leikið heima og heiman í riðlakeppninni hjá körlunum en einföld umferð hjá konunum.

Karlar
Snæfell sem eru núverandi Lengjubikarmeistarar karla drógust í C-riðil ásamt Stjörnunni, Tindastóli og Breiðabliki en riðlarnir eru annars þessir:

A-riðill: KR · ÍR · Þór Þorlákshöfn · Skallagrímur

B-riðill: Grindavík · Haukar · Fjölnir · KFÍ

C-riðill: Snæfell · Stjarnan · Tindastóll · Breiðablik

D-riðill: Keflavík · Njarðvík · Valur · Hamar

Leikið er heima og heiman. Sigurvegarar hvers riðill fara í undanúrslit.


Áætlaðir leikdagar hjá körlunum eru eftirfarandi:

1. Leikdagur 23. okt

2. Leikdagur 30. okt

3. Leikdagur 6. nóv

4. Leikdagur 13. nóv

5. Leikdagur 20. nóv

6. Leikdagur 27. nóv

Áætluð úrslit verða 2. des og 3. des.


Konur
Hjá konunum verða tveir riðlar og einungis leikin einföld umferð og að henni lokinni mætast efstu lið hvors riðils í úrslitaleik.

A-riðill: Keflavík · KR · Snæfell · Grindavík · Fjölnir

B-riðill: Njarðvík · Hamar · Haukar · Valur · Stjarnan


Áætlaðir leikdagar hjá konunum eru eftirfarandi:

1. Leikdagur 15. sep fimmtudagur

2. Leikdagur 18. sep sunnudagur

3. Leikdagur 21. sep miðvikudagur

4. Leikdagur 24 sep laugardagur

5. Leikdagur 26. sep mánudagur

Áætlaður úrslitaleikur verður 30. september eða 1. október.

Frétt af Stykkishólmspóstinum

21.06.2011 13:39

Gert klárt fyrir næsta tímabil í körfunni


Gólfið í íþróttahúsinu tók breytingum núna í byrjun júní og var þar verið aðallega að breyta línum á körfuboltavöllum. Samkvæmt FIBA staðli þá var óhjákvæmilegt annað en að klára þetta verk svo fyrir komandi tímbil.

 

Útlínur vallarinns voru breikkaðar, teigurinn verður beinn niður og þriggjastiga línan færist lengra út eða í 6.75 m frá miðju körfunnar. Hálfhringurinn / boginn undir körfunni bætist við sem en innan hans getur varnarmaður ekki stillt sér upp og þvingað sóknarvillu á sóknarleikmann. Línur á þvervöllum (grænum völlum) voru einnig lagaðar og velli bætt við í miðjuhólf íþróttahússins.

Sjón er sögu ríkari kíkið á þetta en einnig er hægt að fræðast á þessum síðum:

Wikipedia - Basketball_court_Fiba

FIBA Europe - Official basketbal rules 2010- 

07.06.2011 01:28

Ólafur Torfason gengur til liðs við Snæfell

Ólafur Halldór Torfason skrifaði í dag undir við Snæfell. Ólafur er 24 ára, um 195 cm á hæð og kemur frá Akureyri þar sem hann spilaði með Þórsurum.

Á síðasta tímabili með Þór í 1. deildinni var Ólafur með að meðaltali 14.1 stig, 12.1 frákast, 2.7 stoðsendingar og 21 í framlag og því sannarlega sterkur leikamður sem gengur til liðs við Snæfell en þess má geta að Ólafur lék Amerískan fótbolta um hríð og verður erfiður við að eiga í teignum.

 

Snæfell býður Ólaf velkominn í hópinn.

 

myndir: Sveinn Arnar Davíðsson.

 

 

05.06.2011 22:35

Fréttir af landsliðum í körfu
Núna stendur yfir Norðurlandamót í körfu sem fram fer í Solna í Svíþjóð. Við eigum þar leikmenn og þjálfara að störfum. Í U18 landsliði kvenna eru þær Berglind Gunnarsdóttir #11 og Hildur Björg Kjartansdóttir #6 sem hafa staðið sig vel en svo er þjálfari U16 landlsliðs karla Ingi Þór Steinþórsson. Endilega fylgist með en leikjum eru gerð ítarleg skil á karfan.is og kki.is

27.05.2011 07:27

Minniboltamót hjá Snæfell

Frá minniboltamóti 14. maí sl.

