Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.01.2014 19:15

Víkingur náðu ekki að halda titlinum

Futsal. Víkingur Ó - Fjölnir 5-9.

12. janúar 2014

Í gærkveldi léku lið Víkings Ó og Fjölnis í undanúrslitum Futsal mótsins. Víkingur Ó sem er ríkjandi Íslandsmeistari í keppninni varð á játa sig sigraðan í þessum leik og þess vegna verða krýndir nýjir Íslandsmeistarar fyrir árið 2014. Það verða lið Fylkis og Fjölnis sem munu spila úrslitaleikinn og annað þeirra mun hampa titlinum og taka þátt í Evrópukeppninni. Það var ekkert annað en ánægja og gleði fyrir Víking Ó af hafa unnið titilinn í fyrra. Þátttaka í Evrópukeppninni var mögnuð upplifun fyrir stuðningsmenn Víkings Ó og bæjarbúa, þar sem riðillinn var haldinn í Ólafsvík. Víking Ó tókst að gera sér þó nokkrar tekjur útúr þessu með sölu auglýsinga og UEFA styrkti félagið.

Leikurinn í gær gegn Fjölni var jafn og spennandi langtímum saman. Liðin skiptust á að leiða og það var ekki fyrr en langt var liðið á leikinn að Fjölnir seig framúr og kláraði leikinn. Markvörður Fjölnis Steinar Örn gjörsamlega lokaði markinu hjá þeim í seinni hálfleik og má segja að hann hafi örugglega varið yfir 20 skot bara í seinni hálfleiknum. Víkingur Ó sem lék án Tomasz Luba sem var í leikbanni lék alls ekkert illa og skiptust þeir Jón Haukur Hilmarsson og Vignir Snær Stefánsson að verja markið í hvorum hálfleik og stóðu sig báðir vel. Vignir Snær sem er útispilari kom skemmtilega á óvart annan leikinn í röð með flottri markvörslu. Tók meðal annars tvö víti. Fljótlega í seinni hálfleiknum lentu leikmenn Víkings Ó í villuvandræðum og voru fljótlega komnir með 5 villur á sig gegn einni hjá Fjölni og þegar lítið er skorað er hvert mark svo dýrmætt og þess vegna urðu þeir að passa sig á því að brjóta ekki á leikmönnum Fjölnis. Þessi vitneskja truflaði þá aðeins.

Leikurinn þróaðist svona:

1-0  Heimir Þór Ásgeirsson

1-1 Nr. 7 hjá Fjölni

1-2 Nr. 28 hjá Fjölni

2-2 Steinar Már Ragnarsson

2-3 Nr. 11 hjá Fjölni

3-3 Dominik Bajda

4-3 Eyþór Helgi Birgisson

4-4 Nr. 29 hjá Fjölni

5-4 Eyþór Helgi Birgisson

Hálfleikur

5-5 Nr. 11 hjá Fjölni

Vignir Snær Stefánsson ver víti

5-6 Nr. 28 hjá Fjölni

5-7 Nr. 9 hjá Fjölni

5-8 Nr. 4 hjá Fjölni sem er Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsosn

Vignir Snær Stefánsson ver víti

5-9 Nr. 28 hjá Fjölni

Leik lokið.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52