"/>

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

02.03.2015 10:22

Lið SamVest á bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri

Þessir 10 krakkar mynduðu lið SamVest og kepptu í frjálsum innanhúss í Bikarkeppni FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands - fyrir 15 ára og yngri.
Keppendurnir að þessu sinni komu frá HSH, UDN, UMSB og HHF - t.d. frá Borgarnesi, Borgarfirði, úr Dölum, Stykkishólmi, Grundarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Bikarkeppnin er liðakeppni þar sem íþróttasambönd eða -félög senda lið með keppendum í alls 7 greinum + boðhlaupi. Sennilega hefði ekkert þeirra 7 sambanda sem innan SamVest starfa getað sent eigið lið á Bikarkeppnina - en saman náum við að mynda lið og gefa þeim tækifæri á að keppa með stóru liðunum.
Fimm af þessum tíum keppendum koma frá stöðum þar sem þau hafa ekki fastan þjálfara - og á mótinu í dag höfðu þau ekki þjálfara (nema í boðhlaupinu í restina) Samt vildi hópurinn fara! Margir foreldrar þessara krakka leggja líka á sig að keyra langar leiðir reglulega með börnin til æfinga og enn lengra á keppnir.
Þær þrjár sem lengst þurftu að fara (Patró og Tálknafj.) þurftu að hefja sína keppnisferð á föstudegi þar sem á laugardögum er engin ferð með Baldri, ekki mokað suður og ekki flug heldur. Þær komu heim til sín kl. 2 um nóttina að loknum keppnisdegi þar sem þau sátu föst í einum skafli á Kleifaheiði og þurftu að skilja bílinn eftir og labba yfir skaflinn að jeppa sem sótti þau hinum megin frá. Já, það er mikið á sig lagt - og ólíkar aðstæður iðkenda!
Við megum vera gríðarlega stolt af þessum hópi og öllum sem leggja mikið á sig (börnum, foreldrum, þjálfurum o.fl.) til að stunda íþróttir við allskonar aðstæður - eða gera öðrum það kleift!
Vonandi nær SamVest-samstarfið að gera okkur öllum þetta starf auðveldara, þá er markmiðinu náð!


Björg Ágústsdóttir's photo.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10