Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.07.2016 09:12

Unglingalandsmót í Borgarnesi 28 til 31 júlí. Skráning í gangi

Opnað er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í samstarfi við UMSB í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Gjaldið er 7.000 krónur og er hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein fyrir þetta eina verð. 

 

Skráðu þig hér!

Keppni á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi hefst 28. júlí næstkomandi og verður því slitið 31. júlí.

Þetta er 19. Unglingalandsmót UMFÍ og annað skiptið sem það verður haldið í Borgarnesi.

Undirbúningur er í fullum gangi í bænum fyrir mótið. Íþróttamannvirki eru löguð og styrkt, garðar hreinsaðir og verið að búa til risastórt tjaldsvæði fyrir tugþúsundir gesta mótsins. 

Íþróttabrautin var meira að segja háþrýstihreinsuð. Þegar hreinsað var úr frárennslisrörum brautarinnar komu úr þeim hvorki meira né minna en fimm tonn af aur og drullu!

Mörg þúsund manns í bænum

Gert er ráð fyrir miklum fjölda fólks í Borgarnesi yfir mótshelgina. Þegar það var haldið árið 2010 voru keppendur tæplega 1.700 og talið að um 15.000 manns hafi verið í bænum. Gert er ráð fyrir álíka fjölda í ár.

Keppnisdagskrá liggur fyrir en keppt verður í körfu og fótbolta, frjálsum, glímu, ólympískum lyftingum, skotfimi, stafsetningu og mörgu fleira. Boðið verður jafnframt upp á mikið af skemmtilegri afþreyingu og tónlist.

 

Landsmótið fer fram vítt og breitt um svæði UMSB í Borgarbyggð. Keppt verður í sundlauginni í Borgarnesi, í íþróttahúsinu, á Skallagrímsvelli og í Skallagrímssgarði, í Brákarhlíð, á golfsvæði Hamars, við Hjálmaklett, á reiðvelli Hestamannafélagsins Skugga, á skotsvæði SkotVest í Brákarey og á Hvanneyri. Þá verður keppt í andans greinum, upplestri, skák og stafsetningu á dvalaraheimili aldraðra.

Úlfur Úlfur og fleiri á kvöldvökunum

Kvöldvökur verða haldnar mótsdagana í Borgarnesi. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram munu koma eru Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, hljómsveitin Amabadama, Hafnfirðingurinn Jón Jónss, bróðir hans Friðrik Dór, Dikta, Glowie og margir fleiri.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Komdu á Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina!

 

Skráðu þig hér! 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52