Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

11.10.2011 16:53

Snæfell spáð 4 og 5 sæti



Árleg spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í Iceland Express-deildinni var kunngerð fyrr í dag. Þar var Keflavík spáð sigri í Iceland Express-deild kvenna og KR í Iceland Express-deild karla.

Í IE-kvenna er Fjölni spáð falli og í IE-karla kemur það í hlut Njarðvíkur og Vals ef spáin reynist rétt.

Hér fyrir neðan má sjá alla spánna.

Konur:
1. Keflavík 166
2. KR 163
3.-4. Haukar 135
3.-4. Valur 135
5. Snæfell 90
6. UMFN 84
7. Hamar 54
8. Fjölnir 37

Karlar:
1. KR 395
2. Grindavík 374
3. Stjarnan 373
4. Snæfell 328
5. Keflavík 293
6. ÍR 244
7. Þór Þ 169
8. Haukar 149
9. Fjölnir 145
10. Tindastóll 136
11. Njarðvík 134
12. Valur 71

11.10.2011 14:53

Sigur og tap hjá Snæfell í æfingaleikjaferð til Njarðvíkur

Sigur og tap í æfingaleikjaferð meistaraflokkanna til Njarðvíkur

 

Njarðvíkingar buðu meistaraflokkunum okkar í heimsókn sunnudaginn 9. Október og var leikið í Ljónagryfjunni.  Stelpurnar léku á undan klukkan 13:00 en strákarnir á eftir klukkan 15:00.

 

Hildur Björg Kjartansdóttir lék ekki með þar sem hún var erlendis á vegum skólans og Björg Guðrún Einarsdóttir lék ekki þar sem hún á við meiðsli að stríða.  Kieraah L. Marlow nýr erlendur leikmaður í liði Snæfells var að leika sinn fyrsta leik eftir að hafa komið fyrir helgina til landsins.  

 

Stelpurnar byrjuðu vel og leiddu 11-18 og var Alda Leif atkvæðamikil ásamt Hildi Sigurðar, Snæfells stúlkur leiddu eftir fyrsta leikhluta 17-23 en Petrúnella og LeLe Hardy voru atkvæðamiklar í liði Njarðvíkur.  Njarðvíkingar komust yfir 25-23 eftir að hafa skipt um varnarleik en Hólmarar svöruðu fyrir sig og leiddu 29-35 um miðjan annan leikhluta. 

 

Staðan í hálfleik var 35-37 Snæfell í vil og Kieraah að stimpla sig ágætlega inn í leik liðsins.  Í síðari hálfleik héldu Snæfellsstúlkur áfram að leiða en erlendu leikmenn Njarðvíkur náðu að jafna leikinn og staðan jöfn 51-51 eftir þrjá leikhluta.  Í fjórða leikhluta náðu Hólmarar upp sex stiga forystu 53-59 en Njarðvík svöruðu með 7-0 og voru komnar yfir, á þessum kafla fékk Kieraah sína fimmtu villu og voru um 4 mínútur eftir af leiknum. 

 

Snæfell var fyrirmunað að skora, sama hvernig færið var og gerðu mistök á lokamínútunum sem kostuðu þær sigurin.  Lokatölur 69-61 fyrir heimastúlkur í Njarðvík.
Þar með er undirbúningstímabilinu lokið hjá stelpunum og er fyrsti leikur hjá þeim gegn Valsstúlkum á Hlíðarenda miðvikudaginn 12. Október.

 

Strákarnir léku með 9 leikmenn þar sem drengjaflokkurinn var að keppa heima í Hólmi á sama tíma, en Njarðvíkingar voru að sýna nýja kanann sinn Cameron Echols sem lék við góðan orðstír með KR árið 2005 en hann var þá með 28 stig að meðaltali í leik og 13 fráköst.

