Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.11.2014 20:50

Æfingabúðir í frjálsum

Frjálsar: Æfingabúðir að Laugum 21.-22. nóv.

SamVest-samstarfið stendur fyrir æfingabúðum í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára (árgangur 2004) og eldri á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð 21.-22. nóvember 2014. 


Mæting að Laugum er kl. 17 á föstudeginum og heimferð áætluð um kl. 16 á laugardeginum. Við skipuleggjum ferðir að Laugum, þegar við vitum hverjir hafa áhuga á að fara - en gætum þurft að stóla á aðstoð einhverra foreldra. 

Aðalþjálfarar verða Kristín Halla Haraldsdóttir úr Grundarfirði og Hlynur Chadwick Guðmundsson frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir hvern þátttakanda (gisting og fæði) en boðið verður uppá kvöldmat á föstudeginum, morgunmat, hádegismat og kaffihressingu á laugardeginum. Við stólum á að foreldrar eða aðrir fylgdarmenn fáist í hlutfalli við fjölda þátttakenda frá hverju sambandi.

Gist verður í skólastofum að Laugum. Þátttakendur taka með sér svefnpoka eða annan sængurfatnað, en dýnur eru á staðnum. Einnig þarf að taka með sér sundföt og íþróttaföt (fyrir úti- og inniæfingar) og annan staðalbúnað.

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 19. nóvember.  Það er hægt að skrá á Facebook-síðu Samvest eða hjá Arnari Eysteinssyni hjá UDN á netfangið arnare68@gmail.com  eða sími 893-9528. (Það má líka láta Björgu eða Kristínu Höllu vita.)

Sjáumst hress að Laugum!

Framkvæmdaráð SamVest - UDN Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19