Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Körfubolti

09.02.2012 07:20

Snæfellsstúlkur með sigur í framlengdum leik

Naumur sigur í framlengdum leik

Snæfell voru heldur betur að ströggla við efiðann leik eftir nauman 88-90 sigur á Fjölni í Grafarvogi eftir framlengdann leik. Stúlkurnar mættu níu í Íþróttahúsið að Dalhúsum en Berglind, Björg og Rósa voru ekki með í kvöld. Fjölnir náði strax 7-0 yfirhöndinni í leiknum en Snæfell kom til baka 7-6 og voru ráðvilltar í byrjun.

 

Þær réðu lítið við Brittney Jones sem skoraði 38 stig í leiknum en þær voru ekki margar að skora hjá Fjölni þannig að hún og Katina Mandylaris, 28 stig, skorðuð 66 stig af þeim 88 sem lágu hjá Fjölni svo að það þurfti aðallega að stoppa Brittney Jones en lítið gekk upp þar og því efiðari leikur en hann þurfti að vera. En sigurinn tóku þær með sér heim og gríðalega sterkt að klára þetta í lokin.

 

Snæfell voru undir 17-7 í fyrsta hluta eftir að hafa náð í skottið á Fjölni og unnu það upp aftur í 21-20 og komust yfir 21-22 með vítaskotum frá Kieraah Marlow undir lok hlutans og sú var staðan eftir fyrsta hluta.

 

Brittney Jones var komin með 22 stig í hálfleik fyrir Fjölni en staðan 41-45 fyrir Snæfell í hálfleik. Snæfell leiddi allann annan hlutann en Fjölnir jafnaði 39-39 og ekki meira en það í bili. Kieraah Marlow var komin með 21 stig í hálfleik og Alda Leif 8 stig og Hildur Björg 6 stig, en aðrar voru eins og þær væru ekki með á köflum.

 

Þegar staðan var 50-59 fyrir Snæfell í þriðja hluta fóru Fjölnisstúlkur að hitta úr sínum færum en Snæfell var meira í fráköstunum en ekki að skoraóg staðan eftir þriðja hluta var 61-62 fyrir Snæfell. Fjölnir náði þá að komast strax yfir 63-62 í fjórða hluta og leiddu þær út hann þar til staðan var 79-74.

 

Þá tók Kieraah til sinna ráða á síðustu mínútunni og skorðaði undir körfunni og fékk víti sem hún kláraði niður og staðan 79-77 þegar 38 sek voru eftir. Þá tók hún næsta varnarfrákast og náði að skora í sniðskoti þegar 5 sekúndur voru eftir og brotið á henni en vítið klikkaði og jafnt var 79-79. Erla Sif setti svo tvö víti niður fyrir Fjölni 81-79 og Jordan Murphree tvö fyrir Snæfell áður en framlengja varð.

 

Alda Leif gaf tóninn í upphafi framlengingar með þrist og Kieraah bætti við tveimur 81-86. Brittney hélt Fjölni við efnið og smellti þrist einnig og Erla Sif jafnaði 86-86 og Brittney kom Fjölni yfir 88-86 og æsispennandi lokamínútur í gangi. Þá var komið þætti Jordan fyrir Snæfell, sem hafði sett niður tvö vítin í lok venjulegs leiktíma. Hún setti niður fjögur víti á síðustu 30 sekúndum leiksins og staðan fór í 88-90 sem urðu lokatölur leiksins. Litlu mátti muna í lokin en Fjölni munaði um þau sex víti sem klikkuðu hjá Erlu Sif, Brittney og Katina sem fengu allar tvö víti hver á síðustu mínútum leiksins.

 

Nánari tölfræði leiksins

 

Fjölnir:

Brittney Jones 38/6 frák/9 stoðs. Katina Manylaris 28/20 fráköst. Erla Sif Kristinsdóttir 13/14 frák. Bergdís Ragnarsdóttir 4. Birna Eiríksdóttir 3. Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2. Aðrar skoruðu ekki.

 

Snæfell:

Kieraah Marlow 32/11 frák. Alda Leif Jónssóttir 20/6 frák/4 stolnir. Jordan Murphree 16/14 frák/4 stoðs/6 stolnir. Hildur Björg Kjartansdóttir 8/4 frák. Ellen Alfa Högnadóttir 6. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5. Hildur Sigurðardóttir 3/4 frák/7 stoðs/4 stolnir. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.

 

Símon Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

 

06.02.2012 11:28

Góður útisigur hjá stúlkum á KeflavíkÞað er mikið að gera hjá stelpunum í unglingaflokki kvenna en þær eru að leika núna mjög þétt og mikilvægir leikir á öllum vígstöðum.  Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst með 26 stig í flottum sigri 63-79 á Keflavík og höfðu liðin sætaskipti í deildinni.

 

Stelpurnar úr Stykkishólmi mættu tilbúnar til leiks og voru á tánum frá fyrstu sekúndu þegar þær sóttu Keflavík heim föstudagskvöldið 3. Febrúar.  Sara Mjöll fékk strax tvö vítaskot, Ellen Alfa nelgdi niður þrist og stal boltanum í næstu vörn og brunaði upp og skoraði fyrir Snæfell 0-6 á einni mínútu.  Keflavík tóku leikhlé og minnkuðu þær muninn í 8-6.  Berglind Gunnars og Björg Guðrún komu með góðar körfur gegn svæðisvörn Keflavíkur og tveir þristar í röð frá Björgu skilaði 11-20.  Sara Rún Hinriks sem var algjör yfirburðarleikmaður í Keflavíkurliðinu og minnkaði hún muninn í 18-20 sem var staðan eftir fyrsta leikhluta.

 

Berglind skoraði og fékk villu að auki í upphafi annars leikhluta, en Hildur Björg sem hafði verið róleg í stigaskorun byrjaði að skila dýrmætum stigum niður.  Spjaldið ofaní þristur frá Rebekku var kærkominn og liðin því jöfn í slíkum gjörðum.  Stelpurnar voru á miklu "runni" og komust í 22-43.  Staðan í hálfleik 26-50 og skoruðu Keflavíkurstúlkur einungis 8 stig í öðrum leikhluta.