 

Sveinn Arnar opnaði stigareikninginn og var sprækur í liði Hólmara, Snæfell voru skrefinu á undan í fyrsta leikhluta en þeir áttu í vandræðum með erlendu leikmenn Njarðvíkur þá Travis Holmes og Cameron Echols sem voru mjög atkvæðamikilir, staðan 18-22 eftir fyrsta leikhluta.  Njarðvíkingar með Echols á eldi jöfnuðu 26-26 en þeir komust loks yfir 38-35 og leiddu 42-38 í hálfleik.  Echols þá með 20 stig og Travis með 16.  Hjá Snæfell var Brandon stigahæstur með 10 stig.

 

Í síðari hálfleik hélt jafnræðið áfram og var nánast jafnt á öllum tölum, staðan eftir þriðja leikhluta 66-66 og spennandi leikur í gangi.  Echols kom Njarðvík yfir 70-68 en Sveinn Arnar og Jón Ólafur komu Snæfell yfir 72-75 eftir gott samspil sem sást of lítið af í leiknum.  Aftur komust Njarðvík yfir 77-75 með körfum frá Ólafi Jóns og Travis.  Quincy og Brandon skoruðu fyrir Snæfell sem hertu aðeins vörnina og var Pálmi Freyr drjúgur á þessum kafla.  Lokatölur 83-89 í jöfnum og spennandi leik.

 

Stigaskor Snæfells:

 

Brandon Cotton 21 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 17, Jón Ólafur Jónsson 16, Quincy Hankins-Cole 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Ólafur Torfason 4 og Egill Egilsson 2.  Daníel Kazami lék en náði ekki að skora.

 

Stigaskor Njarðvíkinga:

 

Travis Holmes 34 stig, Cameron Echols 30, Styrmir Fjelsted 6, Ólafur H. Jónsson og Elvar Friðriksson 3, Óli Alexandersson, Oddur Pétursson og Hjörtur Einars 2 og Maceij Baginski 1.

 

Strákarnir  eru líkt og stelpurnar þá loks búnir með sitt langa undirbúningstímabil og tilhlökkun að tímabilið fari að hefjast. 

 

Fyrsti leikur er gegn Haukum á útivelli á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 19:15 og þá skiptir máli að allir séu klárir í verkefnið.

 
Fyrsti heimaleikur hjá karlaliðinu er gegn KR mánudaginn 17. Október kl 19:15 en þar strax á eftir leika stúlkurnar í unglingaflokki kvenna gegn Keflavík kl 20:45. 

Fyrsti heimaleikur kvennaliðsins er gegn Haukum þriðjudaginn 18. Október klukkan 19:15

 

 

09.10.2011 22:31

Snæfell vann Fjölni í unglingaflokki

Fyrsti sigur unglingaflokks karla í höfn.

Eftir tap í fyrsta leik fyrir Fjölni á útivelli þá mættu ÍR-ingar í heimsókn í Hólminn.  Jafnræði var á milli liðanna í upphafi og lítið um varnarleik, staðan 24-24 eftir fyrsta leikhluta. 

 

Í öðrum leikhluta hertu heimamenn varnarleikinn og héldu ÍR-ingum í 12 stigum.  Fjölbreyttur sóknarleikur skilaði strákunum 45-36 forystu í hálfleik. 

 

Í þriðja leikhluta náðu heimamenn flottum kafla og leiddu 58-42, en staðan eftir þrjá leikhluta 61-51.  ÍR-ingar gáfust ekki upp og voru að gera fína hluti, þeir minnkuðu muninn í 65-61 en þeir Snjólfur Björns og Egill sáu til þess að auka muninn með góðum körfum.

 

Lokatölur 79-69.
 

Stigaskor Snæfells/Skallagríms:

Egill Egilsson 26 stig, Guðni Sumarliðason 19, Snjólfur Björnsson 9, Davíð Guðmundsson og Birgir Þór Sverrisson 7, Magnús Ingi Hjálmarsson og Þorbergur Helgi Sæþórsson 4 og Andrés Kristjánsson 3.  Páll Bárðarson lék sinn fyrsta leik með unglingaflokki en náði ekki að skora.


