Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

14.09.2015 12:06

Snæfellsness samstarfið í knattspyrnu með uppskeruhátíð

14. september. 2015 

Uppskeruhátíð Snæfellssamstarfsins

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta fór nýverið fram í tengslum við áheitamaraþon sem fram fór á sama tíma. Á uppskeruhátíðinni voru veittar viðurkenningar og fengu allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokki karla og kvenna viðurkenningu í formi verðlaunapenings. Í ár var tekin upp sú nýbreyttni að veita viðurkenningar bæði fyrir eldra og yngra ár hjá eldri börnunum og einnig í A og B liði ef við átti.

 Í 5. flokk karla fengu þeir Atli Ágúst á eldra ári og Óli á yngra ári viðurkenningur fyrir mestar framfarir. Hjá 5. flokki kvenna A lið fékk Sara Dögg viðurkenningu fyrir mestu framfarir á eldra ári og Laufey Lind á yngra ári. Fyrir mestu framfarir í B liði fengu þær Heiðrún viðurkenningu á eldra ári og Aldís á yngra ári. Þegar komið er upp í 4. flokk eru einnig veittar viðurkenningar fyrir markahæsta leikmanninn og leikmann ársins í kvennaflokki var Elín Dögg markahæst og Fehima Líf leikmaður ársins. Það voru svo þær María Ósk á yngra ári og Erika Rún á eldra ári sem fengu viðurkenningu fyrir mestu framfarir. Hjá strákunum var markahæstur Benedikt Björn Ríkarðsson markahæstur og Bjarni Arason leikmaður ársins. Á yngra ári fékk Kristinn Jökull viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Birgir Vilhjálmsson á eldra ári. Freydís Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samstarfsins ásamt leikmönnum meistarflokks kvenna og karla hjá Víking sáu um að afhenda viðurkenningarnar. Að þeim loknum var hópmyndataka af öllum börnum sem stunda fótbolta og mætt voru á hátíðina og boðið upp á grillaðar pylsur í tilefni dagsins.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24
Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24