Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

15.06.2014 15:58

Hildur Björg og Hildur Sigurðar saman í landsliðinu

Búið er að velja endanlegan 12 leikmanna landsliðshóp kvenna sem mun keppa í Evrópukeppni smáþjóða  í Austurríki seinnipart júlímánaðar.  Tveir leikmenn koma úr hópi Íslandsmeistara Snæfells, þær Hildur Sigurðardóttir sem er jafnframt leikreyndasti leikmaður landsliðsins með 73 landsleiki og Hildur Björg Kjartansdóttir sem er að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu komin með 3 landsleiki.  Áður en að Evrópukeppninni kemur mun landsliðið leika tvo æfingaleiki við Dani og mun annar þeirra leikja fara fram hér í Stykkishólmi fimmtudaginn 10.júlí.  Það er því til einhvers að hlakka fyrir körfuboltaáhugafólk og væntanlega mun Hildur Björg leika þar sinn síðasta leik á heimavellinum einhvern tíma því hún mun svo halda til Bandaríkjanna til náms nú í haust.  Það má geta þess líka að þær nöfnurnar eru ekki einu Hómararnir í landsliðinu því Gunnhildur Gunnarsdóttir var einnig valin í landsliðshópinn og ekki amalegur árangur það hjá Snæfelli að eiga þrjá leikmenn sem koma úr uppeldisstarfi félagsins í tólf manna landsliðshópi. Reyndar var ein í viðbót úr Snæfelli í 16 manna landsliðshópnum því þar var Helga Hjördís Björgvinsdóttir einnig en hún komst ekki í lokahópinn.

Landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:  (félagslið og fjöldi landsleikja, leikstaða og hæð fyrir aftan)

Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík · 23 · Framherji 178 cm
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Haukar · 7 · Bakvörður 174 cm
Helena Sverrisdóttir · DVTK Miskolc · 45 · Bakvörður 184 cm
Hildur Björg Kjartansdóttir · Snæfell · 3 · Framherji 184 cm
Hildur Sigurðardóttir · Snæfell · 73 · Bakvörður 170 cm
Kristrún Sigurjónsdóttir · Valur · 28 · Framherji 176 cm
Margrét Rósa Hálfdánardóttir · Haukar · Nýliði · Bakvörður 177 cm
María Ben Erlingsdóttir · Grindavík · 37 · Miðherji 184 cm
Marín Laufey Davíðsdóttir · Hamar · Nýliði · Miðherji 180 cm
Pálína Gunnlaugsdóttir · Grindavík · 22 · Bakvörður 167 cm
Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Valur · 17 · Miðherji 186 cm
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · KR · 24 · Framherji 178 cm

Nánar má sjá um landsliðið á vef KKÍ.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52