 
Stigaskor ÍR:

Tómas Viggósson 18, Daníel 12, ónafngreindur nr 15 10, Árni Emil og Mordeniom 6, Arivyodo og Ragnar Örn 5, Frðrik Þór 3 og Dovydars 2.
 


Fyrsti sigurinn í hús og eru strákarnir því með einn sigurleik og einn tapleik.  Næsti leikur þeirra er gegn Haukum í hafnarfirði sunnudaginn 16. október klukkan 18:00.

08.10.2011 20:38

Hlynur fyrirliði Sundsvall


Hlynur Bæringsson var áður fyrirliði hjá Snæfelli. stækka

Hlynur Bæringsson var áður fyrirliði hjá Snæfelli. mbl.is/Kristinn

Hlynur Bæringsson er orðinn fyrirliði sænska körfuknattleiksliðsins Sundsvall en hann tekur við því hlutverki af Alex Wesby sem hélt til Hollands í sumar.

Peter Öqvist þjálfari Sundsvall, sem reyndar er einnig landsliðsþjálfari Íslands, segir að valið hafi verið í stöðu fyrirliða í samráði við leikmenn sem hafi flestir kosið að Hlynur gegndi því hlutverki. Jakob Örn Sigurðarson var næstur Hlyni í kosningunni.

Hlynur hefur áður verið fyrirliði bæði Snæfells og íslenska landsliðsins.

07.10.2011 14:20

Snæfell lagði Skallagrím í æfingarleik

Vesturlandið Snæfells að sinni.

Það var einkar gaman að sjá æfingaleik hjá nágrönnunum og vesturlandsrisunum Snæfell og Skallagrím í Stykkishólmi í kvöld þar sem menn spiluðu sig hægt og bítandi af stað í leikinn.

 

Liðin voru bæði að skora og gera mistök á víxl í leiknum þó Snæfell réði hraðanum og hélt Sköllum fyrir aftan sig heilt yfir. En Skallagrímsmenn voru klárir og stóðu vel í Snæfelli framan af fyrri hálfleik. Staðan var 26-20 fyrir Snæfell eftir fyrsta leikhluta. Engin voru þó tilþrifin hjá leikmönnum liðanna utan fína troðslu hjá Sveini Arnari hjá Snæfelli úr uppkastinu í byrjun leiks og einnig einni frá Dominique hjá Skallagrím en hann og Lloyd lofa góðu fyrir veturinn í Borganesi.

 

Staðan í hálfleik var 44-39 fyrir heimamönnum í Hólminum.

 

Í seinni hálfleik fór að bera í milli með liðunum og Snæfell höfðu meira úthald í hlaupin í þriðja og fjórða hluta gegn ungu liði Skallagríms sem er að mestu skipað unglingaflokksmönnum og lofa góðu.

 

Loftfimleikar Sveins Arnars héldu áfram með glæstri troðslu og svo var komið að því Quincy Hankins Cole hæfi sig til flugs en tvær "alley-oop" háloftatroðslur frá baseline litu dagsins ljós. Áhorfendum var greinilega skemmt og bar á tilhlökkun fyrir vetrinum ef svona sýningar verða á borðstólnum.

 

Eftir þriðja hluta var staðan orðin 20 stig 77-57. Snæfell náði mikið af hraðaupphlaupum og bættu aðeins betur ekki nógu sannfærandi vörn sína og náðu um tíma 18-0 áhlaupi sem Borgnesingar höfðu ekki mikið í þegar staðan fór í 83-57.  Snæfell sigraði 98-69 í þessum vesturlandsslag og heyrðist í Hólminum í kvöld að menn binda vonir við að Skallagrímsmenn geri atlögu að sæti í Iceland express deildinni svo við fáum fleiri alvöru nágrannaslagi í deildinni.

 

Stigaskor Snæfells:

Brandon 28. Quincy 19/7 frák/5 stoð. Nonni Mæju 17/13 frák. Egill 11. Ólafur 7/10 frák/6 stoð. Þorbergur 6. Sveinn 4/7 frák. Hafþór 4. Magnús 2. Pálmi, Guðni og Daníel spiluðu en skoruðu ekki.

