Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

10.02.2015 12:19

Ert þú búinn að skrá þig í Lífshlaupið?

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ í gangi er hafið. Verkefnið hófst þann 4. febrúar og er skráning enn í fullum gangi og ekkert of seint að skrá sig til leiks þó að verkefnið sé byrjað.  

 

Okkur langar að biðja ykkur um að hvetja ykkar fólk til þess að skrá sig til leiks og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

 

Lífshlaupið skiptist í þrjár keppnir:

·         Vinnustaðakeppni frá 4. - 24. febrúar

·         Grunnskóla-, og framhaldsskólakeppni 4. -17. febrúar

·         Einstaklingskeppni sem er í gangi allt árið

 

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.

 

Við viljum benda á skemmtilega leiki sem eru í gangi:

Myndaleikur er í gangi á Instagram og á Facebook þar sem að þú merkir myndirnar með #lifshlaupid. Dregið verður úr innsendum myndum eða myndböndum 10., 13.,17., 20., og 24., febrúar.

Einn einstaklingur er dreginn út, í Hvatningarleik Rásar 2 og ÍSÍ, á hverjum virkum degi í þættinum Virkir morgnar á Rás 2 næstu þrjár vikurnar. Glæsilegir vinningar frá Ávaxtabílnum, Happ, Penninn/Eymundsson, Klifursetrinu, Bláa Lóninu, Kringlunni, Reebok, Skautahöllinni og Bogfimisetrinu.

Findu okkur á samfélagsmiðlunum

facebook.com/lifshlaupid

Instagram.com/lifshlaupid

twitter.com/lifshlaupid


Smelltu hér og kynntu þér málið betur.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50