Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

06.09.2016 10:35

Verndum þau, námskeið

Verndum börnin gegn vanrækslu

August  2016

 

 

Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafa í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau frá árinu 2010. Námskeiðinu er opið öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna.

 

Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau. Höfundar bókarinnar Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

 

Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig bregðast á við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og ungmennum.

 

 

Á námskeiðinu er farið yfir:

  • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar. Frætt er um hverja tegund ofbeldis fyrir sig og tíðni ofbeldis.

  • Hver einkenni ofbeldis eru og hvernig og hvert skuli tilkynna grun um að barn búi við ofbeldi. Kynntar eru verklagsreglur og verkferlar.

  • Hvernig skuli taka á móti ofbeldisfrásögn. Slíkt er jafn mikilvægt og að kunna fyrstu hjálp, ef slys ber að höndum.

  • Reglur í samskiptum við börnin. Ein mikilvægasta reglan er að forðast aðstæður þar sem starfsmaður er einn með barninu.

  • Ýmis atriði sem vinnuveitendur þurfa að hafa í huga, eins og vandað ráðningarferli, að fá leyfi til að afla upplýsinga úr sakaskrá, og að kynna reglur og verkferla fyrir starfsfólki til þess að tryggja gæði starfsins.

  • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

 

Hefur þú áhuga á að fá námskeiðið til þin?

Öll aðildarfélög UMFÍ geta óskað eftir því að fá námskeiðið til sín. Hlutverk félaga sem óska eftir námskeiðinu sjá um að taka á móti skráningu fólks á námskeiðið.

 

Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, netfang og aðildarfélag viðkomandi.

 

Lágmarksskráning svo námskeið geti farið fram eru 10-12 þátttakendur. Einnig er það hlutverk félags, sem óskar eftir námskeiði, að útvega húsnæði með aðgangi að tölvu, skjávarpa og léttar veitingar.

 

Hvert námskeið er 3 klst. Bókin Verndum þau er til sölu á hverju námskeiði á 2.900kr.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Ragnheiður landsfulltrúi UMFÍ. Netfang ragnheidur@umfi.is   

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22