Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

27.08.2014 19:20

Bikarkeppni FRÍ, SamVest

Góður árangur SamVest í Bikarkeppninni

Samstarfsverkefnið í frjálsum íþróttum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Ströndum, SamVest, heldur áfram að þróast. Í fyrra sendi SamVest lið í fyrsta skipti í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri en þá tókst ekki að manna þátttakendur í allar keppnisgreinar. Bikarkeppnin í þessum aldurflokki fór fram á Varmá í Mosfellsbæ sl. sunnudag. Að þessu sinni sendi SamVest fullmannað lið og stóð Vesturlandsliðið sig vel, varð í 6. sæti í heildina og komust strákarnir á pall, lentu í 3. sæti með 54 stig. Deildu þeir sæti með HSK og fengu einu stigi meira en FH. Bestum árangri keppenda SamVest náði Jamison Ólafur Johnson HSS sem varð annar í 1500 metra hlaupi og þriðji í kringlukasti. Saga Ólafsdóttir HHF varð önnur í hástökki, Vignir Smári Valbergsson UDN þriðji í spjótkasti og Arnar Smári Bjarnason UMSB þriðji í 100 metra hlaupi. Arnar Smári hljóp á 12,47 sek sem er nýtt héraðsmet í flokki 14 ára og yngri.

 Alls tóku níu lið þátt í Bikarkeppninni og keppendur voru alls 148. Gefið var frá níu stigum niður í eitt stig eftir sætaskipan fyrir hverja grein. Það var a-lið ÍR sem sigraði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri, hlaut samtals 152 stig. Í öðru sæti var sveit FH með 128 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í þriðja sæti með 123,5 stig. FH sigraði í stúlknaflokki en ÍR í piltaflokki. Lið Fjölnis og Aftureldingar varð í öðru sæti i piltaflokki með 59,5 stig og SamVest og HSK þar skammt undan. A-lið ÍR varð í öðru sæti í stúlknaflokki með 73 stig en Fjölnir/Afturelding í því þriðja með 64 stig.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33
Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33