Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

17.01.2017 21:29

Vel heppnað síðasta kast ársins


Birta Sigþórsdóttir úr HSH gerði sér lítið fyrir síðasta Gamlársdag og setti stúlknamet í kúluvarpi innanhúss. Birta er úr Stykkishólmi, fædd 2003 og keppti í flokki 13 ára stúlkna. Hún tók þátt í Coca Cola móti FH í Kaplakrika í Hafnarfirði og bætti gildandi Íslandsmet í sínum aldursflokki þegar hún kastaði 2 kg kúlu 14,48 m. Kastserían var þessi; 12,76m - 13,89m - 14,07m - 13,59m og 14,48m. Daginn eftir, þann 1. janúar, var Birta komin í 14 ára aldursflokkinn og þar kasta stúlkur 3 kg kúlu. Það er því óhætt að segja að Birta hafi nýtt Gamlársdag vel í íþróttinni. 

Í apríl 2016 kastaði hún 12,31 m og bætti þá héraðsmet HSH innanhúss í sínum flokki. Bæting hennar og framför á árinu er því mikil. Gildandi met í flokki 13 ára stúlkna átti Hekla Rún Ámundadóttir úr ÍR, uppá 14,20 m, sett í nóvember 2007. Þess má geta að einungis Hekla Rún og nú Birta hafa kastað yfir 14 m í flokki 13 ára stúlkna í kúluvarpi innanhúss - þriðji og fjórði besti árangurinn í flokknum eru köst uppá 13,44 og 13,38 m. Virkilega glæsilegt hjá Birtu. 


Inline image 1
Birta Sigþórsdóttir á mótinu í Hafnarfirði þar sem hún bætti stúlknamet 13 ára stúlkna í kúluvarpi innanhúss, 31. des. sl. 


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24