Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

04.02.2014 10:32

Snæfell í úrslitaleikinnÞað voru Snæfellsstúlkur sem fengu heimaleik gegn KR-stúlkum í undanúrslitum Poweradbikarsins. Þessi lið hafa verið að spila jafna leiki, spennandi og fyrirfram búist við hörkuleik því spilað var uppá miða í stórleikinn í Laugardalshöll 22. febrúar nk. Og það á ekki að þurfa að gíra leikmenn upp fyrir slíka viðburði.

Leikurinn hófst með látum en Snæfell komust strax í 13-4 en eftir að hafa verið 6-4 yfir setti Helga Hjördís sniðskot og þrist og heimastúlkur voru að spila sterka vörn og taka góð varnarfráköst eftir slök skot KR, Snæfell var einnig að taka mikilvæg sóknarfráköst. KR reyndi að pressa eftir skoraða körfu komust nær 16-12 en Snæfell leystu það þokkalega og Eva Margrét smellti þrist þegar mest á reyndi og KR voru að sækja í sig veðrið, 19-12 fyrir Snæfell. Staðan eftir fyrsta hluta 22-12 fyrir Snæfell sem var að stjórna leiknum.

  Um miðjan fjórða hluta var staðan 69-55 fyrir Snæfell og leikar fóru harðnandi. KR hittu ekki vel og flestir boltar hrukku til heimastúlkna sem voru að nýta sér það og komust í 75-55 og voru vel einbeittar í að klára þetta og ekki missa niður forskotið líkt og í síðasta leik gegn KR. Ebone Henry fór útaf eftir óíþróttamannslega villu þegar um 2:30 voru eftir og Snæfell 77-57 yfir. Snæfell tóku 19 sóknarfráköst eins og engin væri morgundagurinn og uppskáru annan séns trekk í trekk. Það var ekkert eftir á tank KR sem urðu að játa sig sigraðar og áttu einfaldlega engin svör í dag. Rebekka Rán Karlsdóttir rak svo síðasta naglan í leikinn með svakalegri flautukörfu og Snæfell sigraði sannfærandi 88-61 og fara í Laugardalshölllina 22. febrúar nk.

 

Snæfellstúlkur voru með 52 fráköst gegn 37 frá KR og 6 leikmenn Snæfells skiluðu yfir 10 stigum og allt liðið 114 í framlag gegn 59 frá KR.

Snæfell: Chynna Brown 27/9 frák/7 stoðs/3 stolnir. Hildur Björg 15/11 frák. Helga Hjördís 12/7 frák. Hildur Sigurðardóttir 11/6 frák/6 stoðs. Guðrún Gróa 10/8 frák/5 stoðs/6 stolnir. Eva Margrét 10/3 frák. Rebekka Rán 3. Hugrún Eva 0. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0. Edda Bára 0.

 KR: Bergþór Holton 18/7 frák. Ebone Henry 17/4 frák/5 stoðs. Sigrún Sjöfn 6/7 frák/4 stoðs. Helga Einarsdóttir 6/8 frák. Björg Guðrún 6. Rannveig Ólafsdóttir 6. Sara Mjöll 2. Þorbjörg Andrea 0. Kristbjörg Pálsdóttir 0. Anna María 0. Ragnhildur Kristinsdóttir 0. Sólrún Sæmundsdóttir 0.

 

Símon B Hjaltalín.


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16