 

Ellen og Björg opnuðu síðari hálfleikinn með sinn hvorum þristinum og stelpurnar náðu 30 stiga mun sem var mesta forysta þeirra í leiknum 26-56.  Keflavík pressuðu allann leikinn og fór pressan að gefa þeim stig, en þrjár þriggja stiga körfur í röð frá þeim gaf heimastúlkum smá von.  Staðan 37-59.  Snæfellsstúlkur voru skynsamar í sókninni þegar þær hentu ekki boltanum frá sér og sóttu sterkt á körfuna, þær leiddu 46-68 eftir þriðja leikhluta.

 

Keflavíkurstúlkur hófu fjórða leikhluta af krafti og komust í 57-70, Hildur Björg kom þá með tvær körfur eftir mikla baráttu og möguleikar Keflavíkur að minnka muninn enn frekar úr sögunni.  Lokatölur 63-79.

 

Keflavík sigruðu leikinn í Stykkishólmi með tveimur stigum og skilar því þessi sigur betri stöðu innbyrðis ef liðin verða jöfn að stigum í lok móts.

 

Stigaskor Snæfells: Hildur  Björg Kjartansdóttir 26 stig, Björg Guðrún Einarsdóttir 18, Ellen Alfa Högnadóttir 16, Berglind Gunnarsdóttir 10, Sara Mjöll Magnúsdóttir 5, Rebekka Rán Karlsdóttir 4.  Aníta Rún Sæþórsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir léku án þess að skora.

 

Stigaskor Keflavíkur: Sara Rún Hinriksdóttir 31 stig, Lovísa Falsdóttir 13, Aníta Eva Viðarsdóttir 8, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Katrín Fríða Jóhannsdóttir  og Bríet Sif Hinriksdóttir 2 og Sandra Lind Þrastardóttir 1. Helena Rós Árnadóttir og Birta Dröfn Jóns komust ekki á blað.

 

Næstu leikir hjá stelpunum eru einnig útileikir, 12. Febrúar gegn KR og 14. Febrúar gegn Njarðvík.

04.02.2012 07:52

Snæfell í 5 sæti

Lið Snæfells vann þýðingarmikinn sigur á heimavelli er liðið mætti Þór frá Þorlákshöfn í Iceland Express deildinni í körfubolta. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar tveggja stiga forskot á Hólmara í fimmta sæti deildarinnar, forskot sem nú er uppurið í kjölfar úrslita gærkvöldsins. Snæfell vermir því fimmta sætið nú með 16. stig.

 

Þórsarar hófu leikinn af fullum krafti gegn andlausum Hólmurum og var staðan 2-15 um miðbik leikhlutans. Ingi Þór Steinþórsson tók leikhlé á þessum tímapunkti sem gaf góða raun því Snæfellingar girtu sig í brók að því loknu og náðu að minnka muninn. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 15-20 fyrir Þórsara. 

 Í öðrum leikhluta uxu Hólmurum ásmegin. Náðu þeir forystu í upphafi leikhlutans og áður en langt um leið sigu þeir fram úr gestunum undir forystu Marquis Sheldon Hall og Jóns Ólafs Jónssonar. Var forystan 30-22 þegar mest lét. Þórsarar svöruðu þó á móti undir lok leikhlutans og var staðan 39-37 í hálfleik, Snæfell í vil.

Snæfellingar héldu forystu sinni í þriðja leikhluta og voru að jafnaði yfir með 6-8 stigum. Héldu þeir þar með Sunnlendingum í seilingafjarlægð og höfðu að endingu sex stiga forskot að loknum leikhlutanum, 58-52.

Spennan var í algleymingi í lokaleikhlutanum. Þórsarar hófu leikhlutann með áhlaupi á heimamenn sem leiddi til fjögurra stiga forystu eftir um fimm mínútna leik. Hólmarar jöfnuðu metin og skiptust liðin á forystunni fram í blálokin. Fór svo að Þórsarar leiddu með tveimur stigum. 74-76, þegar sjö sekúndur lifðu af leiknum. Þá áttu gestirnir víti sem þeir klikkuðu úr og voru handtök Snæfellinga hröð því áður en flautan gall náði Marquis Sheldon Hall að jafna metin og framlengja leikinn við mikinn fögnuðu heimamanna.

Framlengingin var liði Snæfells auðveld viðfangs og náði það þægilegri forystu fljótt sem það hélt til leiksloka. Munaði sérstaklega um góða vítanýtingu Hólmara í framlengingunni. Loktölur urðu 93-86

 Stigahæstur í liði Snæfells var Marquis Sheldon Hall með 24 stig. Á eftir honum kom Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 15 stig, Jón Ólafur Jónsson með 13, Hafþór Ingi Gunnarsson 12, Ólafur Torfason 10, Quincy Hankins-Cole 10 og 15 fráköst og loks Sveinn Davíðsson með 9 stig.

02.02.2012 10:32

Snæfell með mikilvægan sigur á Keflavík

Snæfell með tök á meisturunum í HólminumEinhver tök hafa Snæfellsstúlkur á meisturum Keflavíkur eftir annan sigur á þeim í Stykkishólmi 91-83. Eftir tvo slaka leiki hjá Snæfelli komu þær öflugar til leiks og höfðu forystu í leiknum frá upphafi þar sem þær komust strax í 10-0 og gáfu það ekki eftir baráttulaust þrátt fyrir góð áhlaup Keflavíkur með pressu og svæðisvörn sem Snæfell átti oft erfitt með að leysa en höfðu það á endanum.Snæfellsstúlkur byrjuðu með stæl og komust í 10-0 og með 4 varin skot í upphafi leiks, góða vörn og virtist lokað fyrir körfu Keflavíkur en ekki einu sinni víti lak niður.  Falur tók þá leikhlé en fjórar mínútur liðu þangað til Keflavík setti stig á töfluna en Pálína smellti þá góðum þremur stigum.


