Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

09.03.2014 15:32

Firmakeppni og Herrakvöld Víkings

Það var mikið um dýrðir um liðna helgi þegar Firmakeppni Víkings var leikin í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Um kvöldið var svo hið árlega Herrakvöld haldið á Hótel Ólafsvík í 11 skiptið.

IMG_1407

Í firmakeppninni fór lið Ragnars og Ásgeirs með sigur af hólmi eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Fiskmarkaði Íslands sem endaði 3-1 fyrir Grundarana. Í leiknum um þriðja sætið sigruðu landkrabbarnir í Deloitte skipverja Guðmundar Jenssonar með fjórum mörkum gegn einu.  Hér fyrir neðan má svo sjá lokastöðu mótsins og úrslitin í riðlakeppninni.

Firmakeppni úrslit - Riðlar

7. sæti | Steinunn SH - Bylgjan (1-2)

5. sæti | Saxhamar - Blómsturvellir (1-5)

3. sæti | Deloitte - Guðmundur SH -717 (4-1)

1. sæti | Ragnar & Ásgeir - Fiskmarkaður Íslands (3-1)

Lokastaða:

1. Ragnar og Ásgeir

2. FMÍ

3. Deloitte

4. Guðmundur Jensson

5. Blómsturvellir

6. Saxhamar

7.  Bylgjan

8.  Steinunn

Herrakvöld Víkings var svo haldið í 11 skiptið með pomp og prakt þar sem Jóhannes Kristjánsson sá um veislustjórn og fórst það verk vel af hendi. Sigfús Almarsson sá um að reiða fram glæsilegt fiskihlaðborð ásamt aðstoðarmönnum sínum og þótti það takast einkar vel. Jónas Gestur Jónasson formaður Víkings hélt tölu og þá fór ræðumaður kvöldsins Bárður H. Tryggvason á kostum með skemmtilegum sögum og skrítlum.

Dregið var í leikmannahappadrætti Víkings og í ljósi þess að allir miðar seldust voru 1000 miðar í pottinum þegar drátturinn fór fram. Það kom í hönd leikmannana Brynjar Kristmundssonar og Eyþórs Helga Birgissonar að draga vinningsnúmerin 27 og ljóst að heppnir þátttakendur munu gleðjast þegar þeir sjá númerin sín á skjánum. Sjá vinningsnúmer hér.

Að endingu fór hið árlega uppboð fram við góðar undirtektir viðstaddra þar sem fjöldinn allur af treyjum, málverkum og myndum voru boðin upp. Það er við hæfi að þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd Herrakvöldsins sem var líkt og undanfarin ár félaginu og þeim sem að því standa til mikils sóma.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15