Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.01.2014 09:13

Naumur sigur á KR

22.01.2014 22:39 nonni@karfan.is
 
Snæfell KR mættust í Hólminum í kvöld og hafa mæst tvívegis í vetur og hafa bæði lið haft sigur á útivelli. Fyrri leikurinn í DHL fór 57-80 fyrir Snæfelli og í Hólminum sigruðu KR stúlkur 60-64. Í upphafi leiks lék Snæfell sterka vörn en skiluðu sóknum sínum illa og hittni slök. Fyrstu þrjár mínútur leiksins var staðan 3-0 fyrir Snæfell. KR lét buga sig í sóknum sínum og töpuðu boltum. Snæfell fór undir miðjan fyrsta fjórðung að láta meira til sín taka í nýtingu. Björg Guðrún skellti niður þrist á kunnuglegum slóðum fyrir KR og þær héldu í við Snæfell 10-7. Snæfell leiddi eftir 16-11 eftir fyrsta hluta.
 
 
 
KR var að tapa boltanum illa, komnar með 10 slíka í upphafi annars hluta, og Snæfell gekk hratt á lagið 9-0, komust strax í 22-11 og svo 25-11. Heimastúlkur voru einnig að taka meirihluta frákasta sem í boði voru og KR náði varla að setja upp sóknir sínar almennilega og voru einungis með um 16% nýtingu 3 af 19 í tvistum. Snæfellingar keyrðu á KR og náðu 14 stig forskoti 34-20 þegar leið á fyrri hálfleikinn og Eva Margrét hafði smellt niður tveimur þristum sjóðheit og kom með kraft í leik Snæfells þó lítinn kraft þyrfti í gríðarsterka vörnina með Guðrúnu Gróu í frákastaham. Staðan í hálfleik 37-25.
 
 
Hjá Snæfelli var Chynna Brown komin með 14 stig og 5 fráköst og Hildur Björg þar næst með 8 stig. Hjá KR voru Ebone Henry og Sigrún Sjöfn með 7 stig hvor og Björg Guðrún næst með 6 stig.
 
 
Björg Guðrún skellti sínum þriðja þrist og reyndi að halda sínum stúlkum við efnið 43-32 og batamerki virtust á leik KR. Þær fóru að berjast betur í fráköstum og róa sig í sóknum á meðan Snæfell slakaði á taumnum verulega miðað við fyrri hálfleik. KR stúlkur höfðu saxað á 45-38 og Snæfellsstúlkur farnar að tapa boltum klaufalega. Snæfell réttu eilítið úr kútnum og leiddu eftir þriðja hluta 49-40.
 
 
Snæfell byrjaði 53-40 í fjórða hluta en KR héldu sig ekki fjarri 56-46 með góðu framlagi frá Sigrúnu Sjöfn t.a.m. og fljótt var munurinn ekki nema 4 stig 58-54 og svo 62-60 þegar tvær mínútur voru eftir. Spennan var allveruleg síðustu mínútuna þegar Helga Einars náði skoti niður og brotið var á henni og KR komst yfir í fyrsta skipti í leiknum 64-65 og voru það þegar 26 sekúndur voru eftir. Hildur Sigurðardóttir jafnaði á línunni 65-65 með 18 sek á klukkunni. Snæfell fékk vítaskot þegar 0.7 sek voru eftir með broti Sigrúnar Sjafnar og Hildur Sigurðardóttir setti bæði niður 67-65 og KR náðu ekki að gera sér mat úr þeim litla tíma sem var eftir og Snæfell styrkir stöðu sína á toppnum með naumasta sigri sem maður hefur séð lengi.
 
 
Mikil reikistefna var við ritaraborðið þar sem þeir Yngvi og Gunnar þjálfarar KR voru ósáttir en innkast KR var endurtekið með 0.7 sek á klukkunni en boltinn fór í hendur Snæfells. KR menn fóru þá í heilmiklar rökræður við dómara leiksins þá Halldór Geir og Rögnvald sem voru heilt yfir fínir.
 
Enginn sveifluolnbogi var þó hjá leikmönnum í leiknum þrátt fyrir að grænt ljós hafi nú verið gefið á slíkar sveiflur.
 
 
Snæfell: Chynna Brown 24/9 frák/4 stolnir. Hildur Björg 12/12 frák. Hildur Sigurðardóttir 9/4 frák/7 Stoðs. Guðrún Gróa 9/12 frák/5 stoðs. Eva Margrét 8/4 frák. Helga Hjördís 3/7 frák. Hugrún Eva 2. Edda Bára 0. Rebekka Rán 0. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0.
 
KR: Sigrún Sjöfn 19/11 frák/4 stoðs/7 stolnir. Ebone Henry 17/13 frák/6 stoðs/ 5 stolnir. Björg Guðrún 11. Bergþóra Holton 11/4 frák. Helga Einarsdóttir 5. Sara Mjöll 2. Kristbjörg Pálsdóttir 0. Anna María 0. Ragnhildur Arna 0. Rannveig Ólafsdóttir 0. Sólrún Sæmundsdóttir 0.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32