 

Stigaskor Skallagríms:

Lloyd 18/4 stoð. Hörður 13. Sigurður 12/9 frák. Dominique 10. Birgir 10/5 frák/4 stoð. Hallmar, Davíð Á og Davíð G skorðu 2 stig hver. Halldór, Andrés, Kjartan og Þorsteinn spiluðu en skoruðu ekki.

 

-sbh-

06.10.2011 14:44

Snæfell - Skallagrímur í kvöld


Stórleikur í kvöld, fimmtudaginn 6. október

kl. 19:30 í meistaraflokki karla. Snæfell - Skallagrímur

 

Mætum og sjáum strákana okkar í fyrsta heimaleik vetrarins

500 kr. fyrir 16 ára og eldri, frítt fyrir börn.

ÁFRAM SNÆFELL !

06.10.2011 08:35

Góð ferð á Sauðárkrók

Sigrar á Króknum

Karla og kvennaliðið sigrðuð Tindastól þegar þeim var boðið þangað í æfingaleik þar sem gólfið var vígt í Síkinu. Skemmst er frá því að segja að bæði liðin okkar sigruðu. Karlaliðið vann sinn leik 89-74 og kvennaliðið 79-47.

 

Sigur í æfingaleik gegn Tindastól á Króknum 74-89.

 


Staðan eftir fyrsta leikhluta 14-27
2. leikhluti 29-52
3. leikhluti 53-71
4. leikhluti 74-89


 
Stigaskor Snæfell: Brandon Cotton 33 stig, Quincy Hankins-Cole 20, Jón Ólafur og Ólafur Torfa 12, Pálmi Freyr 11 og þeir Guðni Sumarliða og Hafþór Ingi 1 hvor.
 
Stigaskor Tindastóls: Trey Hampton 30 stig, Svavar Birgis 11, Helgi Freyr 8, Þröstur Leó 7, Loftur og Einar Bjarni 6, Helgi Viggós 4 og Hreinn Birgis 2.

 

 
Stelpurnar sigruðu Tindastól örugglega 47-79.

Staðan í byrjun 0-21 og eftir fyrsta leikhluta 9-25.
2. leikhluti 20-49
3. leikhluti 36-63
4. leikhluti 47-79
 

Stigaskor:

Hildur Björg 20 stig, Berglind 15, Ellen Alfa 14, Helga Hjördís 10, Rósa 8, Björg 6, Sara Mjöll, Rebekka Rán, Aníta Rún 2.
 

 

Næstu æfingaleikir verða hjá karlaliðinu í Stykkishólmi á fimmtudag nk kl 19:30 þar sem Skallagrímsmenn koma í heimsókn.

 

Svo verða æfingaleikir hjá báðum liðum gegn Njarðvík í Njarðvík á sunnudaginn, kl 13 hjá KVK og kl 15 hjá KK

 



29.09.2011 23:19

Karla og kvennalið Snæfells á ferðalagi


Snæfellsliðin í mfl karla og kvenna ætla að arka á Sauðárkrók og munu spila æfingarleiki á sunnudaginn nk 2. október gegn heimamönnum í Tindastól. Til stóð að karlaliðið færi bara, en eftir skraf og ráðgerðir, þar sem mótherjar í æfingarleik kvennaliðs Tindastóls urðu frá að hverfa, var kvennaliði Snæfells boðið að koma einnig.

Tindastólsmenn hafa tekið gólfið í "Síkinu", heimavelli þeirra, í gegn og skartar það nú alveg spánýju og flottu parketi af bestu gerð í staðinn fyrir gamla græna gólfdúkinn. Það verða svo Snæfellingar sem fá að spássera sem gestir Tindastólsmanna í körfuboltaleikjum og vígja þar með gólfið fyrir alvöru. Leikirnir eru ágóðaleikir sem renna í styrktarsjóð Magnúsar Jóhannsesonar og fjölskyldu. Við klikkum svo sannarlega ekki á landsbyggðinni og þökkum Tindastólsmönnum boðið í þessa leiki :)

 

Kvennaliðin eigast við kl 17:15 en verða án Öldu, Hildi Sig og Söru S, sem eru í Finnlandi.

