Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

23.06.2014 11:33

Víkingur með sigur á Tindastól

23. júní. 2014
Mossi tryggði Víkingi Ó öll stigin - Vesturlandsliðin jöfn og efst í deildinni

Antonio Jose Espinosa Mossi, leikmaður Víkings í Ólafsvík, skoraði eina mark sinna manna gegn Tindastóli í sigri þeirra á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn. Víkingsmenn hafa verið á góðu skriði í fyrstu deildinni en sömu sögu er ekki að segja af Skagfirðingunum í Tindastóli sem töpuðu síðasta leik 5-0. Leikurinn á laugardaginn var þó töluvert jafnari en búist var við fyrir leik. Bæði lið sýndu mikinn karakter í fyrri hálfleik en ekkert mark var þó skorað. Eina mark leiksins kom í seinni hálfleik þegar Mossi skoraði úr vítaspyrnu á 75. mínútu og nægði það heimaliðinu til sigurs.

Víkingur Ó. komst með sigrinum í efsta sæti fyrstu deildarinnar en situr nú í öðru sæti eftir að Skagamenn unnu Leikni í gær. Einungis markamunur skilur Vesturlandsliðin að því bæði eru með 15 stig. 

Næsti leikur Víkings Ó. er gegn Leikni R. á laugardaginn kl. 14 á Leiknisvellinum í Breiðholtinu.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24