Nokkrar myndir frá minniboltamóti sem fram fór í Stykkishólmi laugardaginn 14. maí sl. 'i heimsókn til Snæfells komu Haukar, Breiðablik og Víkingur Ólafsvík. Mikið líf og fjör var hjá krökkunum og var grillað og gaman þegar Eurovisionveislan byrjaði um kvöldið. 

 

 

 

 

 

 

19.05.2011 21:54

Undirskriftir hjá Snæfell

Undirskriftahrina hjá kkd Snæfells.

Nú seinni partinn fimmtudaginn 19. maí var einn undirskriftahrinan enn hjá Snæfelli í körfunni og voru þar leikmenn, í karla og kvennaliðinu, sem spiluðu á síðustu leiktíð að staðfesta veru sína áfram næsta vetur og má þar nefna fyrirliðann Pálma Frey og Öldu Leif.  Einnig voru kláraðir samningar við aðstoðarþjálfara og sérlegt ráðgjafateymi liðanna sem verður skipað þeim sömu og síðustu leiktíðir.

 

Þeir sem skrifuðu undir í dag voru:

 

Mfl kvk: Alda Leif Jónsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Aníta Rún Sæþorsdóttir.

 

Mfl kk: Pálmi Freyr Sigurgeirsson (fyrirliði) og Magnús Ingi Hjálmarsson.

 

Aðstoðarþjálfarateymi: Baldur Þorleifsson, Gunnlaugur Smárason og Rafn Jóhannsson.

 


Leikmenn skrifa undir

 


Pálmi Freyr- Magnús Ingi - Gunnar Svanlaugsson formaður - Aníta Rún - Hildur Björg - Alda Leif.

 

03.05.2011 15:00

Nonni Mæju í úrvalslið Iceland express


Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

Það kemur okkur kannski ekki á óvart að Nonni "okkar" Mæju var í úrvalsliði Iceland express deildarinnar fyrir síðasta tímabil. Þetta var allt gert upp á lokahófi Kkí sem fram fór á laugardagskvöldið sl.

 

Nánar má sjá hverjir fengu verðlaun og myndir inni á Karfan.is frá loka og 50 ára afmælishófi Kkí.

 

 

 

 

 

03.05.2011 11:46

Undirskriftir hjá Snæfell

Undirskriftir í körfunni.

Kkd Snæfells hefur haft þann háttin á að leikmenn sem verða með meistaraflokkum karla og kvenna fyrir hvert tímabil skrifi undir með smá viðhöfn eftir því hvernig stendur á hjá hverjum og einum. Í dag var enginn undantekning þegar nokkrir leikmenn staðfestu veru sína með Snæfelli næsta vetur.

 

Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar að Ingi Þór þjálfari skrifaði undir tveggja ára framlengingu á samning sínum við þetta eina ár sem hann átti eftir og höfum við fest okkur þennan frábæra dreng til vorsins 2014. Þetta á vel við í dag þar sem nákvæmlega eitt ár er liðið frá því fyrsti íslandmeistaratitillinn fór til Snæfells.

 


 

Þeir leikmenn sem skrifuðu undir og verða áfram hjá okkur eru:

 

Mfl. Kvenna: Björg Guðrún Einarsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ellen Alfa Högnadóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir.

 


 

Mfl. Karla: Egill Egilsson og Snjólfur Björnsson.

 


 

Við fögnum áframhaldandi veru þessara leikmanna og fylgja fleiri í kjölfarið von bráðar en við smölum okkur saman þegar að því kemur.

Áfram Snæfell.

 


 


 

18.04.2011 11:43

Snæfell styrkir leikmannahópinn fyrir næsta tímabil

Hildur og Nonni skrifa undir.

Það voru þau Hildur Sigurðardóttir og Jón Ólafur Jónsson sem skrifuðu undir við Snæfell í dag og munu því leika með meistaraflokkum karla og kvenna næsta vetur.

