Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.01.2014 19:12

Snæfellsstúlkur öruggar á toppnum

Heimasigur á Hamri

 

Snæfellsstúlkur sem fengu Hamarsstúlkur í heimsókn í dag, hafa verið á siglingu og verma toppsætið. Hamar aftur á móti í 6. sæti og eru að heyja harða baráttu við að ná í 4. sætið áður en yfir lýkur fyrir úrslitakeppni.Jafnræði var með liðunum í fyrsta hluta og var staðan 9-5 eftir að Hildur Sigurðardóttir setti þrist en Di´Amber Johnson setti næstu 5 stig fyrir Hamar, snéri þessu við 9-10 og var sjálf komin með 8 stig. Nokkuð var um slakar sóknir og nýtingu en varnir liðanna þokkalegar. Liðin fóru villulaus úr fyrsta fjórðung sem maður veit ekki hvort skrifist á áhugalausa dómgæslu eða penann varnaleik og staðan 14-15 fyrir Hamar.

Fyrsta villa leiksins leit dagsins ljós eftir 14 mínútna leik en liðin háðu spennandi rimmu og staðan um miðjan annan leikhluta var 20-19. Leikurinn var ekkert augnayndi og á köflum þungt spilaður og silaðist áfram og lítill broddur í sóknarleiknum sérstaklega og  hjá báðum liðum. Hamarsstúlkur lögðu sig vel fram í eliknum en það var á síðustu mínútum fyrri hálfleiks að Snæfell braut sig frá þeim með 15-0 kafla 31-19 með Hildi Björg og Chynna fremstar.

Staðan í hálfleik 33-24 fyrir Snæfell og hjá þeim voru Hildur Björg komin með 10 stig og Chynna Brown 9 stig. Í liði Hamars var Di´Amber komin með 13 stig og Íris Ásgeirsdóttir var að spila af góðum krafti með 7 stig.

Hamarsstúlkur þreyttust og voru skrefinu á eftir Snæfelli í varnarleiknum sínum þegar heimastúlkur tóku varnarfráköstin og geystust í sóknir sínar í upphafi þriðja hluta og staðan fljótt 44-26. Gestirnir tóku leikhlé til að stilla strengi sína og náðu aðeins að saxa á 48-36. Heimastúlkur áttu nokkuð eftir á bensíntanknum og staðan 52-36 fyrir fjórða fjórðung.

Hamarsstúlkur áttu nokkur góð stopp í vörninni og sigu nær Snæfelli 56-47 þar sem  Fanney Lind hitti vel. Hildur Sigurðardóttir fullkomnaði þrennuna sína með þrist tvo metra fyrir utan á lokaflauti sóknarklukku, 11 stig, 11 frák og 10 stoðs. Fjórði hluti gekk hratt fyrir sig og heilt yfir leikinn var lítið flautað og framlag dómarana svona la la.

Þrátt fyrir að vera nokkuð frá sínu besta og eiga sinn annan slaka leik og gerðu lítið meira en sá kafli sem gaf þeim forskotið í leiknum þá gerðu heimastúlkur það sem þurfti og kláraði leikinn sannfærandi 71-58.

Snæfell: Chynna Brown 23/8 frák. Hildur Björg 18/11 frák. Hildur Sigurðardóttir 12/12 frák/13 stoðs. Guðrún Gróa 8/8 frák/4 stoðs/4 stolnir. Helga Hjördís 3/4 frák. Rebekka Rán 3. Hugrún Eva 2/4 frák. Aníta Rún 2. Edda Bára 0. Eva Margrét 0.

Hamar: Di´Amber Johnson 21/5 frák/4 stolnir. Fanney Lind 17/7 frák. Íris Ásgeirssóttir 14/4 frák. Sóley Guðgeirsdóttir 4/11 frák. Kristrún Rut 2. Regína Ösp 0. Hafdís Ellertsdóttir 0. Jenný Harðardóttir 0. Jóna Sigríður 0. Helga Vala 0. Katrín Eik 0.

Símon B. Hjaltalín.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52