Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

31.03.2014 09:14

UMFG byrjar vel í Lengjubikarnum

KB-Grundarfjörður

Við mættum KB í fyrsta leik okkar í Lengjubikar KSÍ þetta árið. Það voru 13 leikmenn á skýrslu í Breiðholtinu þetta kvöld en leikurinn fór fram á Leiknisvellinum. Dómarinn var rétt búinn að flauta leikinn á þegar að við vorum lentir 1-0 undir. Við fengum á okkur aukaspyrnu við vinstra vítateigshornið þar sem að leikmaður KB átti flotta fyrirgjöf sem endaði í markinu. Eftir þetta spíttum við aðeins í og uppskárum mark á 11 mínútu þegar að Ragnar Smári jafnaði leikinn af harðfylgi eftir góða fyrirgjöf frá Heimi frænda sínum af hægri vængnum. Kiddi Hjartar kom okkur svo í 1-2 forystu þegar að hann slapp einn innfyrir vörnina á 39 mínútu og afgreiddi færið af yfirvegun eins og honum einum er lagið. Þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik jöfnuðu svo heimamenn í KB á 50 mínútu. En Aron Baldurs tók svo aftur forystuna fyrir okkur með frábærum skalla aðeins 5 mínútum síðar og staðan orðin 2-3 eftir fjöruga byrjun. Eftir þetta pressuðu heimamenn hvað þeir gátu til að freista þess að jafna metin en við vörðumst af krafti og fengum nokkur góð færi úr skyndisóknum. Vörnin náði að halda út leikinn og því var sigurinn staðreynd.

Liðið leit þokkalega út í þessum leik þó svo að formið sé ekki upp á marga fiska. Nú er bara að bæta í og mæta sprækir í næsta leik sem verður laugardaginn 5. apríl kl 16:00 á Leiknisvelli gegn Álftanesi.
Skrifað af UMFG

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32