Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.04.2015 18:04

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ í Borgarnesi

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn í Borgarnesi vikuna 8. til 12. júní. Þetta er samstarfsverkefni UMFÍ og Frjálsíþróttasambandsins og er skólinn haldinn á 5 stöðum á landinu á misjöfnum tíma. Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar sér um framkvæmdina í Borgarnesi og er Bjarni Þór Traustason umsjónaraðili og þjálfari. Verð er 20.000 kr og er allur matur, gisting, þjálfun, sundferðir og annað innifalið. Þau ár sem þetta hefur verið haldið hefur þátttaka alltaf verið mest í Borgarnesi og hafa krakkar komið allstaðar að af landinu. UMFÍ mun auglýsa þetta í sjónvarpi og blöðum og einnig eru einhverjar upplýsingar inná http://umfi.is/frjalsithrottaskolinn. Að þessu sinni mun öll skráning fara beint í gegnum umsjónaraðilann og því er hægt að skrá sig á netfangið bjarni@menntaborg.is eða í síma 8621512.Frjálsíþróttaskólinn

Frjálsíþróttaskólinn UMFÍ er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 - 18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald 20.000 kr en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting.

Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands.
Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna. Einnig er lagður fyrir þá stuttur spurningarlisti til að athuga hug þeirra til skólans almennt. Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi.

Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50