 

 

Hildur er öllu fjölum kunn í Hólminum og er það mikill styrkur fyrir kvennaliðið að Hildur skildi ákveða að breyta til og flytja sig úr vesturbænum frá KR þar sem hún hefur dvalið síðustu tímabil, til liðs við Snæfellsstúlkur sem hafa verið á uppleið. Hildur sagði í samtali við okkur að önnur lið hefðu kannað stöðuna hjá henni og að sjálfsgöðu hefði KR falast eftir áframhaldandi kröftum hennar. Við Snæfellingar fögnum að sjálfsögðu vali Hildar og bjóðum hana velkomna heim.

 

 

Jón Ólafur Jónsson (Nonni Mæju) undirstrikaði ánægju sína í Snæfellsliðinu með því að skrifa einnig undir í dag og getur þá síminn hætt að hringja hjá kappanum, alla vega frá íslanskum liðum. Hann sagði okkur að nokkur íslensk lið hefðu sett sig í samband og eitt erlent lið, sem kemur okkur ekkert á óvart miðað við þann styrk sem hann hefur innan Snæfellsliðsins. Hann svaraði þvi til að hann vildi ekkert breyta til hér heima, sagði grasið ekkert grænna hinu megin en hann lék einhverntímann áður með Stjörnunni og KR áður en hann kom heim aftur.

 

Það er því ljóst að Snæfellingar eru á fullu að  vinna í sínum leikmannamálum og spennandi tímar framundan hjá bæði kvenna og karlaliðunum sem bæði spila í Iceland express deildunum.

 

 

Texti: Símon B. Hjaltalín

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

Vinnuþjarkarnir:)

16.04.2011 22:13

Mæting á leiki körfubolta


Meistaranemi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við háskóla Íslands hefur leitast eftir því við lesendur Karfan.is að áhangendur liðanna í Iceland Express-deild karla svari stuttri könnum sem tekur um tvær mínútur að fylla út á netinu.   

Könnunina má taka hér.   

Með því að taka þátt í könnuninni mun KKÍ fá aðgang að gagnlegum upplýsingum fyrir öll félögin en könnunin skoðar fylgni stuðningsmanna og fleira tengt því að mæta á leiki og styðja við bakið á sínu liði.

Með fyrirfram þökk. Frétt af Karfan.is

12.04.2011 07:18

Unglingaflokkur karla í körfu

Sár endir á góðu tímabili hjá unglingaflokk karlaStrákarnir í unglingaflokki sem hafa staðið sig gríðarlega vel í vetur en liðið endaði í öðru sæti eftir deildarkeppnina sem var framar öllum vonum.  Liðið mætti sterkum bikarmeisturum Hauka en það var hart barist þar sem Guðni Sumarliðason var algjörlega á eldi og endaði stigahæstur með 28 stig.

Haukar byrjuðu sterkt og ætlaði Ingi Þór að stöðva þá byrjun Hauka en uppskar tæknivíti fyrir að lemja í ritaraborðið og reyna að vekja starfsmenn leiksins sem höfðu klikkað tvívegis að veita Snæfell/Skallagrím leikhlé.  Haukar leiddu 2-9 en þá hófst góður kafli hjá Guðna Summ, hann negldi niður fimmtán stigum í röð og Kristján Pétur tók svo við keflinu og leiddu strákarnir 24-23 eftir fyrsta leikhluta. 

 

Haukar byrjuðu annan leikhlutann 0-7 og voru komnir í 24-30 en Guðni smellti niður fimm stigum og leikurinn hnífjafn.  Snæfell/Skallagrímur léku fína svæðisvörn gegn góðu liði Hauka og Kristján Pétur sem smellti 17 stigum í fyrri hálfleik skoraði um leið og leiktíminn rann út og staðan í hálfleik 43-42 Snæfell/Skallagrím í vil.

Haukar hófu þriðja leikhlutann líkt og í öðrum leikhluta, skoruðu 0-6 en Egill, Hlynur Hreins og Guðni komu Snæfell yfir 55-51.  Mikið var barist og línan í leiknum á miklu reki, Snjólfur Björnsson kom gríðarlega sterkur af bekknum og smellti niður tólf stigum ásamt að berjast af lífi og sál.  Snæfell/Skallagrímur leiddu 67-63 eftir þriðja leikhluta og komust í 71-63 áður en Steinar og Haukur náðu að smella þristum á svæðisvörnina, Haukar minnkuðu muninn í 71-70. 

