Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

15.11.2016 10:17

Ungt fólk, íþróttir og félagsstarf

Komdu í partý - umræðupartý!


Ungmennafélag Íslands býður í umræðupartý föstudaginn 25. nóvember næstkomandi. Partýið verður á milli klukkan 17-19:30 í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Fólk á öllum aldri innan ungmennafélagshreyfingarinnar er velkomið.

 

UMFÍ hvetur ungt fólk á aldrinum 18-30 sérstaklega til að mæta til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif.  

 

Skráðu þig í umræðupartý og hafðu áhrif!

 

Ástæðan fyrir því að við skellum í umræðupartý er sú að starf íþrótta- og ungmennafélaga miðast að miklu leyti við að þjónusta börn og ungmenni. Það er því augljóst að mikilvægt er að rödd yngri kynslóðarinnar heyrist.

 

Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru jafnframt hvattir til þátttöku, eiga samtal við yngri kynslóðina og heyra hvað hún hefur að segja.

 

Fulltrúar úr Ungmennaráði UMFÍ sjá um stuðið og stýra bingói. Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur. Léttar veitingar í boði.

 

Partýið fer fram með þjóðfundarfyrirkomulagi (world cafe). Þátttakendum er skipt upp í 3 - 4 hópa eftir fjölda. Í hverjum hópi er skipaður svokallaður borðstjóri sem stýrir umræðu og ritari sem skrifar niður helstu atriði sem fram koma. Við merki frá fundarstjóra skipta hóparnir um umræðuefni og/eða skipta um hóp.

 

Tilgangur umræðupartýsins

Meirihluti barna- og ungmennastarfs á Íslandi er innan vébanda UMFÍ. Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Sambandsaðilarnir eru síðan með samanlagt 340 félög undir sér.

 

Félögin eru dreifð um allt land, bæði í þéttbýli og í dreifbýli. Til viðbótar eru innan vébanda UMFÍ mörg hundruð sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. UMFÍ leggur metnað í starfsemina með lýðheilsu og forvarnir í fararbroddi æsku og ungmennum landsins til heilla svo þau getið notið sín í íþrótta- og æskulýðsstarfi óháð búsetu á Íslandi.

 

UMFÍ vinnur statt og stöðugt að því að koma auga á flest raunhæf tækifæri til hreyfingar og lýðheilsu, hvort heldur er andlegrar eða líkamlegrar, og nýtir tengslanet sitt um allt land, bæði innan og utan samtakanna, til að láta draumana verða að veruleika.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10