Hún var stigahæst í Keflavík um miðjann fyrsta hluta með 6 stig þegar staðan var 14-6 fyrir Snæfell sem héldu forystunni um 10 stig 18-8 og Jordan Murphree hafði sett 10 stig.  Þegar staðan var 23-16 og Keflavík virtist sigla nær tóku þá sig til þær Alda Leif og Helga Hjördís og smelltu sínum hvorum þristinum fyrir 29-16 en staðan eftir fyrsta hluta 29-18 fyrir Snæfell.Keflavík komst nær strax 29-20 og voru alltaf líklegar í að fá einhvern meðbyr í sinn leik og pressuðu á köflum sem virkaði ekki sem skildi og Snæfellsstúlkur óðu áfram og komust í 37-21 þar sem Alda Leif og Jordan voru í stuði.  Keflavík minnkaði muninn í 39-31 og Snæfell var að missa boltann klaufalega og gjörsamlega að óþörfu og staðan varð fljótt þriggja stiga munur 39-36 eftir að Pálína henti niður þrist á mikilvægu augnabliki fyrir Keflavík þar sem þær voru að keyra á mörg mistök Snæfells.


Staðan var þó 45-38 fyrir Snæfell eftir mikil hlaup og læti undir lokin en Snæfell hafði aldeilis snúist við í leik síðustu 5 mínútur annars hluta og misst niður 16 stiga forskot sitt á augabragði.


Jordan Murphree í Snæfelli var farin að líka parketið í Hólminum og var komin með 17 stig í hálfleik en næst henni var Alda Leif með 10 stig og 5 fráköst. Hjá Keflavík var Pálína búin að vera á fullu og komin með 19 stig og 4 fráköst. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru komnar með 6 stig hvor.


Snæfell komst í 50-40 en þegar Keflavík setti upp pressu og svæðisvörn gekk illa hjá heimastúlkum og Keflavík minnkaði í 54-50 þar sem Jalessa Butler var farin í gang og bætti fljótt við sig 7 stigum.Munurinn var tvö stig undir lokin 61-59 eftir sterka vörn Keflavíkur og ráðaleysi Snæfells í sóknum sínum en þær héldu þó forystu eftir þrjá leikhluta 63-59 þótt annað hefði sýnst á spilamennskunni. Það er ekki þar með sagt að Keflavík hafi ekki misst bolta en þeir voru allnokkrir þeim megin líka en liðin skiptust á góðu og slæmu sprettunum.


Það var kaflaskiptur leikurinn þegar Snæfell stökk frá Keflavík í stöðunni 68-64 og kom sér með tveimur þristum frá Jordan og Helgu Hjördísi í 75-66 og pressan farin að gefa eftir hjá Keflavík.Duracel rafhlöðurnar í Pálínu voru að endast gríðalega vel og hafði hún skorað 31 stig líkt og Jordan hjá Snæfelli fljótlega í upphafi fjórða hluta þegar hún var að setja sinn sjöunda þrist niður. Snæfell hélt haus og forystunni um 9 stig þegar 3 mínútur voru eftir 83-74. Mikið af stigum komu af vítalínunni undir lokin en Íslandsmeistarar Keflavíkur áttu ekki sjö dagana sæla í Hólminum og töpuðu nú öðru sinni fyrir Snæfelli 91-83 að þessu sinni.


Snæfell:
Jordan Murphree 31/6 frák/3 stoðs/10 stolnir. Alda Leif Jónsdóttir 17/9 frák. Kieraah Marlow 16/10 frák/7 stoðs. Helga Hjördís Bjrörgvinsdóttir 10/6 frák. Hildur Sigurðardóttir 9/9 frák/7 stoðs. Hildur Björg Kjartansdóttir 8/4 frák. Björg Guðrún Einarsdóttir 0. Berglind Gunnarsdóttir 0. Ellen Alfa Högnadóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0.


Keflavík:
Pálína Gunnlaugsdóttir 33/4 frák. Jaleesa Butler 18/14 frák. Shanika Butler 13/6 stoðs. Birna Valgarðsdóttir 11/5 frák/4 stolnir. Helga Hallgrímsdóttir 3/9 frák. Hrund Jóhannsdóttir 3. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Sandra Þrastardóttir 0. Telma Ásgeirsdóttir 0. Soffía Skúladóttir 0. Aníta Viðarsdóttir 0.Símon B. Hjaltalín
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 27.01.2012 08:53

Snæfell vann KR

Úrslit: Snæfell kvittaði fyrir bikartapið í DHL-Höllinni
26 01 2012 | 21:09

Úrslit: Snæfell kvittaði fyrir bikartapið í DHL-Höllinni

Í kvöld hófst þrettánda umferðin í Iceland Express deild karla þar sem allra augu beindust að viðureign KR og Snæfells en liðin mættust einmitt á mánudag þar sem KR sló Hólmara út í Poweradebikarkeppninni. Í kvöld komu Ingi Þór Steinþórsson og lærisveinar fram hefndum með 93-94 sigri í enn einum spennuslag þessara liða.

 
KR-Snæfell 93-94 (22-20, 31-22, 18-28, 22-24)
 
KR: Joshua Brown 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/9 fráköst, Dejan Sencanski 14/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Páll Fannar Helgason 0, Kristófer Acox 0, Jón Orri Kristjánsson 0.
 
Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 17/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6/5 fráköst, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Daníel A. Kazmi 0.
 

24.01.2012 10:16

Snæfell féll út í tvíframlengdum leik


Joshua Brown tryggði KR í kvöld farseðilinn inn í undanúrslit Poweradebikarkeppninnar eftir 111-104 sigur KR gegn Snæfell í tvíframlengdum háspennuleik. Brown gerði 49 stig í leiknum og þegar í harðbakkanna sló tók hann KR liðið á bakið og bar það í átt að sigri, mögnuð frammistaða hjá þessum áræðna leikstjórnanda. Áður en leikurinn hófst var mínútu þögn til minningar um knattspyrnumanninn Sigurstein Gíslason sem nýverið féll frá eftir erfið veikindi en Sigursteinn gerði garðinn m.a. frægan með KR á sínum tíma og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með klúbbnum. Sigursteinn gekk í raðir KR árið 1999 en þá varð liðið bæði Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu.
 