 

Egill Egilsson kom Snæfell/Skallagrím í 78-73 með einu þriggja stiga körfu sinni í leiknum en Haukar smelltu þá í 3-2 svæði sem virkaði mjög vel fyrir þá.  0-10 kafli kom þeim yfir 78-83 og um mínúta eftir af leiknum.  Snjólfur stal boltanum, skoraði og fékk villu að auki, staðan 81-83.  Haukar héldu í sókn en magnaður varnarleikur strákanna skilaði sér í góðri körfu frá Kristjáni Pétri og staðan 83-83.  Haukar fengu í þrígang villur á vörn Snæfells/Skallagríms og uppúr því fékk Steinar Arons tvö vítaskot en hann smellti niður því fyrra.  Um 30 sekúndur eftir af leiknum þegar strákarnir brunuðu upp. 

 

Birgir Pétursson tók þrist í horninu sínu og náði Egill frákastinu undir körfu Hauka, hann fór beint upp og fékk lítið fyrir miklar snertingar undir körfunni og Haukar náðu frákastinu.  Snæfells/Skallagrímsmenn brutu strax og setti Örn Sigurðar bæði vítaskotin niður þegar 8 sekúndur voru eftir.  Kristján Pétur fékk ágætis sýn á körfuna en 3ja stiga skot hans geygaði og Haukar fögnuðu innilega því að vera komnir í úrslitaleikinn.

Skemmtilegur vetur af baki hjá strákunum og mega þeir vera stoltir af frammistöðu sinni.  Liðið vann alla sína heimaleiki en það var útivöllurinn sem virkaði ekki að þessu sinni.  Sannarlega framtíðarmenn fyrir Snæfell á ferðinni og nú er það þeirra verkefni að nýta sumarið af miklum krafti og æfa sem aldrei fyrr.

Haukar mæta Njarðvík í úrslitaleik unglingaflokks en Njarðvík sigruðu Hamar/Þór Þ. nokkuð örugglega. 

 

Þessi vetur hefur verið magnaður og sennilega jafnasta keppni í unglingaflokki í sögu hans.  Njarðvíkingar enduðu efstir með fimm tapleiki og síðan komu fjögur lið með sex tapleiki og þar af sátu Íslandsmeistarar síðustu ára Fjölnir eftir með sárt ennið á meðan að Snæfell/Skallagrímur, Haukar og Hamar/Þór Þ tryggðu sér í undanúrslitin.  Flottur vetur að baki í unglingaflokki og vill þjálfari þakka öllum strákunum sem tóku þátt í verkefninu fyrir veturinn og hvetur þá til að æfa af miklum krafti fyrir framtíðina.

Tölfræði leiksins.

06.04.2011 07:54

Úrslitakeppni yngri flokka. - unglingaflokkar karla og kvenna

 -

 

Texti fenginn af vef KKÍ

 

Næstu helgi er komið að fyrri úrslitahelgi yngriflokka en leikið er í Laugardalshöll og er umsjón í höndum Fjölnis. 

Hér fyrir neðan er leikjaplanið miðað við úrslit úr A-riðlum í fjórðu umferð og lokastöðu í Unglingaflokkunum:

8. - 10. apríl
(Sæti liðs í sviga)

Föstudagur 8. apríl. Undanúrslit:


kl. 18.00 · Unglingaflokkur karla
Snæfell/Skallagrímur (2) - Haukar (3)

kl. 20.00 · Unglingaflokkur karla
Njarðvík (1) - Hamar/Þór Þ. (4)

Laugardagur 9. apríl. Undanúrslit:

kl. 09.00 · 9. flokkur drengja
Stjarnan (2) - KR (3)

kl. 10.30 · 9. flokkur drengja
Haukar (1) - Grindavík (4)

kl. 12.00 · 10. flokkur stúlkna
Njarðvík (2) - Grindavík (3)

kl. 13.30 · 10. flokkur stúlkna
Keflavík (1) - Breiðablik (4)


kl. 15.00 · 11. flokkur karla
KR (2) - Þór/Fsu (3)

kl. 17.00 · 11. flokkur karla
Njarðvík/Grindavík (1) - Fjölnir (4)

kl. 19.00 · Unglingaflokkur kvenna
Snæfell (1) - Njarðvík (4)

kl. 21.00 · Unglingaflokkur kvenna
Haukar (2) - Keflavík (3)