Karlaliðin spila kl 19:15 og verða án Svenna Davíðs sem er í einnig Finnlandi

 

Það má búast við að Sauðkrækingar flykkist á völlinn sem fyrr og hvetjum við Snæfellinga á leið hjá að kíkja í heimsókn, Kalli Jóns verður með heitt á könnunni :)

 

Nánar hér á Tindastóll.is 

 

Kkd Snæfells.

23.09.2011 08:40

Naumt tap hjá Snæfellsstúlkum í fyrsta heimaleik

Þann 21 sept mættust Snæfell og Keflavík í Stykkishólmi
  
 
 
Keflavíkur stúlkur fengu ekkert gefins í upphafi og komust heimastúlkur í 11-5 en Keflavík elti alltaf uppi muninn með mikilli seiglu í leiknum. Þetta gekk svona heilt yfir leikinn að Snæfell stökk frá og hafði forystu mest allann tímann og Keflavík hljóp það alltaf upp . Staðan eftir fyrsta hluta var 22-19 fyrir Snæfell. Í hálfleik 36-37. Þær voru stigahæstar hjá Snæfelli Hildur Sigurðar og Shannon McKever með 10 stig hvor. Hjá Keflavík voru Birna Valgarðs, Pálina Gunnlaugs og Jaleesa Butler með 7 stig hver.
 

Í lok þriðja hluta komust Keflavíkurstúlkur fyrst yfir 54-57 og leikurinn var í járnum allann fjórða hlutann. Staðan var 61-61 þegar þrjár mínútur voru eftir og eintómt hnoð fram og til baka einkenndi leikinn. Keflavík setti svo tærnar framar og tóku forystu í leiknum og sigruðu 71-75 á endasprettinum. Bæði lið voru að gera mörg mistök í leiknum og leikform alls ekki orðið 100% en tvö spennnadi lið til að fylgjast með í vetur.
 

Stigaskor Snæfells:
 
 
Hildur Sigurðardóttir 22. Shannon McKever 19. Berglind Gunnarsdóttir 9. Alda Leif Jónsdóttir 8. Hildur Björg Kjartansdóttir 7. Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir 3 hvor. 

 
Stigaskor Keflavíkur:
 
 
Birna Valgarðsdóttir 17. Thelma H. Tryggvadóttir 12. Sara Rún Hinríksdóttir 11. Jaleesa Butler 11. Helga Hallgrímsdóttir11. Pálína Gunnlaugsdóttir 7. Lovísa Falsdóttir 3. Marín Rós Karlsdóttir 2. Hrund Jóhannsdóttir 1.
 
 
-sbh-
 
Myndir. Eyþór Benediktsson 
 
 
 
 
 
 

19.09.2011 13:10

Sigur hjá Snæfellsstúlkum í lengjubikar

Sigur í Lengjubikar kvenna

Snæfellstúlkur gerðu sér ferð í Grafarvoginn þar sem Fjölnir tók á móti þeim í Lengjubikarnum. Leikurinn endaði 69-75 fyrir Snæfell og voru þær yfir allann leikinn eftir að hafa leitt eftir fyrsta hluta 15-17. Staðan í hálfleik var 28-34 fyrir Snæfell.

 

Shannon McKever skoraði 17 stig sem var þó sein í gang í stigaskori, en hún skoraði fyrstu körfu leiksins og svo síðustu fjögur stigin fyrri hálfleik og var láta ungar Fjölnisstúlkur stíga sig út og virkaði áhugalaus. Engu að síður skilaði hún flestum stigum undir körfunni en með litlum tilþrifum þó. Aðrar stúlkur í liðinu skiluðu góðu verki frá sér og börðust vel fyrir sínu og höfðu áhuga á verkefninu. 