Heimamenn í KR byrjuðu betur og léku þétta vörn, lítið var skorað á upphafsmínútunum en það fóru þó að detta körfur og KR tók frumkvæðið 6-0. Ingi Þór splæsti þá í leikhlé fyrir Hólmara sem komu út með fimm stig í röð en þá tók KR aftur á rás, mættu með 7-0 áhlaup og staðan 13-5. Dejan Sencanski kom KR svo í 26-15 með þriggja stiga körfu og röndóttir leiddu síðan 27-17 að loknum fyrsta leikhluta.
 
Hafþór Gunnarsson og Ólafur Torfason létu vel að sér kveða í liði gestanna í öðrum leikhluta þar sem Snæfell skoraði 30 stig gegn 18 frá KR og leiddu gestirnir því 44-46 í leikhléi. Jón Ólafur Jónsson var daufur í dálkinn í fyrri hálfleik í liði Snæfells og skoraði sín fyrstu stig eftir 15 mínútna leik. Robert Ferguson var að stríða stóru leikmönnum Snæfells og dró þá vel út úr teignum og setti m.a. tvo þrista í leikhlutanum en það voru þó Hólmarar sem leiddu.

Ferguson var með 12 stig hjá KR í hálfleik og þeir Brown og Sencanski 10. Hjá Snæfell voru Hafþór og Marquis Hall báðir með 11 stig.

 
Nýting liðanna í hálfleik:
KR: 48% í teignum, 33,3% í þriggja og 46,1% í vítum
Snæfell: 70% í teignum, 22,2% í þriggja og 72,7% í vítum

KR opnaði þriðja leikhluta 10-0 og mættu með flotta vörn inn í síðari hálfleikinn. Snæfell gekk illa að finna leið upp að körfu KR og þeir Jón Ólafur Jónsson og Quincy Hankins-Cole fengu báðir sína fjórðu villu í þriðja leikhluta.

Með hverri mínútunni í þriðja leikhluta hitnaði undir Brown leikstjórnanda KR og lokaði hann þriðja leikhluta með flautukörfu uppi á lyklinum og KR leiddi 66-61 fyrir fjórða og síðasta leikhluta.
 
Marquis Hall átti góða kafla hjá Snæfell í kvöld og minnkaði muninn í 68-64 með þriggja stiga körfu og voru það hans fyrstu stig í síðari hálfleik. KR náði snemma tíu stiga forskoti en Hólmarar létu ekki stinga sig af, Ferguson fór af velli í liði KR með fimm villur en þrátt fyrir hans fjarveru var KR ávallt við stjórnartaumana.

Það var ekki fyrr en undir lok fjórða leikhluta sem Snæfell færðist nær, Brown reyndi hvað hann gat til að halda Hólmurum fjarri og aðrir KR-ingar voru í nokkru áhorfendahlutverki með þá Ferguson og Sencanski á bekknum með fimm villur en sá síðarnefndi fór skömmu á eftir Ferguson á tréverkið.
 
Brown kom KR í 83-77 þegar 1.25mín. voru til leiksloka, hér hrökk í gang magnaður kafli hjá KR, Quincy fær villu og víti að auki, 83-80 og skömmu síðar vippar stóri maðurinn sér upp fyrir utan þriggja og jafnar 83-83! KR hélt í sókn en Quincy ver skot frá Finni Atla en næsta sókn Hólmara var illa ígrunduð og því varð að framlengja.
 
Snæfell lék svæðisvörn í framlengingunni enda hafði maður á mann vörnin ekki virkað mikið gegn Brown sem skyldi alla eftir í reyk. Jón Ólafur minnkaði muninn í 88-87 þegar 40 sekúndur voru til leiksloka og Pálmi Freyr kom gestunum svo yfir 88-89 á vítalínunni. Næsta KR sókn vildi ekki verða að körfu og brotið var á Pálma sem kom Snæfell í 88-91 þegar 13 sekúndur voru til leiksloka. Títtnefndur Brown brunaði þá yfir völlinn og setti gríðarlega erfiðan og myndarlegan dreifbýlisþrist og jafnaði metin 91-91 þegar 5 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Snæfell tókst ekki að nýta tímann til að gera út um leikinn og því varð að framlengja á nýjan leik þökk sé svakalegri frammistöðu hjá Brown.

 Í stöðunni 95-94 í seinni framlengingunni nennti Brown þessu ekki lengur og tók málin ennfrekar í sínar hendur. Kappin fór hér á kostum, kom KR í 97-94, næst 99-94 með tveimur vítum og svo 101-94 með gegnumbroti og maðurinn skoraði í öllum regnbogans litum! Lokatölur reyndust 111-104 KR í vil og KR-ingar geta þakkað Brown fyrir að liðið verði með í næsta bikardrætti enda lygileg frammistaða hjá kappanum sem fékk 44 framlagsstig fyrir sína vasklegu framgöngu í kvöld. Martin Hermannsson var einnig traustur á lokasprettinum og fékk ansi vænar mínútur í reynslubankann.


 
Myndasafn frá leiknum á Karfan.is


 

22.01.2012 20:03

Ótrúlegar tölur í sigri á Fjölni

Snæfell í undanúrslit eftir sigur á Fjölni

Kieraah Marlow skoraði 32 stig fyrir Snæfell í dag. stækka

Kieraah Marlow skoraði 32 stig fyrir Snæfell í dag. mbl.is/Golli

Snæfell komst í dag í undanúrlit í Poweradebikar kvenna í körfuknattleik með stórsigri á Fjölni, 90:45, í Grafarvoginum.

Lokatölurnar voru í raun ótrúlegar því að loknum fyrri hálfleik var staðan 47:36 fyrir gestina úr Stykkishólmi. Fjölnir skoraði hins vegar 9 stig í síðari hálfleik og er úr leik í bikarkeppninni. 