Sunnudagur 10. apríl - Úrslitaleikir:

kl. 10.00 · 10. flokkur stúlkna
kl. 12.00 · 11. flokkur karla
kl. 14.00 · Unglingaflokkur kvenna
kl. 16.00 · 9. flokkur drengja
kl. 18.00 · Unglingaflokkur karla

05.04.2011 09:14

Kveðja frá Körfuknattleiksdeild Snæfells

Ágætu stuðningsmenn Snæfells.

Bikarmeiatarar unglingafl.kvenna 2011


Ég vil í upphafi þakka ykkur góðan stuðning við allt okkar starf. Árangur okkar liða í vetur hefur í raun verið mun meiri en við þorðum að vona í upphafi.
Báðir unglingaflokkar verða í úrslitum um næstu helgi og vonum við auðvitað að þar leynist verðandi Íslandsmeistarar. Stelpurnar hafa þegar unnið bæði bikar - og deildarmeistaratitlana.

 

Deildarmeistarar unglingafl.kvenna 2011


Meistaraflokkur kvenna er á góðri siglingu fram á við og vorum við mjög oft að stríða toppliðunum með góðri baráttu. Nú erum við að berjast við toppliðin en áður var baráttan um að falla ekki um deild. Við ætlum okkur áfram með kvennakörfuna á næsta tímabili og komast enn lengra.


Strákarnir í meistaraflokki unnu þrjá af fimm titlum í vetur. Þeir urðu meistarar meistaranna, síðan Lengjumeistarar og þá deildarmeistarar. Í fjögurra liða úrslitum duttum við síðan út á móti sprækum Stjörnumönnum, sem við ætluðum aðsjálfssögðu að vinna, en svona er bara boltinn stundum.


Eins og ritað er hér að ofan þá getum við Snæfellingar verið stolt af okkar vinnu og það erum við svo sannarlega. Metnaður okkar er auðvitað alltaf til staðar og einmitt þess vegna hefðum við öll viljað komast enn lengra og það er mjög eðlilegt.
Þessa dagana er stjórn að ganga frá ráðningu á Inga Þór Steinþórssyni þjálfara til ársins 2014. Við erum að tala um báða meistaraflokkana, báða unglingaflokkana sem og yfirþjálfari yngri flokka. Þessi ráðning segir allt hvaða skoðun við höfum á þjálfara okkar, en hann er í hópi þeirra fremstu á Íslandi.

 


Þjálfari er þegar farinn að skoða leikmannahópana fyrir næsta tímabil og ætlum við að ganga frá málum á allra næstu vikum. Á ársþingi KKÍ verður tekin endanleg ákvörðun um málefni erlendra leikmanna hjá konum og körlum sem og ýmis önnur mál er við munum kynna síðar.


Ágæta stuðningsfólk, þegar maður velur sér áhugamál að þá vill maður vinna með skemmtilegu fólki, eignast fleiri vini og hafa gaman af og þannig viljum við hafa það í körfunni. Það er ekki sjálfgefið að í bæjarfélagi eins og Hólminum séu tvö úrvaldsdeildarlið sem bjóði okkur upp á stórviðburði allan veturinn. Þannig er það nú samt og gleymið ekki að það eru bara tvö lið í úrvaldadeildarkeppni á Vesturlandi öllu og þau eru bæði hér á Nesinu.


Hafir þú áhuga á að starfa með okkur í körfuboltanum á næsta keppnistímabili endilega hafðu þá samband. Það er alltaf pláss fyrir áhugafólk með kraftmiklu fólki sem er í brúnni nú þegar, það eru ýmsar skipulagsbreytingar í stjórnun á teikniborðinu hjá okkur fyrir næsta tímabil.


Stuðningsfólk Snæfells, bestu þakkir fyrir alla ykkar aðstoð, hún er ómetanleg og viljum við treysta á hana áfram, því eingöngu þannig sjáum við málin ganga upp.
Styrktaraðilar, stórir sem smáir, hafið þökk fyrir ykkar hjálp,  við hlökkum til að vinna með ykkur áfram.