 Næsti leikur er á miðvikudag 21. sept gegn Keflavík í Stykkishólmi kl 19:15

 Hérna er rétt stigaskor Snæfellsstúlkna í leiknum:

 Shannon McKever 17

Hildur Sigurðardóttir 13

Berglind Gunnarsdóttir 12

Hildur Björg Kjartansdóttir 11

Björg Guðrún Einarsdóttir 7

Alda Leif Jónsdóttir 4

Rósa Kristín Indriðadóttir 4

Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3

Ellen Alfa Högnadóttir 2

Sara Mjöll Magnúsdóttir 2

Sara Sædal Andrésdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir spiluðu en náðu ekki að skora. 

 


 

Mynd: Karl West Karlsson / Karfan.is.  

 

18.09.2011 10:54

Körfuboltavertíðin hafinn


Nú fer boltinn að rúlla og er lengjubikar kvenna hafinn. Snæfellsstúlkurnar munu mæta Fjölni í Grafarvogi sunnudaginn 18. sept kl 19:15 í fyrsta leik sínum.

 

Eins og sjá má á viðburðaslánni hægra megin á síðunni þá eru næstu leikir að detta inn á listann. Einnig er kominn hnappur vinstra megin á síðunni "Leikir og úrslit" sem leiðir beint á síðu KKÍ sem inniheldur leiki og úrslit í öllum deildum.

 

03.09.2011 13:25

Snæfell vann Reykjanes cup

Snæfell Reykjanes Cup meistari
03 09 2011 |

Snæfell Reykjanes Cup meistari

 
Lærisveinar Inga Þórs Steinþórssonar í Snæfell eru Reykjanes Cup meistarar eftir 84-82 sigur á Grindavík í úrslitaleik mótsins sem fram fór í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 46-44 en Jón Ólafur Jónsson gerði 22 stig í liði Hólmara í gærkvöldi.
Leikur þar sem Snæfell náðu strax í upphafi 15-2 forystu en Grindvíkingar náðu henni niður í 34-32 um miðjan annan leikhluta. Því svöruðu Snæfell með sex stigum og leiddu 42-32. Grindvíkingar voru að leika vel og komust yfir 42-43 þegar um ein og hálf mínúta voru eftir. Pálmi og Óskar sáu til þess að koma Snæfell á ný yfir 46-43 en Ólafur Ólafs fékk fjögur vítaskot á síðustu sekúndum fyrri hálfleiksins en nýtti eitt þeirra og staðan í hálfleik 46-44.
 
Flottur kafli í byrjun síðari hálfleiks kom Snæfell yfir 61-49 en miklar sveiflur voru í leiknum, í stöðunni 67-54 skoruðu Grindvíkingar átta stig í röð og staðan eftir þriðja leikhluta 67-62. Jóhann Árni smellti körfu og vítaskoti að auki niður strax í byrjun fórða leikhluta og minnkaði muninn í 67-65. Jón Ólafur smellti þá þrist en Grindvíkingar komust yfir 72-79 með kraftmiklu áhlaupi. Strákarnir skiptu um varnarleik og fóru Jón Ólafur og Pálmi Freyr fyrir stigaskorinu, Jón Ólafur skoraði fyrstu fjögur stigin en svo komu tvö vítaskot frá Pálma, staðan 78-79. Svæðisvörnin virkaði vel hjá Hólmurum en Ármann Vilbergsson smellti niður þrist í horninu og kom Grindavík yfir 78-82. Pálmi fékk tvö vítaskot sem hann smellti niður og staðan 80-82. Snæfellingar stálu boltanum og brunaði Pálmi Freyr alla leið smellti niður sniðskoti úr þröngu færi og fékk víti að auki sem hann setti niður af öryggi. Síðasti möguleiki Grindvíkinga rann út í sandinn og brutu þeir á Sveini Arnari sem fékk tvö vítaskot þegar 0,8 sekúndur voru eftir. Flottur sigur í æsispennandi leik þar sem miklar sveiflur voru í leik liðanna. Lokatölur 84-82.
 