Brittney Jones skoraði 30 stig fyrir Fjölni eða 2/3 af stigum liðsins í leiknum. Keiraah Marlow skoraði 32 stig fyrir Snæfell og Alda Leif Jónsdóttir 19 stig.

19.01.2012 22:03

Snæfell með auðveldan sigur á Haukum

Tilþrifalítið í Snæfellssigri.


Haukar mættu alls tíu í Stykkishólm til að mæta Snæfelli í 12.umferð Iceland express deildar karla. Nýji leikmaður Hauka Aleek Joseph Pauline sat hjá og var í borgarlegum klæðnaði að sinni en hann fékk högg á hné á sinni fyrstu æfingu en einnig var Sævar Ingi Haraldson var fjarri góðu gamni. Hjá Snæfelli voru allir þokkalegir.Liðin virkuðu bæði frekar köld og lengi í gang og þá sérstaklega í oft mistækum sóknum sínum en varnarleikurinn var ágætur beggja megin. Staðan var 7-7 þegar 2 mínútur voru eftir og lítið markvert á meðan liðin voru að fóta sig í leiknum nema að Jón Ólafur hjá Snæfelli hafði fengið tæknivillu vegna mótmæla örlítið fyrr í leiknum. Snæfell komst fljótt í 12-7 og svo 14-9 en staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-10 fyrir heimamenn í Hólminum.


Pétur ákvað að taka leikhlé fljótt í öðrum hluta þegar Snæfell voru komnir yfir í 20-10 og lítil sem engin hreyfing á Haukum í áttina að koma sér í leikinn. Emil Barja kom Haukum nær 25-21 eftir góðann þrist og meira flæði kom í leik þeirra. Haukur Óskarsson bætti einum til í stöðuna 28-26 og Haukar gerði góða atlögu að Snæfelli sem var að ströggla í sóknum sínum og hittu illa og átti alls ekki góða kafla í vörninni um stund. Hálfleikstölur voru 34-30 fyrir Snæfelli í voðalega ósannfærandi leik á köflum hjá öllum á vellinum. Leikurinn virkaði tilþrifalítill og tómur á köflum og áferðafallegur var hann aldrei.


Hjá Snæfelli var Quincy Cole kominn með 9 stig og 6 fráköst honum næstur var Sveinn Arnar með 7 stig. Í liði Hauka var Haukur Óskarsson búinn að fleyta liðinu ágætalega með 10 stig og með honum í fleytingum var Emil Barja með 8 stig og 7 fráköst en Chris Smith hafði einnig tekið 7 fráköst.


Pálmi Freyr kom sterkur inn í seinni hálfleikinn og setti tvo þrista og Quincy bætti einum til fyrir Snæfell og staðan fljótt 45-36 fyrir Snæfell. Í stöðunni 49-40 hrukku Haukar í gang í nokkrum sóknum sínum og löguðu stöðuna 49-46 með Hayward Fain fremstann í flokki. Kaflaskil voru í þriðja hluta þegar Snæfell stökk svo frá Haukum aftur og komust í 60-48 þar sem skotin duttu heldur betur og þetta staðan fyrir lokafjórðunginn en Marquis Hall setti svip sinn á leik Snæfells í þriðja hluta líkt og Fain hjá Haukum.


Fjórði hluti hófst líkt og sá fyrsti lítið skorað, hittni slök, mistök og mikið hnoð eða hörð bárátta ef það á að kallað það eitthvað og eiginlega stundum leiðinlegt að horfa á satt best að segja. Leikurinn einkenndist samt af hörku. Sveinn Arnar setti flott þrjú stig og staðan varð 72-56 fyrir Snæfelli sem höfðu aðeins verið að fikra sig frá en Haukur Óskars svaraði fyrir Hauka strax. Haukur og Christopher fóru svo útaf með fimm villur undir lokin hjá Haukum. Snæfell sigldi sigrinum í land þrátt fyrir fína baráttu Hauka, 80-70 þar sem Quincy Cole átti loka hnikkinn með háloftatroðslu eftir sendingu frá Sveini Arnari.

 

Tölfræði leiksins

 

19.01.2012 21:59

Naumt tap í hörkuleik

KR hefndi í Hólminum í hörkuleik

KR mætti úr veðurofsanum í Hólminn en þar var rjómablíða að vanda. Snæfellsstúlkur tóku þar á móti þeim og voru fyrir leikinn í 5. sætinu með 16 stig en KR í 4. með 18 stig.


KR byrjaði yfir 0-6 og Snæfell strögglaði í sóknum sínum svo að Ingi Þór splæsti í leikhlé í stöðunni 2-6. Það virtist gefa Snæfelli spark og Helga Hjördís setti strax þrjú stig og meira líf færðist í leikinn og Snæfell stigi á eftir 7-8. Erica Prosser setti einn sjóðheitann þrist og staðan 7-13 fyrir KR og þær höfðu skrefin framar Snæfelli fram undir lok hlutans þegar staðan var 14-17 en Alda Leif setti þá einn á flautunni og jafnaði 17-17 en Alda var einkar drjúg Snæfellsmegin.

 


Snæfell komst strax í 24-17 með mikilli baráttu og þáðu fráköstin með þökkkum eftir að sóknir KR runnu út í sandinn hvað eftir annað. Vörn KR var ósannfærandi og hæg þegar Snæfell komst í  27-19 og hreyfðu boltann vel í sókninni. Anna María Ævarsdóttir kom einum þrust í netið strax eftir leikhlé KR en Hildur Sig svaraði strax á móti og staðan 30-22 fyrir Snæfell undir miðjann annann leikhluta. Með þrist frá Sigrúnu Sjöfn og stolnum bolta í næstu sókn með auðveldu sniðskoti frá Erica Prosser fikraði KR sig aðeins nær 33-27. Snæfell hélt þó forystunni í hálfleik 38-31.


