Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

17.01.2017 21:35

Nýársmót HSH í frjálsum íþróttumSunnudag 15. janúar var haldið Nýársmót HSH í frjálsum íþróttum í íþróttahúsinu í Ólafsvík.  Stutt og skemmtilegt mót, en alls voru 52 keppendur, alls staðar af Snæfellsnesinu. 
Keppt var í 35 m hlaupi, langstökki með og án atrennu og kúluvarpi. Mótið fór vel fram og voru margir keppendur að fara á sitt fyrsta mót. Frjálsar íþróttir eru nú æfðar í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ.

Mótið átti að vera jólamót en hafði verið frestað v. veðurs - við vorum bara kát með þetta mót. 
Yngsti keppandinn var á fjórða ári og þau elstu á 16. ári. 

Allir keppendur fengu þátttökuverðlaun, íþróttapoka merktan HSH og húfu merkta HSH þau sem ekki áttu slíka húfu fyrir. Auka keppnisgrein var "sokkakeppni" en keppt var um skrautlegustu - frumlegustu og glaðlegustu sokka keppenda.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins en margar hendur unnu létt verk og skemmtilegt.

Frjálsíþróttaráð HSHHSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25