Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

17.05.2014 23:20

Jökulmílan, hjólreiðakeppni

JÖKULMÍLAN

Aldarskeið - Century Ride

Grundarfjordur smallJökulmílan er einn af lengstu hjólreiðaviðburðum sem eru skipulagður árlega á Íslandi.  Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur. Jökulmílan er því "Aldarskeið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða víða um heim.  Eins og tíðkast með slíka viðburði, viljum við skipuleggjendur Jökulmílunna höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna.  Við skorum á þig að reyna Jökulmíluna á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt.

Jökulmílan hefst og endar í Grundarfirði og er hringurinn um hið fagra Snæfellsnes hjólaður rangsælis. Fyrir þá sem vilja í fyrstu prófa styttri vegalengd verður jafnframt boðið uppá Hálfa-Jökulmílu, sem er um 74 km og hefst á Búðum og endar í Grundarfirði.

Ræsing frá Grundarfirði 14. júní 2014

  • Forræsing kl. 9:00 fyrir náttúruunnendur á tandem-, fjalla- og götuhjólum
  • Hópræsing kl. 11:00 fyrir keppnisflokk á götuhjólum

 

Hvíldar- og drykkjarstöðvar á leiðinni

Skipulagðar drykkjarstöðvar á vegum mótshaldara eru við Kothraun (eftir 52 km), Búðir (eftir 87 km) og á Vegamótum (eftir 124 km). Þar verður boðið uppá orkudrykki og meðlæti sem auðvelda mun þátttakendum að klára hringinn. Handhægar salernisaðstöður á leiðinni eru við Hellissand og á Vegamótum. Örlítill krókur er niður að þjónustumiðstöð við Arnarstapa. Er það annars ekki notaleg tilhugsun fyrir þá sem eru ekki að flýta sér um of, að stoppa á Arnarstapa og fá sér kaffisopa?

Tímamörk og fyrir þá sem ekki ná að klára

Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu á Aldarskeiðum (sjá wiki síðu)  þá er endamarki lokað 12 tímum eftir ræsingu. Mótshaldarar munu því taka á móti þátttakendum allt fram til kl. 21:00 við endamarkið í Grundarfirði. Öllum þátttakendum Jökulmílunnar og Hálfrar Jökulmílu er gert að hafa með sér farsíma til að hafa uppá mótshöldurum komi eitthvað óvænt uppá og er þess valdandi að viðkomandi nái ekki endamarki.

Verðlaun

  • Gull, silfur og brons verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki
  • Viðurkenningaskjal með staðfestum tíma mótshaldara
  • Kjötsúpa

 

Skráning í Jökulmíluna

 

Jökulmílan sem path skrá (.kmz) fyrir Google Earth GoogleEarth_Icon

Jökulmílan á bikemap.net

Jokulmila kort og profill

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50