Gunnar Svanlaugsson, formaður mfl. kkd. Snæfells

 

Deildarmeistarar mfl. karla 2011

04.04.2011 15:00

Firmakeppni og Uppskeruhátíð
Körfuknattleiksdeild Víkings Ólafsvíkur ætlar að halda Firmakeppni í körfubolta
 laugardaginn 9.apríl kl.13:00.
Spilað verður 4 á 4 en hvert lið getur haft 10 menn í hóp. Leikið verður þvert á völlinn og
 leiktíminn er 2x8 mínútur.
Þátttökugjald á lið er 15.000 kr og skráning og frekari upplýsingar eru í s.823-5201 eða
jens@gsnb.is - Jens
Svo um kvöldið verður haldið Lokahóf Víkings Ólafsvíkur(Karfan) á Gilinu og hefst kl.19:00.
Verð fyrir mat og skemmtun er 3.500 kr.
Meðlimir úr hljómsveitinni Ungmennafélaginu halda svo uppi fjörinu um kvöldið.
Miðapantarnir í síma 436-1300 eða 823-5201(jens@gsnb.is)

02.04.2011 09:46

Sumarfrí

Snæfell dottið út í úrslitakeppninni.

 

Íslands og deildarmeistarar Snæfells voru hreinlega keyrðir á kaf af eldsprækum Stjörnumönnum eftir að fyrsti leikhluti hafði verið jafn. Úr Garðabænum komu þeir með eitt markmið að klára einvígið 3-0  sem tókst vel hjá þeim er þeir lönduðu sigri 88-105. Stigahæstir hjá Stjörnunni voru Jovan Zdravevski með 25 stig og Renato Lindmets 22 stig en hjá Snæfelli var Zeljko Bojovic með 19 stig.

Vendipunkturinn voru 30 stig Stjörnunnar gegn 9 stigum Snæfells í öðrum leikhluta þar sem Snæfell missti boltann hátt í tíu sinnum og Stjörnumenn gengu á lagið og nýttu sér það vel til að auka forystuna. Snæfellingum gekk ekki neitt að koma boltanum ofan í og settu sín fyrstu stig í öðrum hluta eftir hátt í fimm mínútna leik en þá höfðu Stjörnumenn sett niður sextán stig og leiddu í hálfleik með 19 stigum 32-51. Slakir Snæfellingar áttu aldrei tækifæri á að koma til baka og voru undir í kringum 20 stig allann seinni hálfleikinn þar sem hressir Stjörnumenn ætla sér að skrifa nýja sögu í körfuboltanum í Garðabænum og eru komnir í úrslit í Iceland express deild körfuboltans.

Byrjunarlið leiksins.
Snæfell: Jón Ólafur "Nonni Mæju". Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Zeljko Bojovic. Sean Burton. Ryan Amoroso.
Stjarnan: Justin Shouse. Jovan Zdravevski. Renato Lindmets. Fannar Freyr Helgason. Daníel Guðmundsson.Leikurinn byrjaði jafn 6-6 eftir góðar sóknir liðanna en Stjarnan stökk aðeins frá Snæfelli 6-11 sem kom lítið að sök þar sem Snæfell stökk strax fram úr 14-13. Nonni setti einn þrist og Zelkjo tvo til þegar þeir komust svo í 17-13 og vörn Snæfells að virka vel en Renato Lindmets var að raða þessu í teignum hjá Stjörnunni. Stjörnumenn áttu erfiðara með hraðann bolta Snæfells en voru þó ekki langt undan og voru á tánum. Staðan 23-21 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta þar sem Lindmets og Bojovic voru hressir fyrir sín lið.

Gestirnir úr Garðabænum voru ekki á því að láta í minni pokann og sett fyrstu sex stig annars hluta en Snæfell voru að missa boltann klaufalega sem Stjarnan nýtti sér vel eftir hörku varnarleik. Snæfell skoraði ekki stig í öðrum hluta fyrr en eftir 5 mínútna leik en þá var Stjarnan búin að skora 13 stig og staðan 24-34.

Nákvæmlega ekkert gekk eftir hjá Snæfellingum sem voru undir 24-41 eða 18-1 í leikhlutanum með 10 tapað bolta ekkert að fara ofan í og ljóst að ef þetta andleysi og slaka vörn yrði framhaldið á þeirra leik væri lítið framundan en sumarfríið.