Stigaskor Snæfell: Jón Ólafur 22 stig, Pálmi Freyr 20, Sveinn Arnar 13, Hafþór Ingi og Ólafur Torfa 8, Óskar Hjartar og Snjólfur Björnsson 5 og Egill Egilsson 3.
 
 
Stigaskor Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 19 stig, Ármann Vilbergsson 17, Ólafur Ólafs 14, Þorleifur Ólafs 12, Ómar Sævars 7, Sigurður Þorsteins 6, Morten 3 og Þorsteinn Finnbogason 2.
 

Mynd/ Karl West: Sigurvegarar Snæfells á Reykjanes Cup

15.08.2011 13:24

Nýir leikmenn hjá Snæfell


Þorbergur Sæþórsson er lentur frá Ameríku þar sem hann dvaldi sem skiptinemi síðasta vetur og ætlar aldeillis að henda sér útí körfuboltaveisluna með Snæfelli í vetur. Hann setti nafn sitt á leikmannasamning því til staðfestu og erum við hæstánægð með endurheimtur á drengnum.


Daníel Ali Kazmi er harðákveðinn að dvelja í Hólminum næsta vetur og hefur því sest niður með stjórn Snæfells og Gunnari formanni og staðfest það á A4.



Sveinn Arnar eða Svenni Davíðs eins og við þekkjum hann er klár í slaginn fyrir veturinn og staðfesti með undirskrift á dögunum.



Hafþór Ingi Gunnarsson

 

Hafþór Ingi Gunnarsson hefur nú sagt skilið við Skallagrímsmenn í bili og samið við Snæfell.  Hafþór samdi til eins árs en hér hefur hann leikið áður, leiktímabilið 2003-2004 og því öllum hnútum kunnugur í bænum.

 

Hafþór lék með Borgarnesi á síðasta ári en vildi breyta til og samdi við fyrrum félaga sína í Snæfell. Hafþór mun styrkja liðið og er góð viðbót við skemmtilegan hóp.

 

Hafþór gerði 18 stig, tók 4,4 fráköst og gaf 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Skallagrím á síðustu leiktíð.

 

Viðtal við Hafþór á Karfan.is  

 

08.08.2011 10:53

Kristján til KFÍ

Kristján Pétur Andrésson til KFÍ

Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.
Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.

Þær góðu fréttir voru að berast að Kristján Pétur Andrésson hafi skrifað undir samning við okkur í KFÍ. Þetta er frábær viðbót í leikmannahóp okkar og ekki aðeins mun hann styrkja meistaraflokkinn, heldur mun Kristján verða frábær viðbót í unglingaflokk félagsins.

 

Kristján spilaði með Snæfell í fyrra og í sameiginlegu liði Snæfells/Borgarnes í unglingaflokk, þar sem hann var ein aðaldrifjöðurin og var með um 20 stig og 7 fráköst í leik. Hann var núna í vor valinn í U-20 landsliðshópinn hjá Benedikt Guðmundssyni.

 

Nú þegar hafa þeir Siggi Haff of Jón Hrafn ritað undir og núna hefur Kristján gert slíkt hið sama. Greinilegt að koma Péturs Más er að skila sér.

 

Við bjóðum Kristján Pétur kærlega velkominn.

Af vef KFÍ

17.07.2011 18:27

Nýr leikmaður hjá Snæfell


Quincy Hankins Cole sem er Bandaríkjamaður hefur samið við Snæfell að spila með liðinu í Iceland express deildinni 2011/2012. Quincy er 203 cm á hæð og fæddur 1990. Tímbilið 2009-10 spilaði hann með University of Nebraska en á síðasta tímabili var hann í liði Pikeville College í Mid South deildinni, NAIA D1. Hann var þar með 12.9 stig að meðaltali og 8 fráköst. Quincy Hankins Cole þykir sterkur á mörgum sviðum körfuboltans sóknarlega sem og varnarlega og getur hafið sig til flugs þegar slík tækifæri gefast. Það verður gaman að sjá hann styrkja lið Snæfells í vetur

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19