Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

19.08.2015 09:04

Flottur árangur í frjálsum á ULM


HSH átti 14 keppendur í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu og kepptu þeir ýmist í einni grein eða fleirum - og voru þau öll sér og HSH til sóma. 

Bergur Már Sigurjónsson keppti í 60 m hlaupi 11 ára pilta og Sigurbjörn Ágúst Kjartansson í 600 m hlaupi 11 ára pilta. Dagný Inga Magnúsdóttir og Aldís Guðlaugsdóttir tóku þátt í 60 m hlaupi 11 ára stúlkna. Þau eru öll úr Snæfellsbæ. 
Ari Bergmann Ægisson, Stykkishólmi, 12 ára, varð áttundi af 38 í undanúrslitum í 60 m hlaupi, hljóp á 9,07 sek. Í úrslitahlaupinu varð hann sjöundi og hljóp þar á 9,04 sek.
Ari komst á verðlaunapall í 600 m hlaupi, hljóp þar á 1:55,05, varð þriðji af sautján keppendum í flokki 12 ára stráka. Ekki verður betur séð en að þar hafi Ari bætt aldursflokkamet HSH í flokki 12 ára, en skv. afrekaskrá FRÍ átti Viktor Marinó Alexandersson besta tímann hjá HSH í 600 m hlaupi utanhúss 12 ára stráka eða 1:56,15 frá 2009 (fyrirvari settur um eldri árangur, sem ekki birtist í afrekaskrá FRÍ). Í fjórða sæti í sama hlaupi varð Atli Ágúst Hermannsson, Grundarfirði, sem hljóp á 1:56,67. 
Ari kastaði líka spjóti 24,15 m og varð í 6. sæti í sínum flokki í spjótkastinu. Jökull Gíslason tók þátt í kúluvarpi 12 ára stráka og Björn Ástvar Sigurjónsson í kúluvarpi 13 ára pilta. Þeir eru úr Snæfellsbæ.  
 Í kúluvarpi 12 ára stúlkna tóku líka þátt þær Ragnheiður Arnarsdóttir, Grundarfirði, og Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir, sem lenti í 8. sæti, kastaði 7,93 m. Birta tók einnig þátt í 60 m hlaupi og langstökki, eins og Jóhanna Magnea.
Símon Ernst Davíðsson, Stykkishólmi, keppti í 80 m hlaupi, kúluvarpi og langstökki í flokki 13 ára pilta. 
Björg Hermannsdóttir, Grundarfirði, varð í 5 sæti í langstökki, stökk 4,39 m, og 9. sæti í 100 m hlaupi 14 ára stúlkna, hljóp á 14,24 sek. 
Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Stykkishólmi, kastaði 4 kg kúlu 8,87 m í kúluvarpi og lenti í 2. sæti 18 ára stúlkna, en kúlan hefur verið aðalkeppnisgrein Katrínar. Hún tók einnig þátt í langstökki, hástökki og spjótkasti í sínum flokki.

Birta Sigþórsdóttir, Stykkishólmi, gerði sér lítið fyrir og setti stúlknamet í flokki 12 ára stúlkna, kastaði 2 kg kúlu 11,86 m - sem er bæting um 5 cm frá eldra meti. Stórglæsilegur árangur hjá Birtu, en þess má til samanburðar geta að sú sem hafnaði í 2. sæti kastaði 9,24 m og í þriðja sæti var kast upp á 8,81 m. Aldursflokkamet HSH í kúluvarpi (2 kg) utanhúss 12 ára stúlkna er 9,25 m kast sem Unnur Lára Ásgeirsdóttir átti á Unglingalandsmóti 2002, en Birta bætir nú um 2,61 m.

Birta stolt með verðlaunin

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25