Í hálfleik í liði Snæfells var Alda Leif komin með 11 stig og Hildur Sigurðardóttir 8 stig og 7 stoðsendingar. Þeim næst var Kieraah Marlow með 6 stig og 8 fráköst. Hjá KR var Bryndís Guðmundsdóttir þeirra hressust með 10 stig og Erica Prosser henni næst með 9 stig.


Snæfell komst í 40-31 í upphafi þriðja hluta en KR saxaði á það fljótt 40-36 þar sem Sigrún Sjöfn setti þrjú. Þrátt fyrir að Snæfell héldi forkotinu yfir þriðja hluta jafnaði KR 45-45 og komust svo yfir 45-46 með vítaskotum Hafrúnar Hálfdánardóttur en sóknir Snæfells voru líkt og hjá KR í fyrri hálfleik skotin duttu ekki í netið. Anna María setti þrist á síðustu sekúndu þriðja hluta sem gaf KR forystu 48-49 og leikurinn jafn og spennandi.

 

 

 

Anna María var sjóðheit utan þriggja stiga línunnar og setti sinn þriðja af þremur fyrir 50-52 KR í vil. Liðin skiptust á að skora og um miðjann fjórða hluta var staðan 53-56 fyrir KR og allt í járnum. Helga Hjörís átti flottann þrist til að jafna fyrir Snæfell 58-58 þegar um 3 mínútur voru eftir og átti hún fínann kafla og eftir mikið þref og vesen í sóknum Snæfells jafnaði hún aftur með þrist 63-63 og staðan var 65-65 þegar 30 sekúndur voru eftir.


Sigrún Sjöfn setti þá tvö + víti í 65-68 og 20 sek. Staðan var 66-68 þegar 5.6 sekúndur voru eftir og Margrét Kara klikkaði á sniðskoti og braut á Kieraah Marlow og Snæfell fékk innkast á miðjum sínm vallarhelmingi en eftir tvo sénsa frá Hildi og Hildi í Snæfelli á að fá boltann niður í netið þá skoppaði boltinn af og tíminn rann út með 66-68 fyrir KR á töflunni sem tóku sigurinn með sér heim í þessari umferð og Snæfell grátlega nærri að tryggja sér framlengingu en mikið stuð þegar þessi lið mætasta.

 

 

 

Tölfræði leiksins


16.01.2012 10:25

Snæfell í 8-liða úrslit í unglingaflokki kvenna

Snæfell í 8-liða úrslit í unglingaflokki kvenna
15 01 2012

Snæfell í 8-liða úrslit í unglingaflokki kvenna

Grindavíkurstúlkur léku í Hólminum í 16 liða úrslitum í bikarkeppni unglingaflokks kvenna síðasta föstudag og voru heimastúlkur búnar að endurheimta Berglindi Gunnarsdóttur úr meiðslum fyrir leikinn. Heimastúlkur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 17-0 áður en fyrsta stigið kom hjá Grindavíkurstúlkum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-10. 
Annar leikhluti var í járnum þrátt fyrir að Snæfell hafði náð 38-17 forystu og liðin skoruðu 15 stig hvort og staðan í hálfleik 40-25. Heimastúlkur fengu frítt framlag frá öllum í fyrri hálfleik og nýttu sér það inn í þriðja leikhlutann sem þær unnu 25-18 og leiddu 65-43. Sigurinn var aldrei í hættu en Rannveig hjá Grindavík sýndi fína spretti í fjórða leikhluta en öflugar Snæfellsstúlkur ætluðu sér áfram í bikarkeppninni og sigruðu 75-57.
 
 
Stigaskor leikmanna Snæfells: Hildur Björg Kjartansdóttir 23 stig, Sara Mjöll Magnúsdóttir 14, Ellen Alfa Högnadóttir 13, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 11 og Rebekka Rán Karlsdóttir 2. Aníta Rún Sæþórsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir léku en náðu ekki að skora.
 
 
Stigaskor Grindavíkurstúlkna: Rannveig Bjarnadóttir 17 stig, Jeanne Lois Sicat 10, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 9, Jóhanna Styrmisdóttir 8, Mary Jean Sicat 6, Katrín Rúnarsdóttir 4 og Ingibjörg Sigurðardóttir 3. Julia Lane Sicat náði ekki að skora.
 
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson
  

16.01.2012 10:24

Nonni Mæju 3 stigameistari

Stjörnuleikur KKÍ - samantekt
14 01 2012 | 18:40

Stjörnuleikur KKÍ - samantekt

Stjörnuleikur KKÍ fór fram í Dalhúsum í dag þar sem margt var um manninn og mikið að sjá.  Keppt var um titil troðslumeistara, þriggajstigaskyttu og hvort landsbyggðin eða höfuðborgarsvæðið hefði úr meiri hæfileikum að moða.  

Það fór þannig að Jón Ólafur Jónsson, einnig þekktur sem Nonni Mæju, vann þriggjastiga keppnina.  Nonni fékk 13 stig eða einu stigi meira en liðsfélagi sinn, Pálmi Sigurgeirsson sem var í öðru sæti.  

Quincy Hankins-Cole vann troðslukeppnina eftir einvígi við heimamanninn Nathan Walkup.  Hankins-Cole var vel að titlinum kominn og lét ekki þar við standa heldur sýndi oftar en ekki stórkostlegar troðslur í stjörnuleiknum sjálfum. 

 

Stjörnuleikurinn var einkennileg útgáfa af íþróttinni sem við elskum eins og venja ber.  Engum datt í hug að spila vörn fyrr en undir lok leiksins og fengu áhorfendur því að sjá skemmtileg tilþrif í bland við hlaup fram og til baka.  Darren Govens, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn virtist finna sig virkilega vel með troðslumeistaranum Hankins-Cole en þeir félagar áttu líklega 4-5 bestu tilþrif leiksins saman.  Hvort sem þeir hentu boltanum í spjaldið eða gólfið áður en hinn tróð þá tókst þeim alltaf að gera það mikilfenglegri máta en troðslan á undan.  Ólafur Ólafsson áttu nokkrar skemmtilegar tilraunir í leiknum þó þær hefðu ekki allar gengið að óskum, hann tók sig því til og skipti sér útaf tvisvar í leiknum til þess að safna kröfum í næstu tilraun.  Það skilaði honum einu af tilþrifum leiksins þegar hann blockaði þriggja stiga skot Robert Jarvis aðeins sentimetrum frá hringnum.  Góðir dómarar leiksins litu sem betur fer framhjá hefðbundnum reglum leiksins og fjörið hélt áfram.  

