Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.07.2016 11:44

Unglingalandsmót í BorgarnesiFrá HSH eru skráðir 56 einstaklingar og 12 lið.
7 lið í körfubolta og 5 í knattspyrnu.Tvö­fald­ir heims­meist­ar­ar í götu­fót­bolta koma í Borg­ar­nes um næstu versl­un­ar­manna­helgi og munu þar kynna íþrótt­ina fyr­ir gest­um Ung­linga­lands­móts UMFÍ. Götu­fót­bolti er til­tölu­lega ný íþrótt og í mikl­um vexti. Leik­ur­inn er spilaður á litl­um af­mörkuðum velli og er mjög hraður enda tek­ur hver leik­ur aðeins þrjár mín­út­ur.

 

Dönsku snill­ing­arn­ir eru þeir Peter Kri­stof­fer Licht og Omid Kar­balaie Hoss­einkani og koma þeir báðir frá Copen­hagen Panna Hou­se. 

 

 

Gest­ir Ung­linga­lands­móts­ins fá auðvitað að spreyta sig á litla bolta­vell­in­um með þeim Peter og Omid bæði á laug­ar­degi og sunnu­degi um versl­un­ar­manna­helg­ina á milli klukk­an 11.00 og 14.00 og 15.00 og 17.00.

 

Allskonar afþreying

Margt verður í boði fyrir sem flesta aldurshópa á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi.

Hér er brot af því sem boðið verður uppá:

 

Frisbígolf

Kominn er flottur frisbívöllur í Borgarnes sem tilvalið er að nýta sér yfir helgina. Í íþróttahúsinu getið þið fengið frisbídisk til að nota, borgið 1000 krónur í tryggingargjald og fáið hann endurgreiddan þegar þið skilið disknum heilum til baka.

 

Leiklist

Halldóra Guðjónsdóttir ætlar að bjóða upp á leiklistarnámskeið þar sem markmið námskeiðsins er að hafa gaman og að allir taki virkan þátt. Þar verður æfður spuni, framkoma, samvinna og leiktækni. Námskeiðið verður haldið í Hjálmakletti, skráning fer fram á staðnum.

 

 

Sprelligosaklúbbur, 6 ára og yngri

Þessi klúbbur er fyrir krakka á leikskólaaldri, Jóhanna María starfsmaður á leikjanámskeiði hjá Borgarbyggð hefur umsjón og munum við bralla ýmislegt saman þessa dagana. 4 ára og yngri skulu koma í fylgd með foreldrum.

 

Víkingasögur

Geir Konráð nær svo sannarlega vel til krakkana, þau verða ekki svikin að mæta og hlusta á sögurnar hans í Skallagrímsgarði klukkan 16:00 á föstudeginum. Hann ætlar einnig að bjóða sama dag landsmótsgestum frítt á leiksýninguna sína sem haldið er í Sögulofti á Landnámssetrinu.

 

Sýningin er á auðveldri ensku og er ætluð fyrir 10 ára og eldri, mjög skemmtileg sýning sem við mælum með að þið sjáið.

 

 

Karókí fyrir alla

Allir velkomir að mæta í Skallagrímsgarðinn og taka eitt lag, skráning er á staðnum.

 

Kynning á pílukasti 

Íslenska pílukast sambandið ætlar að vera með kynningu á sinni íþrótt á laugardag og sunnudag frá 12:00-18:00. Þau ætla að vera með minni keppnir og alls konar uppákomur, mælum með að þið kíkið upp í Óðal og prófið þessa skemmtilegu íþrótt.

 

Markaður í Englendingarvík

Flóa-, mat- og handverksmarkaður verður haldinn laugardag og sunnudag í Englendingarvíkinni. Þar verður keppt í sultugerð, tónlist á staðnum og fjölbreytt skemmtun fyrir börn og fullorðna.

 

Fjallahlaup og fjallganga upp á Hafnarfjall

Stefán og Geirlaug ætla að fara með sitthvorn hópinn upp á Hafnarfjall á sunnudeginum klukkan 10:00. Veljið þann hóp sem hentar ykkur þegar þið hittist í Hjálmakletti.

 

Sumarfjör fyrir 1-4 bekk

Sumarfjör er leikjanámskeið sem starfrækt er í Borgarbyggð, þessa helgi ætla okkar flottu starfsmenn að vera með skemmtilega afþreyingu fyrir 1.-4.bekk. Mæting í Grunnskóla Borgarnes. Skráning fer fram á staðnum.

 

 

Kost­ar 7.000 krón­ur að keppa

Keppni á Ung­linga­lands­móti UMFÍ í Borg­ar­nesi hefst fimmtu­dag­inn 28. júlí næst­kom­andi og stend­ur það til sunnu­dags­ins 31. júlí. Ung­linga­lands­mótið er vímu­efna­laus íþrótta- og fjöl­skyldu­hátíð og geta öll börn og ung­menni frá 11-18 ára tekið þátt í keppni hvort sem þau eru skráð í íþrótta­fé­lag eða ekki.

 

Það kost­ar 7.000 krón­ur að skrá þátt­tak­anda á Ung­linga­lands­mót UMFÍ. Aðeins þarf að greiða þessa upp­hæð einu sinni enda hægt að keppa í eins mörg­um grein­um og hver og einn hef­ur áhuga á fyr­ir hana. Öll afþrey­ing og tjald­stæði eru innifal­in í þátt­töku­gjald­inu.   

Þetta er 19. Ung­linga­lands­mót UMFÍ og annað skiptið sem það verður haldið í Borg­ar­nesi.

 

Keppn­is­dag­skrá ligg­ur fyr­ir en keppt verður í körfu og fót­bolta, frjáls­um, glímu, ólymp­ísk­um lyft­ing­um, skot­fimi, staf­setn­ingu og mörgu fleira. Boðið verður jafn­framt upp á mikið af skemmti­legri afþrey­ingu og tónlist á hverju kvöldi.

 

Mörg þúsund manns í bæn­um

Gert er ráð fyr­ir fjölda fólks í Borg­ar­nesi um versl­un­ar­manna­helg­ina. Þegar Ung­linga­lands­mót UMFÍ var haldið þar árið 2010 voru kepp­end­ur tæp­lega 1.700 og talið að um 15.000 manns hafi verið í bæn­um. Gert er ráð fyr­ir álíka fjölda í ár.


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16