Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

07.01.2014 20:35

Snæfellsstúlkur með góðan sigur á Grindarvík

05.01.2014 11:37 nonni@karfan.is
Stelpurnar í Snæfell sigruðu Grindavík í gær 97-83 með fínum leik þar sem liðið var keyrt áfram af fyrirliðanum Hildi Sigurðardóttur. Hildur var stigahæst með 27 stig og 11 stoðsendingar, en þrír leikmenn Snæfells voru með tvöfalda tvennu, Hildur Björg Kjartans 21 stig og 11 fráköst og Guðrún Gróa 10 stig og 13 fráköst. Hjá Grindavík var nýji erlendi leikmaður þeirra Bianca Lutley var atkvæðamest með 29 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
 
Byrjunarlið Snæfells: Hildur Sigurðardóttir, Chynna Brown, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir.
 
Byrjunarlið Grindavíkur: Ingibjörg Jakobsdóttir, Marín Rós Karlsdóttir, Bianca Lutley, Helga Rut Hallgrímsdóttir og María Ben Erlingsdóttir.
 
 
Helga Hjördís Björgvinsdóttir opnaði leikinn fyrir Snæfell með þriggja stiga körfu, en Bianca Lutley skoraði og fékk víti að auki strax í næstu sókn á eftir, Grindavík komust í 3-6 en þá náðu heimastúlkur 14-2 áhlaupi, leiddu 17-8 og voru að spila vel. Tveir þristar í röð frá Ingibjörgu Jakobs og annar til frá Biancu minnkaði muninn í 20-17. Snæfellsstúlkur leiddu eftir fyrsta leikhluta 29-23 og voru ívið sterkari aðilinn. Hildur Sig og Chynna hófu annan leikhluta með látum og komu Snæfell 12 stigum yfir 37-25 en Ingibjörg og Bianca voru að skila stigum fyrir Grindavík sem minnkuðu muninn í 46-42. Staðan í hálfleik var 51-44 Snæfell í vil.
 
Stigahæst í liði Snæfells í fyrri hálfleik var Chynna Brown með 15 stig/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14 stig/ 3 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Bianca stigahæst með 18 stig en Ingibjörg Jakobs var með 11 stig og María Ben var með 10 stig/ 6 fráköst.
 
 
Í upphafi seinni hálfleiks skelltu gestirnir í svæðisvörn en Hildur Björg setti niður góðar körfur og Chynna Brown kom Snæfell í 63-46, eftir að Snæfell aukið forystuna í 67-49 snéru gestirnir leiknum sér í vil með 0-13 áhlaupi og staðan 67-62. Bianca var atkvæðamikil en hún setti niður fimmta þristinn sinn og minnkaði muninn í 70-66 þegar um 8 sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, Hildur Sig fékk boltann og setti niður þrist um leið og lokaflautið gall og staðan 73-66 eftir þrjá leikhluta. Greinilegt var að Chynna Brown hafi lent fyrr um morgunin en hún var hálf lappalaus í síðari hálfleik.
 
 
Hildur Björg byrjaði fjórða leikhluta líkt og þann þriðja og Snæfell voru komnar fljótlega 12 stigum yfir sem þær héldu út leikhlutann þrátt fyrir fína baráttu í Grindavíkurstúlkum. Lokatölur 97-83 og tólfti sigur Snæfellsstúlkna í höfn. Snæfell áfram í toppsætinu en Grindavík eru í næst neðsta sætinu með 6 sigra.
 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15