Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.07.2016 09:49

Langar þig í Lýðháskóla

 

Langar þig í lýðháskóla í Danmörku á næsta námsári?

Þeir sem áhuga hafa á að fara í lýðháskóla í Danmörku geta sótt um styrk á vef Ungmennafélags Íslands, umf.is.

Sóttu hér um styrk hjá UMFÍ! 

UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir námsárið 2016 - 2017. Markmið með styrkveitingunni er að veita því tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

 

Námið við lýðháskóla í Danmörku er mislangt en flestir frá Íslandi eru í 12 vikur eða lengur.

Flestir hér á landi sem fara í danska lýðháskóla gera það að loknu framhaldsnámi. Markmiðið með dvöl í lýðháskóla er að víkka sjóndeildarhring sinn og að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogahæfileika sína.

Þau Edda, Benedikt, Magnús og Ingunn fóru í lýðháskóla í Ollerup í Danmörku. Þau kusu að skila valfrjálsa verkefninu sínu í formi kynningarmyndbands um skólann.

Ferðastyrkur og dvalarstyrkur

UMFÍ veitir annarsvegar ferðastyrk og hinsvegar dvalarstyrk. Heildarupphæð ferðastyrks fer eftir fjölda umsókna.

Dvalarstyrkur fer jafnframt eftir fjölda umsókna og dvalartíma hvers og eins, þ.e. styrkt er um ákveðna upphæð fyrir hverja viku. Styrkirnir eru greiddir út eftir á, þ.e. í júlí 2017. Til þess að uppfylla kröfur um styrkinn þurfa umsækjendur að skila eftirfarandi verkefnum:

 

1. Stuttur texti í umsögn um væntingar umsækjanda til námsins (250 orð). Skilafrestur 1. september 2016 og 10. janúar 2017.

 

2. Verkefni að eigin vali á meðan námsdvöl stendur. Umsækjendur geta valið að skila inn stuttu myndbandi, teiknimyndaseríu, lagi eða texta sem felur í sér upplifun eða reynslu af náminu. Skilafrestur 31. október 2016 og 15. mars 2017.

 

3. Stutt lokaskýrsla sem felur í sér upplifun og lærdóm af náminu. Jafnframt þarf að fylgja með staðfesting á námsdvöl frá skólanum. Skilafrestur 5. janúar og 30. júní 2017.

Athygli er vakin á því að styrkur er ekki greiddur út ef umsækjandi skilar ekki inn verkefnum fyrir útgefnar dagsetningar. Ungmennafélag Íslands og Norræna félagið eru í samstarfi þegar kemur að úthlutun styrkja til náms við lýðháskóla í Danmörku. Umsækjendur geta því einungis hlotið styrk frá öðrum samtökunum.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36
Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36