Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

09.06.2014 11:20

Sjómannadagsmót Skotgrundar

Sjómannadagsmótið

Sjómannadagsmót Skotgrundar fór fram fimmtudaginn 29 maí á skotæfingasvæði félagsins.  Þetta er í annað skipti sem þetta mót er haldið og eru skipuleggjendur mótsins hæstánægðir með hvað mætingin var góð.  Mótið var þannig sett upp að keppt var um bestan árangur einstaklinga ásamt því að sjómenn lögðu sín stig saman gegn stigum landsliðsins.  Landsliðið sigraði að þessu sinni og er staðan því jöfn í einvíginu, en sjómenn unnu á síðasta ári.  

 

Einstaklingskeppnin var mjög spennandi en Unnsteinn Guðmundsson hafnaði í fyrsta sæti og tók Karl Jóhann Jóhannsson annað sætið.  Gunnar Ásgeirsson og Eymar Eyjólfsson voru svo jafnir í þriðja sæti, en þar sem Gunnar fékk fleiri stig fyrir "dobblin" fékk hann bronsið.  Þess má þó geta að Eymar var að skjóta með pumpu og er árangur hans undraverður ef það sé tekið til greina.

 

Heilt á litið þá var þetta vel heppnað mót og hin mesta skemmtun.  Að móti loknu var svo slegið á létta strengi og brugðið á leik.  Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í mótinu eða komu að því á annan hátt fyrir skemmtilega kvöldstund.

 

Búið er að setja inn myndir frá mótinu og er hægt að sjá þær hér.

 

 
 
Skrifað af JP

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24