Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

14.05.2014 20:56

Snæfellingar hlaðnir viðurkenningum


Snæfellingar verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Snæfellingar verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Lokahóf KKÍ fór fram í gær og voru einstaklingar verðlaunaðir að vanda. Okkar fólk var í sviðsljósinu enda stelpurnar okkar Íslandsmeistarar og líklegar til afreka á lokahófi.

Hildur Sigurðardóttir var valin besti leikmaður Domino's deild kvenna, Hildur átti frábært tímabil og hefur sjaldan spilað jafn ve og í ár. Hildur Björg Kjartansdóttir fékk einnig atkvæði í vali á besta leikmanni Domino's deild kvenna, glæsilegt hjá þeim báðum.

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var valin besti varnarmaður Domino's deild kvenna, hún hræddi líftóruna úr öllum sínum andstæðingum í vetur og spilaði frábærlega á tímabilinu.

Ingi Þór Steinþórsson var valinn besti þjálfari í Domino's deild kvenna, það þarf varla að fara yfir þetta ótrúlega tímabil hjá honum. Liðið tapar 3 leikjum í deild, kemst í úrslitaleik bikarsins og vinnur Hauka 3-0 í úrslitum Domino's deildar kvenna. Frábært tímabil hjá þessum magnaða þjálfara sem við eigum.

Chynna Unique Brown fékk atkvæði sem besti útlendingur Domino's deild kvenna, Lele Hardy var valin besti útlendingurinn.

Sigurður Ágúst Þorvaldsson fékk atkvæði sem besti leikmaður Domino's deildar karla - Siggi átti virkilega gott tímabil í vetur og var að öðrum ólöstuðum besti maður karlaliðs Snæfells.

Að lokum var valið í úrvalslið Domino's deildar kvenna og áttum við þrjár stelpur í því liði. Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skipuðu liðið ásamt Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur (KR) og Bryndísi Guðmundsdóttur (Keflavík).

Eins og við sjáum þá endurspeglar þetta frábært tímabil hjá Snæfell. Heimasíða Snæfells óskar öllum þeim sem tóku þátt í þessu frábæra tímabili til hamingju og þá sérstaklega vinningshöfum á lokahófi KKÍ.
Hér fyrir neðan má sjá valið í heild sinni.

Úrvalslið 2013-14 Domino´s deild kvenna
Hildur Sigurðardóttir Snæfell
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfell
Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfell
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir KR
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík

Snæfellingar verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Lokahóf KKÍ fór fram í gær og voru einstaklingar verðlaunaðir að vanda. Okkar fólk var í sviðsljósinu enda stelpurnar okkar Íslandsmeistarar og líklegar til afreka á lokahófi.

Hildur Sigurðardóttir var valin besti leikmaður Domino's deild kvenna, Hildur átti frábært tímabil og hefur sjaldan spilað jafn ve og í ár. Hildur Björg Kjartansdóttir fékk einnig atkvæði í vali á besta leikmanni Domino's deild kvenna, glæsilegt hjá þeim báðum.

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var valin besti varnarmaður Domino's deild kvenna, hún hræddi líftóruna úr öllum sínum andstæðingum í vetur og spilaði frábærlega á tímabilinu.

Ingi Þór Steinþórsson var valinn besti þjálfari í Domino's deild kvenna, það þarf varla að fara yfir þetta ótrúlega tímabil hjá honum. Liðið tapar 3 leikjum í deild, kemst í úrslitaleik bikarsins og vinnur Hauka 3-0 í úrslitum Domino's deildar kvenna. Frábært tímabil hjá þessum magnaða þjálfara sem við eigum.

Chynna Unique Brown fékk atkvæði sem besti útlendingur Domino's deild kvenna, Lele Hardy var valin besti útlendingurinn.

Sigurður Ágúst Þorvaldsson fékk atkvæði sem besti leikmaður Domino's deildar karla - Siggi átti virkilega gott tímabil í vetur og var að öðrum ólöstuðum besti maður karlaliðs Snæfells.

Að lokum var valið í úrvalslið Domino's deildar kvenna og áttum við þrjár stelpur í því liði. Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skipuðu liðið ásamt Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur (KR) og Bryndísi Guðmundsdóttur (Keflavík).

Eins og við sjáum þá endurspeglar þetta frábært tímabil hjá Snæfell. Heimasíða Snæfells óskar öllum þeim sem tóku þátt í þessu frábæra tímabili til hamingju og þá sérstaklega vinningshöfum á lokahófi KKÍ.
Hér fyrir neðan má sjá valið í heild sinni.

Úrvalslið 2013-14 Domino´s deild kvenna
Hildur Sigurðardóttir Snæfell
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfell
Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfell
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir KR
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík

- See more at: http://snaefell.is/?p=4653#sthash.NZdYWQKv.dpuf

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16