Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

02.06.2014 10:38

Einhvað við allra hæfi á Húsavík

Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi

Húsavík 2014

Séð yfir íþróttasvæðið á Húsavík.

4. Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Húsavík dagana 20.-22. júní nk. Undirbúningur fyrir mótið er búinn að standa lengi yfir en aðstæður allar til mótshaldsins eru til fyrirmyndar.

,,Það var mikill metnaður af okkar hálfu að fá þetta mót en héraðssambandið stendur á tímamótum á þessu ári þegar það heldur upp á 100 ára afmæli," sagði Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ. Jóhanna sagði héraðssambandið vel í stakk búið að taka þetta mót að sér og aðstæður með ágætum og boðið upp á fjölmargar greinar þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

,,Horft væri mikið til heilsueflingar í tengslum við mótið svo þetta verður um leið íþrótta- og heilsuhátíð sem móthaldarar telji að skipti miklu máli. Landsmót UMFÍ 50+ snýst fyrst og fremst um að fá fólk til að koma saman, hreyfa sig og eiga góða stund saman. Þetta verkefni er jákvætt í alla staði. Við finnum fyrir miklum meðbyr í héraðinu öllu og jákvæðni hvert sem litið er. Mót sem þetta gerir ekkert annað en auka samstöðu á meðal fólks. Við erum tilbúin að taka á móti fólki og ætlum að vanda okkur við það," sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10