 

Mikilvægasti leikmaður stjörnuleiksins var Nathan Walkup en hann skoraði 20 stig í leiknum og átti mjög góðan leik í annars mjög jöfnu liði Höfuðborgarsvæðisins  Hayward Fain, leikmaður Hauka var hins vegar stigahæstur í liðinu með 22 stig.  Í liði Landsbyggðarinnar var Darren Govens lang stigahæstur með 41 stig en næstur var Quincy Hankins-Cole með 18 stig og líklega öll úr glæsilegum troðslum.  

 

Mynd:  www.kki.is

16.01.2012 10:22

Quincy Gatoradeleikmaður 10. umferðar

Quincy Gatoradeleikmaður 10. umferðar hjá Karfan.is

 

 

Karfan.is velur Gatoradeleikmann hverrar umferðar og fer það ekki endilega eftir hæsta framlagi umferðarinnar en auðvitað er horft til þess. Tilþrif og allskonar óvæntir þættir koma einnig við sögu en pennar, ljósmyndarar og aðstandendur Karfan.is greiða atkvæði og skiptast á skoðunum varðandi þá sem tilnefndir eru í hverri umferð.

 

08.01.2012 22:29

Snæfell áfram í bikarkeppninni

8. janúar 2012
Snæfell skákaði Stjörnunni í beinni

Snæfellsstrákarnir fylgdu fordæmi stúlknanna og komust áfram í 8 liða úrslit Poweradebikarsins eftir að hafa lagt Stjörnuna 68-73. Leikurinn var svo sem ekkert augnayndi en mikið um mistök beggja liða en sterkari vörn Snæfells og klaufalegur sóknarleikur Stjörnunnar skóp muninn í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 30-33. Leikurinn hélt áfram á svipuðu nótum í seinni hálfleik og Snæfell komst í 44-51 eftir þriðja hluta en Pálmi Freyr var vítamínsprauta liðsins á góðum kafla. Snæfell komst þá í fjórða hluta í 10 - 12 stiga forystu en rétt undir lokin nálgaðist Stjarnan en of seint og Snæfell komst áfram.

 

Hreint magnað að sjá 25 tapaða bolta hjá Snæfelli sem Stjarnan nýtti ekki betur en Snæfellsmenn voru með ansi mikla smjörfingur á köflum og einnig fóru gríðalega mörg sóknarfráköst í hendur Stjörnumanna. Snæfellsvörnin hélt þó þokkalega og Stjörnumenn hitta gríðalega illa og skotnýting þeirra slök en t.d. tekur Justin Shouse 24 tveggja stiga skot og hittir úr 5. Snæfell var þá með 45% tveggja stiga nýtingu á móti 30% stjörnunnar og Snæfell var með góða vítanýtingu 17 af 22 niður.

 

Tölfræði leiksins af KKÍ

Umfjjöllun og myndir á Karfan.is

 

 

Snæfell:

Pálmi Freyr var maður leiksins, tók af skarið um miðbik leiksins og réðu Stjörnumenn ekkert við hann en hann endaði með 23 stig og 6 fráköst. Næstur honum var Quincy Cole með 15 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Marquis Hall setti niður 15 stig, 6 fráköst  og 5 stoðsendingar og stjórnaði hraðanum vel á köflum. Nonni Mæju smelti 9 stigum og tók 4 fráköst en fór heldur snemma af velli með 5 villlur. Sveinn Arnar bætti við 4 stigum og 2 fráköstum, Hafþór Gunnarssson 3 stigum. Ólafur Torfason 2/7 fráköst. Óskar Hjartarson 2/3 fráköst. Daníel Kazmi 0/2 fráköst. Magnús Ingi 0. Þorbergur Sæþórsson 0. Snjólfur Björnsson 0. 

 

Stjarnan:

Keith Cothran var sprækastur Stjörnumanna með 19 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Justin Shouse, þrátt fyrir slaka nýtingu setti niður 17 stig tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Marvin Valdimarsson setti næstur 9 stig og tók 3 fráköst. Dagur Kár Jónsson var með 8/4 frák/4 stolna. Fannar Freyr skilaði 8/10 frák. Sigrjón Lárusson 5/10. Guðjón Lárusson 2/7 frák/ 3 stoðs. Jovan 0. Magnús 0. Aron 0. Chirstopher Sófus 0. Tómas 0.

 

Símon B Hjaltalín

Mynd: Tomasz Kolodziejski / Karfan.is

 

08.01.2012 12:04

Nú vann Snæfell

7. janúar 2012
Snæfell skaust í 8 liða úrslitin

Snæfell og Valur mættust í annað sinn á innan við fjórum dögum í Stykkishólmi en núna í 16 liða úrslitum Poweradebikar kvenna. Signý Hermannsdóttir var komin í búning hjá Val.


Liðin skiptust á að skora og þreifingar í vörninni en Valur prófað sömu pressu og í síðasta leik með lakari árangri nú og en staðan var orðin 8-8 þegar Snæfell voru með beittari vörn og hraðari sóknir sem gáfu þeim forskot í 17-8. Þegar líða tók á leikhlutann færðust Valsstúlkur nær og náðu að jafna 17-17 þar sem margar klaufalegar sóknir Snæfells fóru í hendur í einbeittari vörn Vals og leikurinn kaflaskiptur fyrsta hlutann en Valur hafði þó yfir 17-22 í lok hans og náði að skora 14-0 á heimastúlkur.


