Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

15.06.2014 14:19

Sigur og tap hjá Víking

Í gær sunnudaginn 14 júní fóru Víkingsmenn í Kórinn Kópavogi og mættu þar HK mönnum
4 - 2 tap staðreynd.


HK 4 - 2 Víkingur Ó
1-0 Viktor Unnar Illugason ('33)
2-0 Guðmundur Atli Steinþórsson ('45, víti)
2-1 Antonio Jose Espinosa Mossi ('48)
2-2 Eyþór Helgi Birgisson ('51)
3-2 Atli Valsson ('59)
4-2 Guðmundur Atli Steinþórsson ('66)
Rautt spjald: Tomasz Luba, Víkingur Ó ('63)

Sigur á Þrótti R.

Annan í hvítasunnu tóku Víkingur Ólafsvík  á móti Þrótti Reykjavík í blíðskaparveðri á Ólafsvíkurvelli í 5. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Um var að ræða nokkuð sérstakan leik þar sem heimamenn sem voru að leika sinn fyrsta leik á Ólafsvíkurvelli þetta sumarið sökum þess hve illa völlurinn kom undan vetri eftir mikið svellkal.

Fyrir leikinn höfðu bæði lið nælt sér í 9 stig og því ljóst að þau ætluðu sér stigin þrjú sem voru í boði. Þróttarar biðu ósigur gegn Skagamönnum í umferðinni á undan á meðan Víkingar gerðu góða ferð til Grindavíkur. Leikurinn fór rólega af stað og var mikið jafnræði með liðinum í fyrri hálfleik. Það kom þó ekki í veg fyrir að báðum liðum tókst að skora eitt mark hvor.

Þegar rúmlega stundarfjórðungur var liðinn komust heimamenn yfir með marki frá Alejandro Abarca Lópes. Samuel Hernandez tók innkast á miðjum vallarhelming Þróttara á samlanda sinn Antonio Mossi sem sendi hnitmiðaða sendingu á Alejandro sem skallaði knöttinn framhjá Trausta í marki Þróttar.

Gestirnir létu markið ekki slá sig út af laginu því fjórum mínútum síðar hafði Ingólfur Sigurðsson jafnað metin. Víkingar misstu knöttinn á eigin vallarhelming og í kjölfarið barst boltinn inn í teig til Alexanders Veigars Þórarinssonar sem sendi boltann á Ingólf sem náði skot að marki. Af varnarmanni fór knötturinn framhjá Arnari Darra í marki Víkings sem kom engum vörnum við og staðan 1-1. Þannig var staðan þegar Erlendur Eiríksson ágætur dómari leiksins flautaði til leikhlés.

Seinni hálfleikur var öllu fjörlegri en sá fyrri þó liðunum hafi ekki tekist að skapa sér afgerandi marktækifæri. Heimamenn sóttu í sig veðrið þegar á leið og náðu góðri pressu á köflum á meðan gestirnir freistuðu þess að verja stigið og beita skyndisóknum.

Pressa heimamanna bar árangur á 83. mínútu þegar Alfreð Már Hjaltalín skoraði sigurmark leiksins eftir snarpa sókn Víkings. Í aðdragandanum myndaðist mikið klafs í teig gestanna eftir fyrirgjöf og boltinn barst til Steinars Más Ragnarssonar sem framlengdi knöttinn á Alfreð sem kom honum framhjá Trausta í markinu. Þróttarar gáfust þó ekki upp og voru ekki langt frá því að jafna metin í uppbótartíma eftir að hafa tekið snögga aukaspyrnu. Úr varð ágætis færi en skot Þróttara fór af Emir Dokara og rétt framhjá stönginni á marki Víkings.

Víkingar tryggðu sér þrjú dýrmæt stig í toppbaráttu deildarinnar og fara með sigrinum í 2. sæti með 12 stig. Þróttarar fylgja fast á eftir og eru sæti neðar með 9 stig.

Alfreð vs Þróttur 2014


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16