Á móti voru Stjörnumenn að ganga vel á lagið, spila hörkuvörn og voru Jovan Zdravevski og Renato Lindmets að setja flest niður fyrir þá en sérstaklega Jovan var að hitna verulega. Staðan í hálfleik var 32-51 fyrir Stjörnunni þar sem annar leikhluti fór 9-30 fyrir Stjörnunni gegn höfuðlausum Snæfellsher.

Atkvæðahæstir liðannaí hálfleik. Hjá Snæfelli var fátt um fína drætti en Zeljko Bojovc var kominn með 13 stig og Pálmi Freyr 7 stig. Hjá eldsprækum Stjörnumönnum var lítið hægt að stöðva Jovan Zdravevski sem var kominn með 17 stig og Renato Lindmets 12 stig en blað voru komnir átta Stjörnumenn gegn einungis byrjunarliði Snæfells.

Pálmi Freyr fékk sína fjórðu villu í upphafi þriðja hluta sem var erfitt fyrir Snæfell. Stjörnumenn héldu sér í þriðja hluta í um eða yfir 20 stiga forystunni og Fannar Helgason fékk að leika sér að Snæfelli til að byrja með. Stjörnumenn voru miklu betri á öllum sviðum leiksins og komust Snæfellingar aldrei inní leikinn en mikill hiti var að hlaupa leikinn og líkamlega var leikurinn heilt yfir harður líkt og fyrri leikjum liðanna. Staðan var 60-83 fyrir Stjörnunni fyrir lokafjórðunginn og rosalega lítið var í kortunum að íslands og deildarmeistararnir væru að fara verja titilinn frekar.

Snæfellingar gerðu sig líklega í áhlaup og náðu góðum 12-4 kafla með þristum frá Zelkjo og Burton og náðu leiknum niður í 72-87 og hertu á sínum hlut í leiknum. Þegar dómarar leiksins, af væntanlega gildum ástæðum, ráku Sean Burton út úr húsi og Pálmi Freyr fékk sína fimmtu villu fóru vonir Snæfell að koma sér aðeins inn í leikinn út um þúfur. Þetta var svo sem ekki að tapa leiknum fyrir Snæfell sem voru einfaldlega búnir að vera sjálfum sér verstir en þetta upphlaup drap algerlega vonir Snæfells.

Stjörnumenn voru agaðir, spiluðu sinn leik til enda, fóru ekki í neitt rugl og héldu haus með sína 20 stiga forystu 77-97 þegar þó voru tæpar fjórar mínútur eftir af leiknum. Ekki var mikið merkilegt eftir það nema að leikurinn fjaraði út og Snæfell var sópað út af skemmtilegu Stjörnuliði 88-105 sem eiga eftir að láta að sér kveða í úrslitunum og eiga fyllilega skilið eftir spilamennsku sína í úrsli að fá að spreyta sig við þann stóra.


Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Kristinn Óskarsson.

Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell:
Zeljko Bojovic 19/5 fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/3 fráköst/3 bolta náð. Sean Burton 13/4 fráköst/7 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson 11/7 fráköst. Ryan Amoroso 10/6 fráköst. Egill Egilsson 8 stig. Emil Þór Jóhannsson 6 stig. Sveinn Arnar Davíðsson 5 stig. Kristján Andrésson 2 stig. Daníel Ali Kazmi 1 stig. Atli Rafn Hreinsson 0. Hlynur Hreinsson 0.

Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/6 fráköst. Renato Lindmets 22/7 fráköst/3 stoðsendingar. Justin Shouse 15/6 stoðsendingar. Fannar Freyr Helgason 14/6 fráköst. Marvin Valdimarsson 8 stig. Guðjón Lárusson 8/ 3 stoðsendingar. Daníel Guðmundsson 7 stig. Ólafur Aron Ingvason 3/4 stoðsendingar. Dagur Kár Jónsson 2 stig. Kjartan Atli Kjartansson 1 stig. Tómas Þórður Hilmarsson 0. Magnús Guðmundsson 0.

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

 

Þökkum fyrir annars góðann vetur Snæfellingar. 

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15