Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.08.2016 10:28

Sumarmót SamVest, BíldudalÁrlegt sumarmót SamVest var haldið á Völuvelli á Bíldudal laugardaginn 13. ágúst sl. Það var Héraðssambandið Hrafna-Flóki sem bauð til mótsins á Völuvelli á Bíldudal. Aðstæður á vellinum voru prýðilegar; atrennubraut langstökks og svæði fyrir hástökk og spjót eru lögð tartanefni og hlaupabrautin var mjög hörð og góð og merkt af HHF fyrir mótið. Við völlinn er glænýtt vallarhús með salernum, en gamla húsið fauk í óveðri síðasta vetur. Þess má geta að árið 2000 var Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Bíldudal en það var í fyrsta sinn sem ULM var haldið um verslunarmannahelgi.
Vesturbyggð bauð gestum gistingu á tjaldsvæðum sínum án endurgjalds.
Þátttakendur voru xx talsins (vantar), flestir frá HHF, á aldrinum 6 til 18 ára, fimm fullorðnir voru meðal keppenda.
Allt gekk vel fyrir sig og allar greinar vel mannaðar. Grillaðar voru pylsur í mótslok og tilkynnt um úrslit.
HHF eru hér með færðar innilegar þakkir fyrir gott boð og frábæra frammistöðu við undirbúning og umsjón með mótinu. Þau stóðu sig sannarlega vel og kunna að halda gott mót :-)
Bestu þakkir fyrir góðan dag!

tengill á myndir
https://photos.google.com/share/AF1QipOmA_rmJ_DL5qkpcsk9Z7ejJj-pXLKOfQkexggM9VoZZh2hHXBSTwWhhp9fNZYRlA?key=UFpHWERBYWphRkwtZnd2dHNPSlZ6ZGRtNGpvS25B

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32