Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.03.2014 11:11

Deildarkeppni lokið og úrslitakeppnin framundan


Frábærri deildarkeppni lokið! Úrslitin taka við!
Frábærri deildarkeppni lokið! Úrslitin taka við!

Til að byrja með þá endilega lesið grein Berglindar Gunnarsdóttur, verðugt umhugsunarefni og umræða. Maður verður jú að spyrja sig, er ekki alveg sama hvaða körfubolti er spilaður, karla eða kvenna og mikilvægið jafn mikilvægt? Þetta er jú allt körfubolti og við elskum hann öll sama hvort það er men-power eða girl-power. Hyllum okkar fólk í hvívetna sama af hvaða aldri og kyni, þá er þetta svo mikið skemmtilegra.

Deildarmeistarar Snæfells fengu Keflavík í heimsókn, sem voru án Bryndísar Guðmundsdóttur, í síðasta leik Dominosdeildar kvenna og stóðu heimastúlkur undir nafni og sigruðu sinn sextánda leik í röð 72-60 og kláruðu deildina með 50 stig.

Leikurinn var bitlaus á köflum og tilþrifalítill með þó ágætis sprettum beggja liða. Snæfellsstúlkurnar komust í upphafi í 10-4 og virkuðu ansi liprar og voru fastar fyrir í vörninni en í fráköstum höfðu þær yfirburði í fyrsta hluta 17 gegn 3 frá Keflavík. Snæfell var yfir 17-16 eftir fyrsta hluta en hittu afleitlega úr opnum skotum þrátt og Keflavík sótti á þær undir lokin.

Frákastabaráttan var bara djók, 36 fráköst Snæfells gegn 12 Keflavíkur í hálfleik, miðað við hve illa Snæfell nýttu sér yfirburðina og voru að drattast þetta í sóknum sínum og morgunljóst að pýridoxinhýdróklóríð nýttist í fráköstum en ekki sókn hjá þeim. Þær héldu þó forystu nokkuð örugglega en staðan var 27-22 í hátt í þrjár mínútur, seinni hluta annars fjórðungs og mikið um hlaup beggja liða fram og til baka með tilheyrandi vöfflum og veltu. Keflavík braut þá ísinn 27-24 en Snæfell gaf þá í og voru yfir í hálfleik 33-26.

Hildur Björg var afgerandi á vellinum af þokkalegri heild Snæfells með 11 stig og 11 fráköst í hálfleik. Bríet Sif var komin með 6 stig fyrir Keflavík.

Snæfellsstúlkur höfðu tögl og haldir tilþrifalaust yfir þriðja hluta og komu sér þægilega í bílstjórasætið eftir þriðja hluta 56-45.

Leikurinn var orðinn nokkuð ráðin þegar Alda Leif smellti sínum öðrum þrist og staðan orðin 62-45. Kelfavík ógnaði aldrei eftir það en áttu góða spretti og sem dæmi má nefna Emelíu Ósk sem skoraði körfu eftir gegnumbrot og fékk villu að auki. Hún hitti ekki úr vítinu en tók frákastið og skoraði. Já fjögur stig steinláu þar hjá dömunni og hugsanlega tilþrif leiksins. Ekki þarf að fjölyrða frekar um leikinn sem fór 72-60 fyrir Snæfell og fólk farið að bíða eftir úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn 15. Mars.

KL 15:00

Snæfell - Valur

Stykkishólmur

KL 16:00

Haukar - Keflavík

Schenkerhöllin

Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 20/12 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15/5 fráköst, Chynna Unique Brown 10/9 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 8, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 6/9 fráköst/11 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/6 fráköst/ 4 stolnir, Rebakka Rán 0, Aníta Rún 0, Edda Bára 0.

Keflavík: Diamber Johnson 12, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Sandra Lind Þrastardóttir 8/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7, Telma Lind Ásgeirsdóttir 7/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 7, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Írena Sól Jónsdóttir 2. Lovísa Falsdóttir 0.

Góða skemmtun í úrslitakeppninni.

Tölfræði leiksins

Símon B. Hjaltalín

- See more at: http://snaefell.is/?p=3471#sthash.mz2LQyZD.dpuf

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06