Það var eins og lúðuveiðibannið væri komið í körfu Snæfells því engin stig var að fá úr netinu í dágóðann tíma. Valsstúlkur voru komnar með forystuna 17-24 en Hildur Sigurðar smellti þá þremur til og eftir skoraða körfu og víti var staðan 23-26 og hellings leikur í gangi. Snæfell átti snara innkomu og komust úr 23-29 í 38-29 með þristum frá Helgu Hjördísi sem var skoraði 8 í röð og stal boltum og Hildi Björgu meðal annars og lúðuveiðibanninu gefið langt nef. Snæfell komst í 46-36 áður flautað var í hálfleikinn tók annan hluta í sínar hendur 29-13 og lítið gekk Valsstúlkum í hag þrátt fyrir ákveðin skilaboð frá Ágústi í leikhléum.

 Í hálfleik hjá Snæfelli var hafði Helga Hjördís látið mikið að sér kveða með 11 stig eins og Kieraah Marlow sem bætti við 8 fráköstum, Hildur Björg kom svo með 10 syig og Hidur Sig 9 og 6 fráköst. Í liði Vals var Kristrún Sigrjóns heitust með 13 stig en Lacey Simpson kom henni næst með 6 stig. Berglind Karen og Þórunn Bjarnadóttir höfðu svo smellt 5 stigum hvor.

 Snæfell hélt sér 10 stigum yfir þrátt fyrir að Valur reyndi að sækja fast á þær og mikil stemming skapaðist Valsmegin um tíma en þær náðu ekki að nýta sér og Snæfell hélt sér framan við Val 59-47 og Lacey Simpson hafði fengið dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Liðin skiptust á að skora mikið til og þriðji hlut jafn og hressandi og staðan 61-53 þegar honum lauk.


Fjórði hluti var framan af líkt og þriðji, liðin skipulögð og fóru engu óðslega og staðan 69-58 fyrir Snæfelli undir miðjan hlutann. María Ben, Unnur Lára og Melissa sóttu í sig veðrið hjá Val en hjá Snæfelli voru Alda, Hildur, Hildur  og Helga að spila einkar vel líkt og allar sem komu inná. Alda Leif setti þrist á einkar mikilvægu augnabliki og kom Snæfelli í 74-62 en Valur gerði orrahtíð að Snæfelli sem stóðust álagið og staðan 77-67 þegar 1:30 voru eftir.


Þegar 18 sekúndur voru eftir höfðu Valur sótt gríðalega á og á og voru komnar tveimur stigum undir 77-75 og allt opið undir lokin. Valsstúlkur brutu á Hildi og setti hún bæði niður 79-75 þegar 13 sek voru eftir. Valsstúlkur hentu boltanum útaf í næstu sókn og brutu á Öldu Leif í kjölfarið sem skilaði sínum stigum niður tók þetta heim og Snæfell sigraði leikinn 81-75 og eru komnar áfram í 8 liða úrslit.

 

Áhorfendur stóðu svo sannarlega fyrir sínu og sendu jákvæða orku úr stúkunni sem gaf oft tóninn í leik stúlknanna. Einkar gaman að sjá fólk fjölmenna á góðum laugardagi en allar dömur fengu frítt á leikinn sem gaf fallegann svip á stúkuna :)


Snæfell: Alda Leif 21/5. Helga Hjördís 17/6 frák/3 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 16/7 frák/8 stoðs. Kieraah Marlow 15/12 frák. Hildur Björg 10/6 frák. Björg Guðrún 2/3 frák. Ellen Alfa 0. Berglind Gunnars 0. Aníta Rún 0. Sara Mjöll 0. Rósa Kristín 0.


Valur: Kristrún Sigrjónsdóttir 22/5 frák. María Ben 15/4 frák. Melissa Leichlitner 10/3 frák/5 stoðs. Unnur Lára 7/3frák. Lacey Katrice Simpson 6/3 frák. Þórunn Bjarnadóttir 5/6 frák. Berglind Karen 5. Guðbjörg Sverrrisdóttir 3/3 frák. Signý Hermannsdóttir 2/3 frák/4 stoðs. María 0. Hallveig 0. Ragnheiður 0.


Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

06.01.2012 00:53

Erfiður sigur á Króknum

Óskar með sigurstigið gegn Tindastóli

Það voru Snæfelllingar sem fóru með sigurinn í Hólminn eftir baráttuleik gegn Tindastóli 99-100 eftir eitt stykki framelngingu. Óskar Hjartarson var hetja Snæfells í sínum fyrsta leik og skoraði síðasta stig leiksins úr víti og kom Snæfelli í 100-99.

 

Snæfell hóf leikinn betur komust fljótt í 6-16 og eftir fyrsta hluta var staðan 17-24 fyrir Snæfell. Í hálfleik var staðan 36-42 fyrir Snæfell sem leiddu allann leikinn. Eftir þriðja hluta höfðu Tindastólsmenn ekki náð að koma sér nær Snæfelli og staðan 59-71 sem er enginn munur í körfubolta þegar heillleikhluti er eftir. Það kom á daginn og Tindastóll hélt af stað í heljarinnar baráttu sem skilaði þeim 12 stiga áhlaupi að komast úr 63-78 í 75-78. Þegar staðan vaar 78-80 og 1:30 eftir smellti Friðrik Hreinsson þrist og Tindastóll komst yfir 81-80. Marquis Hall fékk svo tvö víti þegar 3 sekúndur voru eftir og klikkaði á því fyrra en setti niður seinna 81-81 og framlenging raunin en bæði niður hefðu fært sigurinn fyrr. 

 

Það var svo allt í járnum í framlengingunni og hvorugt liðið tók rispu sem skildi það frá hinu. Óskar kom inná þegar Ólafur fékk sína fimmtu villu og staðan var 94-95 fyrir Snæfell. Það var Þröstur Leó sem jafnaði 99-99 úr tveimur vítum og Maurice Miller braut á Óskari Hjartarsyni þegar 4 sekúndur voru eftir og klikkaði hann á fyrra skotinu en smelti niður því seinna sem var nóg til að klára sigurinn og loksins féll naumur leikur Snæfellsmegin.

 

Tölfræði leiksins 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16